Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 15 HÁÞRÝSTI ÞVOTTATÆKI Verð frá kr. 8.900,- sem bandarískir hermenn eru einnig til staðar í nágrannaríkinu Afganist- an. Með þessu móti yrði jafnframt unnt að draga úr herstyrk Banda- ríkjamanna í öðrum löndum þessa heimshluta m.a. í Sádi-Arabíu. Ekki er þó að sögn blaðsins öruggt að stefnt verði að varanlegum her- stöðvum í Írak. Vera kunni að að- staða til frambúðar og réttur til nýt- ingar á henni verði sett á oddinn í viðræðum við nýja ráðamenn í Írak. SUMIR bandarískir embættismenn telja að endurskoða beri áætlanir um uppbyggingu í Írak, sem reynast muni bæði dýrari og tímafrekari en talið var. Bandaríkjamenn eigi því að halda sem fyrst frá Írak en láta bráðabirgðastjórn Íraka eftir að inn- leiða lýðræði og markaðshagkerfi í landinu. Þetta kemur fram í bandaríska dagblaðinu The Washington Post í gær. Sagt er að nokkuð sé um að hátt settir embættismenn í Hvíta húsinu og varnarmálaráðuneytinu séu tekn- ir að hugsa á þennan veg. Þeir óttist að kostnaðurinn vegna uppbygging- ar í Írak verði óbærilegur og að verkefnið reynist mun tímafrekara en talið var. Blaðið hefur eftir hátt settum embættismanni að unnt verði að koma á fót íraskri bráðabirgðastjórn „innan nokkurra mánaða“. Þetta stjórnvald geti haft það starf með höndum að innleiða markaðshag- kerfi og lýðræði. Jay Garner, fyrrum hershöfðingi, kom til Bagdad í gær en hann mun fara fyrir fyrstu bráðabirgðastjórn landsins. Garner sagði við komu sína að hann hygðist halda frá Írak sem fyrst, Bandaríkjamenn ætluðu ekki að vera þar lengur en nauðsynlegt reyndist. Þetta hefur áður komið fram í yfirlýsingum bandarískra ráðamanna. Herstöðvar til frambúðar? Dagblaðið The New York Times greindi frá því á sunnudag að stjórn- völd í Bandaríkjunum hefðu í hyggju að koma á fót herstöðvum á nokkr- um stöðum í Írak. Sagði í blaðinu að Bandaríkja- menn horfðu til herstöðva við al- þjóðaflugvöllinn í Bagdad, við Tallil, nærri Nasiriya, við flugvöll í vest- urhluta landsins og hugsanlega við flugvöllinn í Bashur í norðurhluta Íraks. Sagði í frétt The New York Times að bandarískar herstöðvar í Írak gætu m.a. haft áhrif á samskipti Íraka og Sýrlendinga í framtíðinni. Þá er því haldið fram að slíkar stöðvar komi til með að falla í grýtt- an jarðveg ráðamanna í Íran þar Reuters Jay Garner sem á að fara fyrir fyrstu bráðabirgðastjórn Íraks. Vilja endurskoða áform um Írak Washington. AFP. UM það bil tíu skógar- og kjarr- eldar geisuðu í Suður-Noregi um páskahelgina og talið er að þeir hafi valdið einu dauðsfalli. Ennfremur þurfti að flytja á brott íbúa þorpsins Sandbekk í suðvestanverðu landinu í gær þar sem hætta var á að heimili þeirra yrðu eldi að bráð. Lík 56 ára gamals manns fannst í brunnu kjarri í Sognsæ og talið er að hann hafi dáið af völdum eldsins. Eldur kviknaði á sunnudags- kvöld í grennd við Sandbekk og hann breiddist hratt út í gær vegna roks. Yfir 60 slökkviliðs- menn og tvær þyrlur norska hersins reyndu án árangurs að hefta útbreiðslu eldsins sem geisaði á 20 ferkm. svæði. „Ástandið er glundroðakennt og við höfum ekki stjórn á eld- inum,“ hafði fréttavefur Aften- posten eftir yfirmanni slökkvi- liðsins, Tormod Rostøl. Í varúðarskyni voru öll húsin í Sandbekk rýmd. Að sögn fréttavefjar Stavang- er Aftenblad voru 10–15 íbúðar- hús í hættu vegna eldsins. Skógarnir í Suður-Noregi eru þurrir vegna lítillar úrkomu í vetur og óvenju mikils hita um páskahelgina. Miklir skógareld- ar í Noregi Ósló. AFP. Nýr listi www.freemans.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.