Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ALLS höfðu 115 umsóknir borist í gær um þau 50 störf sem garð- yrkjustjóri Hafnarfjarðar ræður í á hverju sumri. Umsóknarfrestur rann út í lok síðustu viku en ekki er óalgengt að umsóknir haldi áfram að berast eftir að formlegur um- sóknartími rennur út. Að sögn Björns Hilmarssonar garðyrkjustjóra er eftirspurn eftir störfum svipuð nú og í fyrra. Þá var ráðið í heldur fleiri störf eftir að bæjaryfirvöld samþykktu að veita aukið fjármagn til verkefnisins. Hann á von á að svipað verði uppi á teningnum nú. Garðyrkustjóri ræð- ur einkum til sín ungmenni 17 ára og eldri. Meðal starfa í boði eru vinna við fuglagæslu, umsjón með Bonsai garði og störf í fegrunar- flokki, sláttuflokki og viðhalds- flokki. 17–20 ára eiga erfiðast með að fá vinnu Vinnuskólinn tryggir öllum ung- lingum á aldrinum 14-16 ára, sem þangað leita, vinnu, samtals um 700 ungmennum. Vinnuskólinn óskaði einnig eftir að ráða flokksstjóra og leiðbeinendur á íþrótta- og leikja- námskeið en umsækjendur þurfa að vera 21 árs á árinu. Þeir sem eru 17-20 ára gátu sóttu um að komast að sem aðstoðarleiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum. Að sögn Ellerts Magnússonar, for- stöðumanns Vinnuskólans, er erf- iðast að finna vinnu fyrir aldurshóp- inn 17-20 ára. Um 50 ungmenni á þessum aldri fá vinnu við ýmis leið- beinendastörf en þegar hafa um 150 umsóknir borist um störfin. Eftirspurnin svipuð og í fyrra Sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ Hafnarfjörður ÞAÐ var margt um manninn þeg- ar Höfuðborgarstofa var opnuð á föstudag í gamla Geysishúsinu, sem við það tækifæri var end- urnefnt Ingólfsnaust. Meðal ann- stofu fellur m.a. rekstur Upplýs- ingamiðstöðvar ferðamála og var hún opnuð í Ingólfsnausti við sama tækifæri. Forstöðumaður Höfuðborg- arstofu er Svanhildur Konráðs- dóttir. arra ávörpuðu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Þórólfur Árnason borgarstjóri samkund- una og voru kampakátir, eins og sjá má, líkt og aðrir gestir við opnunina. Undir starfsemi Höfuðborgar- Kampakátir við opnun Höfuðborgarstofu Morgunblaðið/Kristinn Miðborg FYRSTA athvarfið fyrir geðfatlaða verður opnað í Hafnarfirði í vor. Gert er ráð fyrir að athvarfið muni starfa á svipuðum nótum og Vin í Reykjavík og Dvöl í Kópavogi þar sem geðfatl- aðir geta sótt félagsskap, þjónustu og ýmiss konar stuðning. Búið er að aug- lýsa eftir forstöðumanni fyrir athvarf- ið. Hafnarfjarðardeild Rauða kross Íslands, Hafnarfjarðarbær og Svæð- isskrifstofa um málefni fatlaðra á Reykjanesi standa að athvarfinu og hafa fulltrúar þessara aðila undirritað samstarfssamning um stofnun at- hvarfsins. Það mun verða til húsa í hjarta bæjarins að Hörðuvöllum 1 en Hafnarfjarðarbær leggur til húsnæð- ið og sér um að koma því í stand. Rauði Krossinn mun útvega tækja- búnað og sjá um að ráða forstöðu- mann og borga honum laun en tveir aðrir starfsmenn verða við athvarfið. Gengur mikið út á félagslegt samneyti Að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi, verður að miklu leyti boðið upp á ein- staklingsmiðaða þjónustu í athvarf- inu. „Þar verður hægt að fá félagsleg- an og andlegan stuðning og leiðsögn t.d. með fjármál og annað. Þarna get- ur fólk sótt alls kyns námskeið og fræðslu og sömuleiðis verður hægt að fá heitan mat á staðnum, fólk getur fengið aðstoð varðandi lyfjamál sín og samskipti við heilbrigðisyfirvöld og aðra opinbera aðila. En í raun gengur þetta mikið út á félagslegt samneyti og fólk tekur eins mikinn þátt í starf- seminni og það hefur áhuga og vilja til þannig að stuðningurinn fer eftir þörfum hvers og eins.“ Sigríður segist gera ráð fyrir að opnunartíminn verði frá kl. 9 til 16 á daginn en hugsanlega fari starfsemin eitthvað rólegar af stað líkt og raunin var með athvarfið Dvöl í Kópavogi. Að hennar mati er mikil þörf á slíku athvarfi í Hafnarfirði. „Hafnfirðingar hafa þurft að leita út fyrir bæjar- mörkin eftir slíkri þjónustu, en þarna er hún komin heim í hérað.“ Hún bæt- ir því við að vissulega muni fólk úr ná- grannasveitarfélögunum geta sótt í nýja athvarfið í Hafnarfirði líkt og Hafnfirðingar hafi gert til þeirra en markhópurinn sé samt sem áður fyrst og fremst þeir sem búsettir eru í bæn- um. Að sögn Sigríðar er vonast til að hægt verði að opna athvarfið með vor- inu eða í síðasta lagi næstkomandi sumar en sem fyrr segir er búið að auglýsa eftir forstöðumanni sem mun hefja undirbúning að opnuninni um leið og hann kemur til starfa. Þá má bæta því við að síðar á þessu ári áformar Hafnarfjarðarbær að taka í gagnið verndaðar íbúðir fyrir þrjá til fjóra geðfatlaða einstaklinga, að því er fram kemur í frétt á heima- síðu bæjarins. Athvarf fyrir geðfatlaða verður opnað síðar í vor Bæjaryfirvöld áforma að taka í notkun verndaðar íbúðir fyrir 3–4 einstaklinga síðar á þessu ári Hafnarfjörður Ljósmynd/Hallgrímur Indriðason Helgi Ívarsson skrifaði undir samstarfssamninginn um athvarfið fyrir hönd Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins, Sigríður Kristjánsdóttir skrif- aði undir fyrir hönd Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra og Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar. KRISTINN Bergsson, skóhönn- uður á Akureyri, hefur lokið við að smíða skópar, sem þykir kannski ekki í frásögur færandi, enda mað- urinn smíðað skó í marga áratugi. Það sem er merkilegt við þetta skópar er að það er í sömu stærð og Jóhann Kristinn Pétursson, bet- ur þekktur sem Jóhann Svarfdæl- ingur eða Jóhann risi, notaði. Skórnir eru engin smásmíði, eða númer 62–64, að sögn Kristins. Hann sagðist aldrei áður hafa smíðað skó á látinn mann en hann smíðaði nokkur skópör á Jóhann á meðan hann lifði. „Og ég man hvað mér fannst ég vera lítill þeg- ar ég hitti Jóhann í fyrsta skipti.“ Kristinn sagði að skórnir hefðu verið smíðaðir fyrir Byggðasafnið Hvol í Dalvíkurbyggð og að hug- myndin væri að leyfa gestum safnsins að máta þá og finna stærðarmuninn. Kristinn sagði að töluverð vinna hefði farið í að gera skóna – mikil handavinna – en þetta hefði verið skemmtilegt verkefni. Kristinn hefur starfað við skó- gerð frá árinu 1947 og sem skó- hönnuður frá 1959, lengst af hjá Skóverksmiðjunni Iðunni, sem seinna varð Strikið, og síðar hjá Skrefinu á Skagaströnd, eftir að vélarnar voru seldar þangað frá Akureyri. Hann hefur starfað sjálfstætt í um átta ár og fram- leiðir léttan skófatnað, svo sem heilsuskó og inniskó, í bílskúrnum heima hjá sér í Lönguhlíð, undir nafninu „KB Skósmiðja“. Fram- leiðsla hans er seld um allt land. Morgunblaðið/Kristján Kristinn Bergsson skóhönnuður með skó í sömu stærð og Jóhann Svarf- dælingur notaði. Á myndinni sést munurinn á skóstærð Jóhanns og „hefðbundinni“ stærð. Kristinn Bergsson skóhönnuður fékk skemmtilegt verkefni Smíðaði skó í stærð Jóhanns risa HAGYRÐINGAKVÖLD verður haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri að kvöldi skírdags, fimmtudaginn 17. apríl, kl. 20.30. Þar koma saman fulltrúar allra þeirra fimm stjórn- málasamtaka sem tilkynnt hafa um framboð til alþingiskosninganna í Norðausturkjördæmi í vor og tekist verður á um stjórnmál í bundnu máli auk þess sem kveðið verður um ýmislegt annað sem á döfinni hefur verið í þjóðfélaginu að undanförnu. Hagyrðingarnir eru Halldór Blöndal, forseti Alþingis, frá Sjálf- stæðisflokki, Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra, fulltrúi Framsókn- arflokksins, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs, Ör- lygur Hnefill Jónsson frá Samfylk- ingunni og Brynjar S. Sigurðsson, Frjálslynda flokknum. Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra og forseti Al- þingis, stjórnar hagyrðingakvöldinu. Einnig verður boðið upp á söng og „uppistand“ á skemmtuninni. Anna Katrín Guðbrandsdóttir úr Mennta- skólanum á Akureyri, sem sigraði í söngkeppni framhaldsskólanna á dögunum, kemur fram og syngur sigurlagið, Vísur Vatnsenda-Rósu. Kynnir kvöldsins verður akureyrski skemmtikrafturinn, Rögnvaldur gáfaði, sem einnig fer með gaman- mál. Húsið verður opnað kl. 19.30. Að- gangseyrir er 1.500 krónur en 1.000 krónur fyrir eldri borgara. Léttar veitingar verða seldar á staðnum. Hagyrðinga- kvöld í Höllinni BOÐAÐ er til kynningarfundar í dag, um niðurstöður starfshóps um „Mannaflaþörf og sérhæfni vegna stóriðjuframkvæmda fyrir árin 2003–2008.“ Fundurinn fer fram á Hótel KEA á Akureyri og stendur frá kl. 12 til 13.30. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir mun ávarpa fundinn, en síðan verða niðurstöður starfs- hópsins kynntar. Einnig verða á fundinum erindi og hagnýtar ábend- ingar frá verkfræðistofum/aðilum með mikla reynslu er varða þátttöku í stóriðjuverkefnum, um það hvernig íslensk fyrirtæki geta sem best und- irbúið sig í þeim tilgangi að ná sem mestum árangri varðandi tilboð og verkefni í fyrirsjáanlegum stóriðju- framkvæmdum. Mannaflaþörf og sérhæfni vegna stóriðjuframkvæmda Kynningarfundur á Hótel KEA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.