Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 FYRSTA heiðlóan kom til landsins í mars- lok en í haust verða þær líklega orðnar ein milljón talsins og um 750.000 spóar verða á stjákli úti um móa og mela samkvæmt nið- urstöðum umfangsmikillar rannsóknar á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Alls verpa 1,4 milljónir para vaðfugla á landinu. Guðmundur A. Guðmundsson, fuglafræð- ingur á Nátt- úrufræðistofn- un, stjórnaði rannsókninni. Gagnaöflun hófst árið 1999 og lauk í fyrrahaust. Landið var flokkað í kjörlendi hinna mismunandi vað- fuglategunda og síðan lagt mat á þéttleika hverrar tegundar fyrir sig í þessum kjör- lendum. Það var gert með svokallaðri snið- talningu en hún felst í því að rannsókn- armenn ganga eftir fyrirfram ákveðnum línum og skrá þá fugla sem þeir sjá á göng- unni. Með þessu var hægt að reikna þétt- leika fuglategunda í hinum mismunandi kjörlendum á hálendinu og sú tala síðan margfölduð með flatarmáli kjörlenda teg- undanna á landsvísu. Rannsókninni var fyrst og fremst beint að hálendinu, enda voru gögn um það fátæklegri en um lág- lendið, og síðastliðin fjögur sumur hafa þrír til fjórir rannsóknarmenn gengið þar um og sniðin voru samtals um þúsund kíló- metrar. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:  Heiðlóa: 310.000 pör.  Hrossagaukur: 180.000 pör.  Jaðrakan: 25.000 pör.  Lóuþræll: 270.000 pör.  Óðinshani: 50.000 pör.  Sandlóa: 50.000 pör.  Sendlingur: 30.000 pör.  Spói: 250.000 pör.  Stelkur: 140.000 pör.  Tjaldur: 10.000–20.000 pör. Um 250.000 pör vaðfugla verptu á há- lendinu, helmingurinn lóur. Ef hvert par kemur upp einum unga má margfalda parafjöldann með þremur til að fá út haust- stofn. Hauststofn heiðlóu er því nálægt einni milljón fugla. Guðmundur segir að þessar tölur séu svipaðar niðurstöðum Arn- þórs Garðarssonar, prófessors við Háskóla Íslands, frá árinu 1986. Með rannsókninni sé á hinn bóginn skýrt hvaða forsendum var beitt og hægt að endurskoða stofnmat. Milljón lóur og 750.000 spóar á stjákli Morgunblaðið/Ómar SJÓNVARPIÐ er að taka saman efni sem verður selt gegn vægu gjaldi til landa á Balkanskaganum og til Eystrasaltsríkjanna, en Samtök norrænna sjónvarpsstöðva senda samtals 319 klukkustunda efni til þessara landa að beiðni Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Bjarni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarps, segir að sjálfsagt hafi verið að verða við þess- ari beiðni og gjaldið sé aðeins til málamynda, en Sjónvarpið sendir samkvæmt ósk fjórtán stuttar barnamyndir og fjóra lengri þætti og myndir. Efnið verður sýnt í Eist- landi, Lettlandi, Litháen, Rúmeníu, Búlgaríu, Makedóníu, Albaníu og Bosníu-Herzegóvínu. EBU vonar að þetta verði byrjunin á aðstoð stærri sjónvarpsstöðva við minni stöðvar sem annars hefðu ekki fjárhagslegt bolmagn til að kaupa svona efni. Bjarni segir að það sé ánægjulegt að geta stutt þessar stöðvar og taka þátt í að þær fái gott sjónvarpsefni. „Þetta er ánægjulegt verkefni og gaman að geta komið menningu okk- ar og myndum á framfæri á þessum stöðum með þessum hætti.“ Efni frá Sjónvarpinu til Eystrasaltslandanna GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði á opnum fundi um stjórnmál á Ólafsfirði í gær að það sem til skiptanna væri í þjóðfélaginu ykist um 15–20 milljarða króna á ári ef nýjustu spár um hagvöxt hér á landi rættust. Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir 2¾% hagvexti á árinu, 1% meiri en í síð- ustu spá, og um 3¾% hagvexti á næsta ári. Geir var á Ólafsfirði í hádeginu ásamt Hall- dóri Blöndal, forseta Alþingis, og Sigríði Ingv- arsdóttur alþingismanni. Hann ræddi efnahags- mál vítt og breitt en sagði það mikilvægast að hagvöxtur hér á landi væri aftur á uppleið. „Nýjustu spár eru þær að hagvöxtur verði 2½ til 2¾% á þessu ári og kannski vel rúmlega það, á milli 3 og 3½ á næsta ári.“ Fjármálaráðherra sagði við fundarmenn að þótt hagvöxtur væri leiðinlegt orð og stofnana- legt væri hugtakið ótrúlega mikilvægt, „vegna þess að hagvöxturinn segir okkur það hversu Þetta skiptir ótrúlega miklu máli fyrir alla sem stunda atvinnurekstur, hvort sem það er í sjávarútvegi eða í öðru, fyrir alla sem þurfa að skipuleggja fram í tímann, tekjur og gjöld. Við höfum samhliða þessu snúið viðskiptajöfnuðin- um, sem var lýst sem tifandi tímasprengju fyrir nokkrum árum, úr því að vera í verulegum halla yfir í að vera í afgangi á síðasta ári.“ Geir sagði að það væri vegna þess að hér- lendis hefði verið „dágóður hagvöxtur“ í mörg ár, „þó það hafi verið slaki á síðasta ári, sem við höfum getað bætt kjörin í landinu. Það gerist gegnum hagvöxtinn og nú sjáum við fram á það, með þeim framkvæmdum sem búið er að ákveða austur á landi í tengslum við virkjanir og stór- iðju, að svo langt sem við sjáum fram í tímann, langleiðina fram eftir þessum áratug, verður hér öflugur hagvöxtur og tekjur, og velsæld mun vaxa“. miklu meira er til skiptanna í þjóðfélaginu. Við erum núna með þjóðarframleiðslu upp á 750 milljarða króna; hvert prósent er því 7 til 7½ milljarður og ef við náum 2½ eða 3% hagvexti erum við að tala um að bæta við það sem er til skiptanna í þjóðfélaginu um 15–20 milljarða á einu ári. Það munar auðvitað um minna,“ sagði Geir. Fjármálaráðherra sagði sjálfstæðismenn allt- af hafa lagt mikla áherslu á góða efnahagslega undirstöðu og að stöðugleiki væri nauðsynlegur til þess að ná árangri í efnahagsmálum. Stöðugleiki með lágri verðbólgu Geir sagði stöðugleikann birtast m.a. í því hversu verðbólga hefur lækkað hratt. „Í gær kom nýjasta verðbólgumælingin og hún sýnir okkur það að síðustu 12 mánuði hefur verðbólga á Íslandi verið 2,3% sem hefði þótt hlægilega lít- ið fyrir nokkrum árum, að ég tali nú ekki um fyrir 10, 20 eða 30 árum. Geir H. Haarde fjármálaráðherra um nýjustu spár um hagvöxt á Íslandi 15–20 milljörðum meira verður til skiptanna á ári  Nýtt hagvaxtartímabil/11 NEGLDIR hjólbarðar eiga nú að fara undan bíl- unum enda óðum að draga úr þörf á þeim þeg- ar veturinn er á undanhaldi. Starfsmenn hjól- barðaverkstæða eru handfljótir við að skella sumarbörðunum undir bílana. Engin örtröð hef- ur þó verið hjá fyrirtækjum á þessu sviði enda kemur vorið oftast hægar yfir en fyrsti snjórinn á haustin. Morgunblaðið/Golli Sumartími á hjólbörðunum Í GÆR var gengið frá fjármögnun vegna byggingar heilsumiðstöðvar í Laugardal, en þá voru undirritaðir samningar fyrirtækisins Laugahúss við Landsbanka Íslands, Sparisjóða- banka Íslands og Sparisjóð vélstjóra. Heildarlánsfjárhæð nemur 928 millj- ónum króna. Áætlað er að heilsumið- stöðin verði opnuð 2. janúar 2004. Í gær var einnig undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Ístaks um byggingu 50 metra ólympískrar innisundlaugar á sama stað. Heildarkostnaður alls verkefnis- ins verður um 2,5 milljarðar króna. Þar af er kostnaður vegna heilsumið- stöðvarinnar áætlaður um 1,5 millj- arðar og kostnaður vegna sundlaug- arinnar um einn milljarður. Húsnæði heilsumiðstöðvarinnar er í eigu Laugahúss ehf. sem er til jafns í eigu Nýsis hf. og Björns Leifssonar, sem rekur World Class, en sundmiðstöð- in er í eigu Reykjavíkurborgar. Björn Leifsson segir að hin nýja heilsu- og sundmiðstöð verði bylting á sviði heilsuræktar. Hann segist sannfærður um að hin nýja aðstaða muni gera svipað fyrir Reykjavík og Bláa lónið hefur gert fyrir landið allt. Samið um fjármögnun heilsumið- stöðvar  Heildarkostnaður/12 BÍLVELTA varð á Hólasandi norðan Mý- vatnssveitar um fimmleytið í gær. Lítill fólks- bíll valt út af veginum og varð að beita klipp- um til að ná ökumanni úr flakinu. Ökumaður, kona, var ein á ferð og var flutt á sjúkrahús til Akureyrar, ekki er vitað um meiðsl. Vegurinn var heflaður um daginn og því var lausamöl á yfirborði og vegurinn varasamur. Bílvelta á Hólasandi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.