Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 55 Opna Scanvermótið Golfklúbbur Grindavíkur 1. sæti 35.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði. 2. sæti 20.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði. 3. sæti 15.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði. 4. sæti 10.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði. 5. sæti 5.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði. Næst holu á 4./17. 8.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði. Næst á 8. holu 8.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði. Þátttökugjald á lið er aðeins 4.000 kr. Hámarksforgjöf er 24 - Ræst verður út frá kl 8.00 Skráning er á www.golf.is Einnig verður skráning í síma 426 8720 á mótsdegi. Upplýsingar í síma 895 9997. SVO kann að fara að leikur Íslandsmeistara KR og Færeyjameistara HB í knattspyrnu karla, verði á KR-vellinum 27. apríl. Fyrirhugað er að hann fari fram í Egils- höll en á heimasíðu KR var skýrt frá því í gær að vegna góðrar tíðar í vet- ur væri KR-völlurinn í mjög góðu ástandi og því möguleiki á að spilað yrði þar. Leikið verður um Atlantic-bikarinn en í fyrra var byrjað að leika um hann – ÍA sigr- aði B36 í Þórshöfn, 2:1. KR og HB á KR- vellinum? Vals-liðsins skipaði einnig sigursæl unglingalandslið Íslands sem m.a. varð Norðurlandameistari 18 ára landsliða árið 1999. Jafnhliða lagði Markús stund á nám við Mennta- skólann við Hamrahlíð og lauk þar stúdentsprófi á þremur og hálfu ári. Undanfarin ár hefur Markús verið ein helsta driffjöður Vals-liðsins sem m.a. lék til úrslita við KA um Ís- landsmeistaratitilinn á síðasta ári, en því kapphlaupi töpuðu Markús og fé- lagar að lokinni harðri glímu. „Þótt það hafi á stundum gengið vel í bolt- anum þá sýndi það sig í lok deild- arkeppninnar að enn eigum við strákarnir margt ólært, erum ungir og blautir bakvið eyrun. Aðal atriðið er bara að láta svona bakslag ekki buga sig, við strákarnir sýndum það síðan með samstilltu átaki hvers við erum megnugir á móti FH.“ Nú skal reynt í annað sinn við tit- ilinn og eftir að hafa rutt FH-ingum úr vegi í 8-liða úrslitum á dögunum tekur við keppni við ÍR í undanúrslit- um eftir páska, sigurvegarinn fær tækifæri til að leika til úrslita um Ís- landsmeistaratitilinn. „Það er hörku- barátta framunda við ÍR-inga þar sem við ætlum okkur auðvitað sigur, en það verður ekkert gefið eftir þótt okkur hafi reyndar gengið vel gegn ÍR-ingum á þessari leiktíð,“ segir Markús. Markús hefur ekki látið sér það nægja að vera á fullri ferð í námi og íþróttum því hann vinnur með á fast- eignasölunni Húsakaup. „Ég vinn þar einu sinni í viku og nýt hand- leiðslu góðs fólks. Auk þessa hefur Markús starfað sem fyrirsæta og leikari í íslenskum og alþjóðlegum auglýsingum, m.a. fyrir Hummer og Lexus. „Þau mál hafa verið að þróast á síðustu árum og ég hef tekið þátt í nokkrum verk- efnum bæði hér á landi og í útlöndum í gegnum Eskimo Casting. Þetta er oft og tíðum mjög skemmtilegt en ég sé fram á að verða þó aldrei atvinnu- maður í þessum bransa, hann hefur þó reynst fátækum námsmandi af- bragðs búbót. Strákarnir hafa aðeins verið að stríða mér útaf þessu en ég held að það sé nú bara öfund, þá langar alla í Hagkaupsbæklinginn,“ segir Markús Máni og glottir við tönn. Morgunblaðið/Golli Valsmaðurinn Markús Máni Michaelsson gnæfir hér yfir KA- manninn Andrius Stelmokas og skorar síðan.  ÍVAR Ingimarsson, landsliðsmað- ur í knattspyrnu, verður hjá Brighton út leiktíðina en forráða- menn liðsins hafa náð samkomulagi við Wolves um framlengingu á láns- samningi. Ívar var lánaður til Brighton í febrúar og hefur þótt leika mjög vel í vörn liðsins sem berst um að halda sæti sínu í 1. deildinni.  AUÐUN Helgason, fyrrverandi landsliðsbakvörður, lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar með Lands- krona sem gerði 1:1 jafntefli á úti- velli á móti Enköping í sænsku úr- valsdeildinni í knattspyrnu í gær.  ÍA burstaði Aftureldingu, 5:0, í deildabikarkeppninni í knattspyrnu en leikið var á grasvellinum á Tungu- bökkum í Mosfellsbæ. ÍA höfði tögl og hagldir allan tímann og var 2:0 yfir í hálfleik. Garðar Gunnlaugsson skoraði 2 mörk, Stef- án Þórðarson og Helgi P. Magnús- son eitt hver og fimmta markið var sjálfsmark heimamanna.  ÚRVALSDEILDARLIÐ Þróttar úr Reykjavík í knattspyrnu gerði markalaust jafntefli við varalið enska 1. deildarliðsins Watford í fyrradag en Þróttarar eru við æfingar í Eng- landi þessa dagana. Hjálmar Þórar- insson var næst því að skora fyrir þá en hann átti skot í stöng.  FORRÁÐAMENN NBA-liðsins New York Knicks hafa gert samning við Don Chaney til tveggja ára en hann hefur þjálfað liðið frá því hann tók við af Jeff Van Gundy sem hætti í upphafi keppnistímabilsins 2001– 2002. FÓLK Atli sagði við blaðið að Árni hefðiverið einn af lykilmönnum ís- lenska landsliðsins undanfarin ár. „Hann hefur sýnt mikinn stöðug- leika, bæði með Rosenborg og landsliðinu. En sem leikmaður í fremstu röð þarf hann að spila viku- lega. Ef hann gerir það ekki er sæti hans í landsliðinu í hættu þegar til lengri tíma er litið. Árni er eftir sem áður okkar besti markvörður í dag,“ sagði Atli. Hann staðfesti þetta við Morgun- blaðið í gær. „Það hefur verið ein- kennilega staðið að málum Árna hjá Rosenborg. Hann þurfti að fara í að- gerðir á nára og olnboga eftir síð- asta tímabil en var ekki sendur í þær fyrr en talsvert var liðið á vet- urinn og litlu munaði að hann gæti ekki leikið með landsliðinu gegn Skotum fyrir vikið. Árni hefur verið afar tryggur sínu félagsliði, fyrstu árin hjá Rosenborg beið hann síns tækifæris með mikilli þolinmæði, og nýtti það síðan frábærlega. Árni á sín bestu ár framundan en það er honum afar mikilvægt að hann spili sem mest. Hann getur farið frá Ros- enborg í júlí og ég vona að hann fái þá gott tækifæri til að komast að hjá öðru sterku félagi. Hvað landsliðið varðar er mikilvægt fyrir hann að spila reglulega til að halda sæti sínu þar,“ sagði Atli. Árni Gautur sagði við Adresse- avisen að hann skildi afstöðu Atla mjög vel. „Ég er ekki í góðri stöðu í augnablikinu og það er ekki skemmtilegt að sitja á varamanna- bekknum. Nú er ég háður því að Espen Johnsen geri mistök í mark- inu hjá Rosenborg, svo ég fái tæki- færi á ný. En þó að ég vilji komast í liðið á ný vil ég ekki að Espen geri mistök því það sem mestu máli skiptir er að liðið okkar spili vel og vinni sína leiki. Við Espen erum svipaðir að styrkleika og nú spilar hann en ekki ég. Samt finnst mér það ekki sanngjarnt því ég missti ekki sætið í liðinu vegna þess að ég spilaði illa,“ sagði Árni Gautur. Hann sagði jafnframt við blaðið að eftir því sem hann sæti lengur á varamannabekknum minnkuðu lík- urnar á að hann gerði nýjan samn- ing við Rosenborg. Núgildandi samningur rennur út eftir þetta tímabil og frá og með 1. júlí má Árni hefja viðræður við önnur félög. Atli hvetur Árna Gaut til að skipta um félag ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hvetur Árna Gaut Arason landsliðsmarkvörð til að skipta um félag í sumar. Árni Gaut- ur hefur verið settur á varamannabekkinn hjá Rosenborg og í sam- tali við norska blaðið Adresseavisen í gær sagðist Atli ekki geta lof- að Árna því að hann héldi stöðu sinni sem aðalmarkvörður íslenska landsliðsins ef hann fengi ekkert að spila hjá sínu félagsliði. KNATTSPYRNA Deildabikar KSÍ EFRI DEILD, A-riðill: ÍA – Afturelding .................................. 5:0 Garðar Gunnlaugsson 2, Stefán Þórð- arson, Helgi Pétur Magnússon, sjálfs- mark.  Leikið á grasvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Staðan: Fram 6 4 1 1 15:6 13 Keflavík 5 4 0 1 18:7 12 Þór 6 4 0 2 14:11 12 ÍA 6 3 1 2 11:5 10 KR 5 3 0 2 12:7 9 Afturelding 6 2 0 4 6:20 6 Stjarnan 6 1 1 4 10:19 4 KA 6 0 1 5 4:15 1 England 1. deild: Portsmouth – Burnley ......................... 1:0  Portsmouth tryggði sér með sigrinum sæti í úrvalsdeildinni Sheffield United – Nottingham F ...... 1:0 Walsall – Coventry............................... 0:0 Reading – Preston ............................... 5:1 2. deild: Crewe – Bristol City............................ 1:1 Svíþjóð Enköping – Landskrona...................... 1:1 Ítalía Bikarkeppnin, undanúrslit, síðari leik- ur: AC Milan – Perugia ............................. 2:1  AC Milan í úrslit, 2:1 samanlagt Frakkland Deildabikar, undanúrslit: Sochaux – Metz .................................... 3:2 Holland Bikarkeppnin, undanúrslit: Utrecht – PSV Eindhoven................... 2:1 Belgía Bikarkeppnin, undanúrslit: Germinal Beerschot – Sint–Truiden .. 0:0 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Washington – New York ................. 79:93 Detroit – Cleveland.......................... 89:88 Dallas – Seattle............................. 109:106 Golden State – LA Clippers ........ 113:122 Atlanta – Orlando........................... 100:84 New Jersey – New Orleans ............ 74:87 Utah – San Antonio.......................... 83:91 ÚRSLIT BLAK Karlalið Stjörnunnar og ÍS leika til úrslita um Íslandsmeistaratirlinn í Ásgarði í Garðabæ kl. 20.15. KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla: Reykjaneshöllin: Haukar - Víkingur R. ...20 Egislhöll: Fjölnir - Árborg ...................18.30 Egilshöll: Fylkir - Grindavík................20.30 Í KVÖLD STJÓRN Körfuknattleikssambands Ís- lands leggur á ársþingi sambandsins dagana 3.-4. maí fram tillögu frá milli- þinganefnd um að liðum í úrvalsdeild karla verði fækkað úr 12 í 10 og leikið í tveimur riðlum, frá og með haustinu 2004. Samkvæmt tillögunni fara fimm efstu lið deildarinnar næsta vetur í A-riðil og fjögur þau næstu í B-riðil ásamt sigurvegaranum úr leik 10. liðs í úrvalsdeild við sigurlið 1. deildar á næsta tímabili. Í báðum riðlum verður leikin fjórföld umferð auk þess sem leikið er heima og heiman gegn liðunum í hinum riðlinum. Í úrslitakeppni sitja tvö efstu lið A-riðils hjá til að byrja með en lið númer þrjú og fjögur leika við tvö efstu lið B-riðils, um réttinn á að mæta tveimur efstu liðum A-riðils í undanúrslitum. Eitt til tvö neðstu lið B-riðils falla síðan í 1. deild. „Með þessu er stjórnin að fylgja eftir vinnu milliþinganefndar. Þessi til- laga hefur verið send félögunum til að þau geti velt henni fyrir sér yfir páskana og gert athugasemdir í tæka tíð. Við höf- um líka sent út aðra kosti til skoðunar, átta liða deild með fjórfaldri umferð og engri úrslitakeppni, 10 liða deild með tvöfaldri umferð og úrslitakeppni, átta liða deild með riðlaskiptingu og úrslita- keppni, og síðan er einn kosturinn enn að sjálfsögðu sá að breyta engu. En með þessari aðaltillögu teljum við að við fáum miklu meiri spennu allt tímabilið, á mörgum stöðum í deildinni,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Fækkað um tvö lið í úrvalsdeild frá 2004?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.