Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 18
UMRÆÐAN 18 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sameiginleg fiskveiðistefna Evrópubandalagsins og hagsmunir Íslands. Stefán Már Stefánsson, prófessor og Óttar Pálsson, lögmaður kynna niðurstöður rannsókna sinna á fundi á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands í stofu 101 í Lögbergi, miðvikudaginn 23. apríl, kl. 12:15-13.15. Lagastofnun Háskóla Íslands Hver er líkleg samningsstaða í aðildarviðræðum? Ólívu lauf FRÁ Einnig til fljótandi H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Í ÆVISÖGU Eysteins Jónssonar, fyrrverandi formanns Framsóknar- flokksins og fyrsta formanns Nátt- úruverndarráðs, sem kom út árið 1980 og ber heitið Í stormi og stillu, skráð af Vilhjálmi Hjálmarssyni, kemur fram hvernig hann sá náttúru- verndar- og stóriðjumálum komið fyrir á Íslandi. Náttúruvernd Eysteinn Jónsson var einn af frum- kvöðlum í náttúruvernd á Íslandi og endurspeglast sýn hans á mikilvægi náttúruverndar í bókinni. Á ráð- stefnu Lífs og lands í júlímánuði 1982 segir Eysteinn m.a. að nokkur hluti mannkyns lifi í slíkum allsnægtum að menn viti tæpast hvað á að gera við umbúðirnar og úrganginn og enn á ný hafi menn komið sér upp hrikalegu atvinnuleysi. Við þessi skilyrði gangi menn svo á gæði jarðarinnar, sumir af græðgi í því sem kallað er lífsgæða- kapphlaupið, aðrir í neyð sinni til að reyna að halda lífinu, að til eyðilegg- ingar dragi ef ekki tekst að taka upp nýja og heillavænlegri lifnaðarhætti. Síðar segir Eysteinn: „Við erum svo gæfusön á Íslandi að eiga fleira óspillt en margir aðrir.“ … „Við höfum efni á að búa framvegis í ómenguðu landi.“ (Bls. 337.) Stóriðja og erlend fyrirtæki Í bókinni kemur líka fram afstaða Eysteins til stóriðjuframkvæmda. Í ræðu sem hann flutti á Alþingi 1966 vegna frumvarps um álbræðslu í Straumsvík talar hann um muninn á atvinnurekstri landsmanna sjálfra annars vegar og atvinnurekstri út- lendinga í landinu hins vegar. Varar hann við atvinnurekstri þar sem fyr- irtækin eru í eigu erlendra aðila og telur það stórhættulega stefnu. Bendir hann á að Ísland myndi þann- ig smám saman missa forræðið í eigin atvinnumálum og síðan í málefnum sínum yfirleitt, jafnframt myndi mik- ill hluti af arðinum í atvinnurekstri verða fluttur út úr landinu. Segir hann að ef álverksmiðja yrði sett upp á þennan hátt myndi gróði af henni og fjármunir sem komi til afskrifta í verksmiðjunni aldrei koma til Ís- lands. Síðan segir Eysteinn: „Það verður aldrei hægt að komast langt, ef ekkert fæst út úr atvinnurekstr- inum annað en kaupgjaldið, sem á að borga, og endurgjaldið fyrir þjón- ustuna.“ (Bls. 189.) Jafnframt bendir hann á að gróðinn og afskriftarféð í íslenskum fyrirtækjum sé aðalgrund- völlur að uppbyggingu atvinnulífs í landinu sjálfu. Ævintýri Nú eru hafnar framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun vegna álvers á Reyðarfirði. Samkvæmt fréttum síðustu daga virðast þeir sem hefðu átt að gæta hagsmuna fólksins í landinu, þegar stjórnvöld brugðust, vera að vakna upp við vondan draum. Menn virðast vera að byrja á að átta sig á hvílík mistök er búið að kalla yfir íslensku þjóðina með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum í framtíðini. Og þó er ævintýr- ið varla byrjað. Impregilo Þeir sem hafa kynnt sér fyrirhug- aðar framkvæmdir vissu að tilboð ítalska verktakafyrirtækisins í Kára- hnjúkavirkjun var langt, langt fyrir neðan það sem aðrir treystu sér til að bjóða. Þeir vissu líka að í áætlunum Impregilo var gert ráð fyrir að þeir kæmu með nánast allt sem til verks- ins þarf nema um 150 til 200 manns sem þeir ætla að borga laun. Þeir vissu líka að erfitt yrði að gera ráð fyrir þátttöku íslenskra verktakafyr- irtækja nema með undirboðum. Þeir vissu að Impregilo ætlar helst ekkert að kaupa af Íslendingum nema þjón- ustu. Þeir vita líka að arðurinn af framkvæmdinni fer úr landi og verð- ur notaður til að byggja upp í öðrum löndum en Íslandi. Alcoa Búið er að semja við álrisann Alcoa um álverið á Reyðarfirði. Þeir sem hafa kynnt sér málið vita að Íslend- ingar fengu undanþágu alþjóðasam- félagsins til að auka útblástur gróð- urhúsalofttegunda langt umfram aðrar þjóðir vegna stóriðjufram- kvæmda. Þeir vita líka að þennan um- framkvóta fær álrisinn Alcoa frítt frá íslenska ríkinu. Þeir vita líka að slak- að hefur verið á mengunarkröfum til að liðka um fyrir Alcoa. Þeir vita að það á ekki að nota bestu fáanlega tækni til að draga úr mengun vegna álvers á Reyðarfirði. Allir vita að Al- coa fær íslenskt rafmagn ódýrara en Íslendingar sjálfir. Efnahagur Impregilo og Alcoa eru í eigu er- lendra aðila. Flestir vita að á bak við framkvæmdirnar eru engir fjárfest- ar. Þeir höfðu ekki áhuga því fram- kvæmdirnar eru of áhættusamar og of mikil óvissa um efnahagslegan ávinning. Ef stofnkostnaður Kára- hnjúkavirkjunar hækkar um 10% frá grunnforsendum verður tap á fram- kvæmdinni. Ef álverð í heiminum hækkar ekki frá því sem nú er verður tap á framkvæmdinni. Íslenska ríkið, forysta Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks og Reykjavíkurborg eru ábyrg og hafa gert þig og mig samábyrg. Umhverfissjónarmið Haft hefur verið eftir forsvars- mönnum Impregilo og Alcoa að það sé svo gott að koma til Íslands vegna umhverfissjónarmiða. Þetta þýðir m.a. að á Íslandi fá erlend fyrirtæki að eyðileggja náttúru sem ekki yrði leyft í öðrum vestrænum menningar- ríkjum í dag. Þar má líka menga með- an önnur vestræn menningarríki sem Ísland hefur hingað til viljað kenna sig við eru að vinna að því að reyna að draga úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda. Ísland er Paradís Ísland er Paradís fyrir erlend fyr- irtæki sem þurfa ódýrt rafmagn. Ís- land er Paradís fyrir erlend fyrirtæki sem þurfa frían mengunarkvóta. Ís- land er Paradís fyrir fyrirtæki sem njóta stuðnings stjórnvalda til að eyðileggja náttúruverðmæti. Ísland er Paradís fyrir fyrirtæki sem geta fengið ríkisábyrgðir þegar fjárfestar telja framkvæmdir of áhættusamar. Bara byrjunin Og þetta er bara byrjunin. Á teikniborðinu liggja fleiri fram- kvæmdir af sömu stærðargráðu og Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál. Lík- lega verður ekki vandamál að fá er- lend fyrirtæki til verka. Náttúruperl- ur Íslendinga bíða eyðileggingar. Svo virðist sem hægt hafi verið að bjarga Þjórsárverum þótt þingskjöl gefi til kynna að búið sé að læða inn í fram- kvæmdaáætlanir Landsvirkjunar lónshæð í Norðlingaölduveitu sem er meiri en 566m, þótt settur umhverf- isráðherra í málinu fullvissaði þjóðina um að það yrði hámarkslónshæð. Engin trygging er fyrir því að ekki verði seilst inn í friðlandið í Þjórs- árverum í næstu árás. Fjölmargar náttúruperlur eru í skotmáli. Verður friðland að Fjallabaki næst? Land míns föð- ur, landið mitt? Eftir Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur Höfundur er arkitekt. „Engin trygging er fyrir því að ekki verði seilst inn í friðlandið í Þjórsárver- um í næstu árás.“ UM páskahelgina birtust þjóð- inni mjög svo sérstakar auglýs- ingar stjórnmálaflokks sem vert er að skoða nánar. Um er að ræða auglýsingar Samfylkingarinnar þar sem myndir af öllum forsæt- isráðherrum landsins fyrrverandi og núverandi eru birtar og ýjað að því að kjósendur geti haft áhrif á tímamót í íslenskri stjórnmála- sögu. Ódýr jafnréttisbarátta Eftir að hafa starfað að jafnrétt- ismálum í gegnum verkefnið AUÐ- UR í krafti kvenna hef ég tals- verða reynslu af jafnréttismálum og tel að skilaboð sem þessi hindri konur í jafnréttisbaráttu sinni. Umrædd auglýsing notar aðferða- fræði sem er byggð á því að aukið jafnrétti náist með því að kynferði sé valið fram yfir aðra eiginleika. Þessari aðferðafræði hefur verið hafnað af langflestum jafnréttis- sinnum. Margt þarf að vinnast í jafnréttisbaráttu kynjanna en skil- greiningunni samkvæmt er jafn- rétti einmitt sú staða þegar ein- staklingar eru metnir að verðleikum án tillits til kyns. Ingi- björg Sólrún er greinilega ósam- mála, hún vill að kjósendur í Reykjavík kjósi Samfylkinguna því að forsætisráðherraefnið hefur annað kyn en fyrrverandi og nú- verandi forsætisráðherrar. Kauptu bílinn, ég er kona Ímyndum okkur daglegt líf á Ís- landi. Guðrún er sölumaður á bíla- sölu og laun hennar eru árangurs- tengd. Guðrún sér að við- skiptavinurinn er eitthvað að draga í land og ákveður að spila út síðasta hálmstráinu og segir: „Þú værir að gera konum greiða með því að kaupa bílinn af mér þar sem ég er eina konan sem starfar hér.“ Anna er búin að vera í löngu við- talsferli hjá stóru fyrirtæki. Hún er komin í lokaviðtalið um fram- kvæmdastjórastöðuna og finnur fyrir fiðrildum í maganum. Um miðbik viðtalsins finnst henni farið að halla undan fæti og segir: „Þú ættir að ráða mig því að í 15 ára sögu þessa fyrirtækis hefur engin kona verið framkvæmdastjóri.“ Þyngd, hæð eða kyn? Sögurnar hér að framan sýna okkur hversu óeðlilegt það er að óska eftir atkvæðum út á kyn frambjóðanda. Þetta er eins óeðli- legt og að kjósa eigi forsætisráð- herraefnið vegna þess að hún hafi minni líkamsþyngd en fyrrverandi ráðherrar. Eiginleikar, þekking og hæfileikar hvers og eins eiga að skipta öllu máli. Í tilfelli stjórnmál- anna bætist við að velja þarf sam- spil eða teymi fjölmargra einstak- linga sem mynda lista hvers flokks fyrir sig. Að auki skiptir öllu máli hvaða málefnum listinn stendur fyrir og hversu líklegt má telja að hann framfylgi stefnu sinni. Hvort einstakir frambjóðendur eru breið- leitir, mjóróma, hörundsdökkir, konur eða karlar á að sjálfsögðu ekki að skipta neinu máli. Íslendingar kjósa ekki eftir líkamsþyngd Eftir Þorbjörgu Vigfúsdóttur „…óeðlilegt er að óska eftir at- kvæðum út á kyn fram- bjóðanda.“ Höfundur er verkefnastjóri í Háskól- anum í Reykjavík. KVENRÉTTINDI, kvenfrelsi, kynjafræði; jafnrétti og femínismi – allt eru þetta lykilorð sem bera í sér hugmyndafræði um réttinda- baráttu kvenna seinustu áratugina. Teorían er þrautrædd og meira en tímabært að umsetja hana í praks- ís. Mál er að masinu linni og at- hafnir hefjist. Ekki skal velja konu eingöngu vegna þess að hún er kona – en heldur ekki hafna henni af þeim ástæðum. Um karla gildir auðvitað hið sama, eigi velja þá ein- ungis út á kynferði né útiloka þá af þeim sökum. Ef vilji er til þess að hér sé sanngjarnt mannlegt sam- félag með fullri samskipan beggja kynja í námi, starfi og einkalífi þá verður hver og einn, kona og karl, að hasla sér völl á eigin spýtur; óháð forgjöf eða dragbít sem lítið snertir hæfni, kunnáttu eða upplag fólks. Opnuauglýsing í dagblöðum um þessar mundir opinberar að enn skal gamla leiðin farin. Myndir eru af öllum sem gegnt hafa starfi for- sætisráðherra frá árinu 1904 og til okkar daga, alls 23 mönnum. Eng- inn texti er annar en að í vor geta „orðið tímamót í íslenskri stjórn- málasögu“ og svo nafn auglýsanda: Samfylkingin. Á móti þessari myndarunu er síðan mynd af einni konu sem á sæti á framboðslista þessa stjórnmálaflokks. Virðist henni, nafnlausri, teflt fram þarna sem konu gegn körlum og miðað við efnið þá margra manna maki – því ekki er orð um hæfni hennar né fyrri störf. Allt er þetta óþarfa lít- illæti af auglýsanda því kunn er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og nú síðast sem málsvari biskupa og þjóðhöfðingja. Í undirbúningi fyrir alþingiskosn- ingarnar í vor sýnast konur ætla, einn ganginn enn, að gefa kost á sér til framboðs sem kynverur og uppskera þannig flýtiframgang. „Einn hring enn,“ sagði presturinn í Hruna forðum tíð í dansinum á nýársnótt við varnaðarorðum móð- ur sinnar og sökk kirkjan. En sem betur fer eru ekki allar undir sömu sök seldar. Árangur í lýðræði og jafnrétti næst helst ef konur og karlar ryðja sér til rúms hlið við hlið, taki slaginn eins og hann er hverju sinni; í stjórnmálum, á vinnumarkaði og annars staðar þar sem fólk á samskipti. Hjakkað í sama farinu Eftir Björgu Einarsdóttur Höfundur er rithöfundur og skipar heiðurssæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík norður. „Í undirbún- ingi fyrir al- þingiskosn- ingarnar í vor sýnast konur ætla, einn gang- inn enn, að gefa kost á sér til framboðs sem kynverur og uppskera þannig flýtiframgang.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.