Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HVERNIG þjóðfélag viljum við móta inn í framtíðina nú í upp- hafi 21. aldarinnar? Mikill meiri hluti þjóðarinnar vill örugglega ekki halda áfram á braut þeirrar misskiptingar sem verið hefur á undnaförnum árum með vaxandi fátækt og stéttaskiptingu, sem er orðin staðreynd í íslensku sam- félagi. Fólki blöskrar líka sú of- uráhersla sem lögð hefur verið á gróðahyggjuna og ofurkjör þeirra ríku, sem vikið hefur til hliðar samhjálp og samábyrgð. Það vill snúa aftur á braut jafn- réttis, sanngirni og réttlætis í ís- lensku samfélagi. Vaxandi fátækt og stéttskipting Hópur fátækra hefur stækkað mjög frá 1995. Samkvæmt vel- ferðarskýrslu ASI hefur fátæk- um fjölgað verulega milli áranna 1995 og 2001, eða úr 8,8% í 13,2% skattframteljenda 25 ára og eldri. Samkvæmt þessari nið- urstöðu ASI hefur fjölgað um rúmlega 8 þúsund manns í hópi fátækra frá árinu 1995. Ástæður þessa eru einkum; hærri skattar, aukinnn kostnaðarþátttaka í heil- brigðiskerfinu, þreföldun á hús- næðiskostnaði og rofin tengsl líf- eyris við launavísitölu á árinu 1996. Þessi nýja fátækt á Íslandi birtist m.a. í því að alltof stór hlut fullvinnandi fólks þarf að leita til mæðrastyrksnefndar eða hjálparstofnana til að eiga fyrir kemur niður á þeim sem skyldi. Velferðarkerfin breytt í ölmusuke Stefán Ólafsson prófess ur gert úttekt og samanb íslenska velferðarkerfinu við önnur velferðarkerfi t hinum Norðurlöndum og ríkjunum. Þar kemur fram lenska velferðarkerfið sé ódýrasta á Vesturlöndum mælt sem hlutfall af land leiðslu og sem kaupmáttu ferðarútgjalda. Stefán he jafnframt fram að gífurle tekjutengingar velji inn þ tæku frekar en að velja ú ríku. Sömuleiðis segir Ste jöfnunarmarkmið bæði í v arkerfinu og skattkerfinu vikið, hlutverk markaðari ferðarkerfinu aukist og v að færast frá skandinavís inu yfir í það bandaríska. eru 44 milljónir manna í ríkjunum án trygginga ve arkerfisins. Stefán heldur fram, sem rétt er, að velf brýnustu nauðþurftum. Það er líka nöturlegt að hópur lífeyr- isþega og atvinnulausra getur ekki leyst út lyfin sín eða leitað sér læknishjálpar. Sívaxandi skattheimta í formi aukinnar gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu og fyrir sérfræðisþjónustu er stað- festing þess að fólk hefur nú orð- ið ekki jafnan aðgang að heil- brigðiskerfinu. Það er ekki síst merki um brotalamir velferð- arkerfisins að lágtekjufólk og líf- eyrisþegar sem ekki greiddu skatta á árinu 1996 eru farin að greiða sem svarar mánaðarlífeyri í skatta. Og skömm sé vald- höfum, þegar þessir sömu lág- tekjuhópar þurfa líka iðulega að greiða sem svarar öðrum mán- aðarlífeyri úr eigin vasa í lyfja- kostnað. Gífurleg hækkun á lyfja og sérfræðilækniskostnaði eru því að sliga margar fjölskyldur, en lyfjakostnaður hefur hækkað um 65% frá 1998 og greiðslur vegna sérfræðihjálpar um 260% frá 1999. Þessi gjaldtaka er ekk- ert annað en viðbótar skatt- heimta stjórnvalda, sem verst Öryggisnet velferðarkerfis Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur „Fjölgað hefur um 8 þúsund manns í hópi fátækra frá árinu 1995.“ M ARGT bendir til að línur séu að skýrast varðandi þá kosti er gætu blasað við varðandi stjórnar- myndun eftir kosningar, ef niður- stöður verða í samræmi við niður- stöður skoðanakannana að undanförnu. Sem stendur er óvíst hvort nú- verandi stjórnarflokkar, Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur, nái að halda þingmeirihluta sínum. Af yfirlýsingum leiðtoga flokkanna má ráða að þeir hafa fullan hug á að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Það er hins vegar alls ekki víst, miðað við skoðanakannanir, að sú verði raunin. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 21 þingmann samkvæmt síð- ustu könnun Félagsvísindastofnun- ar, sem birt var í Morgunblaðinu á laugardag, og Framsóknarflokkur- inn sjö menn. Það vantar því fjóra þingmenn upp á meirihlutann. Tveggja flokka stjórn ólíkleg Ef niðurstaðan verður sú að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur hafa ekki meirihluta á þingi eftir kosningar er líklegt að eini kosturinn til myndunar tveggja flokka ríkisstjórnar sé samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Slík stjórn hefði traustan meirihluta, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar, eða 45 þingsæti. Ólíklegt hlýtur að teljast að slík stjórn verði mynduð, en aldrei er hægt að útiloka neitt í pólitík. Ef allir aðrir kostir hafa verið reyndir án árangurs er vel hugsanlegt að stjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar yrði niðurstaðan að lok- kosninga verði í takt við þ skoðanakannanir sýna n Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn að loknum kosn U + F + S? Þar með fækkar stjórna unarkostunum. Í raun má einungis tveir líklegir kos stöðunni. Ef Framsókna eykur fylgi sitt það mikið treysti sér í ríkisstjórn eru að núverandi stjórnarm haldi áfram. Ef ekki, virð aðrir kostir í stöðunni en sa Samfylkingar, Vinstri græ Frjálslynda flokksins, ekk Frjálslyndir halda þeim vin sem þeir virðast njóta sam könnunum. Samkvæmt Félagsvísindastofnunar fe stjórn 35 þingmenn og h þriggja sæta meirihluta á þ Pólitískir snertifletir flokka eru margir. Þeir leg áherslu á að gjörbylta s vegsstefnunni þótt vissul þeir ekki sammála um hv eigi að fara í þeim efnum. þeir allir efla velferðark hafa efasemdir um ágæti lækka skatta á einstaklinga irtæki í miklum mæli. Áh Evrópumálum eru vissuleg Hins vegar hlýtur að teljast legt að til dæmis ólíkar Vinstri grænna og Samf um. Hins vegar liggur fyrir að for- ystumenn þessara flokka hafa lítinn áhuga á samstarfi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hóf afskipti af landsmálum um síðustu áramót undir þeim formerkjum að megin- markmið hennar væri að koma Sjálfstæðisflokki frá völdum. „Það sem ég hef sagt í þessum efnum er að að sjálfsögðu var ég ekki að bjóða mig fram til að lengja lífdaga Davíðs Oddssonar á forsætisráð- herrastóli. Ég hef enga sérstaka löngun til þess. Ég tel að það sé komin ákveðin valdþreyta og tími til að skipta,“ er haft eftir Ingi- björgu í Morgunblaðinu 13. janúar. Hún tók það þó fram að ekkert væri hægt að útiloka. Varla yrði það þó fyrsta verk hennar eftir kosningar að setjast í ríkisstjórn með Davíð Oddssyni? Þá lýsti formaður Sjálfstæðis- flokksins því yfir á kosningafundi á Akureyri á mánudagskvöld að öll þau skilyrði sem Samfylkingin setti fram fyrir stjórnarsamstarfi í vor væru óaðgengileg. Davíð hafði áður lýst því yfir að útilokað væri að Sjálfstæðisflokkur myndi eiga aðild að þriggja flokka ríkisstjórn. Halldór Ásgrímsson hefur jafn- framt lýst því yfir að ef niðurstaða Hvaða stjórn e Skoðanakannanir benda til að töluverðar breytingar geti orðið á íslenskum stjórn- málum eftir kosningar. Steingrímur Sig- urgeirsson spáir í spilin og myndar rík- isstjórn út frá niðurstöðum kannana. Forsætisráðherra? F AF INNLENDUM VETTVANGI PÓLITÍSK ÓVISSA Skoðanakannanir benda tilþess að úrslit kosningannahinn 10. maí nk. séu mjög óviss. Töluverðar sveiflur virðast vera í stöðu stjórnarflokkanna, í sumum könnunum sýnist meiri- hluti þeirra fallinn, í öðrum halda þeir naumlega velli. Missi stjórnarflokkarnir meiri- hluta sinn sýnist liggja beint við, eins og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hefur raunar bent á, að stjórnarandstöðuflokkarnir taki höndum saman. Talsmenn Sam- fylkingarinnar hafa af einhverjum ástæðum ekki tekið slíkum ábend- ingum fagnandi. Að minnsta kosti var ekki hægt að skilja viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Kastljósi á sunnudagskvöld á ann- an veg. Vel má vera, að ástæðan sé tví- þætt: Annars vegar þekkja for- ystumenn Samfylkingarinnar vel til baklands Vinstri grænna, vegna þess að þeir eru flestir fyrrverandi samstarfsmenn þess fólks, sem hefur skipað sér í þá fylkingu frá dögum Alþýðubanda- lagsins. Leiðir skildi og hugsan- lega hafa forystumenn Samfylk- ingarinnar ekki sérstakan áhuga á samstarfi við þessa fyrrverandi skoðanabræður sína. Hins vegar má vera, að Samfylkingin telji Frjálslynda flokkinn ótraustan samstarfsaðila vegna þess að um tiltölulega nýjan stjórnmálaflokk er að ræða, sem hefur ekki innan sinna vébanda marga reynda stjórnmálamenn. Viðurkenna verður að reynslan af þriggja flokka ríkisstjórnum á Íslandi er ekki góð. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks, sem mynduð var að loknum kosningum 1987, sat ekki nema til hausts 1988. Þá tók við ríkisstjórn, sem byggðist raunverulega á fjórum stjórnmálaflokkum. Reynsla Al- þýðuflokksins af því stjórnarsam- starfi var sú, að ekki þýddi að bjóða þeim flokki gull og græna skóga eins og reynt var að gera eftir kosningarnar 1991 til þess að halda áfram samstarfi á vinstri kanti stjórnmálanna. Því verður ekki á móti mælt að þær tveggja flokka ríkisstjórnir, sem setið hafa síðustu tólf ár, hafa tryggt pólitískan og efnahagsleg- an stöðugleika í landinu auk margs annars. Í kosningabarátt- unni nú eru felldir sleggjudómar um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem sat 1991 til 1995. Eru stjórnmálamennirnir búnir að gleyma því að sú ríkis- stjórn þurfti að fást við eina dýpstu efnahagskreppu 20. aldar- innar? Ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, sem setið hefur frá vorinu 1995, hefur ekki sízt byggt á því hversu vel fyrrnefndu ríkisstjórninni tókst að takast á við þann alvarlega vanda. Þegar allt þetta er haft í huga þarf engum að koma á óvart, þótt þær vísbendingar, sem fram koma í skoðanakönnunum nú, valdi mörgum áhyggjum, ekki sízt for- ystumönnum í atvinnulífi, sem vita að fenginni reynslu hvað póli- tískur stöðugleiki skiptir miklu máli fyrir framþróun atvinnulífs- ins. Það sem af er hafa umræður í kosningabaráttunni snúizt um skattamál, sjávarútvegsmál og velferðarmál. En kannski er kosn- ingabaráttan að þróast á þann veg, að kjarni hennar snúizt um það, hvort áfram ríki pólitískur og efnahagslegur stöðugleiki í land- inu eða hvort við taki tímabil póli- tískrar óvissu, sem gæti leitt til efnahagslegs uppnáms ef illa færi. BRENNIÐ ÞIÐ VITAR Brennið þið vitar“, eftir Pál Ís-ólfsson, er ein þeirra tónsmíða er allir Íslendingar þekkja. Þótt vinsældir hennar séu ekki síst til merkis um hæfileika Páls sem tón- skálds er víst að texti Davíðs Stef- ánssonar snertir ekki síður þá sterku strengi sem í huga flestra tengjast hafinu og sjósókn í tímans rás. Vitarnir voru sá ljósberi sem leiddi menn heim af hafi – logandi líflína til lands. Næstkomandi laugardag verður haldinn stofnfundur Íslenska vita- félagsins, en í viðtali sem birtist hér í blaðinu á mánudag við Kristján Sveinsson sagnfræðing, er ritað hef- ur bókina „Vitar á Íslandi“, kemur fram að vitar eru mikilvægur þáttur í íslenskri menningarsögu og bygg- ingararfleifð. Kristján bendir m.a. á að sérstaða vita sem bygginga sé fólgin í því afmarkaða notagildi sem þeir höfðu. Útlit vita á Íslandi er mjög fjölbreytilegt, ekki einungis þar sem þeir voru byggðir á mis- munandi tímum, heldur einnig sök- um þess að þegar þeir voru reistir þurfti að taka mið af staðsetningu þeirra við hönnunina svo þeir sæj- ust jafn vel af láglendi sem af hærri stöðum. Að auki þótti nauðsynlegt að vitarnir væru auðþekkjanlegir, hver fyrir sig, þar sem þeir voru einnig dagmerki fyrir sjófarendur. Vitar hafa verið merkilegur þátt- ur í sögu strandmenningar á Ís- landi, allt frá því að fyrsti vitinn var reistur á Valahnúk á Reykjanesi ár- ið 1878. Það er því full ástæða til „að stuðla að vitundarvakningu um þau menningarauðæfi sem við eigum í vitum og strandminjum“, eins og segir á heimasíðu vitafélagsins. Til þess að það megi takast þarf auðvit- að að sjá til þess að vitar og aðrar strandminjar verði verndaðar með viðunandi hætti og að upplýsingum um þessa arfleifð verði til að dreifa fyrir almenning. Strandir eru vin- sæl útivistarsvæði þar sem vitar eru ekki einungis söguleg kennileiti, heldur sömuleiðis forvitnilegt leið- arminni í sögu þjóðar sem allt fram á þennan dag hefur átt afkomu sína undir því að draga fisk úr sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.