Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 1
Einn góður … – Af hverju fór fíllinn baksund niður ána? – Til að skemma ekki nýju strigaskóna sína!  Það eru ekki margir sem vita að páskaungar eru sólgnir í páskaegg. Hvers vegna haldiði að þeir standi ofan á öllum eggjum? Þeir eru bara að reyna að fá sér bita! Og það á við um þennan litla unga. Ætli hann rati í gegnum völundarhúsið? Svangur ungi Á páskadagsmorgun vaknaði Jói litli afar spenntur því í dag átti hann að fá páskaegg. Jói litli skreið upp í rúm til mömmu og pabba og vakti þau. Mamma og pabbi vildu fá að sofa lengur, en Jói litli gat ekki beðið eftir því að hefja leitina að páskaegginu sínu. Foreldrarnir fóru á fætur því eft- irvæntingin hjá Jóa litla var mikil. Jói átti fyrst að borða morgunmat og síðan mátti hann leita að páska- egginu úti um allt hús, en loksins fann hann það undir rúminu sínu. Glaður í bragði borðaði Jói litli páskaeggið sitt. Margir krakkar kannast við spenninginn sem Jói litli upplifir hér. Ekki satt? Þessa skemmti- legu páskasögu skrifuðu bræðurn- ir Elmar Jens og Ívar Örn, Kristnibraut 25, Reykjavík. Takk strákar og gleðilega páska! Leitin að páskaegginu ÖLLUM finnst okkur gaman að leita að páskaegginu okkar. Það versta við eggja- leitina er hins vegar að eftir smástund er hún bara búin! En það má redda því. Hægt er biðja mömmu eða pabba um að fela alls konar lítil egg víða um húsið til að leita að. Eða, gefa hverjum krakka nokkur egg til að fela, og fá hina krakkana til að leita. Þetta getur lengt leitina um marga klukkutíma og skapað endalaust páska- stuð á heimilinu … Góða skemmtun! Löng eggjaleit ÞJÓÐSÖGUR eru langoftast ósannar, en hins vegar má læra ýmislegt um lífið af þeim. Finnst þér þú geta lært eitthvað af þess- ari dularfullu páskasögu úr álf- heimum? E itt sinn bjó ekkja ein á Móafelli, sem líklega hét Anna. Hún átti dætur tvær, 17 og 18 ára, og 14 ára son einn sem Jón hét. Hann var fremur treggáfaður og veiklulegur. Einn haustdag í mikilli þoku fóru þær Móafellssystur að tína fjallagrös inni í dal. Þar sem þær sátu í miðjum mó austan við ána sáu þær tvær ókunnar stelpur í öðrum mó. Spurðu þær þær hvar þær ættu heima og sögðust þær eiga heima ekki langt í burtu, en ekkert meira. Stelpurnar tala saman um ým- islegt, og spyrja ókunnugu stelp- urnar Móafellssystur hvort þær eigi ekki systkini, og segjast þær þá eiga bróður á 14. ári. „Af hverju kom hann ekki með ykkur í grasatínsluna?“ „Æ, hann er eitthvað svo fer- lega bjánalegur,“ segja Móafells- systur og lýsa vel og vandlega hversu aulalegur þeim finnst hann vera. „Leyfið honum að koma með næst, okkur langar að hitta hann,“ segja ókunnu stelpurnar. Nokkru eftir þetta fara Móa- fellssystur aftur til grasa og hafa nú Jón með sér. Fara þær aftur á sama stað, og þennan dag var þokan enn þykkari. Þær hitta ókunnu stelpurnar aftur, en þær vilja endilega að Jón komi með þeim heim. „Og þið skuluð ekki undrast um hann þótt hann komi ekki strax aftur,“ segja þær. Móafellssystur leyfðu það, enda var Jón æstur í að fara með þeim. Nú líður og bíður og ekki kem- ur Jón heim að Móafelli, veturinn er búinn og líða tekur að páskum. Einn sunnudagsmorgun í föstu- inngangi kemur drengur sparibúinn að Móafelli og fer til kirkju. Þegar prestur fer að spyrja börnin gengur drengurinn fram á kirkjugólfið og lætur spyrja sig. Margir verða þá furðu lostnir hversu mikið drengurinn man og veit. En drengurinn hverfur og kemur ekki aftur fyrr en á skír- dagsmorgun, sparibúinn og fer til kirkjunnar. Er hann nú spurð- ur og gengur vel. Eftir messuna biður drengurinn prestinn að ferma sig, en það vildi prestur ekki, þar sem drengurinn hafði sjaldan komið til kirkju. Aftur hverfur drengurinn, og án þess að koma við á Móafelli. Á laugardaginn fyrir páska er barið að dyrum á Móafelli, og önnur systirin fer til dyra. Þar er þá komin önnur ókunnuga stelp- an, og biður hún systurnar að koma snemma í fyrramálið í mó- ann þar sem þær hittust fyrst og vera sparibúnar. Snemma á páskadagsmorgun fara systur í bestu fötunum sín- um í móann. Kemur þá sama stúlkan til þeirra og biður þær að koma með sér yfir ána. Þar koma þær að stórum og glæsilegum kirkjustað. Þeim er boðið inn og tekið mjög ástúðlega. Ókunnugu stelpurnar segjast vera dætur prestsins og nú eigi að ferma Jón litla í dag. Móafellssysturnar fara í kirkj- una, þar sem margt fólk er, en Jón bróðir þeirra er innstur af fermingarbörnunum. Systurnar skildu ekkert af því sem sagt var í kirkjunni, því tungumálið var þeim ókunnugt, nema þær heyrðu oft Jesú nefndan. Eftir messuna sagði Jón þeim systrum sínum að hann myndi ekki koma heim að Móafelli aftur. Og liðu nú nokkur ár. Þá kom Jón eitt sinn að Móafelli og bauð þeim systrum og móður sinni í brúðkaup sitt, en hann segist ætla að kvænast annarri prests- dótturinni. Fóru þær mæðgur í brúðkaupið sem var mjög fallegt. Eftir þetta kom Jón aldrei meir til mannabyggða, og lýkur svo þessari sögu. Dularfull páskasaga úr álfheimum Ferming hjá huldufólki  Hann Kalli var að skreyta tólf páskaegg, en hafði síðan bara hugmyndaflug í helming eggjanna. Hann málaði þá bara hin eggin alveg eins. En hvaða tvö og tvö egg eru eins? Lausn á síðustu síðu barnablaðs. Tvíburaegg?          Þetta orðarugl er svolítið nýstárlegt, kannski af því að það er eiginlega ekki rugl! Í þessari stafasúpu leynast afar mikilvæg skilaboð til allra krakka. Málið er að lesa hverja línu fyrir sig og þá má finna heilu orðin – í engu rugli – sem mynda leynisetninguna. Nú er úr vöndu að ráða! Lausn aftast. Leyniskilaboð A O K R A K K A R G A E R U S E R N N A L N N I I L G N B M Í A L V E G Ó Ð I R Í Ö B E T A V A S B L T G A Í Í P Á S K A E G G A Ð U K R A Ó S U R I L I N S K E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.