Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYLKISMENN gera sér vonir um að fá knattspyrnumanninn Helga Val Daníelsson til liðs við sig í sum- ar en 3ja ára samningur hans við Peterborough rennur út á árinu. „Þetta er í biðstöðu en það er ekkert launungarmál að við höfum áhuga á að fá Helga. Það er hins vegar túlkunaratriði hvort samn- ingur hans við Peterbrough rennur út í vor eða síðar á árinu. Helgi heldur því fram að samningurinn klárist í vor en Peterbrough heldur öðru fram. Ef þetta fer á þann veg að hann verði laus í vor munum við að sjálfsögðu bjóða honum að koma til okkar,“ sagði Ámundi Hall- dórsson, formaður knattspyrnu- deildar Fylkis, við Morgunblaðið. Helgi Valur er öllum hnútum kunnugur hjá Fylki en hann er upp- alinn hjá félaginu og lék með því síðast sumarið 2000. Þá er Finnur Kolbeinsson, fyr- irliði Fylkis, sem útnefndur var knattspyrnumaður ársins á lokahófi KSÍ í fyrra, byrjaður að æfa að nýju en meiðsl í hásin hafa komið í veg fyrir að hann gæti æft á undirbún- ingstímabilinu. Rifa myndaðist í há- sin sem illa gekk að fá til að gróa en eftir að fótur Finns var settur í spelku hafa komið í ljós batamerki. Á tímabili voru forráðamenn Ár- bæjarliðsins frekar svartsýnir á að Finnur gæti yfirhöfuð leikið í sumar en þeir segjast nú gera sér vonir um að hann geti verið með. Helgi Valur með Fylki í sumar? HERMANN Hreiðarsson og Heiðar Helguson eru báðir í íslenska lands- liðshópnum í knattspyrnu sem til- kynntur var í gær vegna vináttu- landsleiks gegn Finnum í Vantaa þann 30. apríl. Þeir misstu af Evr- ópuleiknum í Skotlandi í lok mars vegna meiðsla. Þrír leikmenn detta út úr hópnum í staðinn, þeir Pétur Marteinsson, Bjarni Þorsteinsson og Tryggvi Guðmundsson, en Atli Eðvaldsson valdi 17 leikmenn til Finnlandsfararinnar í stað 18 sem voru í Skotlandi. Hópinn skipa eftirtaldir leik- menn: Árni Gautur Arason (Rosen- borg), Birkir Kristinsson (ÍBV), Rúnar Kristinsson (Lokeren), Guðni Bergsson (Bolton), Arnar Grétarsson (Lokeren), Hermann Hreiðarsson (Charlton), Þórður Guðjónsson (Bochum), Lárus Orri Sigurðsson (WBA), Brynjar Björn Gunnarsson (Stoke), Heiðar Helgu- son (Watford), Arnar Þór Viðarsson (Lokeren), Eiður Smári Guðjohnsen (Chelsea), Marel Baldvinsson (Lok- eren), Ívar Ingimarsson (Brighton), Jóhannes Karl Guðjónsson (Aston Villa), Gylfi Einarsson (Lilleström) og Indriði Sigurðsson (Lilleström). Þetta er eini vináttuleikur Ís- lands sem fyrirhugaður er á þessu ári og hann er ætlaður til undirbún- ings fyrir leikina tvo í Evrópu- keppninni í júní, gegn Færeyjum á Laugardalsvellinum og Litháen í Vilnius. Hermann og Heiðar til Finnlands  PAT Rice, aðstoðarstjóri Arsenal, segir að í herbúðum liðsins sé hlegið að tilraunum Alex Fergusons, knatt- spyrnustjóra Manchester United, til að trufla einbeitingu leikmanna Ars- enal fyrir slag liðanna í kvöld. „Alex er stöðugt að reyna að koma mönn- um úr jafnvægi. Hann reyndi það við Arsene Wenger í fyrra og fékk það allt saman í andlitið aftur,“ sagði Rice við BBC í gær.  GARY Neville, enski landsliðsbak- vörðurinn hjá Manchester United, segir að sitt lið sé komið með und- irtökin í baráttunni við Arsenal um enska meistaratitilinn. „Í fyrra setti Arsenal pressu á okkur með því að vinna stöðugt sína leiki. Nú hefur þetta snúist við, við vinnum jafnt og þétt og pressan er öll á Arsenal,“ seg- ir Neville.  PATRICK Viera, fyrirliði Arsenal, segist vera tilbúinn að glíma við Roy Keane, fyrirliða Manchester United, á miðjunni í leik liðanna á Highbury í kvöld.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, er óhræddur við upp- gjörið við Manchester United. „Unit- ed-liðið er sterkt, en við vitum vel hvað þarf til að leggja það að velli. Við höfum gert það áður.“  RUUD van Nistelrooy, marka- hrókur Manchester United, hefur ekki náð að skora mörk í deildarleik gegn tveimur liðum – Leeds og Ars- enal. Thierry Henry, miðherji Ars- enal, hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum gegn United.  ARSENAL á möguleika á að vinna sinn þriðja meistaratitil á síðustu sex árum og 13. meistaratitilinn í það heila en Manchester United getur hampað meistaratitlinum í áttunda sinn á síðustu 11 árum og 15. meist- aratitlinum í sögu félagsins. Síðustu 10 árin hefur titillinn níu sinnum hafnað í höndum Arsenal eða United.  SVÍINN Frederik Ljungberg, miðjumaðurinn knái í liði Arsenal, heldur upp á 27 ára afmæli sitt í dag en oftar en ekki hefur hann gert United-mönnum skráveifu.  MANCHESTER United vann fyrri leik liðanna í deildinni á Old Traf- ford, 2:0, með mörkum frá Paul Scholes og Juan Sebastian Veron en Arsenal bætti fyrir það tap og hafði betur í leik liðanna í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar, 2:0, þar sem Edu og Siylvain Wiltord voru á skotskón- um.  ARSENAL er komið með forskot í baráttunni um tyrkneska landsliðs- markvörðinn Rüstü Recber, sam- kvæmt fréttum enskra fjölmiðla í gær. Rüstü, sem leikur með Fen- erbache, er laus allra mála þar í sum- ar og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er sagður vera kominn langt með að semja við hann. FÓLK Þetta hefur auðvitað þýtt það aðég hef þurft að forgangsraða hlutum í daglegu amstri. Ég læri oft á öðrum tíma en samnemendur mín- ir og auðveldar mér góð aðstaða HR tví- mælalaust það hlutskipti. Svo er það bara það gamla góða að vera skipuplagður og metn- aðarfullur auk þess að leggja hart að sér þá er allt hægt. Þegar maður er ungur þá tel ég maður bara hafa gott af því að hafa nóg að gera. Maður er líka alltaf að átta sig meir og meir á því hvað íþróttirnar eru góður und- irbúningur. Þær héldu manni alveg við efnið á sínum tíma og komu í veg fyrir að maður tók alvarleg feilspor.“ Markús sem er nú langt kominn með annað námsár sitt í viðskipta- fræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík hefur náð framúrskarandi námsárangri. Hann hefur lokið öll- um áföngum til þessa með fyrstu ein- kunn og hefur nýtt sér það m.a. til að fara heldur óvenjulega leið, a.m.k. á íslenskan mælikvarða, við að fjár- magna námið, en síðasta haust gerði Markús samning við stjórendur Há- skólans í Reykjavík þess efnis að hann auglýsti háskólann í Reykjavík á keppnispeysu sinni hjá Val og greiddi þannig skólagjöldin. „Þetta þekkist í bandarískum há- skólum, þar koma háskólar til móts við nemendur sína sem skara til dæmis fram úr í námi og í íþróttum, þar þætti samningur minn við Há- skólann í Reykjavík vera sjálfsagð- ur. Ég kom að máli við stjórnendur skólans í síðasta haust og bar upp við þá hugmyndir mínar. Svo fór að þeir keyptu hana,“ segir Markús sem er 21 árs gamll og á meðal efnilegri handknattleiksmanna landsins. Hann hefur m.a. verið nokkrum sinnum verið valinn í íslenska lands- liðið í handknattleik og á einn lands- leik að baki auk fjölda leikja með ungmenna- og unglinga landsliðum Íslands. Markús var m.a. inni í myndinni hjá landsliðsþjálfaranum fyrir HM í Portúgal snemma á þessu ári. Vona að samstarfið komi báðum aðilum til góða Markús segir engan vafa leika á að samningur sinn við HR ýti enn frek- ar undir metnað sinn við námið og þar með hagnist báðir aðilar þegar upp er staðið. „Það er að minnsta kosti von mín. Ég er þakklátur fyrir samstarfið sem ég vænti að komi báðum aðilum til góða,“ segir Mark- ús og segir skólann koma einnig mjög til móts við óskir nemenda sem geta m.a. komið í hann hvenær sem er sólarhringsins til þess að læra. „Það heftur hentað mér mjög vel því það fer oft mikill tími í æfingar og ferðir tengdar handknattleiknum. Þegar mikið er um að vera á einu sviði þá er gott að geta „kúplað“ sig frá náminu á tíma, einbeitt sér að handknattleiknum og geta síðan komið í skólann og einbeitt sér að honum, ekki vera endilega bundinn af sérstökum tímum,“ segir Markús. „Ég valdi Háskólann í Reykjavík af einfaldri ástæðu. Skólinn stefnir að því að vera framúrskarandi mennta- stofnun á sínu sviði. Hann miðar sig við þá háskóla sem náð hafa hvað mestum árangri í sínum greinum á alþjóðlegum grundvelli. Með því markmiði skapast starfsumhverfi fyrir nemendur HR álíkt því sem þekkist hjá erlendum skólum sem skara framúr á heimsvísu. „Ég held að allir íþróttamenn sem stefna hátt óski þess að æfa við að- stæður eins og þær gerast bestar. Eins er það með námið, þú ert að fjárfesta í sjálfum þér. Í HR eins og í íþróttunum sameinast menn um að setja sér markmið og ná þeim, keppa á meðal þeirra bestu Þetta er vænlegasta leiðin til að ná árangri og samræmist mjög þeim markmiðum sem ég þekki úr hand- knattleiknum. Þá er liðsandinn mik- ill meðal nemenda, liðsheildin er virk, líkt og í góðu handknattleiksliði og því má því með sanni segja að mikill samhljómur sé með náminu og íþróttunum,“ segir Markús Markús segist einnig hafa mikinn metnað á íþróttasviðinu og hann vill gjarnan ná lengra, vinna sér sæti í ís- lenska landsliðinu og komast einnig í atvinnumennsku í handknattleik í Þýskalandi eða Spáni. Fyrst er þó ætlunin að ljúka nám- inu en að því loknu er meiningin að einbeita sér að handknattleiknum. „Ég geri ráð fyrir því að ef menn halda rétt á spöðunum þá getur at- vinnumenskan verið lúxuslíf, maður getur einbeitt sér að boltanum og dúllað sér við eitt og annað sem vek- ur áhuga hjá manni. Notaður blæju- bíll þarf ekki að kosta mikið síðan er það bíltúr í frönsku Ríveríuna, góð tónlist, sólin og vindinn í hárið. Frá- bært að njóta þess að vera ungur áð- ur en maður fer að hella sér af fullum þunga út í alvarlegri mál,“ segir Markús með bros á vör. Fæddur í Berlín 17. júní Markús er af þýsku bergi brotinn, faðir hans, Michael Maute, er þýskur og móðir hans Margrét Bárðardóttir er hálf þýsk, en móðir hennar, Mon- ika Ríkharðsdóttir Guðmundsson, komst frá austur hluta Þýskalands í lok síðari heimstyrjaldarinnar árið 1945 og til Íslands hvar hún kynntist eiginmanni sínum Bárði Guðmunds- syni. „Með gamni má segja að í mér blandist þýski aginn og hin íslenski landnámsmaður,“ segir Markús sem hefur mjög sterkar taugar til Þýska- lands er fæddur þar og alinn upp til sex ára aldurs auk þess sem hann heldur ættarnafni föður síns, Maute til að varðveita þýska upprunann. „En þátt fyrir alla þessa þýsku teng- ingar þá vill svo skemmtilega til að ég er fæddur í Berlín á þjóðhátíð- ardegi okkar Íslendinga, 17. júní. Ég átti víst að heita Bárður en fljótlega kom það í ljós að það gekk ekki vegna skyldfólks míns í Þýskalandi, þau gátu ómögulega borið fram nafn afa míns og því var ég skírður al- þjóðlegra nafni.“ Fljótlega eftir komuna frá Þýska- landi settist Markús á skólabekk í Hlíðaskóla þar sem hann kynntist meðal annars Snorra Steini Guðjóns- syni, félaga sínum hjá Val. „Um leið fór ég að stunda íþróttir, bæði hand- bolta og fótbolta, við fórum í hand- boltann ekki síst vegna áhrifa frá föður Snorra, Guðjóni Guðmunds- syni [Gaupa] þáverandi liðsstjóra ís- lenska landsliðsins og núverandi íþróttafréttmanni á Stöð 2. Þær voru ófáar handboltaæfingarnar hjá okk- ur Snorra í bílskúrnum heima hjá Gaupa í Eskihlíðinni þar sem við dáðumst að þáverandi gulldrengjum íslenska handboltans.“ Markús og félagar voru afar sig- ursælir í yngri flokkunum og hluti Markús Máni Michaelsson, handknattleiksmaður hjá Val, hefur farið óvenjulega leið til að kosta nám sitt „ÉG vil að mörgu leyti þakka góðan námsárangur því uppeldi sem ég hef fengið innan íþróttahreyfingarinnar. Frá því að ég byrjaði í íþróttum í Val hef ég verið svo lánsamur að njóta leiðsagnar góðra þjálfara og frábærra félaga.Við lærðum snemma að leggja hart að okkur setja okkur markmið og vinna eftir þeim. Þjálfara okkar voru metnaðarfullir og nutum við sannarlega góðs af því,“ segir Markús Máni Michaelsson Maute, handknattleiksmaður hjá Val, en hann er hefur náð afbragðsárangri í námi samhliða því að leggja hart að sér við æfingar og keppni. Eftir Ívar Benediktsson Morgunblaðið/Kristinn Markús Máni leikur með auglýsingu frá Háskóla Reykjavíkur á ermi hægri handar, skothendinni, í leikjum með Valsliðinu. Þýskur agi og íslenskur víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.