Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÁI mér hver sem vill þó að ég fjalli um Sam- fylkinguna í nokkrum hálfkæringi, enda get- ur stjórnmálaflokkur ekki ætlast til að aðrir taki hann alvarlegar en hann sjálfur. Auglýs- ing Samfylkingarinnar hér í blaðinu á föstu- daginn langa og grein Össurar formanns sl. miðvikudag fylltu mælinn hjá mörgum og misbuðu jafnréttissinnum. Samfylkingin felur enn alla sína frambjóð- endur nema þennan eina, sem skipar 5. sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ekki aðeins alla karlana, nema Össur sem stundum gæg- ist þó yfir öxlina á henni, heldur líka hinar konurnar. Þær börðust þó fyrir sætum sínum í prófkjörum fylkingarinnar og þakka hér í Reykjavík heyri ég fyrst og fremst hver ann- arri það að hafa haldið sætum sínum á fram- boðslistum. Þær kunna trúi ég ekki Össuri miklar þakkir, enda lét hann hafa það eftir sér í sögulegu viðtali í DV upp úr áramót- unum að það þyrfti að endurnýja þingflokk- inn og yngja hann upp, en situr nú uppi með þær allar og sömu karlana. Fríða og dýrin Samfylkingin hefur á að skipa ágætum konum og Ingibjörg hefur það fyrst og fremst fram yfir þær að Reykjavíkurlistinn byggði undir hana sem sameiningartákn í rétt rúm tvö kjörtímabil. Hún kom jú úr hin- um þverpólitíska Kvennalista. Við lok valda- tíma síns sem borgarstjóri, þegar samstarfs- flokkarnir stóðu saman gegn því að hún berði á þeim úr hásæti sínu, krafðist hún ofan á allt samúðar. Samúðar fyrir það hvað karlarnir væru að fara illa með hana. Í Morgun- blaðsauglýsingunni á föstudaginn langa er síðan enn veðjað á samúð og stemninguna fyrir Ingibjörgu sem konu í lit á móti öllum svarthvítu körlunum. Og áfram verður spilað á sömu strengi, karlinum Össuri haldið neðan þilja, en konunni einu teflt fram með for- mönnum flokkanna hvenær sem færi gefst. Davíð skóp Ingibjörgu Öðrum fremur er það Davíð sem hefur skapað Ingibjörgu. Pólitík hennar hefur meira og minna öll snúist um að koma honum frá og sjálfri sér að. Meira og minna allur málflutningur hennar snýst um Davíð og gallana á stjórnarháttum hans og æ meira dregur hún dám af skapara sínum eða þeim göllum sem hún finnur honum mest til for- áttu. Enn sér Ingibjörg ekki annað en Davíð og sakar hann nú um að „hamast“, ekki bara á flestu félagsin upnum Einræ Stefn út af fyr annað g framsó með öll endum pólitíki Ingibja forsæti ætlar e arútveg að vera ríkisstj upp fjöl aráhrif Mér lítilsvir Leiktjöld Samfylkin Eftir Jónínu Bjartmarz „Mér finnst Samfylkingin kjósendum lítilsvirðingu o að blekkja þá til að halda frambjóðenda skipti öllu m annað engu máli.“ SAMFYLKINGIN er eini stjórn- málaflokkurinn sem vill sækja um að- ild að Evrópusambandinu. Stefna okkar er skýr, við viljum strax skil- greina samningsmarkmiðin fyrir Ís- lands hönd, sækja um aðild í kjölfarið og bera þann samning síðan undir þjóðina til samþykktar eða synjunar. Aðrir stjórnmálaflokkar hafa ýmist hafnað því að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu eða þá að þeir vilja ræða málin áfram og hafa ekki komist að niðurstöðu um það hvað þeir vilja. Samfylkingin hefur hins vegar nýtt tímann vel á kjörtímabilinu og lagt mikla vinnu í kynningu og umfjöllun um kosti og galla slíkrar aðildar. Við létum sérfræðinga skoða hvert svið þjóðlífsins með tilliti til þess hvaða áhrif Evrópusambandsaðild myndi hafa og gáfum niðurstöður þeirra út í ritinu Ísland í Evrópu. Við héldum um fjörutíu opna fundi víðsvegar um landið, ræddum málin og gáfum flokksmönnum að lokum kost á því að taka þátt í póstkosningu um málið. Þannig var stefna flokksins í þessu viðkvæma máli mótuð á nýstárlegan hátt, með beinni þátttöku flokks- manna og niðurstaðan er skýr. Við er- um Evrópuflokkur. Íslensk menningarstefna Samfylkingin hefur samhliða því að leggja áherslu á aukið og virkara samstarf okkar við aðrar þjóðir, mót- að markvissa íslenska menning- arstefnu. Samfara aukinni al- þjóðavæðingu er mikilvægt að standa vörð um íslenska menningu sem hef- ur átt undir högg að sækja. Það hefur skort verulega á mótun menning- arstefnu í tíð núverandi ríkisstjórnar og framlög til málaflokksins hafa fremur ráðist af duttlungum yfirvalda en markvissri stefnu. Stjórnvöld hverju sinni eiga að sjálfsögðu að leggja vinnu í slíka stefnumótun í samráði við þá sem starfa að menn- ingarmálum og leggja veginn í þess- um efnum til framtíðar. Samfylkingin vill láta rannsaka hagræn umsvif menningar og lista í samfélaginu og gera úttekt á stöðu atvinnugrein- arinnar í íslensku og alþjóðlegu sam- hengi. Slík úttekt er forsenda þess að menning og þáttur hennar sé metinn að verðleikum. Þá er full þörf á að leggja meiri áherslu á listsköpun í starfi skólanna og skapa þannig þá fjölbreytni sem nauðsynleg er eigi skólastarf í landinu að vera öflugt og henta þörfum sem flestra. Löngu er orðið tímabært að endurskoða starfs- kilyrði og stjórnsýslu í m listageiranum, ekki síst skattaumhverfis listama um efna fyrirheit um út þróunarsjóð tónlistariðn landi en þrátt fyrir lofor verið staðið við að stofna Þá vill Samfylkingin try magn til leikins innlend efnis en á það hefur sko munir séu látnir fylgja f um slíkan sjóð. Samfylk líka til að byggt sé upp h skattaumhverfi fyrir me starfsemi, sem örvar inn lend fyrirtæki til að fjár lenskri menningu og list einungis fá dæmi nefnd menningarstefnu en þau vegar ágætlega hug okk lenskrar menningar. Þa mikilvægt að styrkja me leið og alþjóðlegt samst Samfylkingin er Evrópu íslenska menningarstef Evrópa og íslensk menning Eftir Bryndísi Hlöðversdóttur „Samfara aukinni alþjóða- væðingu er mikilvægt að standa vörð um íslenska menningu sem hefur átt und- ir högg að sækja.“ Höfundur er formaður þ Samfylkingarinnar. GET ég kosið Ingibjörgu Sólrúnu þótt ég búi í öðru kjördæmi? Þessa spurningu fékk ég frá hópi glaðværra fiskvinnslukvenna á Hofsósi, tog- arasjómönnum sem lágu inni á Fá- skrúðsfirði og hjónum sem ég hitti á götu í Bolungarvík. Svarið er já. At- kvæði greitt Samfylkingunni hvar sem er á landinu eykur líkurnar á því að Ingibjörg Sólrún verði kjörin á þing í vor. Ástæðan er sú að Ingibjörg Sólrún situr í fimmta sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík norð- ur. Það er öldungis óvíst að það verði öruggt þingsæti. Nái hún ekki kjör- dæmakjöri gæti fimmta sætið eigi að síður orðið uppbótarþingsæti. Þá skipta hins vegar atkvæði alstaðar á landinu máli. Stuðningur þeirra sem eru á Hofsósi, Fáskrúðsfirði og Bol- ungarvík getur þá ráðið úrslitum um hvort hún nær kjöri sem alþing- ismaður í vor. Heimastjórn Íslendinga komst á fyrir 99 árum. Hún skipti sköpum fyrir Íslendinga. Í 99 ár hafa karlar haft forystu fyrir ríkisstjórnum Ís- lendinga. Nú er tími dugmikilla kvenna runninn upp. Þó fyrr hefði verið. Í vor getum við haldið upp á 100 ára afmæli heimastjórnarinnar með því að gera dugmikla konu að forsætisráðherra í fyrsta skipti. Við getum sameinast, góðir Íslend- ingar, um jákvæðar bre Atkvæði allra landsman þeir búa, auka líkurnar björg Sólrún verði kjör kvæði kvenna á Hofsósi á Fáskrúðsfirði og hjón arvík, atkvæði sem grei ar á landinu, ráða þá úr hvort okkur tekst að ge una að forsætisráðherr Breytum Íslandssögun Allir geta kosið Ingibjörgu Sólrú Eftir Össur Skarphéðinsson „Við getum sameinast, góðir Í ingar, um jákvæðar breytingar Atkvæði allra landsmanna, hv þeir búa, auka líkurnar á að In Sólrún verði kjörin á þing.“ Höfundur er formaður S arinnar. SAMEINING EVRÓPU Undirritun aðildarsamninga tíunýrra aðildarríkja Evrópu-sambandsins í Aþenu í síð- ustu viku markaði nokkur tímamót í sögu Evrópu. Þar fékkst enn ein áþreifanleg staðfesting þess að klofn- ingur álfunnar á tímum kalda stríðs- ins heyrir sögunni til. Öll ríkin nema tvö, sem fá aðild að ESB 1. maí á næsta ári, eru fyrrverandi kommún- istaríki. Aðild þeirra sýnir annars vegar hversu langt þau hafa komizt á braut lýðræðis og efnahagsfrelsis á þeim rúma áratug, sem liðinn er frá því veldi kommúnismans í Austur- Evrópu hrundi og hins vegar að gömlu ESB-ríkin hafa verið og eru reiðubúin að styðja við bakið á þeirri uppbyggingu, sem fram fer í austur- hluta álfunnar. ESB hafnaði þeirri leið að verða „virki“ hinna ríku Vest- ur-Evrópuríkja, þægilegur forrétt- indaklúbbur, en tekur þess í stað þátt í að leysa vandamál álfunnar allrar. Austur-Evrópuríkin hafa flest lagt gífurlega mikið á sig til að uppfylla aðildarskilyrði sambandsins. Samt er mikið verk óunnið við sam- einingu Evrópu. Uppbyggingarstarf- inu í Austur-Evrópu er auðvitað hvergi nærri lokið. Og margt er óljóst um það hvernig stofnanir og stefna nýs Evrópusambands 25 ríkja munu líta út. Stækkunin hefur að sjálfsögðu í för með sér að efnahagslega, póli- tískt og menningarlega verður fé- lagsskapurinn sundurleitari, sem get- ur leitt af sér togstreitu í ýmsum málum. Af atburðum síðustu mánaða má ráða að sú togstreita verði ekki sízt fyrir hendi í utanríkismálum. Það hef- ur lengi verið yfirlýst markmið ESB að tala einum rómi í utanríkismálum, og í orði kveðnu hefur sambandið sameiginlega utanríkis- og öryggis- málastefnu. Með öll sín gömlu stór- veldi innanborðs hefur sambandinu hins vegar ekki gengið vel að marka sameiginlega stefnu. Vaxandi til- hneigingar hefur gætt til þess, ekki sízt hjá forysturíkjunum Frakklandi og Þýzkalandi, að vilja beita afli ESB í utanríkismálum til að mynda mót- vægi við Bandaríkin. Í aðdraganda stríðsins í Írak kom hins vegar í ljós að langflest nýju aðildarríkin lýstu stuðningi við stefnu Bandaríkjanna, sem Þýzkaland og Frakkland börðust hatrammlega gegn. Flest nýju aðildarríkjanna eru jafn- framt orðin aðilar að Atlantshafs- bandalaginu. Hin æskilega niðurstaða í mótun utanríkisstefnu Evrópusam- bandsins á næstu árum er að annars vegar takist sambandinu að samein- ast um stefnuna og marka sér sjálf- stæðan sess á alþjóðlegum vettvangi og að jafnframt verði hinum sterku tengslum yfir Atlantshafið viðhaldið. Fyrir Ísland sem aðildarríki samn- ingsins um Evrópskt efnahagssvæði skiptir stækkun ESB auðvitað máli. Ísland hefur náð nokkuð viðunandi samningum um fríverzlun með fisk í tengslum við stækkunina. Á móti kemur að við leggjum talsverðar fjár- hæðir af mörkum til uppbyggingar- verkefna í Austur-Evrópu. Í stækkun hins evrópska innri markaðar felast tækifæri og breyt- ingar, fyrir Ísland. Annars vegar fá íslenzkir borgarar og fyrirtæki að- gang að stærri markaði, hins vegar fá íbúar tíu ríkja til viðbótar frjálsan að- gang að markaðnum hér á landi, þar á meðal að vinnumarkaði. Þegar EES-samningurinn var gerður fyrir um áratug ráku margir hræðsluáróður gegn honum, á þeim forsendum að útlendingar myndu streyma hingað til lands og taka vinnu frá Íslendingum. Það gekk ekki eftir. Það er athyglisvert og jafnframt jákvætt að nú heyrist varla gagnrýn- isrödd þegar um 100 milljónir manna til viðbótar fá frjálsan aðgang að ís- lenzkum vinnumarkaði. HVAR ERU GEREYÐINGARVOPNIN? Ein helsta ástæðan, sem Banda-ríkjamenn og Bretar gáfu fyrir því að ráðist skyldi inn í Írak, var sú að Írakar hefðu yfir að ráða gereyðingar- vopnum og af þeim stafaði óbærileg ógn. Áður en innrásin var gerð í Írak höfðu vopnaeftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna verið að störfum í Írak undir forustu Hans Blix. Þeirra hlutverk var reyndar ekki að leita að vopnum, en störf þeirra leiddu ekki í ljós að í Írak væru gereyðingarvopn. Með gereyðingarvopnum er átt við efna-, sýkla- og kjarnorkuvopn. Víða um heim eru nú farnar að koma fram efasemdir um að nokkur gereyð- ingarvopn sé að finna í Írak. Banda- menn telja að þeir muni finna slík vopn, en virðast óttast að þeim verði ekki trúað. Bandaríkjamenn segjast hafa fundið vopn til að dreifa gereyð- ingarvopnum og benda einnig á að fundist hafi mótefni við eiturefnum og hlífðarföt fyrir hermenn. Þeir segja að nú sé leitin að hefjast fyrir alvöru og á næstunni muni þúsund sérfræðingar fara um Írak. Hátt í 40 fyrrverandi eft- irlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóð- anna hafa verið fengnir til aðstoðar. Þær vísbendingar, sem fram hafa komið eftir fall stjórnar Saddams Husseins, eru misvísandi. Í dag- blaðinu New York Times var í gær greint frá því að íraskur vísindamaður hefði tjáð Bandaríkjamönnum að Írak- ar hefðu eytt efnavopnum og búnaði til sýklahernaðar nokkrum dögum áður en innrásin var gerð í landið. Banda- rísk yfirvöld hafa ekki staðfest þessa frétt. Um miðjan mánuðinn gaf Amer al-Saadi, einn helsti ráðgjafi Íraksfor- seta í vígbúnaðarmálum, sig fram við bandaríska herinn og sagði að stjórn Íraks hefði engin gereyðingarvopn átt. Enginn dregur í efa hættuna, sem fylgir gereyðingarvopnum, en um leið hlýtur sönnunarbyrðin að vega þungt. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar færðu sterk rök fyrir því að gereyðing- arvopn væru í Írak án þess hins vegar að geta lagt fram órækar sannanir. Þeir hafa talað með þeim hætti að vopnin muni finnast þegar stjórn Saddams væri fallin. Það yrði því gríð- arlegt áfall fyrir Bandaríkjamenn, Breta og bandamenn þeirra ef engin fyndust gereyðingarvopnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.