Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 57
KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 57 GOSI er virkilega mikil von- brigði. Roberto Benigni getur ver- ið virkilega skemmtilegur og meira en það, en þarf greinilega að læra hver takmörk hans eru. Er ekki nokkuð augljóst að 50 ára karl á ekki að leika drenginn Gosa? Hversu mikill sprelligosi sem hann annars er? Alla vegna ekki í fjölskyldumynd. Benigni byggir handrit sitt á hinu klassíska ævintýri um tré- brúðuna Gosa sem lifnar við og langar svo mikið að vera alvöru drengur. En fyrst þarf hann að læra ýmislegt og það felur m.a í sér að fara út í heim og lenda í klónum á skúrkum og öðrum óför- um. En því miður er Gosi bara al- veg óþolandi, greyið. Þrátt fyrir mikla áreynslu í leik Benignis þá – af einhverjum völdum – tekst hon- um ekki að gefa frá sér þann barnslega sjarma sem þarf til að fyrirgefa persónunni Gosa eigin- gjarna og heimskulega hegðun. Leikur myndarinnar er að öllu leyti ýktur, hálfgerður vitleysis- gangur, einsog raunar myndin öll. Benigni er að reyna að búa til fal- lega ævintýramynd með góðum boðskap, en virðist ekki hafa nógu mikið vald á miðlinum til að valda því stóra og stórkostlega verki sem hann vill koma frá sér. Það vantar ögun, sjálfsgagnrýni og taumhald í vinnubrögðum mynd- arinnar, sem gefur af sér allt of stefnulausa og yfirgengilega mynd. Kannski þau hjónin, leikstjórinn Benigni og framleiðandinn Braschi, ættu að einbeita sér betur að verkefnum sínum bakvið myndavélina næst. Og jafnvel leyfa öðrum að njóta sín í aðal- hlutverkunum, í stað þess að leika sjálf Gosa og heilladísina. Vitleysisgangur KVIKMYNDIR Regnboginn – 101 kvikmyndahátíð Leikstjórn: Roberto Benigni. Handrit: Roberto Benigni og Vincenzo Cerami eftir sögu Carlo Collodi. Kvikmyndataka: Dante Spinotti. Aðalhlutverk: Roberto Benigni, Nicoletta Braschi, Carlo Giuffré og Kim Rossi Stuart. 108 mín. Ítalía. Miramax Films 2002. GOSI/PINOCCHIO  Það hafði lengi verið draumur hjá Benigni að leika Gosa. Hildur Loftsdóttir HVERS VEGNA fá kaþólskir klerkar ekki að kvænast einsog aðrir menn? Þá fækkaði harmsögum á borð við Glæp föður Amaro og hundruð annarra ámóta og jafnvel miður geðs- legra, sem jafnan eru að stinga upp kollinum í því trúarsamfélagi. Víst er að málið er flóknara og lausnin fjar- lægari en í leikmannsaugum en skelfi- legt engu síður að sjá hvernig trúar- kreddur eyðileggja líf ungs, fallegs og vel gerðs fólks einsog hennar Ameliu (Talancón). Harmleikurinn hefst er faðir Am- aro (Bernal), ungur kennimaður og fríðleikspiltur, tekur við sínu fyrsta embætti sem aðstoðarmaður föður Benitos (Gracia), roskins kennimanns í mexíkóska sveitaþorpinu Los Reyes. Til að byrja með líst þeim unga ekki á blikuna. Faðir Benito lifir í synd með matseljunni Samjuanera (Aragón) og notar illa fengið fé frá eiturlyfjabaróni í héraðinu. Faðir Amaro er furðu fljótur að samlagast aðstæðum, ger- ast talsmaður spilltra, geistlegra yf- irvalda, kyngja mútufé barónanna sem halda bændum í heljargreipum og falla fyrir holdsins veikleikum í líki draumadísarinnar Ameliu, dóttir matseljunnar. Glæpur föður Amaro er ádeila á skírlífisheit kaþólsku kirkjunnar og umhugsunarvert að myndin er bygð á 130 ára gamalli, portúgalskri skáld- sögu enda vandinn eflaust jafn gamall trúnni. Hún tekur einnig á spilling- aröflum í þjóðfélaginu, ofurvaldi kirkjunnar og eiturlyfjamafíunnar í Rómönsku Ameríku. Skinhelgi kirkj- unnar gagnvart glæpaöflum og andúð hennar á byltingarsinnum. Jafnframt er dregin uppp athyglisverð mynd af framandi, mexíkósku sveitaþorps- samfélagi þar sem mannlífið hrærist í guðsótta, glæpaauð og bláfátækt. Margar forvitnilegar aukapersónur koma við sögu, hvað minnisstæðastar eru meðhjálparinn og fjölfötluð dóttir hans og þorpsnornin skræka. Undan- tekningarlaust er leikurinn langt yfir meðallagi þar sem hin undurfagra og tilfinningaríka Talancón gerir trag- ísku hlutverki þorpsblómans Ameliu eftirminnileg skil. Bernal, sem vakti athygli í Y Tu Mamá También og Am- ores Perrós, fer vel með vanþakklátt hlutverk þessa ungklerks sem kemur, að því er virðist hjartahreinn til starfa, en umpólast í snarhasti í skömm sinnar stéttar. Myndin veldur örugglega meira fjaðrafoki í róm- versk-kaþólska heimshlutanum en á sannarlega erindi við mannfólkið al- mennt. Syndir klerkanna KVIKMYNDIR Regnboginn – 101 kvikmyndahátíð Leikstjóri: Carlos Carrera. Handrit: Vic- ente Leñero, byggt á skáldsögu eftir José Maria Eça de Queiroz. Kvikmynda- tökustjóri: Guillermo Granillo. Tónlist: Rosino Serrano. Aðalleikendur: Gael García Bernal, Sancho Gracia, Ana Claudia Talancón, Angélica Aragón, Ernesto Gómez Cruz. 120 mín. Columbia Pictures. Mexíkó 2002. GLÆPUR FÖÐUR AMARO (EL CRIMEN DEL PADRE AMARO)  „Hvers vegna fá katólskir klerkar ekki að kvænast einsog aðrir menn?“ er spurt í umsögn um Glæp föður Amaro. Sæbjörn Valdimarsson 121&* & 3'+ 7 >           BC *D    E    % %  F B   7 @ 7 EB  C%  F B8    EG' B% BF $  *   E#H *  F $  *   E#H *  F B7  E % < 7 E<, Í KVÖLD tekur Háskólabíó til sýningar mynd Hauks M., 1. apr- íll. Myndin hefur verið í sýningum úti á landi og var frumsýnd þar sama dag og titill myndarinnar segir til um. Leikstjórinn hefur ákveðnar meiningar um frumsýn- ingarferli og vildi því fara öfuga leið við það sem venjan segir til um. Því er það fyrst nú sem myndin kemur fyrir augu þeirra sem búa í höfuðborginni. 1. apríll er önnur mynd Hauks í fullri lengd og er á margan hátt ólík hans fyrstu, (Ó)eðli. Segir Sæbjörn Valdimarsson, einn af kvikmyndagagnrýnendum Morg- unblaðsins: „Haukur m (svo) er ungur maður á uppleið, hækkar flugið um heila stjörnu fyrir aug- ljósar framfarir frá (Ó)eðli. Þær sýna sig í dágóðri persónusköpun, leikarastjórn, snyrtilegri fléttu og viðunandi útkomu þegar höfð er í huga lítil reynsla allra sem að myndinni koma. Hvort sem er framan eða aftan við „tökuvélina“, peninga- og tækjaleysi. 1. apríll, með sinn viðvaningslega galgopa- sjarma gefur áframhaldandi von- ir um að við höfum ekki enn séð það besta frá Hauki m.“ Þá skrifaði umsjónarmaður Bíóblaðs Morgunblaðsins, Árni Þórarinsson, ádrepu um mynd- ina: „Án vafa einhver útsjón- arsamasta lágverðsmynd, sem Ís- lendingur hefur gert, ein sú skemmtilegasta og með þeim betri,“ segir hann og bætir við að „handan við áhrifasúpuna í 1. apríll má greina ódeigan jað- arpersónuleika, lúmsk klókindi og hispurslausan æringja. Þarna býr hugarorkubú sem vonandi næst að virkja áfram og beisla betur í þágu efnismeiri, hnitmið- aðri sögu“. Hugarorkubú Hauks Háskólabíó frumsýnir 1. apríll. Leik- stjórn: Haukur M. Aðalhlutverk: Vil- hjálmur Goði, Júlíus Freyr, Arnbjörg Hlíf, Ívar Örn Sverrisson og Haukur M. TALAÐ hefur verið um að í banda- ríska spennutryllinum Lærlingn- um (The Recruit) mætist stórleik- arar tveggja kynslóða, hinn margrómaði Al Pacino og ungi og upprennandi Colin Farrell. Þessi mynd Rogers Donaldsons (Thirteen Days, No Way Out) fjallar um gamlan ref hjá bandarísku leyni- þjónustunni CIA sem tekur efnilegan en óheflaðan lærling (Farrell) undir sinn verndarvæng og reynir að steypa hann í sitt mót. Sá ungi er hreint ekki á þeim skónum og veitir væna mótspyrnu. En um það leyti sem virðist ætla að sjóða upp úr í samskiptum þeirra úthlutar Pacino Farrell það erfiða verkefni að hafa uppi á moldvörpu innan leyniþjónust- unnar, verkefni sem á eftir að sam- eina þá – eða sundra. Um Al Pacino þarf vart að fjölyrða, svo óumdeildur er hann sem einn fremsti leikari Bandaríkjanna síðustu þrjá áratugina og nægir þar að nefna til sögunnar frammistöðu hans í Guð- föður-þríleiknum, Serpico, Dog Day Afternoon, Scarface, Scent of a Woman og Carlito’s Way. Colin Farr- ell hefur hins vegar verið að skapa sér nafn og virðist á hraðri leið með að verða einn eftirsóttasti leikarinn í Hollywood, eftir frammistöðu sína í myndum á borð við Tigerland, Min- ority Report og nú síðast Símklef- anum (Phone Booth) sem er nú meðal vinsælustu mynda vestanhafs. Lærlingurinn fór beint á toppinn er hún var frumsýnd vestanhafs í febrúarbyrjun. Hún er enn á meðal tíu tekjuhæstu mynda þar í landi hef- ur tekið í kassann ríflega 52 milljónir dala, eða 4 milljarða króna. Í læri hjá Pacino Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna í dag spennu- myndina Lærlinginn, eða The Recruit. Leikstjóri Roger Donaldson. Aðal- hlutverk Al Pacino og Colin Farrell. Hvað ungur nemur gamall temur. Pacino og Farrell í Lærlingnum. PAUL McCartney hefur greint frá því að Chris Tarrant, stjórnandi breska sjón- varpsþáttarins Viltu vinna milljón, hafi hafnað því að þau Heather Mills kæmu fram í sérstökum stjörnuþætti þáttarins, þar sem þau „yrðu hræðileg“. McCartney segir Mills hafa sagt í ákafa sínum við Chris Tarrant: „Við ættum að koma fram í þætt- inum. Ég veit öll svörin sem Paul veit ekki og hann veit öll svörin sem ég veit ekki.“ Hann segir Tarrant hins vegar hafa hafnað hugmyndinni án umhugsunar með þeim orðum að þau yrðu hræði- leg. FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.