Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Aðalheiður Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1917. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Emmý Jensína Sörensen húsfreyja, f. á Ísafirði 19. jan. 1893, d. 11. sept. 1944, og Sigurður Einarsson verkstjóri frá Háholti á Bráð- ræðisholti, f. 18. júní 1890, d. 11. jan. 1943. Barn Aðalheiðar er Sverrir Guð- mundsson, f. 29. des. 1947, faðir Guðmundur Jónasson, f. á Völlum, Kjalarneshr., Kjós. 16. júní 1917, d. 13. nóv. 1995. Maki Sverris er Þórdís Ingvarsdóttir, f. 23. jan. 1949. Börn þeirra eru Sigrún, Jón Óskar, Ingvar Þor- steinn og Aðalsteinn. Árið 1955 giftist Aðalheiður Jóni Tímótheussyni sjó- manni frá Bolungar- vík, f. 1. apríl 1914, d. 9.ágúst, 1991. Aðalheiður ólst upp á Lindargöt- unni, gekk í Austur- bæjarskólann, fór í Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði í tvo vetur, stundaði síðan störf í verslunum, fyrst í mjólkurbúð- um, svo hjá Saumastofunni og Versluninni Spörtu, hjá bílaverk- stæðinu Stilli á skrifstofunni og hjá Marteini Einarssyni og co. Útför Aðalheiðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Aðalheiður fæddist inn í harðan heim dýrtíðar og krappra kjara af- líðandi fyrra stríðs og með frosta- vetur og farsótt framundan. Henni voru heldur ekki búnar ríkmannleg- ar móttökur, dóttir einstæðrar móð- ur, sem sjálf var upp runnin við áþekk skilyrði, og þurftu báðar að brjóta sér braut af eigin rammleik. En báðar komu þær sér vel og löð- uðu fram hið besta hjá traustu og góðu fólki, sem létti þeim lífsgöng- una. Og á næsta leiti beið þjóðvorið fagra með sjálfstæði og hugsjónir um framfarir og menningarlega reisn. Með góðum gáfum, dugnaði og seiglu bar Aðalheiður gæfu til að leita lífsfyllingar og leggja grunn að blómlegri fjölskyldu, sem hyllir hana að verðleikum og þakkar að leiðarlokum. Emma móðir hennar var fædd nokkru fyrir fyrri aldamót, ein fjög- urra barna móður sinnar með út- lendum sambýlismanni og systir hins þjóðkunna læknis og fjölfræð- ings Sörens Sörenssonar. Foreldrar hennar hurfu af landi brott, og voru börnin þá tekin í fóstur, en móðirin kom aftur löngu síðar. Tók faðir okkar systra, Guðmundur Matthías- son verslunarmaður og verkstjóri, og fyrri kona hans Pálína Magnús- dóttir hana í fóstur sjö ára gamla og ólu upp sem eigið barn, en þau höfðu misst tvær dætur úr barnaveiki, sem herjaði þá mjög. Þau höfðu þá þegar byggt húsin Lindargötu 21– 23 og síðar einnig 25, og varð þarna árum saman mikil fjölskyldumið- stöð, fyrst ásamt tveimur sonum þeirra, sem upp komust, og sem at- hvarf systkina og annarra skyld- menna, og um tveimur áratugum síðar með sex barna hópi af seinna hjónabandi hans með Sigurrós Þor- steinsdóttur, móður okkar systra. Áður en svo varð eignaðist Emma Aðalheiði dóttur sína, en þeim for- eldrunum „var ei skapað nema skilja“. Alla, svo sem hún var ætíð kölluð í okkar hópi og meðal góð- vina, tók svo fósturtengslin í arf, horfði á hópinn stækka og vaxa og eignaði hann sér allan sem systkin, enda var það gagnkvæmt. Mikið ást- ríki var ætíð milli þeirra mæðgna og okkar stóru fjölskyldu. Stundaði Alla mikið gæslu okkar á unga aldri, og varð af ævilöng vinátta og trún- aður. Sem eins konar lítið eldri frænka, reynd og hollráð, var hún okkur mikils virði og síðar mökum okkar og börnum. Eftir missi móður sinnar á lýðveldisárinu varð hún því síður en svo einstæðingur, þar sem hún naut líflegra fósturtengsla við stóra og fjörmikla fjölskyldu. Alla var vel viti borin, víðsýn og skörp, hneigðist til mennta og áhugaefna og þurfti fyrir engum að vægja í þrætubókarlist, ef því var að skipta, en á hinn bóginn ekki þeirrar gerðar að fleygja sér í fyrsta fang, sem byðist. Hún menntaðist af kost- gæfni við Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði, þegar vegur hans var hvað mestur, og mátti kalla hennar háskóla, enda vitnaði hún oft til samskipta við upprennandi vest- firska gáfnahausa, ekki síst þá sem Torfanafn báru. Þarna bundust og þau vináttutengsli, sem reyndust einna best og að tengdum urðu. Traust, almenn undirstöðumennt- un varð að vísu ekki skjótt í askana látin, svo að Alla mátti byrja neðan frá með brúsaburði og austri í mjólkurbúð, en þokaðist smám sam- an upp eftir stiganum til fínni versl- unarstarfa með dömukúltúr og skrifstofustarfa, eftir því sem hæfni hennar og hneigð til ábyrgðar komu í ljós. Koma verslunin Sparta, bíla- þjónusta Stillis hf. og verslun Mar- teins Einarssonar þar helst í hug- ann. Um það leyti kippti ástin og ævintýrið í taumana og breytti inn- taki lífs hennar til hins örlögbundna móðurhlutverks, þegar barnunginn Sverrir kom í heiminn. Hún tók hlutskipti sínu tveim höndum og miðaði þaðan í frá allt við það, sem orðið gæti honum fyrir bestu, þar á meðal að taka vist og vinnu hjá sómahjónunum Maríu og Kristjáni Hannessyni í Mýrarkoti í Grímsnesi, en þar átti Sverrir hamingjuríkt at- hvarf til sumardvalar um árabil og hún innhlaup eftir atvikum. Ástundun mennta og lista naut ótvírætt góðs af Núpsvistinni ásamt fóstrinu á menningarheimili við góð- an bókakost. Kom það annars vegar fram í frábærum bókmenntasmekk og eign og miklum lestri góðra bóka. Varð okkur hjónum því ánægja að geyma bókaskáp hennar, meðan hún dvaldi utanbæjar. Hins vegar var hún söngvin með afbrigðum og lagði sönglistinni lið í Samkór Reykjavík- ur hjá báðum frumkvöðlunum Jó- hanni Tryggvasyni og Róbert Abra- ham og lagði líf og sál í þá tjáningu. Eignaðist hún margt söng- og tón- listarfólk að sönnum vinum. Var Margrét Eggertsdóttir söngkona henni nánust og ásamt Páli sínum Öllu stoð og stytta, þegar á reyndi, en nú eru þær nánast samferða yfir móðuna miklu. Einnig bjó Alla yfir skýrri og afdráttarlausri réttlætis- og samfélagskennd, sem einnig hef- ur þróast af aðstæðum hennar og tíðaranda. Róttækni hennar var af þeim manneskjulega toga, sem Þór- bergur taldi til marks um mikla vits- muni, og tempraði hún hana mildi og mannskilningi, svo ekki varð að hörðu þjarki. Alla átti einnig sönnum vinum að fagna frá Núpsdvölinni, þar sem voru þær Magnea og Aldís Jóna Ás- mundsdætur ásamt mökum, sem Alla naut athvarfs og nábýlis við á fjölskyldusetri þeirra á Hverfisgötu 58. Þar var Jón Tímóteusson mág Magneu fyrir að hitta, valinkunnan togaramann og sjómannafrömuð að vestan, og gengu þau Alla í hjóna- band á jólum 1955. Gekk hann Sverri af fullri alúð í föður stað, og urðu heimilishagir traustir og blóm- legir við þá sameiningu. Bjuggu þau um tíma sólarmegin við Barónsstíg, uns þau eignuðu sér íbúð við Þóru- fell í Breiðholti, þaðan sem sér víða vegu um höfuðstaðarsvæðið og flug- eldadýrð áramóta nýtur sín hvað best. Hvarvetna voru þau jafngóð heim að sækja og hvort öðru jafnvíg til viðræðu. Áformuð lokalending beggja í þjónustuíbúð í Sunnuhlíð Kópavogi, varð þó hennar einnar, þar sem Jón þurfti fyrr á vist í Hrafnistu að halda og brottkallaðist þaðan 1991. Um Öllu í sínu ekkju- standi fór ágætlega í þeirri íbúð, og síðan naut hún ástúðlegrar umönn- unar á hjúkrunardeild Sunnuhlíðar. Hélt hún sínu létta og jákvæða við- móti alveg fram í andlátið og fagnaði ætíð innilega heimsóknum okkar Lindargötufólks, svo sem við bær- um minningarnar utan á okkur. Þungamiðja fjölskyldulífsins hef- ur að sjálfsögðu fyrir löngu færst til Sverris og Dísu og barnahópsins á glæsilegu heimili þeirra við Látrasel á hábungu Breiðholts, þangað sem sóttir hafa verið gleðifundir til sam- fagnaðar um áfanga í þroska þeirra og manndómi. Þar hefur Alla lifað sælar stundir í uppfyllingu móður- legrar ástar, stolts og metnaðar, og þangað leitar hugur okkar nú í hlut- tekningu til nánustu ástvina hennar með missi og aflausn í senn. Blessuð sé minningin, sem með þeim og okk- ur öllum mun lifa eftir Aðalheiði sem og aðra liðna ástvini hennar. Pálína, Rósa og Bjarni Bragi. Nú er Aðalheiður tengdamóðir mín dáin eftir margra ára baráttu við erfiðan lungnasjúkdóm. Síðustu fimm árin dvaldi hún á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi og vil ég þakka því ágæta starfsfólki þar góða aðhlynningu hennar. Það á eftir að verða erfitt að venj- ast því að hún Alla sé ekki lengur á meðal okkar. Hún var svo mikill hluti af lífi okkar. Ég var kornung þegar ég kynntist honum Sverri, einkasyni Öllu. Hún tók mér strax afskaplega vel og urðum við fljót- lega góðar vinkonur. Ég held hún hafi litið á mig frekar sem dóttur en tengdadóttur. Hún var hispurslaus í framkomu og sagði skoðun sína um- búðalaust, en um leið var hún skemmtileg og hjálpsöm. Hún og Jón afi tóku strax mikinn þátt í upp- eldi barna okkar og held ég að þau eigi eftir að búa að því alla tíð. Alla var víðlesin og fróð og gat alltaf miðlað af reynslu sinni og þekkingu. Mér er minnisstætt þegar ég gekk með fyrsta barn okkar Sverris, þá fannst henni ég þurfa andlegt og gott fóður og það voru góðar bækur, sem hún átti. Þá var hún mikil prjónakona. Hún prjónaði lopapeysur, sem hún hannaði gjarn- an sjálf. Ég man líka sérstaklega eftir tveimur kjólum og kápu, sem hún prjónaði á mig og voru sérstæð- ar og fallegar flíkur. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast og eiga samleið með þessari frábæru konu, sem átti stór- an þátt í mínu uppeldi. Guð geymi Aðalheiði. Þórdís Ingvarsdóttir. Þá er hún Alla amma mín loksins frjáls. Frjáls úr viðjum þessa líkama sem ríghélt henni veikburða í rúm- inu síðustu árin. Það var erfitt að horfa upp á hana veslast svona upp. Það var einhvern veginn ekki hún. Þessi sterka kona sem átti svo mikið í mér og hefur skilið svo mikið eftir í mér. Hún kveikti áhuga minn á list- um og menningu og leyfði mér og Jóni Óskari bróður iðulega að koma með á Kjarvalsstaði að sjá „fallegar myndir“. Við fórum reglulega með henni í leikhúsið sem krakkar og síðast en ekki síst kveikti hún áhuga minn á bókmenntum. Ég man ekki hvað ég var gömul þegar hún fór að segja mér frá fallegu bókunum sín- um í bókaskápnum, þær höfðu svo fallega kili. Sumar voru með gylltum stöfum, aðrar með skrautlegum stöfum og einhvers konar skraut- munstri. Svo man ég að það var heil hilla með bókum sem voru allar eins að mér sýndist, bara misþykkar. Þá sagði amma mér stolt á svip að þetta væri nú hann Laxness. Seinna, þeg- ar ég var farin að geta lesið heilar bækur og spurði hvort ég mætti lesa eitthvað eftir Laxness, sagði hún að ég væri of ung, bara níu ára eins og ég var þá. Þetta sat í mér, þetta með Laxness, og um ári síðar þegar ég var send í sveit norður í Hríshól í Eyjafirði, til að vera allt sumarið hjá frændfólki mínu, var ég ekki lengi að reka augun í Laxnessbækurnar á bænum. Ég var staðráðin í að lesa a.m.k. eina þeirra. Viðar frændi stakk upp á Sölku Völku, sagði að það væri sennilega sú eina sem ég myndi botna eitthvað í. Það tók mig allt sumarið, þrjá mánuði, að lesa eina Laxnessbók en mér tókst það! Alltaf með það fyrir augum að nú myndi Alla amma verða stolt af mér. Og þegar ég tjáði henni að ég hefði lesið Sölku Völku voru viðbrögðin óútreiknanleg eins og alltaf: „Hvað er þetta, manneskja, ég hélt að þú hefði verið send í sveit til að reyna að koma að einhverju gagni við bú- verkin en ekki liggja í bókum!“ Kannski ekki alveg það sem ég var að vonast til að heyra, en það breytti engu um að þarna var áhugi minn á bókmenntum vakinn. Upp frá þessu fór amma að mata mig á bókum, kínverskum, breskum, bandarískum og gyðingabókmennt- um. Bækurnar voru dýrgripir í hennar augum. Hún var af þeirri kynslóð sem bar virðingu fyrir bók- um. Hver bók átti sinn stað í bóka- skápnum og sinn stað í hjarta henn- ar. Ég kveð Öllu ömmu með söknuði og virðingu. Nú eiga hún og bæk- urnar sinn stað í hjarta mínu. Sigrún Sverrisdóttir. Þegar ég hélt utan aftur eftir jólafrí í skólanum mínum hvarflaði ekki annað að mér en að ég ætti eft- ir að sjá ömmu mína aftur. Henni leið vel og hún kvartaði ekki. Svo fékk ég þær leiðinlegu fréttir út að ömmu væri farið að versna mikið og að þetta væri að verða búið hjá henni. Mikið þótti mér erfitt að geta ekki verið hjá henni síðustu stundir lífs hennar og kvatt hana. Það var svo mikið sem mig langaði að segja við hana og þakka henni fyrir. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að minnast hennar. Það var alltaf mikið gleðiefni hjá mér og systkinum mínum þegar átti að fara í heimsókn í Þórufellið. Amma og Jón afi tóku okkur alltaf opnum örmum og dekruðu við okkur með kræsingum og leikjum. Við nut- um þess að vera einu barnabörnin og því fengum við alla athyglina og þótti okkur það ekki leiðinlegt. Við höfðum alltaf nóg fyrir stafni og leiddist aldrei. Sérstaklega man ég eftir því hvernig ömmu tókst að halda mér hugföngnum við handa- vinnu og föndur en það leiddist mér mjög í skóla. Amma bjó að miklum fróðleik sem nýttist mér oft vel. Ég gat alltaf flett upp í henni ef ég skildi ekki eitthvert verkefni sem var lagt fyrir mig í skólanum og sér- staklega ef það sneri að dönskunni. Amma var mjög röggsöm og lá aldr- ei á skoðunum sínum. Hún lét engan komast upp með múður en naut samt alltaf mikillar virðingar. Það angraði hana mikið ef við systkinin töluðum óskiljanlega eða ekki rétta íslensku og þreyttist hún ekki á að leiðrétta okkur. En svona var amma í hnotskurn, hún var ekkert að skafa utan af hlutunum en hafði alltaf hag okkar að leiðarljósi. Elsku amma. Þá er þessum kafla lokið í þínu lífi. Þrátt fyrir mikinn söknuð er ég glaður að vita til þess að þér líður betur. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Megi góður Guð geyma þig. Ingvar Þorsteinn Sverrisson. Mér finnst skrítið að hugsa til þess að amma mín skuli vera dáin, þessi góða og skemmtilega kona sem tók okkur systkinunum alltaf með opnum örmum og var alltaf svo góð við okkur. Ég minnist þess hvað mér þótti gaman að koma í heim- sókn í Þórufellið og svo seinna á Kópavogsbraut, þar hafði maður alltaf eitthvað skemmtilegt að gera því alltaf hafði hún tíma til að snúast í kringum mann og gera eitthvað fyrir mig, ég man ekki eftir þeirri heimsókn, og voru þær nú margar, að maður fengi ekki eitthvað gott að borða hjá henni og átti hún yfirleitt eitthvað gómsætt inni í ískáp. Í mörg ár hefur hún barist við erfiðan lungnasjúkdóm en samt var hún svo jákvæð og ánægð með allt sitt. Þetta lýsir hversu sterkur karakter hún var og er ég stoltur að hafa átt hana sem ömmu. Mér finnst sárt að hugsa til þess að Alla amma skuli ekki vera á meðal okkar í dag því hún var og er enn þá svo stór hlekkur í okkar fjölskyldu, ég segi enn þá því ég veit að hún vakir yfir okkur og fylgist með okkur um alla ævi. Elsku amma mín, ég sakna þín svo mikið en að sama skapi þá gleð- ur mig að vita að þér líður vel núna og ert komin til Jóns afa. Ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Þitt barnabarn Aðalsteinn Sverrisson (Addi). Aðalheiður Sigurðardóttir, eða Alla eins og við kölluðum hana alla tíð innan fjölskyldunnar, er látin. Það er nokkuð síðan okkur barst sú fregn að nú hefði heilsu hennar hnignað mjög og hún ætti sennilega ekki langt eftir. Við mamma höfðum ákveðið að gera okkur ferð suður í Kópavog og heimsækja hana á hjúkrunarheimilið í Sunnuhlíð þar sem hún hafði dvalist síðustu árin en áður en sú ferð væri farin barst okk- ur sú fregn að hún væri öll. Alla hafði í mörg ár átt við alvarlegan lungnasjúkdóm að stríða sem var henni þungur í skauti og þurfti hún síðustu árin að vera stöðugt tengd við súrefni en þessi frábæra kona lét það samt ekki gera líf sitt að ein- hverjum táradal og neytti allra sinna krafta til að taka þátt í því sem bauðst. Ég minnist hennar þegar Sverrir og Dísa komu með hana í 80 ára afmæli mömmu minnar síðast- liðið vor og hún geislaði af gleði í hjólastólnum sínum með súrefnis- grímuna, reyndi að taka þátt í söngnum og gleðinni eftir fremsta megni. Þetta var í síðasta sinn sem ég sá hana en hugurinn leitaði samt til hennar daglega því fáar mann- eskjur hafa verið mér í lífinu slíkur gleðigjafi sem hún. „Það syrtir að er sumir kveðja.“ Alla var mikil vinkona foreldra minna og bjó lengi í sama húsi og hugsaði um okkur systkinin sem sín eigin börn og fylgdist mjög náið með okkur alla tíð. Sverrir sonur hennar var okkur líka nákominn sem hann væri einn af fjölskyldunni. Þegar ég hugsa til þeirra daga sem við vorum að alast upp er Alla alltaf nálæg og ómurinn af glöðum hlátri hennar og ylurinn af græskulausu gamni sem hún hafði ávallt á vörum hljómar í minningunni. Þegar ég var lítil stelpa kom hún alltaf fram við mig eins og ég væri besta vinkona henn- ar og hið margumtalaða kynslóðabil var ekki til í hennar huga. Hún dekraði við mig með því að bjóða mér á tónleika sem hún hélt ég hefði gaman af og þegar ég var 14 ára bauð hún mér í bíó að sjá Rock around the clock sem hvorki meira né minna en breytti lífi mínu. Mér finnst eftir á að hyggja að ég hafi breyst í ungling á þessari bíósýn- ingu og Alla hafði gaman af. Hún var sjálf mjög músíkölsk og hafði yndi af söng og tónlist alla tíð og það var henni mikils virði þegar hún þurfti að sækja á brattann í sínu lífi. Alla var dugleg og verklagin manneskja. Hún vann lengst af við verslunarstörf m.a. hjá Marteini Einarssyni og var einstaklega lipur verslunarkona. Hún fór líka þegar hún var ein með Sverri lítinn að Mýrarkoti í Grímsnesi og vann þar í búinu með þeim hjónunum Maríu og Kristjáni í nokkur ár til að geta veitt syni sínum sem best atlæti. Þar kom í ljós að hún var ekki síður lagtæk við sveitastörf en annað sem hún lagði gjörva hönd á á lífsleiðinni. Það var gaman að heimsækja Öllu og Jón Tímótheusson eiginmann hennar og rabba við þau kvöldstund. Þau voru bæði einstaklega vel gefin og margfróð og skoðanir þeirra og mínar fóru um margt saman. Æv- inlega fór maður af þeirra fundi með betri yfirsýn en maður hafði haft áð- ur og ekki síst glaðari. Það var alltaf svo skemmtilegt í kringum Öllu. Mig langar að lokum til að þakka Öllu vinkonu minni fyrir samfylgd- ina og votta Sverri einkasyni henn- ar, Dísu konu hans og öllum börnum þeirra og barnabörnum innilega samúð. Sigríður Jóhannesdóttir. AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.