Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 107. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Næmur Dani Jörn Utzon fær Pritzker-arkitekta- verðlaunin Fasteignir 38 Skoraði fyrsta mark Chelsea í sigri gegn Everton Íþróttir 33 Stórkostleg upplifun Wagner-félagar hlýddu á landa sína syngja í Parsifal Listir 16 Eiður braut ísinn „ÞETTA hefur breytt starfsemi sjúkrahússins alveg ótrúlega,“ seg- ir Þorsteinn Gunnarsson, heila- og taugaskurðlæknir á Toronto Western-sjúkrahúsinu í miðborg Toronto í Kanada, um áhrif bráða- lungnabólgu á sjúkrahús í borginni. Fjórtán höfðu í gær látist úr bráðri lungnabólgu í Toronto sem er sú borg á Vesturlöndum þar sem flestir hafa greinst með sjúkdóm- inn. Að minnsta kosti þremur sjúkrahúsum í borginni hefur verið lokað fyrir öllu nema algjörum bráðatilfellum og er sjúkrahúsið sem Þorsteinn starfar á eitt þeirra. „Á föstudag var aðalslysamóttöku borgarinnar lokað, þar sem HABL hafði greinst þar í starfsfólki og á gjörgæsludeild. Þannig að eins og er ríkir hálfgert neyðarástand.“ Þorsteinn segir að heila- og taugaskurðlækningar séu þess eðlis að ekki sé hægt að fresta aðgerðum í mörgum tilvikum og því hafi tak- markanir á aðgerðum vegna lungnabólgunnar veruleg áhrif. Óraunveruleikatilfinning „Við höfum þurft að taka þá sjúk- linga í aðgerð sem eru í mestri hættu en allir sem bíða eftir rann- sóknum eða aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar hrúgast upp á biðlista. Þetta þýðir það líka að ættingjar sjúklinga fá ekki að heimsækja þá. Öllum er meinaður aðgangur að spítalanum nema þeim starfsmönnum sem eru alveg nauð- synlegir. Mér skilst að reglan sé núna sú að eingöngu þeir sjúkling- ar sem séu í bráðri lífshættu fái ætt- ingja til sín.“ Þorsteinn segir að hver vinnu- dagur byrji á skoðun starfsmanna þar sem t.d. er mældur hiti og fyllt út eyðublað um heilsufar. „Við þurfum að bera grímur allan dag- inn og skipta um slopp á milli sjúk- linga sem við skoðum og vera með hanska. Maður fær hálfgerða óraunveruleikatilfinningu þegar maður stendur í þessu.“ Þorsteinn segir starfsfólkið halda ró sinni þrátt fyrir að nokkrir heilbrigðisstarfsmenn hafi sýkst. Meiri hræðslu gæti meðal al- mennings og í fjölmiðlum. Fólk sé farið að bera grímur úti á götum þó að ekki sé mikið um það. „Þetta hefur haft mjög mikil áhrif á t.d. viðskiptalíf og veitingahúsarekstur í borginni. Það finna allir á ein- hvern hátt fyrir þessu.“ Landlæknisembættið beinir þeim tilmælum til fólks að vera ekki að ferðast á ákveðnum svæðum þar sem HABL-veikin er útbreiddust Haraldur Briem sóttvarnarlæknir sagði við Morgunblaðið í gær að í ljósi nýjustu upplýsinga virtist Kína allt vera hættusvæði. Íslensk kona sem var í einangrun á sjúkrahúsi í Reykjavík vegna gruns um að vera sýkt af HABL verður væntanlega útskrifuð í dag og talið víst að hún hafi ekki sýkst af sjúkdómnum. Morgunblaðið/Jón E. Gústafsson Engar heimsóknir ÞORSTEINN Gunnarsson læknir við Toronto Western Hospital, þar sem aðstandendur fá ekki að heim- sækja sjúka ættingja. Íslenskur læknir í Toronto starfar í skugga bráðalungnabólgunnar „Það finna allir fyrir þessu“  Óttast að/14 ÍRASKUR vísindamaður, sem kveðst hafa starfað við efnavopnaáætlun íraskra stjórn- valda í rúman áratug, hefur sagt vopnasér- fræðingum Bandaríkjahers að Írakar hafi eytt efnavopnum og búnaði til sýklahern- aðar nokkrum dögum áður en stríðið í Írak hófst. Þetta kom fram á netútgáfu The New York Times í gær og vísindamaðurinn er þar einnig sagður hafa greint vopnasér- fræðingunum frá því að Írakar hafi á laun sent óhefðbundin vopn og tæknibúnað til Sýrlands um miðjan síðasta áratug. Þá er haft eftir vísindamanninum að Írakar hafi unnið með hryðjuverkasamtökunum al- Qaeda. Fram kemur í netútgáfu blaðsins að vís- indamaðurinn hafi sagt Bandaríkjamönn- um að Saddam Hussein hafi látið eyðileggja bönnuð efni sem notuð hafi verið til fram- leiðslu efnavopna. Slík efni hafi einnig verið flutt til Sýrlands. Þá er Saddam sagður hafa skipað íröskum vísindamönnum, sem unnu að vopnaframleiðslunni, að einbeita sér að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem mjög erfitt sé að afhjúpa. Bandaríski herinn vill ekki nafngreina vísindamanninn þar sem óttast er að stuðn- ingsmenn Saddams Husseins reyni að refsa honum fyrir að veita upplýsingar. Herinn telur að frásögn vísindamannsins sé áreið- anleg þar sem hann hafi vísað hernámslið- inu á efni sem nota hafi átt við framleiðslu á ólöglegum vopnum. Reuters Hermenn leita að efnavopnum í byggingu nálægt borginni Basra í Suður-Írak. Efnavopn- um eytt fyr- ir stríðið? HUNDRUÐ þúsunda shía- múslíma héldu í gær í pílagríms- ferð til borgarinnar Karbala í Írak til að minnast dauða dótt- ursonar Múhameðs spámanns, Husseins, sem talið er að hafi ver- ið jarðsettur í borginni eftir að hafa verið hálshöggvinn þar árið 680. Shía-múslímar halda hér á mynd af Hussein sem bar virðing- arheitið imam eða bænastjóri í íslamstrú og er talinn vera písl- arvottur. Helgiathafnir til minningar um Hussein voru bannaðar á valda- tíma Saddams Husseins. Hátíða- höldin í Karbala ná hámarki í dag og á morgun og skipuleggjend- urnir segja að pílagrímarnir ætli að láta í ljósi „andstöðu við er- lenda hernámsliðið í landinu með friðsamlegum hætti“.Reuters Fá að minnast píslarvottsins í Karbala UM það bil 5.000 shía-múslímar efndu í gær til mótmæla í miðborg Bagdad gegn bandaríska hernámsliðinu þegar Bandaríkjamaðurinn Jay Garner kom til borgarinnar til að mynda bráða- birgðastjórn í Írak. Mótmælendurnir söfnuðust saman við Palest- ínuhótelið, þar sem nokkrir bandarískir herfor- ingjar dvelja, og kröfðust þess að shía-klerkar, þeirra á meðal Mohammed al-Fartusi, yrðu leyst- ir úr haldi. Fregnir hermdu að bandarískir her- menn hefðu handtekið Fartusi í Bagdad en bandaríska herstjórnin hafði ekki staðfest það í gær. „Við höfnum nýlendustefnu,“ hrópuðu mót- mælendurnir. Breska útvarpið BBC hafði í gær eftir Garner, sem er fyrrverandi hershöfðingi, að hann hygðist boða til borgarafundar á fimmtudaginn kemur til að undirbúa myndun bráðabirgðastjórnar. Hreyfingar shía-múslíma hafa hótað að snið- ganga viðræðurnar. Garner skoðaði sjúkrahús og orkuver í Bagdad og hét því að gera allt sem hann gæti til að tryggja að íbúunum yrði séð fyrir rafmagni og vatni eins fljótt og auðið væri. Hann viðurkenndi þó að endurreisn landsins myndi taka langan tíma. Herinn verði ekki í Írak til langframa Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að litlar líkur væru á því að bandaríski herinn yrði til langframa í Írak og sagði að myndun vinveittrar stjórnar í Bagdad gæti jafnvel orðið til þess að Bandaríkjamenn fækkuðu hermönnum sínum í arabaríkjunum. Varnarmálaráðherrann sagði að ekkert væri hæft í frétt í The New York Times um að stjórn- völd í Bandaríkjunum hygðust koma sér upp her- stöðvum á nokkrum stöðum í Írak til langframa. Bandaríkjastjórn hvatti í gær bandaríska borgara úti um allan heim til að vera á varðbergi þar sem fall stjórnar Saddams Husseins hefði aukið hættuna á árásum hryðjuverkamanna. Ahmad Chalabi, einn helsti leiðtogi íraskra andstæðinga Saddams Husseins, fullyrti í viðtali við BBC að forsetinn fyrrverandi væri á lífi og enn í landinu. Hreyfing hans hefði fengið fréttir af ferðum Saddams og annars sona hans, Qusays, en þær hefðu borist of seint til að unnt hefði verið að handtaka þá. Muhammad Hamza al-Zubaydi, einn af helstu samstarfsmönnum Saddams, var handtekinn í gær. Zubaydi er númer 18 á lista yfir þá 55 Íraka sem Bandaríkjamenn leggja mesta áherslu á að taka til fanga. Shía-múslímar mótmæla hernáminu í Bagdad Bagdad. AFP, AP.  Vilja endurskoða/15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.