Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 51 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna 10. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt, sendiráðum og mörgum ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, alla daga frá kl. 10-22. Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Einnig er hægt að nálgast upplýs- ingar á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins www.xd.is og á upplýs- ingavef dómsmálaráðuneytisins www.kosningar2003.is. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík – Símar 515 1735 og 515 1736 Bréfasími 515 1739 – Farsími 898 1720 Netfang: oskar@xd.is SVO virðist sem róast hafi yfir mörg- um sjóbirtingsslóðum, a.m.k. á það við í Tungulæk, Tungufljóti og í Geir- landsá og telja menn að óvenjuhlýr vetur og vor hafi valdið því að fiskur hafi hörfað fyrr til sjávar en vant er. Enn eru menn þó að draga fiska og enn einn rúmlega 90 sentimetra ris- inn var dreginn á land. Gunnar Óskarsson, formaður Stangaveiðifélags Keflavíkur, sagði fyrsta holl eftir opnun í Geirlandsá hafa veitt 17 fiska og síðan kom holl með 6 stykki, en sá hópur lenti í leið- indaveðri. „Síðan hafa verið gloppur í sölunni og því ekki alltaf verið að veiða. Menn hafa þó verið að skreppa, mest í Ármótin og þar hefur verið líf og menn hafa sett í fiska. Þetta virð- ist þó ætla að ganga fyrr yfir en vant er ef að líkum lætur,“ sagði Gunnar og Þröstur Elliðason, leigutaki Tungulækjar, tók í sama streng. Hollin þar hafa verið að fá frá litlu og upp í 30 fiska á 3 stangir á tveimur dögum. Sigurbrandur Dagbjartsson veiddi þar rúmlega 90 sentimetra risa á Black Ghost um síðustu helgi. „Ég tók hann í Opinu, sá hann koma inn í þokkalega björtu um kvöldið, en hann tók svo þegar farið var að rökkva. Ég er með 90 sentimetra kvarða á stönginni og hann var vel rúmlega það og í góðum holdum. Þetta var því gríðarlega mikill fisk- ur,“ sagði Sigurbrandur sem notaði hraðsökkvandi línu númer fimm og öngulstærð númer fjögur. Fiskar hér og þar Í gær var engin bleikja komin á land úr Hítará, en menn hafa aðeins verið að prika við Þingvallavatn og gengið betur. Í þjóðgarðinum náði einn náungi t.d. tveimur bleikjum um helgina, annarri tæplega fjögurra punda. Þær komu báðar á stóra Wat- son púpu, stíflakkaða og án kúlu. Menn eru einnig loks farnir að setja í fiska í Brúará, 2–5 fiskar voru að koma á stöng um helgina, en sumir veiddu líka ekki neitt. Þetta voru tveggja til fjögurra punda bleikjur og sumar a.m.k. komu á Peacock veidd- an andstreymis. Menn stóðu og vaktina í Vífils- staðavatni um helgina og fengu sumir þokkalega veiði. Einn veiddi sjálfan sig, setti Peter Ross púpu númer 12 í gegnum neðri vörina og þurfti frá að hverfa. Nýtt stanga- veiðifélag Stangaveiðifélag Akureyrar virðist vera í burðarliðnum eftir að 80 manns mættu á undirbúningsfund nyrðra um helgina. Miklar umræður urðu um hlutverk slíks félags, einnig stöðu þeirra litlu félaga sem þegar eru á Akureyri. Skipuð var í lokin undir- búningsnefnd til að koma félaginu á koppinn. Hnýttu og bíttu … Næsta Hnýttu og bíttu kvöld vetr- arins hjá SVFR verður í kvöld klukk- an 20 í samvinnu við Arkó-veiðivörur. Meðal annars mun veiði- og hnýting- armeistarinn Þór Nielsen mæta og sýna listir sínar. Stórurriði í Minnivallalæk nálgast háfinn. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Annað fer- líki úr Tungulæk Kappræður stjórnmálaflokkanna í Suðvesturkjördæmi verða haldnar í dag, miðvikudaginn 16. apríl, kl. 20 á Hraunholti í Dalshrauni, Hafnarfirði. Tveir fulltrúar frá hverjum stjórn- málaflokki í Suðvesturkjördæmi etja kappi um menntamál og verkefni framtíðarinnar. Þau eru: frá Sam- fylkingunni Katrín Júlíusdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, frá Frjáls- lynda flokknum Gunnar Örlygsson og Guðmundur Örn Jónsson, frá Fram- sóknarflokknum Páll Magnússon og Egill Arnar Sigurþórsson, frá Sjálf- stæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Bryndís Haraldsdóttir, frá Vinstri grænum Kolbeinn Óttarsson Proppé og Anna Tryggvadóttir. Úlfar Linnet verður með uppistand og hljóm- sveitin Die Franche Bröder leikur fyrir gesti. Að loknum fundarhöldum eru seldar léttar veitingar. STJÓRNMÁL BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs- ing frá Samtökum verslunar og þjónustu, SVÞ: „Samtök verslunar og þjónustu mótmæla ætlun landbúnaðarráð- herra að festa í sessi opinbera verð- stýringu á landbúnaðarvörum. Einnig ásökunum sem felast í orð- um hans um að smásöluverslunin hafi náð tökum á kjötmarkaði og dreymi um að ná svipuðum tökum á mjólkurvörumarkaði. Landbúnaðarráðherra ítrekaði kröftuglega þá skoðun sína á aðal- fundi Landssambands kúabænda, að frjáls verðlagning ógnaði mjólk- uriðnaðinum og vill að samningur um opinbera verðákvörðun á heild- söluverði mjólkurvara verði fram- lengdur til 7–10 ára. Þessi yfirlýsing gengur þvert á álit samkeppnisráðs sem beindi þeim tilmælum til land- búnaðarráðherra í október 2002 að heildsöluverðlagning á búvöru yrði gefin frjáls eins fljótt og auðið er og eigi síðar en 30. júní 2004. Í áliti samkeppnisráðs (álit sam- keppnissráðs) kemur fram að opin- ber verðálagning stangist á við sam- keppnislög en þar sem sérákvæði búvörulaga ganga framar sam- keppnislögum getur ráðið ekki að- hafst að öðru leyti en að beina þess- um tilmælum til landbúnaðarráð- herra. Í niðurstöðum álitsgerðar samkeppnisráðs segir einnig að virkri samkeppni stafi veruleg hætta af samráði afurðastöðva í mjólkuriðnaði sem felist í verðtil- færslu og samningum um verka- skiptingu afurðastöðva í mjólkuriðn- aði. Ástæða þess að Samkeppnisráð ályktaði í málinu var beiðni SVÞ, Samtaka verslunar og þjónustu, um að skorið yrði úr því hvort opinber verðákvörðun á landbúnaðarafurð- um stæðist samkeppnislög. Yfirlýsingar landbúnaðarráðherra um að viðhalda áframhaldandi op- inberum stuðningi við landbúnaðinn eru ótrúlegar í ljósi álits nýlegrar skýrslu OECD um helmingi meiri framleiðslustyrki í landbúnaði hér á landi en að meðaltali í öðrum ríkjum sem eiga aðild að stofnuninni. Ráð- herrann sagði á fundi kúabænda að íslensk stjórnvöld hefðu mótmælt tillögum alþjóðaviðskiptastofnunar- innar WTO um minni afskipti rík- isins af landbúnaði. Því verður vart trúað að stjórnvöld ætli sér að festa í sessi opinbera verðstýringu á land- búnaðarvörum og hindra frjáls við- skipti sem hvarvetna hafa leitt til lægra matarverðs. Vandamál landbúnaðarins eru ekki runnin undan rifjum smásölu- verslunarinnar og er slíkum ásök- unum vísað til föðurhúsanna.“ Segja stefnu land- búnaðarráðherra stangast á við lög Fyrsti verkfræðingurinn Í grein í síðasta sunnudagsblaði var sagt að 1895 hefðu fyrstu íslensku verkfræðingarnir verið komnir til starfa, þeir Sigurður Thoroddsen og Jón Þorláksson. Þarna var fullmikið sagt, það var aðeins Sigurður Thor- oddsen sem kominn var hér til starfa 1895. Hann lauk verkfræðiprófi frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 1891 og varð landsverkfræðingur 1893. Hann gegndi því starfi til ársins 1905 og sá á þeim tíma um vega- og brúar- gerð á landinu. Jón Þorláksson út- skrifaðist hins vegar sem verkfræð- ingur 1903 og tók við sem lands- verkfræðingur þegar Sigurður Thoroddsen lét af því starfi. Um þetta má nánar lesa í ritinu „Frumherjar í verkfræði á Íslandi“, sem Verkfræð- ingafélag Íslands gaf út á sl. ári. Beð- ist er velvirðingar á þessari missögn. LEIÐRÉTT FYRIR KOMANDI páskahátíð vill Slysavarnafélagið Lands- björg beina þeim tilmælum til ferðafólks að það vandi undir- búning að ferðalögum vel. Mik- ilvægt er að gera ferðaáætlun sem farið er eftir, láta aðstand- endur vita af henni og aka sam- kvæmt aðstæðum með beltin spennt. Síðastliðna páska voru björg- unarsveitir Slysavarnafélagsins kallaðar út daglega til aðstoðar fólki og tóku yfir 300 björg- unarsveitarmenn þátt í björg- unar- og leitaraðgerðum þessa dagana. Meðal verkefna var leit að vélsleðamanni við Veiðivötn, aðstoð við ferðalanga á Holta- vörðuheiði og björgun ferða- manna sem hröpuðu á jeppa sín- um fram af Þursaborgum á Langjökli. Nauðsynlegt er að ferðamenn kynni sér vel allar aðstæður og veðurspá á þeim svæðum sem ferðast er um á, en nú er lítið um snjó á hálendinu þar sem páskarnir eru óvenjuseint í ár. Mikilvægt er að láta vita af breytingum sem gerðar eru á ferðaáætlunum til að koma í veg fyrir óþarfa áhyggjur og jafnvel leitaraðgerðir björgunarsveita. Hvatt til varúðar í páskaferðum AFÞREYINGARDAGSKRÁ verð- ur í Hótel Reynihlíð við Mývatn um páskana. Þetta er í 10. skipti sem hótelið stendur fyrir henni og verður dagskráin með breyttu sniði þetta árið vegna óvenju góðs veðurfars. Aðalinntakið á dagskránni að þessu sinni verða skipulagðar gönguferðir, ber þar hæst svokallaða píslargöngu umhverfis Mývatn á föstudaginn langa sem hefst kl. 9. Með í för verður bíll þar sem þátt- takendur geta geymt nesti og auka- búnað og geta þátttakendur hafið gönguna og lokið henni að vild. Einn- ig verða stuttar gönguferðir um náttúruperlur Mývatnssveitar á laugardag og páskadag. Auk göngu- ferðanna hefur tónlistin sinn sess. Tónlistarhópurinn Músík verður með tónleika í Reykjahlíðakirkju að kvöldi föstudagsins langa kl. 21 og í Skjólbrekku á laugardaginn kl. 14. Einnig láta sjá sig ýmsir tónlist- armenn, s.s. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Þorkell Jóelsson, Þórunn Ósk Mar- inósdóttir og fleiri góðir gestir. Bar- inn í Gamlabæ verður opinn frá skír- degi til annars páskadags og munu þeir Stefán Jakobsson og Ottó Páll Arnarsson skemmta gestum á laug- ardags- og páskadagskvöld. Páskaganga við Mývatn AÐSÓKN í félagsheimilið Þjórsár- ver hefur verið með ágætum á hið sígilda verk Davíðs Stefánssonar Gullna hliðið. Verkið var frumsýnt í síðustu viku og hefur verið vel tekið af áhorfendum og gagnrýnendum. Vegna mikillar aðsóknar hefur ver- ið ákveðin aukasýning á skírdags- kvöld 17. apríl og hefst sýning kl. 20. Hvort hin syndum hrjáða sál Jóns bónda á erindi í gegnum hliðið ræðst skírdagskvöld. Leikstjóri sýningarinnar er Gunnar Sigurðs- son en leikhópurinn er frá ung- mennafélaginu Vöku. Gullna hliðið í Flóanum Gaulverjabæ. Morgunblaðið. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.