Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á BILINU 57–58% hjóna fengju meiri skattalækkun ef 17,5 millj- örðum væri varið til þess að hækka skattleysismörk um 21.000 kr. á mánuði en ef skatthlutfall væri lækkað um 4% að óbreyttum per- sónuafslætti. Sömu sögu er að segja um 79–80% einstaklinga. Skurðpunkturinn hjá hjónum er við 5,2 milljónir í árstekjur og hjá ein- staklingum við 2,7 milljónir í árs- tekjur. Lækkun skatthlutfalls hefði aftur á móti í för með sér mun meiri skattalækkun í krónum talið hjá þeim tekjuhæstu en hjá öðrum tekjuhópum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu sem Sam- fylkingin hefur sent fjölmiðlum vegna umræðu um áhrif tillagna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í skattamálum. Í framhaldi af þeirri umræðu óskaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eftir því við ríkisskattstjóra að skoðað yrði hvernig mismunandi leiðir til skattalækkunar kæmu út ef stærðargráða breytinganna væri sambærileg, þ.e. ekki væru bornar saman hækkun skattleysismarka sem kosta myndi níu milljarða, eins og Samfylkingin hefur lagt til, og lækkun skatthlutfallsins um 4%, eins og sjálfstæðismenn hafa lagt til, sem kosta myndi 17 milljarða króna. Í bréfi til ríkisskattsjóra gerir Ingibjörg Sólrún athugasemd við það að fjármálaráðherra hafi fengið afrit af öllum útreikningum sem gerðir eru fyrir Samfylkinguna í skattamálum, bæði þeim sem gerð- ir voru til undirbúnings stefnumót- unar á hennar vegum og eins þeim sem gerðir voru til þess að meta hvernig hefði mátt útfæra 17 millj- arða skattalækkun Sjálfstæðis- flokksins með mismunandi hætti. „Hlýt ég að vekja athygli á þeim aðstöðumun sem í því felst að for- maður Sjálfstæðisflokksins, í krafti stöðu sinnar sem forsætisráðherra, getur látið embætti ríkisskattstjóra vinna fyrir sig útreikninga án þess að þeir berist stjórnarandstöðunni í hendur en trúnaðarmenn Samfylk- ingarinnar mega búa við það að all- ir útreikningar sem þeir óska eftir fari sjálfkrafa í hendurnar á vara- formanni Sjálfstæðisflokksins vegna stöðu hans sem fjármálaráð- herra,“ segir m.a. í bréfi Ingibjarg- ar til ríkisskattstjóra. Mætti hækka skattleys- ismörk um 21 þús. kr. Ingibjörg Sólrún gagnrýnir ríkis- skattstjóra LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í gærmorgun afskipti af konu um tví- tugt sem hafði klifrað upp í bygg- ingarkrana, sem er staðsettur í Að- alstræti. Konan hafði klifrað efst upp í kranann þegar lögregla, sjúkrabíll og slökkvilið komu á staðinn um klukkan sex í gærmorg- un. Konan var farin að fikra sig niður á ný en ákveðið var að stöðva hana og bíða eftir körfubíl frá slökkvilið- inu, sem flutti hana niður. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu slapp konan ómeidd frá uppátæki sínu. Klifraði upp í krana UMBOÐSMAÐUR Alþingis og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn- mála munu í lok mánaðarins standa fyrir námskeiði þar sem farið verður yfir rétt- arreglur og máls- meðferð innan stjórnsýslunnar. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Endurmennt- un Háskóla Ís- lands en umsjón með því hefur Ró- bert R. Spanó, lektor við lagadeild HÍ og aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis. Róbert Spanó segir að námskeiðið sé fyrst og fremst ætlað ólöglærðu starfsfólki stjórnsýslunnar en þar verði farið í gegnum reglur stjórn- sýslulaganna frá 1993 og aðrar þær reglur stjórnsýsluréttarins sem gera kröfur til málsmeðferðar í stjórn- sýslunni. „Það er grundvallaratriði að starfsmenn stjórnsýslunnar séu sér meðvitandi um þessar reglur en ætlunin er að veita þeim innsýn í þetta sem til þess hafa áhuga og telja það nauðsynlegt fyrir sitt starf,“ segir Róbert. Fræðsla um hinar almennu leikreglur aukin Róbert segir að umboðsmaður Al- þingis, Tryggvi Gunnarsson, hafi í gegnum tíðina lagt á það mikla áherslu að fræðsla um hinar al- mennu leikreglur stjórnsýslunnar sé aukin og að ólöglærðir starfsmenn hafi vald á þeim reglum sem þeir þurfa að fylgja í sínum störfum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hið opinbera nýti sér svona námskeið til þess að uppfræða fólk sitt vegna þess að öll starfsemi hins opinbera er lögbundin, hún þarf að fara fram í samræmi við lög og má ekki brjóta í bága við lög. Það er nauðsynlegt að starfsmenn sem koma að slíkum málum, hvort sem er að undirbún- ingi eða ákvarðanatöku, séu sér mjög meðvitandi um þær kröfur sem þessi lög gera,“ segir Róbert. Nám- skeiðið verður haldið dagana 28. til 30. apríl og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefslóðinni www.endurmenntun.hi.is/stjorn- sysla. Boðið upp á námskeið í stjórn- sýslulögum Róbert R. Spanó SAMFYLKINGIN mun standa fyrir tónleikum á Hótel Borg annað kvöld, miðvikudagskvöld, undir yfirskrift- inni: Bráðum kemur betri tíð. Meðal þeirra sem fram koma eru Stuð- menn, Bubbi Morthens, Botnleðja og Tómas R. Einarsson. Í fréttatil- kynningu segir að með tónleikunum vilji tólistarmennirnir vekja athygli á því sem betur megi fara í íslensku tónlistarlífi, m.a. því að virðisauka- skattur á geisladiskum verði lækk- aður. Hótel Borg verður öllum opin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Vortónleikar Samfylking- arinnar ♦ ♦ ♦ TÚLKANIR menntamálaráðuneyt- isins og Þorfinns Ómarssonar, fyrr- verandi forstöðumanns Kvikmynda- sjóðs Íslands, á nýjum lögum um Kvikmyndamiðstöð Íslands virðast stangast algerlega á. Starfsskil for- stöðumanns eru nú til athugunar hjá Ríkisendurskoðun að beiðni mennta- málaráðuneytisins, þ.m.t. 22 milljóna króna úthlutun Þorfinns til kvik- myndar Hrafns Gunnlaugssonar eft- ir smásögu Davíðs Oddssonar. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra segir að Þorfinnur hafi fengið fyrirmæli frá menntamála- ráðuneytinu, þar sem honum hafi verið bent á að ekki væru fyrir hendi lagaleg skilyrði til úthlutunar fjár úr sjóðnum. „Þorfinni var tilkynnt að honum væri ekki heimilt að veita styrki úr sjóðnum. Hann fékk fyr- irmælin og staðfesti móttöku þeirra en fór ekki að þeim,“ segir mennta- málaráðherra. Óttast ekki athugun Ríkisendurskoðunar Þorfinnur segist ekki óttast skoð- un Ríkisendurskoðunar á störfum sínum síðustu vikurnar sem hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs og fyrir liggi að hann hafi ekki farið út fyrir valdsvið sitt sem skýrt sé kveðið á um í nýjum lögum um Kvikmyndamiðstöð Ís- lands. Þorfinnur segist hins vegar hafa gert sér vonir um að geta yf- irgefið Kvikmyndasjóð í sátt og friði úr því sem komið var og það sé ekki að hans ósk að þetta mál sé nú komið í hámæli í fjölmiðlum. Menntamálaráðherra segir að eðli málsins samkvæmt muni hvorki hann né aðrir í menntamálaráðu- neytinu ræða málið opinberlega fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar ligg- ur fyrir. Tómas Ingi segir fyrirmæli ráðu- neytisins til Þorfinns hafa verið byggð á 7. grein laganna um Kvik- myndamiðstöð Íslands en þar sé kveðið á um að forstöðumaður Kvik- myndamiðstöðvar Íslands taki end- anlega ákvörðun um veitingu fjár- stuðnings úr sjóði til undirbúnings, framleiðslu og dreifingar íslenskra kvikmynda. Síðan fylgi grein sem segi hvaða forsendur þurfi að vera til staðar til þess að forstöðumaður geti tekið slíka ákvörðun. Í henni sé m.a. tekið fram að í reglugerð, sem menntamálaráðherra setji að feng- inni umsögn Kvikmyndaráðs, skuli kveðið á um skilyrði fyrir framlögum úr sjóðnum, með styrkjum, lánum eða veitingu tímabundinna vilyrða fyrir stuðningi. Jafnframt skuli sett ákvæði m.a. um undirbúning úthlut- unar og greiðslur úr sjóðnum. Að mati ráðuneytisins hafi forsendur fyrir úthlutun Þorfinns ekki verið fyrir hendi. Í reynd ekki ný úthlutun Aðspurður segir Þorfinnur að menntamálaráðuneytið hafi látið í ljós þá skoðun að það vildi ekki nýjar úthlutanir á því breytingaskeiði sem stæði yfir hjá Kvikmyndasjóði í upp- hafi ársins. „Ég leit ekki á þetta sem nýja úthlutun enda hafði umsókn Hrafns fengið þróunarstyrk og myndin var búin að vera á „stutt- lista“ hjá okkur og hafði komið til álita við endurúthlutun síðasta sum- ar. Það frestuðust verkefni þannig að það var til næg fjárveiting frá fyrra ári.“ Þorfinnur segist hafa leitað eftir lögfræðiáliti og það hafi verið mjög skýrt og afdráttarlaust að honum væri úthlutunin heimil. „Ég bar álit- ið svo raunar undir annan hæstarétt- arlögmann til öryggis og hann var al- veg sama sinnis. Í lögunum er skýrt kveðið á um það að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvarinnar taki endanlega ákvörðun um veitingu fjár úr Kvikmyndasjóði.“ Þorfinnur segist alls ekki hafa misnotað það vald sem hann hafði enda hafi ekki verið svo að hann hafi tæmt sjóði stofnunarinnar. „Ég tók bara ákvörðun um mál sem lá á að af- greiða og leit á það sem mína emb- ættisskyldu að gera það.“ Þorfinnur segir 22 milljóna króna úthlutun til kvikmyndar Hrafns hafa byggst á faglegum grunni. „Í fyrra, þegar mynd Hrafns fékk ekki styrk, var eins og menn sumir túlkuðu það á þann veg að myndin gæti aldrei fengið styrk og jafnvel að ég væri sérstaklega mikið á móti myndinni. Þetta er fjarri sanni. Þó að mynd Hrafns hafi ekki fengið styrk í jan- úar í fyrra var hún nálægt því og var á „stuttlista“ hjá okkur. Síðan breyttust forsendur þegar Hrafn ákvað að gera myndina á einfaldari og mun ódýrari hátt þannig að kostnaðurinn var aðeins þriðjungur af því sem upphaflega var gert ráð fyrir. Þá leit umsóknin auðvitað allt öðruvísi út og styrkurinn sem hann fékk nú úr sjóðnum var því aðeins þriðjungur af því sem hann bað upp- haflega um.“ Ríkisendurskoðun skoðar starfsskil forstöðumanns SKRÁNINGARFRESTUR í Davis-lesblindugreiningu og -námskeið sem haldin verða í maí rennur út miðvikudags- kvöldið 23. apríl, að því er fram kemur á heimasíðunni lesblind.com. Axel Guðmundsson les- blindufræðingur kennir á námskeiðinu en einnig munu nokkrir erlendir Davis-leið- beinendur verða með honum og bjóða Íslendingum upp á greiningu og leiðréttingu í framhaldinu. Leiðrétting hjá erlendum leiðbeinendum er hugsuð sem bráðabirgða lausn til að sinna mestu þörf- inni þar til búið er að mennta íslenska Davis-leiðbeinendur. Áhugasömum er bent á að skrá sig á heimasíðunni les- blind.com. Skráning í Davis-les- blindu- greiningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.