Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 D 3 börn Ja, því getur þú komist að með því að draga strik frá tölunni 1 og alla leið upp í 34. Svo má alltaf lita myndina líka! Hvaða dýr er þetta?  Auður Inga Rúnars- dóttir er 11, bráðum 12, ára nemandi í Álfta- mýrarskóla. Hún skellti sér á 101 kvik- myndahátíð sem nú er yfirstandandi, og sá þar mynd um spýtu- strákinn Gosa. Þetta skrifar hún um myndina: „Gosi er skemmtileg mynd sem kemur á óvart. T.d. er þetta ítölsk mynd og hún er svolítið öðruvísi út- gáfa af sögunni um spýtustrákinn Gosa. Myndin er fyndin, skemmtileg og spennandi allt í senn, og á þó sína sorglegu parta. Leikbrúðuna Gosa smíðar fátækur smiður sem býr í litlu þorpi. Smiðurinn einsetur sér að smíða góðan og fallegan spýtustrák, en það mistekst örlítið. Fyrir galdra getur Gosi talað og smiðurinn ákveður að ala hann upp og senda hann í skóla, en það vill Gosi alls ekki. Gosi er óþæg- ur og sískrökvandi, og fátæki smið- urinn á erfitt með að ala hann upp. Gosi hittir líka engisprettuna (krybb- una) talandi sem reynir í sífellu að kenna Gosa að vera góður stákur en Gosi hlustar ekki á hana. Þá fer nú heldur illa fyrir Gosa og hann lendir í ýmsum skondnum ævintýrum … Hann fer í brúðuleikhús, hittir álf- konuna Huldu með bláa hárið, lendir í klóm þjófa, fer í fangelsi, breytist í asna og er étinn af hákarli. En til að vita hvernig allt fer verður þú að sjá myndina. Sjálfri fannst mér byrjunin skemmti- legust því þá var allt svo fyndið. Mynd- in var líka vel leikin og persónurnar trúverðugar og allir ættu að hafa gam- an af þessari mynd.“ Krakkarýni: Gosi Fyndin mynd Auður Inga og Freydís, vinkona hennar.  Elín Sjöfn Stephensen er fimm ára nemandi í Ísaksskóla, sem finnst voða gaman að fara í leik- hús. Hún fór því að sjá leikritið Gaggalagú og fannst það mjög skemmti- legt. „Já, leik- ritið er eig- inlega of stutt,“ segir Elín Sjöfn, sem hins vegar fannst hléið of langt. „Mér fannst svo skemmtilegt hvern- ig Nonni var á svipinn þegar hann var búinn að kyssa stelpuna,“ segir Elín Sjöfn og hlær við tilhugsunina. „Svo var leikritið oft fyndið, einsog þegar þau prumpuðu um leið og þau hrutu!“ – En varstu einhvern tímann hrædd? „Já, einu sinni komu ógnvekjandi hljóð, og þá varð ég smá hrædd. En leikritið er samt mest fyndið. Og líka svolítið skrýtið, öll dýrin töluðu! Svip- urinn á Nonna var einsog hann hefði aldrei heyrt dýr tala áður. Ég hef heyrt dýr tala í Dagfinni dýralækni.“ – Langar þig að fara í sveit? „Ég hef komið í sveit. Þar eru kýr og kálfar, en ekki hestar í þeirri sveit, bara tveir hundar. Mér fannst Snati skemmtilegasta dýrið í leikritinu, hann var alltaf að stríða stráknum og plata hann. Það er í lagi að plata, en ekki vilj- andi. Það er ljótt,“ segir Elín Sjöfn að lokum og mælir með ferð í sveitina í Hafnarfirði. Krakkarýni: Gaggalagú Öll dýrin töluðu! Elínu Sjöfn fannst gaman í sveitinni í Hafnarfirði. NÚ ER verið að sýna leikrit í Hafn- arfjarðarleikhúsinu sem heitir því fína nafni Gaggalagú. Það er eftir mann sem heitir Ólafur Haukur Símonarson, en hann hefur gert fullt af frábærum leikritum og lög- um fyrir börn. Sagan gerist smá í gamla daga og segir frá stráknum Nonna sem fer í sveit og er þar heilt sumar og upp- lifir þar margt nýtt, bæði furðulegt, fyndið og líka annað minna skemmtilegt. Stelpan í sveitinni, hún Silja, er t.d alltaf að reyna að kyssa hann. Oj! Við ákvaðum að spyrja Nonna nánar út í þessa áhugaverðu reynslu hans. Alltaf saltfiskur – Nonni, vildir þú fara í sveit? „Nei, sko fyrst var ég samt voða spenntur af því að það er svo gaman að dýrunum. Mamma og pabbi vildu að ég fengi holla hreyfingu, og kynntist lífinu í sveitinni. Í borginni eru bara hundar, og svo eigum við einn kött. En svo varð ég smá hræddur, því það er erfitt að vera vera einn og ég saknaði mömmu og pabba rosalega mikið.“ – En fannst þér sveitin skrýtin? „Já, allt var öðruvísi. Við fórum að sofa á öðrum tíma og vöknuðum á öðrum tíma. Svo var alltaf saltfiskur í matinn, og stundum hafragrautur á morgnana, en ég gat alveg borðað hann. Svo var lyktin öðruvísi, og svo var ekkert rafmagn, bara kerti.“ – En lærðir þú mikið í sveitinni? „Já, ég lærði að mjólka og ég lærði að moka flórinn (kúaskít!) og líka girðingarvinnu. Þá þarf að labba mikið í móa og bera þunga hluti. Það verður að gera við girð- ingarnar annars fara dýrin út um allt, sérstaklega rollurnar. Þær eru svo þrjóskar og ákveðnar,“ segir Nonni og hristir hausinn yfir þeim. „Svo lærir maður líka þolinmæði því maður fær ekki allt strax. Ég þurfti t.d að bíða mjög lengi eftir að fá eitthvað nýtt í matinn.“ – Ertu þá orðinn sterkur? „Já, fyrst gat ég ekkert loftað sleggjunni til að berja niður girð- ingastaura, en svo fann ég alveg að ég var kominn með smávöðva. Þeg- ar ég kom heim var ég orðinn betri í fótbolta og gat hlaupið hraðar. Svo var ég líka brúnn … eða sko í fram- an og á handleggjunum.“ Ógeðslegt að kyssa stelpur – En var eitthvað erfitt? „Heima átti ég mitt eigið her- bergi, en í sveitinni þurfti ég að sofa upp í hjá gömlu konunni, sem hraut voðalega mikið. Þá sofnaði ég seint og þurfti að vakna við fyrsta hana- gal.“ – En hvað var skemmtilegast? „Það var gaman að kynnast Silju og líka hundinum Snata. Hann er voða klár þótt hann sé ekki alltaf mjög hugrakkur. Smá raggeit og skáldar mikið.“ – Varstu bara að þykjast að langa ekki að kyssa Silju? „Nei! Auðvitað vill maður ekkert vera að kyssa stelpur, það er ógeðs- legt! Mér finnst Silja voða skemmti- leg sem vinur minn, en ég vil ekki kyssa hana þótt hún sé stelpa.“ Eins og að búa í Húsdýragarðinum! – En af hverju kysstir þú þá tröllastelpuna? „Það var alveg óvart. Ég var bara svo syfjaður og þreyttur eftir hey- skapinn. Ég ætlaði ekkert að kyssa hana, enda kyssti ég hana ekkert!“ – Er ekki sveitin búin að breytast frá því að þú varst þar? „Jú, bæir eru með rafmagn og nota vélar og tæki við bústörfin. Þau eru með sjónvarp og Stöð 2, og það er örugglega hægt að panta sér pitsu í kvöldmatinn í staðinn fyrir saltfisk,“ segir Nonni að lokum og skorar alla krakka að fara í sveit sem á því eiga kost. „Það hafa allir gott af því að upplifa smásveitaæv- intýri. Það er eins og að búa í hús- dýragarðinum! Mjög gaman. Svo er alltaf hægt að koma hingað í leik- húsið að upplifa sveitina!“ Upplifið sveitina! Silja og Nonni hvíla sig niðri við læk og Snati er glaður að troðast á milli þeirra. Morgunblaðið/Kristinn Nonni segir að sveitin sé einsog að búa í Húsdýragarðinum! Leikritið Gaggalagú er sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu Æ, ó, nú er illt í efni. Skærin eru dottin í sundur og amma Lóa sem sér orð- ið svo illa, veit ekkert hvaða skærahelmingur á við þann sem hún heldur á. Hjálpaðu nú gömlu kon- unnu og finndu rétta helm- inginn. Lausn á næstu síðu. La gi ð sk æ rin La gi ð sk æ rin ÞETTAer svolítið skemmtilegur leikur sem allir geta útbúið og leikið heima hjá sér. Það sem til þarf eru tveir 2 metra tvinna- þræðir. Annan endann bindið þið um tóman eldspýtnastokk og hinn um blýant. Keppendur koma kartöflum fyrir ofan á eld- spýtustokknum, og nú er það spurningin um hvor verður á undan að fá kartöfluna til sín með því að rúlla tvinnanum upp á blýantinn. Ef kartaflan dettur af, hlaupið þá til, komið henni fyrir á stokknum og haldið áfram. Góða skemmtun! Komdu hérna kartafla! HÉR koma tíu spurningar sem nauðsynlegt er að kunna svörin við ef mað- ur ætlar sér að komast í sveitina. Svaraðu spurningunum og sendu okkur svörin, og þá er aldrei að vita nema þú verðir einn af tíu heppnum krökkum sem vinna leikhúsmiða fyrir tvo á leikritið Gaggalagú. 1) Hvað dýr verpir eggjum? 2) Hvaða dýr gefur okkur mjólk svo við fáum skyr, rjóma og ost? 3) Hvað heitir barn kindanna? 4) Hvaða stóra húsdýri ríður mannfólkið? 5) Hvað heitir karl hænunnar? 6) Hvaða krullhærða dýr gefur okkur ullina? 7) Hvaða dýr vill helst liggja í drullu og er með hringaða rófu? 8) Hvað heita hundabörnin? 9) Hvaða geltandi dýr er fínt að nota til að reka önnur dýr? 10) Hver mjálmar? Sendu svörin fyrir 1. maí til: Barnablað Moggans – Gaggalagú _ Kringlunni 1 103 Reykjavík Ath.! Mundu að skrifa líka fullt nafn, aldur og heimilisfang! Spurningakeppni um sveitina Vinnið leikhúsmiða!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.