Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hlíðasmári 1-3 – TIL LEIGU Stórglæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á besta stað í Smár- anum í Kópavogi. Um er að ræða allt að 8.000 fm. Hvort hús um sig ca 4.000 fm. Möguleiki á að skipta í minni einingar. Næg bíla- stæði. Frábært útsýni. Sérlega vönduð og fullbúin sameign. Allar nánari upplýsingar gefur Andres Pétur eða Ellert Bragi á skrifstofu. VERIÐ er að ljúka gerð viðbragðs- áætlunar hjá Flugfélaginu Atlanta en hún felst í því að skrifa handbækur um neyðarviðbrögð félagsins ef kæmi til flugslyss. Undirbúningur hófst í fyrrasumar og hefur hann einkum hvílt á herðum Einars Óskarssonar, flugöryggisfulltrúa félagsins. „Við er- um um þessar mundir að ljúka nám- skeiðum fyrir alla starfsmenn félags- ins og þá eiga þeir að vita hvað gera skal ef vél frá okkur ferst en við von- um auðvitað að þessa kunnáttu þurfi ekkert okkar að nota,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið. Breska fyrirtækið Blake Associat- es, sem sérhæfir sig í neyðarstjórnun og hvers konar ráðgjöf á því sviði, hefur annast undirbúning og nám- skeiðahald með Einari. Chris Statham stjórnar verkinu og var síð- asti hluti þess fólginn í námskeiðum fyrir stöðvarstjóra Atlanta sem starfa víðs vegar um heiminn. Þá hafa þeir einnig séð um námskeið fyr- ir dótturfyrirtækið í Evrópu, Air Atl- anta Europe. „Í megindráttum felst áætlun sem þessi í því að eiga hand- bækur um hvernig hver og einn starfsmaður á að bregðast við þegar neyðartilvik koma upp og æfa við- brögðin á námskeiðum,“ segir Chris Statham. Neyðarmiðstöð í Mosfellsbæ „Starfið er þannig skipulagt að útbúið hefur verið herbergi með ákveðnum búnaði hér í fyrirtækinu sem verði neyðarmiðstöð þaðan sem öllum neyðarviðbrögðum er stjórnað og fylgst með framvindu mála hvar í heiminum sem atburður kann að verða. Þangað koma ákveðnir starfs- menn þegar slík tilvik koma upp og aðrir fá ekki aðgang.“ Einar segir að þetta atriði sé mjög mikilvægt því frá neyðarmiðstöðinni sé öllum við- brögðum stjórnað enda geti það skipt sköpum fyrir áframhaldandi starf- semi fyrirtækisins að brugðist sé rétt við í neyðartilvikum. Bendir hann einnig á að lykilmenn í neyðarmið- stöðinni séu ekki úr hópi fram- kvæmdastjórnar fyrirtækisins því þeir eigi fullt í fangi með að stjórna annarri starfsemi fyrirtækisins áfram við slíkar aðstæður. Skipulögð hafa verið þrjú teymi sem geta tekið að sér stjórn neyðarmiðstöðvarinnar og síðan segir Chris menn kallaða úr leyfum eftir því sem þörf krefði sem yfirleitt væri strax því manna yrði miðstöðina allan sólarhringinn fyrstu dagana eftir að slys verður. Í næsta herbergi við neyðarmið- stöðina er aðsetur þeirra sem senda út upplýsingar um það sem gerst hef- ur til fjölskyldna, yfirvalda og fjöl- miðla og sagði Chris Statham mik- ilvægt að allar upplýsingar sem hægt væri að miðla strax færu fljótt út. Hann sagði stjórnendur neyðarmið- stöðvarinnar ákveða hvað hægt væri að upplýsa en upplýsingamiðstöðin sæi síðan um að koma fréttum áfram. Benti hann einnig á að fyrir flug- félagið væri mikilvægt að t.d. allir fjölmiðlar fengju sömu upplýsingar, ekki væri hægt að sinna hverjum og einum sérstaklega eða veita viðtöl nema t.d. á sameiginlegum fundum með fjölmiðlum. Má í þessu sambandi nefna að tilbúin er sérstök vefsíða Atlanta að ljúka við gerð neyðaráætlunar Morgunblaðið/Árni Sæberg Chris Statham og Einar Óskarsson fara yfir gögn vegna áætlunarinnar. ÞEGAR sólin hækkar á lofti og náttúran lifnar af vetrardvalanum kætast menn og málleysingjar og bregða gjarnan á leik í vorblíðunni. Þeir félagar Adam og Kátur eru engin undantekning frá því, en fréttaritari rakst á þá í Kjósinni á dögunum, þar sem þeir léku „knatt- spyrnu“ af mikilli innlifun. Kátur er mikill áhugahundur um knattleiki og veit fátt skemmtilegra en gelta og „trýna“ (sbr. skalla) fótbolta. Sýnir hann oft góð tilþrif við þessa iðju sína. Aðspurður kvaðst Adam halda með Manchester United. Morgunblaðið/Finnur Hunda- kúnstir með knöttinn Tálknafirði. Morgunblaðið. VEGAGERÐIN hefur til skoðunar tillögur að nýjum veglínum fyrir botni Hrútafjarðar um Staðarskála og Brúarskála. Einkum eru tveir kostir inni í mynd- inni, annars vegar að breikka einbreiða brú á Síká og byggja nýja brú yfir Hrútafjarðará og hins vegar að færa vegarstæðið niður fyrir Staðarskála og yfir fjarðarbotninn með einni nýrri brú og upp á Djúpveg, skammt fyrir sunn- an Selá. Ein hug- myndanna er að leggja þjóðveginn upp á Holtavörðu- heiði yfir núverandi athafnasvæði Brúarskála og fjarlægja mannvirk- in þar, en þess má geta að eigendur þessara veitingaskála sameinuðust nýlega í eitt rekstrarfélag, Stað- arskála ehf. Vegagerðin hefur látið gera sam- anburðarskýrslu um þessar veg- línur og hefur hún verið til skoð- unar hjá sveitarfélögunum á svæð- inu, Húnaþingi vestra og Bæjar- hreppi í Strandasýslu, og eigendum veitingaskálanna. Báðar veglínurn- ar eru í samræmi við gildandi skipulag Húnaþings vestra. Kostnaður 200–300 milljónir Að sögn Einars Gíslasonar, deild- arstjóra Vegagerðarinnar á Sauð- árkróki, hefur ekki verið tekin ákvörðun um veglínu en unnið verð- ur að nánari útfærslu á leiðinni fyr- ir neðan Staðar- skála. Telur Vegagerðin ekki ástæðu til að setja framkvæmdina í mat á umhverfis- áhrifum, að sögn Einars. Kostnaður er í skýrslunni metinn frá rúmum 200 milljónum til tæpra 300 milljóna króna. Ódýrust er svonefnd Hrútatunguleið, þ.e. eftir núverandi vegi og með breikkun Síkárbrúar og brú- arsmíði á Hrúta- fjarðará. Vegtæknilega séð telur Vegagerðin þá leið sísta. Mesti kostnaðurinn, 292 milljónir, er við eina af fjórum útfærslum á leiðum yfir Hrútafjarðarbotn. Þar af myndi brúarsmíði á Hrútafjarðará og Ormsá kosta 140 milljónir og ný- bygging vega um 120 milljónir. Þessi leið er að mati Vegagerð- arinnar best, vegtæknilega séð. Stytting hringvegarins er óveru- leg með þessum framkvæmdum en hins vegar gæti leiðin milli Norður- lands og Vestfjarða styst um tæpa sex kílómetra ef Hrútafjarðarbotns- leið yrði valin. Segir í skýrslunni að samskipti íbúa Húnaþings vestra og Bæjarhrepps hafi aukist undanfarin ár og vegstyttingin muni skipta töluverðu máli til að auka þau sam- skipti enn frekar. Þá eru nýir vegir og afsetning einbreiðrar Síkárbrúar talin draga úr slysahættu en á ár- unum 1996–2001 urðu 23 umferð- arslys á þessum hluta hringveg- arins um Hrútafjörð, þar af eitt banaslys við Hrútafjarðará og tíu slys við Síkárbrú. Nýr veitingaskáli byggður? Kristinn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Staðarskála ehf., seg- ir að hugmyndir Vegagerðarinnar séu til skoðunar hjá fyrirtækinu og í samráði við sveitarfélögin. Ekki sé tímabært að taka afstöðu til þeirra að svo stöddu. Kristinn segir að verði sú leið farin að færa hringveginn niður fyr- ir Staðarskála og yfir Hrútafjarð- arbotn komi það til alvarlegrar skoðunar að reisa nýjan veitinga- skála við ný vegamót hringvegar og Djúpvegar handan fjarðarins. Nú- verandi veitingaskálar á Stað og í Brú yrðu því aflagðir ef til þessa kæmi. Hugmynd um breyttan veg í Hrútafirði Ein hugmyndin gerir ráð fyrir að Brúarskáli verði fjarlægður  $ &               '  (  $ 2 !*   TVEIR vélsleðamenn sem leitað var að á laugardag fundust heilir á húfi í skála við Álftavatn á laugardags- kvöld. Mennirnir höfðu ekki skilað sér úr dagsferð í Álftavatn og Hrafn- tinnusker sem þeir héldu í deginum áður. Leitin að mönnunum hófst um hádegisbil á laugardag og tóku um 50 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, var kölluð út en áhöfn hennar fann mennina þar sem þeir höfðust við í skálanum. Vélsleðar mannanna höfðu bilað en þeir voru sjálfir heilir heilsu. Mennirnir voru fluttir til byggða á snjóbíl aðfaranótt sunnu- dagsins en sleðarnir voru skildir eftir við Álftavatn þar sem færi var erfitt og snjókrapi yfir öllu. Vélsleðamenn fundust heilir á húfi MJÓLKURFÉLAG Reykjavíkur, MR, hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort gengið verður að tilboði kjúk- lingabúsins Móa um greiðslu 30% skulda sem falla undir nauðsamning. Stjórnarformaður MR segir að eftir sé að greiða atkvæði um nauða- samninga og þá komi í ljós hvort þeiri verði samþykktir eða ekki og hvort MR afskrifi 70% af skuldum Móa við félagið. „Það hefur ekki ver- ið tekin endanleg afstaða hjá MR um samþykki eða synjun á nauðasamn- ingnum sjálfum þegar hann verður tekinn fyrir en það verður ekki gert fyrr en um mánaðamótin maí–júní,“ segir Hörður Harðarson, stjórnar- formaður MR. Hörður segir það ekki launungar- mál að erfið staða hjá kjötframleið- endum komi við afkomu félagsins. Hjá MR séu menn stöðugt vakandi yfir greiðslustöðu viðskiptavina sinna enda sé fóðursala hjá MR að stærstum hluta til mjólkurframleið- enda og kjötframleiðenda, fyrst og fremst í svína og alikjötsframleiðslu. Hann segir félagið þó sterkt og með þokkalega eiginfjárstöðu. „Málið nú snýst um að vinna sig út úr þessu og koma hlutunum í þann farveg að það sé viðunandi rekstrargrundvöllur fyrir kjötframleiðsluna og þá um leið fyrir þau fyrirtæki sem þjónusta kjötframleiðendur. Þetta hangir auðvitað allt saman.“ MR fylgist með skuld- um framleiðenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.