Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 39 ✝ Guðlaug HelgaSveinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. september 1929. Hún lést á Landa- kotsspítala 11. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Sveinn Helgason frá Ketilsstöðum á Kjalarnesi, yfir- prentari hjá Guten- berg, f. 22.4. 1891, d. 18.12. 1964, og Björg Sigríður Þórðardótt- ir, húsmóðir frá Sperlahlíð í Arnar- firði, f. 15.10. 1890, d. 1943. Þau Sveinn og Björg áttu fjögur börn saman en þau voru Margrét, f. 16.12. 1913, Ingi Gests, f. 4.11. 1919, Helgi Kalman, f. 14.1. 1916, og Guðlaug Helga. Þau eru öll látin. Guðlaug Helga giftist Ólafi Jónssyni leigu- og strætisvagna- bílstjóra frá Ásólfsskála, f. 10.1. 1918, d. 12.8. 1989. Fyrir átti þá Ólafur tvo syni frá fyrra hjóna- bandi. Guðlaug Helga og Ólafur eignuðust saman tvö börn. Þau eru: 1) Sigríður Ragnheiður Ólafsdóttir leikskólakennari, f. 22.6. 1950, gift Höskuldi Einars- syni slökkviliðs- manni, f. 3.1. 1953, börn þeirra eru Sig- fús Ómar, f. 23.12. 1970, Hlynur, f. 7.9. 1977, og Helga, f. 4.10. 1987. 2) Jón Ólafsson hljóðfæra- leikari, f. 28.4. 1952. Börn hans eru Ólaf- ur, f. 30.1. 1970, Haukur Ingi, f. 17.12. 1975, og Hall- dór Hrafn, f. 13.8. 1981. Guðlaug Helga og Ólafur slitu samvist- um árið 1957. Sambýlismaður Guðlaugar Helgu eftir það til fimmtán ára var Ólafur Gríms- son. Guðlaug Helga Sveinsdóttir ólst upp í Mjölnisholtinu í Reykja- vík og eftir hefðbundna skóla- göngu stundaði hún nám í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Guðlaug Helga stundaði versl- unarstörf til margra ára og síðar við heimilishjálp á vegum Reykja- víkurborgar. Útför Guðlaugar Helgu Sveins- dóttur fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Minningar streyma fram, margar góðar, aðrar miður góðar en samt allt minningar. En hún elsku amma mín er farin. Ég hugsa um stundirnar með henni ömmu minni í Hraunbænum og þeg- ar hún bjó með Óla Gríms. Ég man líka okkar góðu stundir í Rofabænum og á Sogaveginum. Stóra stundin þegar við, ég og amma, fluttum saman inn í Suðurhól- ana og ég fékk að eiga litla herbergið frammi á gangi. Legokubbarnir og litla Spánardót- ið sem ég lék mér með kalla fram sterkar minningar núna þegar ég skrifa um hana elsku ömmu mína. Til útlanda fórum við amma tvisv- ar saman, Costa del sol og Kanarí- eyja. Í bæði skiptin tókst mér að týn- ast og láta ömmu verða bæði áhyggjufulla og reiða. Hún varð samt aldrei mikið reið út í mig, ég var alltaf engillinn hennar. Amma gagga, eins og ég og Hlyn- ur bróðir kölluðum hana, talaði oft um þegar ég kom einu sinni að kíkja á hana og hafði þá verið að vinna fyrir utan húsið hennar og fékk að leggja mig inn í sófa hjá ömmu. Það kunni hún vel að meta. Ég man líka þegar hún kom í skírnina hjá Baldvin Hauk á spítal- ann, þá átti hún erfitt, að vita til þess að litli drengurinn minn væri veikur á spítala. Stundum gerði hún amma mín margt sem ég hefði viljað að hún hún hefði síður gert en ég gat einhvern veginn aldrei sagt henni að ég hefði verið sár út í hana. Kannski get ég það aldrei. Elsku besta amma mín, ég veit bæði og finn að henni líður betur í dag. Hún á eftir að vera áfram með mér í gegnum allt mitt. Hún er og verður alltaf amma mín. Þær passa jú alltaf uppá englana sína. Opna dyr uppá gátt til að bjóða mína sátt. Það sem einu sinni var það getur lifnað við á ný. Annað líf, enginn veit. Endalaus er okkar leit. Ef þú átt aðeins þetta líf er betra að fara að lifa því. Samferða, öll við erum samferða. Hvert sem liggur leið, gatan mjó og breið, torfær eða greið. Viltu ganga um mínar dyr. Verst ég opnaði ekki fyrr, En ég veit að enn er hægt að biðja meir og betri byr. (Magnús Eir.) Sigfús Ómar Höskuldsson. Elsku amma mín. Þá kom að því, að augun þín lokuðust fyrir fullt og allt. Ég á enn frekar erfitt með að skilja þetta en ég vissi að það kæmi loks að þessu tímabili í lífi okkar allra. Undanfarin tvö ár voru frekar erf- ið hjá þér, elsku amma mín, vegna veikinda þinna. En þér, sem varst alltaf svo sterk kona, tókst alltaf að brosa í gegnum tárin. Manstu þegar við komumst öll fyrst að því að þú værir veik? Ég man hvað okkur þótti það erfitt. En þú bara brostir og sagðir við okkur að sama hvað gerðist, þá ætlaðir þú að koma í ferminguna mína. Og þú stóðst við það. Þú mættir í veisluna hress og kát og lést þennan dag vera fullkominn fyrir mig. Þú varst svo glöð þegar ég kom í heiminn, amma mín. Í barnabarna- hópnum þínum voru eingöngu strák- ar og loksins fékkstu litla ömmu- stelpu, sem auk þess hlaut nafnið þitt. Þú varst alltaf svo stolt af mér, sama hvað ég gerði. Og nú er það ég sem er stolt af þér, elsku amma. Ég á svo margar minningar um þig, sem ómögulegt er að telja allar upp hér en ég mun geyma þær í hjarta mínu að eilífu. Þú hvíslaðir svo oft að mér ,,Vertu góð við mömmu.“ Það loforð skal ég standa við alla tíð. Ég er þess fullviss að nú hefur þú hitt hann Trítla þinn aftur, kisuna þína sem þér þótti svo vænt um og saknaðir svo mikið. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér, elsku amma mín. Ég mun alltaf sakna þín. Ástar- og saknaðarkveðjur. Þín nafna, Helga. Með örfáum orðum langar mig að minnast Helgu frænku minnar eins og ég kallaði hana alltaf, en hún var yngst af systkinum pabba míns. Ég man fyrst eftir henni þegar ég var lítil stelpa en hún var ung dama og kom í heimsókn til okkar á Sauð- árkróki ásamt vinkonu sinni. Mikið fannst mér þær glæsilegar er þær stóðu við stóra spegilinn yfir stigan- um á Eiríksstöðum húsi ömmu minn- ar og afa og lyktin var svo góð af öllu snyrtidótinu sem þær voru með. Þær voru svo glaðar og fallegar og höfðu með sér gítar og sungu og spiluðu, höfðu víst verið saman í Sólskins- kórnum frá því þær voru litlar stelp- ur. Helga söng vel og hafði mjög gaman af því. Hún var mjög fé- lagslynd og skemmtileg. Ég man þegar ég kom til hennar á Mjölnisholt 6 en þar var hún upp alin og flutti þangað aftur seinna á lífs- leiðinni, þar lágu rætur hennar og raunar mínar líka. Ég man eftir heimsóknum mínum til hennar í „hreiðrið“ hennar í Suð- urhólum 26. Þar var allt í röð og reglu og alltaf var kveikt á kertum úti um allt. Það færðist alltaf yfir mann mik- il ró og friður er þangað kom. Ég man hvað hún var stolt af börn- unum sínum Sigríði og Jóni og barnabörnunum og svo voru komin líka langömmubörn. Ég man hvað hún var stolt þegar nafna hennar Helga var fermd og hvað hún var stolt af tengdasyninum Höskuldi Einarssyni þegar hún sá hann í sjónvarpinu við einhver slökkviliðsstörf. Ég man hvað hún var mikill dýra- vinur, hundarnir mínir lögðust alltaf við fætur hennar er hún kom í heim- sókn til mín og kisan hennar Trítli var henni mjög kær og alltaf var kveikt á kerti við stóra mynd af hon- um á heimili hennar eftir að hann dó. Ég man að hún sagði mér að hún hefði átt kisu er hún var lítil og henni þótti svo vænt um hana. En eftir að Helga missti móður sína, sem varð henni mjög erfitt, aðeins 14 ára göm- ul, þá var afi víst ekki mikið fyrir kis- ur og hann tók kisuna hennar undir höndina og fór með hana og það var mikil sorg. Svo kisinn hennar Helgu hann Trítli fékk aldrei nema það besta. Ég man þegar við fórum saman í sumarbústaðinn fyrir tæpum tveim árum. Helga lét sig hafa það að klöngrast upp í gamla jeppann, við settum bara kassa til að stíga fyrst á og síðan var lagt í hann. Okkur fannst svo gaman og okkur leið mjög vel og mikið var talað saman auðvitað við kertaljós þó að hásumar væri. Ég man heimsóknirnar til hennar á sjúkrastofnanirnar síðustu eitt til tvö árin. Hún spurði alltaf um líðan allra í minni fjölskyldu, hún var alveg með allt á hreinu, minnið, sjónin og heyrnin voru alveg í góðu lagi. Alltaf var hún hress og sagðist hafa það bara gott og fyndi ekki neitt til. Það gustaði alltaf af henni og alltaf vildi hún vera fín þó að hún væri sárlasin og berðist hetjulega við illvígan sjúk- dóm sem að lokum hafði yfirhöndina. Ég þakka henni allar góðu sam- verustundirnar og allar minningarn- ar sem ég get yljað mér við og ég bið góðan Guð að blessa hana alltaf og minningu hennar og styrkja alla hennar ástvini. Jakobína R. Ingadóttir. GUÐLAUG HELGA SVEINSDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓNAS JÓHANNSSON fyrrv. verkstjóri Ísaga hf., Sigtúni 27, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut að morgni mánudagsins 14. apríl. Sigríður Aðalheiður Jónsdóttir, Jóhann Jónasson, Sigríður B. Jónsdóttir, Benedikt Jónasson, María B. Jóhannsdóttir, Björk Elva Jónasdóttir, Kjartan Kjartansson, Atli Viðar Jónasson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, HELGA ÁSGRÍMSDÓTTIR, Lerkigrund 1, áður Suðurgötu 124, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 12. apríl. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, börn hinnar látnu. Móðir okkar, VILBORG PÁLÍNA BJARNADÓTTIR frá Stóra-Bóli, Víkurbraut 30, Höfn, lést á Landspítala Fossvogi laugardaginn 12. apríl. Kveðjuathöfn verður í Bænhúsinu í Fossvogi í dag kl. 16.30. Útför fer fram frá Hafnarkirkju, Höfn í Hornafirði, og verður auglýst síðar. Páll Helgason, Gunnar Helgason. Ástkær móðir okkar, dóttir og systir, MATTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hátúni 10A, áður Fellsmúla 18, andaðist fimmtudaginn 3. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega hlýhug og vináttu við andlát hennar. Pétur Mogensen, Sigríður Ösp Mogensen Guðmundur Freyr Mogensen, Sigríður Kristjánsdóttir, Guðmundur Fr. Guðmundsson Þór Guðmundsson, Karl Guðmundsson. Ástkær móðir okkar, AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis í Furugrund 70, Kópavogi, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, andaðist á pálmasunnudag 13. apríl. Útförin fer fram frá litlu kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 23. apríl kl. 10.30. Baldur Sveinsson, Hjálmar Sveinsson, Guðný Ása Sveinsdóttir, Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN HERMANN SIGURÐSSON, Litlu-Hlíð, Víðidal, Vestur Húnavatnssýslu, lést á heimili sinu laugardaginn 12. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Péturdóttir og börn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR, Sandgerði, Stokkseyri, lést á vist- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi mánudaginn 14. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Vilborg Gísladóttir, Magnús Gíslason, Alda Einarsdóttir, barnabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.