Morgunblaðið - 22.04.2003, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.04.2003, Qupperneq 16
LISTIR 16 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Norðurlandaráð veitir í ár Náttúru- og umhverfisverðlaunin í níunda sinn. Þau nema 350.000 danskra króna og eru veitt einkareknu eða opinberu fyrirtæki, hópi manna eða einstaklingi sem sýnt hefur sérstaka framtakssemi á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Þema ársins 2003. Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2003 skulu veitt ungmenni, einu eða fleiri, eða ungmennasamtökum sem hafa unnið að umhverfis- málum og átt þátt í að auka vitund barna, unglinga og fullorðinna um málefni á umhverfissviði. Öllum er heimilt að tilnefna hugsanlega verðlaunahafa. Rökstyðja ber tilnefninguna og láta fylgja lýsingu á viðkomandi verkefni og upplýsingar um hver hefur staðið eða stendur að því. Verkefnið verður að vera vel unnið og skipta máli í víðara samhengi í einu eða fleiri ríkjum Norðurlanda. Tilnefningum skulu gerð skil á mest tveimur blaðsíðum í A4-stærð. Dómnefnd velur verðlaunahafa en í henni sitja fulltrúar Norðurlandanna fimm og sjálfsstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tilnefningin skal send á sérstöku eyðublaði sem á að hafa borist skrifstofu Norðurlandaráðs í pósti í síðasta lagi föstudaginn 30. maí kl. 12.00. Eyðublaðið má nálgast á heimasíðu ráðsins, www.norden.org, eða á skrifstofu dönsku landsdeildarinnar: Nordisk Råd Den Danske Delegation Christiansborg DK-1240 København K Sími +45 3337 5958 Fax +45 3337 5964 Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2003 38 FÉLAGAR í Richard Wagner- félaginu hérlendis voru á dögunum staddir í París, en á pálmasunnu- dag sá hópurinn uppfærslu á einni af óperum Wagners, Parsifal, í Bastilluóperunni. Í tveimur af aðal- hlutverkum óperunnar voru ís- lenskir bassasöngvarar, Kristinn Sigmundsson í hlutverki Gurne- manz, sem er eitt burðarhlutverka óperunnar, og Guðjón Óskarsson í hlutverki Titurel. Í öðrum hlut- verkum voru Clifton Forbis í hlut- verki Parsifals, Katarina Dalayman sem Kundry, Williard White sem Klingsor og Albet Dohmen sem Amfortas. Hljómsveitarstjóri var James Conlon. Að sögn formanns félagsins, Selmu Guðmundsdóttur, var sýn- ingin stórkostleg upplifun. „Upp- færslan var mjög falleg og trúverð- ug, og allir voru mjög sáttir við hana. En það sem stendur upp úr er hve vel Guðjón Óskarsson og Krist- inn Sigmundsson stóðu sig, en Kristinn var í mjög stóru hlutverki. Fólkið í hópunum okkar var á öllum aldri, meðal annars þrjár stelpur innan við tólf ára. Okkur þótti mik- ið afrek hjá þeim að fara með, því sýningin á Parsifal er rúmir fjórir tímar,“ sagði Selma í samtali við Morgunblaðið. „Sveinn Einarsson var á sýningunni og sagði við þetta tækifæri að þetta væri ein af stóru stundunum í íslenskri óperusögu, að sjá tvo Íslendinga syngja í sömu sýningu í einni merkustu óperu heims, sem Bastilluóperan óneit- anlega er.“ Hópurinn kom til Parísar föstu- daginn 11. apríl og hélt beint af flugvellinum heim til Sigríðar Snævarr, íslenska sendiherrans í París, til fundar við hana og aðra Íslendinga. Á sunnudagsmorguninn leiddi Sveinn Einarsson gönguferð á sjaldséðari ferðamannastaði borgarinnar, á meðan hluti hópsins fór að gröf Frédéric Chopin. Eftir sýninguna, sem var eftirmiðdags- sýning á pálmasunnudegi, hélt hóp- urinn svo út að borða ásamt Kristni og Guðjóni. „Við borðuðum á mjög skemmtilegum veitingastað sem er staðsettur í lestarstöðinni Gare de Lyon og nefnist Bláa lestin. Á mánudagskvöld sáum við svo upp- færslu á óperunni Evgení Ónegin eftir Tsjækovskí.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Rich- ard Wagner-félagið heldur utan til að sjá uppfærslu á Parsifal, en und- anfarin ár hefur félagið staðið fyrir myndbandssýningum á óperunni hér á landi á páskum. „En í haust benti ungur maður í félaginu, Júl- íus Eyjólfsson, mér á að tveir Ís- lendingar yrðu á sviðinu í Bastillu- óperunni um páskana og ég tók þá strax af skarið og pantaði miða í október. Þá voru reyndar margir sem spáðu því að þetta myndi aldrei verða stór hópur, en það fór nú á annan veg,“ sagði Selma að síðustu. Richard Wagner-félagið á Íslandi stóð fyrir fjölmennri ferð á Parsifal í Bastilluóperunni í París „Stórkostleg upplifun“ Hópurinn sem hélt til Parísar með Richard Wagner-félaginu ásamt ís- lensku söngvurunum, sem fram komu, að lokinni sýningunni i Bastilluóper- unni. Kristinn Sigmundsson og Guðjón Óskarsson eru lengst til hægri. Þrír áhorfendur undir tólf ára sáu Parsifal. Hér eru Selma Lára Árnadótt- ir, Birta Reynisdóttir og María Reynisdóttir ásamt Kristni Sigmundssyni. Frá sviðinu í Bastilluóperunni frægu í París, þar sem Parsifal eftir Richard Wagner var fluttur á pálmasunnudag. DR. Pétur Pétursson, prófessor í praktískri guðfræði við HÍ, heldur fyrirlestur í Seltjarnarneskirkju á morgun kl. 17 um upprisu og end- urkomu Krists í myndlist Leifs Breiðfjörð. Tilefnið er opnun myndlistarsýn- ingar Leifs í kirkjunni á kirkju- listahátíð Seltjarnarneskirkju. Á MORGUN ÞAÐ eru ekki margir kirkjukórar sem geta státað af því á 50 ára afmæli sínu að hafa haft aðeins þrjá fast- ráðna söngstjóra. Sá fyrsti var Helgi Þorláksson sem leiddi kórinn í tæp tíu ár af miklum metnaði sem snemma kom fram í söng kórsins. Um það leyti sem starfsemin fluttist í safnaðarheimilið við Sólheima tók ungur maður, Máni Sigurjónsson, sem var að koma heim frá kirkjutón- listarnámi við Tónlistarháskólann í Hamborg, við kórnum. Það var mikill fengur fyrir kórinn að fá Mána til starfa og leið kórsins hélt áfram upp á við og farið var að takast á við að- eins erfiðari verkefni og nýjungar, auk þess sem Máni var mikill org- elleikari. Þegar Máni sagði starfi sínu lausu snemma árs 1964 benti Róbert A. Ottósson söngmálastjóri söfnuðin- um á einn nemanda sinn, Jón Stef- ánsson. Jón sýndi þá strax að þar var efnilegur nemandi á ferðinni og var hann síðan fastráðinn og hefur gegnt starfinu síðan með námshléum og þarf ekki að rekja þann feril hér. Í tilefni af afmælinu fékk kórinn tónskáldið Hildigunni Rúnarsdóttur til að semja messu fyrir kórinn og skyldi hún helguð minningu Guð- brands Þorlákssonar biskups sem er eins og alþjóð veit einn af frumkvöðl- um lútherska sálmasöngsins á Ís- landi og sá sem kom röð og reglu á kirkjusönginn eftir siðaskiptin. Hildi- gunnur skilaði frá sér fullri konsert- messu fyrir kór, hljómsveit og ein- söngvara. Hildigunnur er alin upp í vönduðum kórsöng og fer það ekkert á milli mála í verkum hennar. Þekk- ing hennar og innsæi á textanum eru auðsæ. Tónlistin í öllum sínum fjöl- breytileika undirstrikar og dregur fram innihaldið svo varla verður bet- ur gert. Þar má finna innileg ávörp og bænaráköll, blíðu og angurværð, einnig lofsöngva sem dansa af gleði í rytmískum takti. Virðuleika eins og t.d. í upphafi Gloriu og Credo sem og í upphafi og niðurlagi Sanctus með sínu dansandi Hósíanna. Nístandi pínu Jesú í trúarjátningunni og síðan angurværðina í dauðanum, mjúkt millispil sem endar í dansandi gleði upprisunnar þar sem alt og kór til- kynna undrið með miklum fögnuði. Allir messuliðirnir nema Agnus Dei enda á miklum lofsöng sem Hildi- gunnur undirstrikar afar vel. Loka- kaflinn um Guðs lambið sem burt ber heimsins syndir er á hinn bóginn all- ur blíður og tilfinningaríkur, bæði í hljóðfæraleik og söng, og eftir að kór- inn hefur beðið Guðs lambið um að „gefa okkur frið“ deyr tónlistin út í eilífðina. Flest tónskáld sem skrifa konsertmessur af þess- ari stærð hafa glögg skil á milli þátta í hverjum messulið, en Hildigunn- ur tengir þá saman með hljóðfæraleik sem túlkar það sem á undan er gengið og leiðir inn í það sem koma skal á mjög smekklegan hátt. Þetta gerir heildarboðskap hvers messuliðar sterk- ari og gefur allri mess- unni einstaklega góðan heildarsvip. Hlutur einsöngvar- anna er ekki stór en inn- slag þeirra er mjög í samræmi við innihald textans. Hlutverk kórsins er mikið og fjölbreytt. Hljómsveitin gegnir miklu hlutverki og mæðir mikið á blásara- deildinni. Hildigunnur var hér að skapa sitt fyrsta stóra verk fyrir hljómsveit, kór og einsöngvara og hefur tekist sérlega vel upp. Verkið í heild er mjög áhrifamikið og stór- glæsilegt. Allur flutningur kórs, hljómsveitar og einsöngvara var mjög góður og öruggur undir styrkri stjórn Jóns Stefánssonar og var flytj- endum og tónskáldinu þakkað með miklu og löngu lófataki við lok flutn- ingsins. Glæsileg minning Guð- brands Þorlákssonar TÓNLIST Langholtskirkja Kór Langholtskirkju. Kammersveit Lang- holtskirkju. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran, Marta Hrafnsdóttir, alt, Björn I. Jónsson, tenór, og Eiríkur Hreinn Helga- son, bassi. Frumflutt Messa í minningu Guðbrands Þorlákssonar, biskups, eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Föstudagurinn 18. apríl 2003 kl. 17. KÓRSÖNGUR Hildigunnur Rúnarsdóttir Jón Stefánsson Jón Ólafur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.