Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 29 SÖNGLÖG dr. Páls Ísólfssonar verða flutt í heild sinni á tónleikum í Salnum í kvöld kl. 20. Flytjendur eru Hanna Dóra Sturludóttir sópran, Finnur Bjarnason tenór og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, sem jafnframt átti frumkvæði að því að halda tónleikana. „Ég hef verið að vinna með ein- leiksverk Páls fyrir píanó í nokkur ár og hef haft mikið samband við dóttur hans, Þuríði Pálsdóttur, í tengslum við það verkefni. Í framhaldi af því var hún svo rausnarleg að gefa mér nótur að sönglögum hans, en fram að því hafði ég bara þekkt allra þekkt- ustu lögin hans, eins og Snata og Óla og Máríuvers, og ekki spáð sérstak- lega í þau sem heild. Þegar ég fékk þessar nótur í hendur varð mér ljóst að þarna var á ferðinni mikill fjár- sjóður og sérstaklega fyrir píanist- ann – Páll leggur svo mikið upp úr píanóhlutanum að það er óvanalegt, og minnir einna helst á Schubert, Schumann og Brahms. Mér fannst því mikill fengur að þessu,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. Nína Margrét viðraði hugmyndina að tón- leikum tileinkuðum sönglögum Páls við Finn Bjarnason og Hönnu Dóru Sturludóttur, sem tóku hugmyndinni vel. „Það var auðvitað eins með þau og mig, að þau þekktu sum lögin hans en alls ekki öll. En þau voru til í fara út í þetta verkefni með mér, og þetta er árangurinn í dag.“ Tvö óútgefin lög Meðal þekktra laga eftir Pál Ís- ólfsson eru Sáuð þið hana systur mína og Kvæðið um litlu hjónin. Á tónleikunum verða jafnframt flutt tvö óútgefin lög, sem Þuríður tók upp með föður sínum fyrir Ríkisút- varpið á sínum tíma, en hafa ekki verið sungin á tónleikum áður. „Hanna Dóra flytur því þessi tvö óút- gefnu lög, og í heild verða því 42 sönglög flutt á þessum tónleikum,“ segir Nína Margrét. Lögin samdi Páll á öllum tímabilum ferils síns, þau elstu eru frá 1920, en þau yngstu frá 1973. Páll lést árið 1974. „Þannig að það er líka mjög skemmtilegt að lögin mynda eins konar kort af ferli hans og hvernig hann hefur þróað stíl sinn. Þau eru mjög ólík, fyrstu lög hans eru mjög hefðbundin í form- inu og feikilega vel skrifuð, en í þeim síðustu fer hann hins vegar inn í módernismann.“ Nína Margrét bendir á að söng- lögin hafi verið Páli mjög hjartfólgin, enda var hann mikill frumkvöðull í sönglist hérlendis. „Lögin eru afar fjölbreytt og samin við ólíka texta sem hann valdi gaumgæfilega, marg- ir eru eftir Davíð Stefánsson sem var félagi hans og kollegi, en einnig eftir Þorstein Erlingsson, Kristján frá Djúpalæk og Eggert Ólafsson. Við- fangsefnin eru af ýmsum toga, þarna koma fyrir viðfangsefni eins og ástin, sorgin, gleðin og trúin, og íslensk náttúra – þannig að þau gefa heil- mikla mynd af Páli sjálfum líka,“ segir Nína Margrét að síðustu. Í hléi á tónleikunum verður af- hjúpuð brjóstmynd af Páli eftir Ragnar Kjartansson, sem aðstand- endur Páls færa Salnum að gjöf af þessu tilefni. Mynda kort af ferli dr. Páls Ísólfssonar Morgunblaðið/Árni Torfason Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari og söngvararnir Hanna Dóra Sturludóttir og Finnur Bjarnason eru flytjendur á tónleikum í Salnum í kvöld, þar sem sönglög dr. Páls Ísólfssonar verða flutt í heild sinni. erful World eftir Wiss og Thiele og þar lék söngstjórinn með á trompet. Í Bónorðinu eftir G. Nash átti kórinn nokkuð góðan sprett. Lagið Hraust- ir menn eftir Bromberg gerði Guð- mundur Jónsson frægt á sinni tíð. Hér söng nemandi Guðmundar, Þor- valdur Þorvaldsson, glæsilegan ein- söng með kórnum. Hér kvað við allt annan hljóm í kórnum og hann hrökk loksins almennilega í gang og þessi góði þétti og fallegi hljómur og lifandi söngur hélst áfram það sem eftir lifði tónleikanna. Einsöng í Nautabanasöngnum úr Carmen eft- ir Bizet söng söngneminn Ásgeir Páll Ágústsson. Einhvern veginn var þetta því miður ekki hans dagur og réð hann alls ekki við aríuna. Þor- valdur Halldórsson söng einsöng í lagi D. Young, Að leiðarlokum, og gerði það vel og fallega eins og hans var von og vísa. Á víkingaslóð er þjóðlagasyrpa frá Wales sem kórinn söng næst. Einsöngvari í einu lagi syrpunnar var Birgir Hólm. Negra- sálmurinn Amen innsiglaði síðan efnisskrána. Af aukalögum má nefna Nú sefur jörðin eftir Þorvald Blön- dal og Brennið þið vitar eftir Pál Ís- ólfsson. Kórinn sýndi í síðasta hluta efnis- skrárinnar að hann getur sungið ljómandi vel þó hann hafi verið lengi í gang, kanski átti löng bið sinn þátt í því. Undirraddirnar eru þéttar og góðar og bassinn fallegur en spurn- ing er hvort allir 1. tenórarnir séu í réttri rödd. Nokkur lög í fyrri hluta voru óþarflega líflaus í flutningi og náðu ekki að lifna og verða að tón- list. Innkomur voru oft ákaflega óör- uggar og ósamtaka. Píanóleikur Sig- urðar Marteinssonar var óaðfinnan- legur og studdi vel við kórinn. Kammerkór Skagfirsku söng- sveitarinnar var gestgjafi norska kórsins Ra sanglag og sem slíkur bauð hann gestina velkomna, hóf síð- an tónleikana með þremur lögum. Ra sanglag hóf raust sína með afr- ískri bæn á norsku við lag og ljóð Bengt Hallberg. Þarna hafði kórinn góðan samhljóm og var hreinn inn- byrðis, jasslagið Pärlan eftir H. Sund var ekki eins gott og veiki söngurinn ræfilslegur. Cantique de J. Racine eftir Fauré hljómaði alls ekki hjá kórnum nema endahljóm- urinn. Söngstjórinn söng einsöng með kórnum í gospellaginu I Surrender eftir W. S. Weeden og fórst það vel úr hendi. Fröken tankelös eftir B. Amdahl, og lög E. Taube, Fragansia og Änglamar voru aftur mun betur sungin og allur flutningur fór nú batnandi. Síðustu lögin á efnisskránni voru The Beauty And The Beast eftir A. Menken, The Bare Necessities og syrpan Mikkel Rev eftir N.H. Asheim, í þeim tveim síðustu fór kórinn loksins í gang og hefði verið gaman að heyra alla tónleikana sungna með þeim hljóm og þeirri tónstöðu. Geir Salvesen lék á píanóið og gerði það með miklum ágætum. Allir áttu kórarnir það sameigin- legt að glögglega mátti heyra hvað var gaman að syngja og hvað var ekki eins gaman að syngja. Einnig voru kórarnir allir svolítið seinir í gang og síðari hluti efnisskránna alls staðar betur sunginn en sá fyrri. Jón Ólafur Sigurðsson Á ÁRSFUNDI Nýlistasafnsins á dögunum urðu líflegar umræður um afskiptaleysi borgaryfirvalda gagn- vart safninu. Ásmundur Ásmunds- son bar upp svohljóðandi tillögu: „Ársfundur Nýlistasafnsins mót- mælir þeirri menningarstefnu borg- aryfirvalda sem endurspeglast í áhugaleysi og þekkingarskorti á eðli og störfum framsækinnar myndlist- ar, jafnframt mótmælir fundurinn vanhugsuðum og illa undirbúnum styrkveitingum á vettvangi sam- tímamyndlistar. Reykjavíkurborg er hvött til að hafa fagleg vinnubrögð að leiðarljósi í framtíðinni.“ Eftir nokkrar umræður var svo- hljóðandi breytingatillaga samþykkt sem endanleg ályktun ársfundarins. „Ársfundur Nýlistasafnsins fór fram 13. apríl sl. en í ár heldur safnið upp á 25 ára starfsafmæli sitt. Ný- listasafnið er þekktasta vörumerki Íslands í hinum alþjóðlega myndlist- arheimi og hefur frá upphafi verið framvörður framsækinnar myndlist- ar á Íslandi. Ársfundur Nýlista- safnsins fagnar framlögum borgar- innar til einkasafns Péturs Arasonar á Laugavegi 37 en jafnframt lýsir fundurinn þungum áhyggjum af því að á sama tíma er fótunum kippt undan rótgróinni starfsemi fram- sækinna myndlistarmanna í borg- inni. Fundurinn lýsir undrun sinni yfir seinagangi og áhugaleysi um Nýlistasafnið á 25 ára afmæli þess.“ Áhugaleysi um Nýló
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.