Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 11 frá kl. 13-17 Kynning verður á nýju sumarlitunum „Crazy Flower“ og öðrum spennandi nýjungum í Lyfju Þriðjudagur 22. apríl, frá kl. 13 – 17 • Kringlu Miðvikudagur 23. apríl, frá kl. 13 – 17 • Smáralind Föstudagur 25. apríl, frá kl. 13 – 17 • Keflavík S ólris ehf / JB B HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt tæplega fertugan karlmann í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjótast inn í bif- reiðaverkstæði og fyrirtæki á Akur- eyri í janúar 2002. Stal hann verk- færum, tækjum, tölvum, prenturum og fleiru. Þýfið var metið á um 1,5 millj. króna. Maðurinn játaði brotin. Fram kemur í dómnum að mað- urinn hlaut á árunum 1980 til 1996 nokkra dóma fyrir ýmis afbrot, svo sem þjófnað, skjalafals, hylmingu og fjársvik. Jafnframt kom fram að maðurinn rauf áralangt áfengis- og vímuefnabindindi haustið 2001 og virðist þá hafa misst fótanna í einka- lífi sínu og atvinnurekstri. Hann hóf hins vegar vímuefnameðferð í febr- úarmánuði 2002 og hefur verið í end- urhæfingu frá þeim tíma. Þá hefur maðurinn síðustu mánuðina starfað að fjölskyldu- og forvarnarverkefn- um á vegum nafngreindrar meðferð- arstofnunar, með góðum árangri. Samkvæmt upplýsingum dómsins gekk maðurinn nýlega í hjónaband og stofnaði heimili. Að þessu virtu þótti dómnum rétt að skilorðsbinda refsinguna og er skilorðið m.a. bund- ið því að ákærði neyti ekki áfengis eða vímuefna á skilorðstímanum. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Verjandi ákærða var Hreinn Pálsson hrl. Sækjandi var Eyþór Þorbergsson fulltrúi. 8 mánaða fangelsi fyr- ir innbrot BÆJARSTJÓRNIR Ólafsfjarðar- bæjar, Siglufjarðarbæjar, Dalvík- urbyggðar og Akureyrar, héldu ný- lega opinn sameiginlegan fund, sem var allóvenjulegur. Fór hann fram á gamla flugvellinum í Ólafsfirði, eða þar sem munni Héðinsfjarðar- ganga kemur til með að rísa. Til- efnið var að fagna sameiginlega þeim áfanga sem hefur unnist í bar- áttunni fyrir Héðinsfjarðargöng- um. Fjölmargir bæjarbúar í Ólafsfirði lögðu leið sína á fundinn til að fylgj- ast með. Að loknum ávörpum, þar sem einn fulltrúi hvers bæjarfélags ávarpaði fundinn, hittust fulltrúar bæjarstjórnanna og ræddu málin. Fyrst var komið við í best geymda leyndarmáli Ólafsfjarðar, það sem heimamenn kalla Holu 13, en þar er heitavatnslind bæjarins, 1.460 metra djúp. Fengu menn að smakka á heita vatninu og öðru góðgæti í boði bæjarstjórnar Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar. Að þeim fundi loknum var haldið til matar- veislu í félagsheimili bæjarins, Tjarnarborg. Samþykkt var ályktun þar sem fagnað er útboði vegna ganganna og segir þar einnig meðal annars: „Það er orðið brýnt fyrir sam- félögin á mið-Norðurlandi að fram- kvæmdir geti hafist við Héðins- fjarðargöng sem fyrst, enda fljót- séður sá mikli ávinningur sem verður af tilkomu þeirra, ekki síst hvað varðar sparnað í opinberum rekstri með sameiningu og öflugu samstarfi sveitarfélaga og atvinnu- lífs á svæðinu. Bent er á í þessu sambandi að í skýrslu Vegagerðar um umhverfismat framkvæmda er reiknuð arðsemi jarðganga um Héðinsfjörð 14,5% og ljóst að fá samgöngumannvirki geta státað af öðrum eins ávinningi.“ Morgunblaðið/Helgi Jónsson Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir var meðal þeirra fulltrúa bæjarstjórnanna sem fluttu ávarp. Væntanlegum göngum fagnað Ólafsfirði. Morgunblaðið. MARY Simon varð fyrst frum- byggja til að verða sendiherra innan utanríkisþjónustu Kanada. Hún hef- ur verið sendiherra með málefni norðurskautsins á sinni könnu síðan 1994 og var jafnframt sendiherra gagnvart Danmörku 1999 til 2001, en hún hefur mikið látið að sér kveða í málefnum frumbyggja frá 1978, var meðal annars forseti á ráð- stefnu frumbyggja norðurskautsins (Inuit Circumpolar Conference) 1986 til 1992. Hún segir að starf sitt sé tvíþætt; annars vegar samvinna á alþjóðlegum vettvangi og hins vegar vinna í Kanada sem tengist málefn- um norðurskautsins, en undanfarin ár hafi starfið á alþjóðlega vettvang- inum fyrst og fremst tengst norður- skautsráðinu, þar sem hún er helsti fulltrúi Kanada. Formennska Íslands mikilvæg Norðurskautsráðið var stofnað 1996 með sameiginlegri yfirlýsingu aðildarríkjanna sem eru Bandaríkin, Kanada, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland og Rússland. Ráðið vinnur meðal annars mikil- vægt starf varðandi sjálfbærni fólks á norðurslóðum, verndun hafs og líf- ríkis og vöktun á efnamengun á norðurskautssvæðinu. Kanada fór með formennsku fyrst tvö árin, síð- an tóku Bandaríkin við og svo Finn- land, en Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra tók við formennskunni í október í fyrra. Um hundrað þúsund manns, fyrst og fremst frumbyggjar, búa í norð- urhluta Kanada, en lífskjör fólks á þessu svæði eru meðal annars á borði norðurskautsráðsins. Mary Simon segir að helstu vandamálin tengist umhverfismálum, þar sem augu manna beinist fyrst og fremst að loftslagsbreytingum á norður- slóðum, áhrifum mengunar og verndun hafsins. Einnig þurfi að huga að frekari menntun unga fólks- ins, heilsufari og efnahags- og fé- lagslegum þáttum sjálfbærrar þró- unar, en undir forystu Íslendinga komi norðurskautsráðið til með að leggja áherslu á alla þessa þætti. „Íbúar í norðurhluta Kanada horfast í augu við mörg vandamál,“ segir hún og leggur áherslu á mik- ilvægi þess að rannsakað verði hvaða áhrif hringrás mengunar á norðurskautssvæðinu hefur á heilsu- far fólksins. „Mengunin berst með ýmsum hætti – með vindi, regni og sjó – í villtu dýrin og þaðan í íbúana. Þess vegna er þetta grafalvarlegt mál og þar sem Íslendingar leggja mikla áherslu á gott samstarf á sviði umhverfismála er formennska Ís- lands í norðurskautsráðinu mjög mikilvæg. Það skiptir miklu máli að forystuþjóðin hafi frumkvæði í ákveðnu máli. Við lögðum grunninn að ráðinu í formannstíð okkar, Bandaríkin tóku umhverfismálin fyrir, Finnland fylgdi þeim eftir og Ísland leggur áherslu á þróun lífs- kjara á norðurskautssvæðinu, sem er mikilvægt málefni.“ Gott samstarf við Ísland Mary Simon segir að Ísland og Kanada hafi átt gott samstarf varð- andi verndun hafsins og leggi áherslu á sjálfbæra nýtingu auð- linda hafsins. „Þetta hefur allt sam- an áhrif á sjálfbæra þróun á norður- slóðum,“ segir hún og vísar til þess að markmiðið sé að samfélögin standi á eigin fótum og séu sjálfum sér næg, en ýmis utanaðkomandi áhrif geti komið í veg fyrir það, verði ekki brugðist við þeim. Íslendingar leggja áherslu á mik- ilvægi upplýsingatækninnar og hvernig hún getur aukið öryggi á norðurslóðum. Mary Simon segir að þetta sé mjög mikilvægt atriði og að þessu leyti sé víða pottur brotinn á norðurslóðum, því sum svæðin hafi ekki aðgang að tækninni, fyrst og fremst vegna kostnaðar. „Það er mikilvægt fyrir okkur að læra af öðrum og athuga hvort hlutir sem hafa gengið í öðrum löndum gangi á norðurslóðum í Kanada. Hlutverk norðurskautsráðsins er ekki aðeins að leita uppi vandamál heldur að koma með tillögur um samræmdar aðgerðir þar sem það er hægt en síðan er það viðkomandi ríkisstjórna að taka endalegar ákvarðanir. Það skiptir miklu máli að geta kynnt sér hvað aðrir gera, því við þurfum ekki endalaust að finna upp hjólið.“ Mary Simon, sem er frá George River í Nunavik í Norður-Quebec, segir að mikið hafi breyst á norður- slóðum á undanförnum 20 árum en það sé einlægur vilji allra að við- halda þar sjálfbærri byggð. Um langtíma verkefni sé að ræða en engu að síður þurfi að bregðast fljótt við vegna ýmissa þátta. „Markmiðið er að byggðirnar á norðurslóðum verði sjálfum sér nægar og við vinnum með íbúunum að því markmiði.“ Að sögn Mary Simon hefur margt áunnist síðan norðurskautsráðið hóf starfsemi sína, ekki síst í umhverf- ismálum. „Þegar kemur að umhverf- ismálum á heimsvísu skiptir norður- skautið miklu máli,“ segir hún og vísar meðal annars til áhrifa lofts- lagsbreytinga og mengunar á norð- urheimsskautssvæðinu. Í þessu sambandi bendir Mary Simon á mikilvægi háskóla á norður- svæðunum. „Íbúarnir hafa ekki að- gang að háskólanámi á sínu svæði en það er mikilvægt að breyta því með sjálfbæra þróun í huga. Hefðir skipta miklu máli en hefðbundinn veiðiskapur verður að víkja fyrir nýjum greinum. Þegar ég ólst upp hugsaði fólk ekki um efnahaginn sem slíkan heldur að lifa sínu hefð- bundna lífi. Foreldrar mínir bjuggu til dæmis ekki á ákveðnum stað heldur fluttu eftir árstíðum. Nú eru breyttir tímar og efnahagsleg þróun skiptir æ meira máli. Á áttunda og níunda áratugnum höfðum við áhyggjur af því hvað kæmi í staðinn fyrir þetta hefðbundna líf, sem var farið að láta undan síga vegna um- hverfisbreytinga, og málefnið var rætt á ráðstefnum frumbyggja á norðurslóðum. Fólk var háð veiðum á landi og í sjó og er það enn, en það sem hefur breyst er að þetta er ekki eina lífsbjörgin. Unga fólkið á aðra möguleika en fái það ekki tækifæri til að læra fær það ekki störf og get- ur ekki séð fyrir sér og sínum. Menningin fyrir norðan er ólík menningunni sunnar í Kanada og því er mjög erfitt fyrir frumbyggja að flytja suður og aðlagast breyttu umhverfi. Vilji er til að viðhalda byggðunum og með það í huga er mjög mikilvægt að huga að lífs- kjörum fólksins á norðurslóðum. Það er eitt af málefnum norður- skautsráðsins.“ Norðurskautsráðið sinnir merkilegum málefnum í formannstíð Íslands Þróun lífskjara á norðurslóðum mikilvæg Íslendingar fara með formennsku í norðurskautsráðinu þar til í október 2004. Á meðal fundarmanna var kanadíski frumbygginn Mary Simon sendiherra. Steinþór Guðbjartsson ræddi við hana. Morgunblaðið/Jim Smart Frumbygginn Mary Simon, sendi- herra í utanríkisþjónustu Kanada, fer með málefni norðurskautsins. steg@mbl.is SINUELDUR kviknaði í kjarrlendi milli sumarbúastaða í Munaðarnesi í gærdag. Slökkvilið Borgarbyggðar slökkti eldinn. Tilkynnt var um eld- inn um eittleytið og þegar slökkvilið- ið kom á staðinn kraumaði eldur í mosa um tvo metra frá einum bú- staðnum, þar sem fólk gisti. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hafði fólki í bústöðum á svæðinu tekist að draga úr útbreiðslu eldsins áður en hann var slökktur. Gróður í Munaðarnesi er þurr og þarf ekki mikið til þess að eldar kvikni, að sögn slökkviliðsins. Sinueldur í Munaðarnesi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.