Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um ársreikninga Verulega deild- ar meiningar Lánstraust stendurfyrir málþingi/morgunverðar- fundi á morgun, 23. apríl, á Grandhótel frá klukkan 8 til 10. Yfirskrift þessa málþings kemur inn á árs- reikninga, birtingu þeirra og fleira, m.a. talsverða umræðu sem verið hefur að undanförnu um það hvort mögulegt sé að vís- vitandi sé verið að „fegra“ fjárhagslega stöðu fyrir- tækja í ársreikningum, þar komi e.t.v. fram að þau standi vel að vígi á sama tíma og þau standi e.t.v. höllum fæti. Reynir Grétarsson hjá Láns- trausti svaraði nokkrum spurningum Morgun- blaðsins um málþingið, efni þess, tilgang og áherslur. – Þú ættir kannski að útskýra fyrst fyrir þá sem ekki vita ná- kvæmlega, hvað er ársreikning- ur? „Ársreikningur er skjal sem staðfest er af bókara fyrirtækis eða endurskoðanda og greinir frá niðurstöðum rekstrar á reikn- ingsárinu. Reikningsár miðast venjulega við almanaksárið. Í ársreikningum koma einnig fram eignir og skuldir og annað það sem þarf til að meta fjárhagslega stöðu fyrirtækis. Í ársreikningum koma einnig oft fram upplýsingar um mikilvægar breytingar sem orðið hafa á árinu, upplýsingar um helstu hluthafa og skýringar á einstökum liðum í reikningnum. Aðalreglan er sú, að öllum fyr- irtækjum ber að gera ársreikn- ing. Um ársreikninga gilda lög númer 144/1994.“ – Hver er yfirskrift málþings- ins og hvað felst í henni? „Yfirskriftin er: „Ársreikning- ar, birting og uppgjörsaðferðir – gagnsæi í viðskiptum eða felu- leikur?“ Á Íslandi gilda lög, 144/ 1994 um ársreikinga, eins og áður gat um. Þar er nokkuð skýrt kveðið á um með hvaða hætti reikningsskil fyrirtækja eiga að vera. Talsverð umræða hefur ver- ið að undanförnu um hvort farið sé að lögum varðandi þessi atriði og sýnist sitt hverjum. Stað- reyndin er sú, að sömu upplýs- ingar er hægt að setja fram með mjög mismunandi hætti. Til dæmis eru ýmsar leiðir til að „fegra“ afkomu fyrirtækja. Nýleg dæmi um þetta frá Bandaríkjun- um eru Enron og Worldcom þar sem menn höfðu hagrætt ýmsum upplýsingum þannig að sam- kvæmt ársreikningum þessara fyrirtækja virtist allt vera í góðu lagi, á sama tíma og fyrirtækin voru gjaldþrota. Sé staðan sú hér á landi, að ekki er farið að lögum, hvernig stendur þá á því og hvað er til ráða?“ – Hvað verður um að vera á málþinginu, hverjir tala og um hvað ætla þeir að tala? „Tilgangurinn er að stefna saman aðilum úr við- skiptalífinu sem hafa með ársreikninga að gera og fá fram mis- munandi skoðanir. Að öllum líkindum verða verulega deildar meiningar um til að mynda hvort þessi mál séu í góðu lagi hér á landi eða ekki. Það hefur verið nokkur umræða um þessi mál að undanförnu og við töldum nauðsynlegt að stefna þessum aðilum saman og fjalla um þetta hagsmunamál. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra setur fundinn og flytur ávarp. Meðal annarra framsögu- manna, auk mín, eru Stefán Svav- arsson dósent við Háskóla Ís- lands, Almar Guðmundsson forstöðumaður greiningar Ís- landsbanka, Karl Þorsteins for- stöðumaður fyrirtækjaviðskipta Búnaðarbanka Íslands og Helena Hilmarsdóttir forstöðumaður fyr- irtækjaviðskipta Kauphallar Ís- lands. Þá munu þessir aðilar, auk m.a. Þórðar Friðjónssonar fram- kvæmdastjóra Kauphallar Ís- lands, Bjarka Bragasonar for- stöðumanns útlánamats Lands- banka Íslands, Ingvars Rögn- valdssonar vararíkisskattstjóra og fleiri taka þátt í pallborðsum- ræðum. Líklegt er að um fjör- legar umræður verði að ræða, enda sýnist sitt hverjum um margt af því er varðar ársreikn- inga. Við höfum fengið til okkar öflugan fundarstjóra, Árna Tóm- asson löggiltan endurskoðanda.“ – Hvaða spurningum á einkum að svara og hvaða mál á að varpa ljósi á? „Er birting og uppgjörsaðferð- ir ársreikninga nægilega gagnsæ í viðskiptum á Íslandi eða eru lög og reglur um birtingu og upp- gjörsaðferðir brotin vísvitandi? Ef svo er, hvað er til ráða? Eru ársreikningar í raun það mæli- tæki sem þeim er ætlað að vera?“ – Fyrir hverja er þetta málþing sniðið? „Morgunverðarfundurinn er sniðinn fyrir alla þá sem hafa áhuga á að gagnsæi í viðskiptum á Íslandi aukist og ársreikning- ar verði það tæki sem þeim er ætlað að vera.“ – Er þessi uppá- koma öllum opin? „Já, fundurinn er öllum opinn, á meðan að húsrúm leyfir. Hins vegar reynum við að halda utan um samkomuna og förum þess vegna á leit við áhugasama að þeir skrái sig. Það geta þeir gert á vefsvæði okkar hjá Lánstrausti. Slóðin er www.lt.is eða með því að senda tölupóst í póstfangið skraning@lt.is.“ Reynir Grétarsson  Reynir Grétarsson er fæddur 29. desember 1972 á Blönduósi. Hann er stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1992 og lauk lögfræðiprófi við Háskóla Íslands 1997. Reynir var einn stofnenda fyrirtækisins Láns- trausts hf. og hefur verið fram- kvæmdastjóri þess frá upphafi. Reynir er í sambúð með Önnu Huldu Sigurðardóttur og eiga þau soninn Grétar Víði fæddan 2001. Stjúpdóttur á hann, Sölmu Björk Haraldsdóttur, og auk þess á hann dótturina Hildi Ösp, fædda 1994, með Lindu Gunn- arsdóttur. Eru ársreikn- ingar tilætlað mælitæki? Ég, mig?? MENN eru óðum að ljúka við uppbyggingu Hótels Búða á Snæfellsnesi en ráðgert er að hótelið verði opnað í lok maí. Unnið hefur verið að byggingunni í allan vetur en fyrsta skóflustungan var tekin í sept- ember. Að sögn Þormóðs Þormóðssonar húsasmíða- meistara skotgengur verkið en nú vinna á þriðja tug manna við að ljúka því. Nýja hótelið verður rúmir 1.200 fermetrar að stærð. Það verður á tveimur hæðum auk rishæðar og verða þar 20 gisti- herbergi. Morgunblaðið/Golli Lokasprettur í byggingu Hótels Búða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.