Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 17 www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 04 . 2 00 3 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar. Ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð Vandið valið og verslið í sérverslun. 5% staðgreiðslu afsláttur. Kreditkortasamningar, upplýsingar veittar í versluninni Reiðhjólahjálmar Mikið úrval af reiðhjólahjálmum, barna og fullorðins. Auðvelt að stilla höfuðstærð. CE merktir og íslenskur leiðarvísir. Verð frá kr. 2.200 barna og 2.900 fullorðins GIANT GSR F/S 26” Demparahjól á mjög góðu verði. Grip Shift, V-bremsur, álgjarðir, Dömu og herra stell. Verð kr. 25.555 stgr. GIANT GSR AluxX F/S 24” og 26” Ál stell, demparagaffall, álgjarðir, V-bremsur. Frábært fjallahjól á vegi sem vegleysur. 24” aðeins kr. 27.455 stgr. 26” aðeins kr. 29.925 stgr. GIANT IGUANA F/S Disc 26” Ál stell, dempara gaffall og diska bremsur. 24 gíra Shimano Rapid Fire. Verð kr 66.405 stgr. GIANT MTX 225 DS 24” Tveggja demparahjól á mjög góðu verði. 18 gíra Shimano, V-bremsur og álgjarðir. Verð kr. 28.405 stgr. GIANT FREESTYLE Vönduð hjól með styrktum gjörðum, pinnum og rotor. Verð kr. 28.405 stgr. MODEM G CrMo stell kr. 33.155 stgr. BRONCO HIGH ROAD Tveggja dempara 21 gíra með Shimano gírum, V-bremsum, álgjörðum, brettum og bögglabera. 24” kr. 25.555 stgr. 26” kr. 26.505 stgr. SÝNING á ljóðmyndverkum um hringrás lífs og náttúru verður opnuð í Lóuhreiðrinu við Laugaveg í dag kl. 16. Verkin eru úr smiðju Eyvindar P. Eiríkssonar rit- höfundar og ber sýningin yfir- skriftina Tempo – Ljóðmynd í tím- ann. „Þetta eru ljóð- rænir textar, nátt- úrutextar, og myndklipp, þar sem ég klippi saman náttúrumyndir. Textarnir koma að mestu úr ljóðabók, sem ég gaf út fyrir tveimur árum, og af geisladiski með tónlist Hilmars Arnar vinar míns,“ segir Eyvindur um ljóðmyndverkin á sýningunni. Ljóðin í verkunum eru það sem hann kallar heiðin ljóð. „Þau eru heiðin að því leyti til að ég er að reyna að tengja saman skynjun forfeðra okkar, sem voru heiðnir og í blandaðri trú, við nú- tímaskynjun. Í nútímanum finnst mér við vera farin að hugsa miklu nær því sem þeir gerðu, að við séum hluti af náttúrunni og megum ekki haga okk- ur hvernig sem okkur sýnist gagnvart henni. Ég reyni að vissu marki að láta þetta koma fram í textunum og reyni jafnframt að fyrna málið dálítið, nota til dæmis ekki greini og svo framveg- is, sem ekki er í elstu íslensku.“ Umræða um hálendið hefur áhrif Eyvindur segir þá umræðu sem átt hefur sér stað í tengslum við hálendið og virkjanir að undanförnu hafa haft mikil áhrif á verkin á sýningunni. „Okkur sýnist mörgum að þarna sé verið að gera ansi stór mistök, ekki að það eigi ekki að nýta landið, heldur að hlutirnir sem þarna eiga að gerast séu svo stórfelldir. Við erum líka mörg sem finnum fyrir því að viðhorfið í heiminum gagnvart þessum hlutum er að breytast og óttumst að við get- um fengið á okkur vondan stimpil ef við höldum svona áfram. Í verkum mínum reyni ég að vísa til náttúrunn- ar og náttúruskynjunar, einmitt vegna þessa.“ Sýning Eyvindar nú er hliðstæð við sýningu sem hann tók þátt í í Genúa á Ítalíu í nóvember síðastliðnum. Til stendur að hann haldi öðru sinni utan til Ítalíu í haust. „Á sýningunni í Lóu- hreiðrinu vil ég líka gjarnan vekja at- hygli á mér og öðrum rithöfundum, sem höfum margvísleg tengsl í út- löndum, þó að það fari ekki hátt. Við erum ekki á launum eða styrkjum eða boðin á stórar bókmenntahátíðir, þó að það séu góðir menn sem þangað er boðið og ég sé ekki að öfundast út í það í sjálfu sér. En ég þekki marga sem taka þátt í ýmsu samstarfi víða um heim og eru að hljóta verðlaun og viðurkenningar, og það fer kannski óþarflega lágt. Ég mun vekja máls á þessu á upplestri sem verður á opnun- inni.“ Til stendur að upplestrar og aðrar uppákomur verði daglegir viðburðir á sýningunni, sem verður opin alla virka daga til 3. maí. Heiðin ljóð í Lóuhreiðrinu Eyvindur P. Eiríksson MENNTSKÆLINGAR á Héraði eiga heiður skilinn fyrir að velja til sýningar svo risastórt verkefni sem Stútungasaga er. Tuttugu og tveir leikarar stíga á svið og annar eins hópur sinnir verkefnum eins og að leika á hljóðfæri; hanna, smíða og sauma svið og búninga; hanna og stjórna lýsingu; sjá um leikskrá og kynningar. Krakkarnir gera allt sjálfir og hafa vandað til verka á öll- um sviðum undir stjórn Odds Bjarna leikstjóra sem tekst augsýnilega að virkja þennan stóra og fjölhæfa hóp af listafólki framtíðarinnar á Austur- landi. Stútungasaga, sem var fyrst flutt við miklar vinsældir hjá Hugleik fyr- ir tíu árum, er eitt besta verk Hug- leiks frá upphafi. Eins og önnur grín- verk er leikritið vandasamt í uppfærslu og sérstaklega þar sem gamanið gengur svo langt að það er á mörkum absúrdisma eða fáránleika. Í verkinu er gert grín að fornum hetjusögum og málfari með því að etja saman ótrúlegum fjölda persóna sem eru hver annarri hlægilegri og fáránlegri. Eins og við er að búast í sviðsetningu þar sem svo ungt fólk er á ferð og svo margir eru að leika í fyrsta sinn tókst ekki að halda sýn- ingunni uppi allan tímann. Hins veg- ar var merkilegt hvað grínið skilaði sér þrátt fyrir þetta. Leikstjóra finnst ástæða til að geta þess í leik- skrá að flensan hafi sett illilegt strik í reikninginn á æfingatímanum. Satt að segja bar frumsýningin þess merki en nokkuð bar á óreiðu í skipt- ingum milli atriða og í textameðferð. Það er undarlegt að sýningunni skyldi ekki vera frestað um nokkra daga þar til allt væri tilbúið því allt var á réttri leið. Persónurnar í Stútungasögu eru misjafnlega áberandi. Hæst ber Haka sem er vígamaður og hetja en það var eins og Gunnar Sigvaldason hefði fæðst með atgeirinn Nábít í hendi og andúð sína á tilfinningum í hjarta. Þórey Birna Jónsdóttir var sköruleg sem Ólöf rithöfundur og Sigurður Borgar var ámátlega heimskur Grani. Það sópaði að Hildi E. Unnarsdóttur í hlutverki Þuríðar gömlu og nokkuð snjallt að gera hana að sögumanni. Hálfdán Helgi Helga- son virtist þó reyndastur leikaranna en hann túlkaði eftirminnilega kven- saman og teprulegan biskupinn. Stútungasaga er ekki eingöngu fyndið leikrit með skemmtilegum persónum heldur er leikritið upplagt verkfæri til að tengja nútímafólk þeim tíma sem Íslendingasögurnar lýsa. Þrátt fyrir áðurnefndan vanda tókst krökkunum á Egilsstöðum að fanga góðlátlegt grínið með stórsýn- ingu sinni og geta verið stolt af því. Stútungar höggva LEIKLIST Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum Höfundar: Ármann Guðmundsson, Hjör- dís Hjartardóttir, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Frumsýning í Vala- skjálf, 11. apríl. STÚTUNGASAGA Hrund Ólafsdóttir AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Virgo gloriosa nefnist ný geislaplata sem helg- uð er tónlist eftir Báru Grímsdóttur. Flyjendur eru Hljómeyki undir stjórn Bernharðar Wilk- insonar. Verkin voru öll frumflutt á Sumartón- leikum í Skálholti árið 2000 og byggj- ast á helgum texta. Sálmar sem lofa Maríu mey og söngvar sem sungir eru til dýrðar Jesú Kristi og svo erfiljóð um merka konu í sögu Ís- lendinga. Sum verkanna eru unnin upp úr fornum stefjum úr þjóðararf- inum, sem Bára hefur fundið í gömlum hand- ritum. Útgefandi er Smekkleysa í sam- vinnu við Íslenska tónverkamiðstöð. Söngur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.