Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bergljót Gutt-ormsdóttir fædd- ist á Hallormsstað hinn 5. apríl 1912. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. apríl síð- astliðinn. Foreldrar Bergljótar voru hjón- in Guttormur Páls- son, skógarvörður á Hallormsstað, f. 12. júlí 1884, d. 5. júní 1964, og Sigríður Guttormsdóttir frá Stöð í Stöðvarfirði, f. 17. maí 1887, d. 29. október 1930. Alsystkini Bergljót- ar eru: Páll, f. 25. maí 1913, d. 17. nóvember 2002, Sigurður, f. 27. júlí 1917, d. 27. september 1968, Þórhallur, f. 17. febrúar 1925. Hálfsystkini samfeðra eru Mar- grét, f. 28. september 1932, d. 12. febrúar 2001, Gunnar, f. 31. októ- ber 1935, Hjörleifur, f. 31. október 1935, Loftur, f. 5. apríl 1938, og El- ísabet, f. 26. maí 1943. Árið 1938 giftist Bergljót Ólafi H. Bjarnasyni, síðar deildarstjóra hjá Tollstjóraembættinu í Reykja- vík, f. 21. febrúar 1915 í Reykjavík, d. 20. október 1999. Ólafur var son- ur Bjarna Ívarssonar, bókbindara í Reykjavík, f. 14. ágúst 1885, d. 30. ágúst 1965, og konu hans Ragn- heiðar Magnúsdóttur frá Valla- nesi, f. 17. október 1886, d. 22. apr- íl 1965. Ólafur var fóstursonur Þorsteins Jónssonar, kaupfélags- stjóra á Reyðarfirði og konu hans Sigríðar Þorvarðardóttur Kjerúlf. Börn Bergljótar og Ólafs eru: 1) Sigríður Helga, skrifstofustjóri, f. 1. maí 1939. Sigríður á eina dóttur, Bergljótu, faðir hennar er Jón R. Gunnarsson. 2) Guttormur, rekstr- arhagfræðingur, f. 24. júlí 1943, kvæntur Aðalbjörgu Ólafsdóttur, kennara. Börn þeirra eru Geir- þrúður og Höskuldur Hrafn. Önnur börn hans eru Guttormur, Sigríður, móðir þeirra Sigurborg Garðarsdóttir, og Ólafur Geir, móðir hans er Viktoría Hannesdóttir. 3) Þor- steinn, viðskipta- fræðingur, f. 2. mars 1945, kvæntur Ást- hildi S. Rafnar, sér- kennara. Þeirra börn eru Halldór Friðrik, Bergljót og Þórhall- ur Eggert. 4) Eggert Bjarni, lögfræðingur, f. 29. febr- úar 1952, kvæntur Sigrúnu H. Pálsdóttur, leiðsögumanni. Börn þeirra eru Páll Ragnar og Margrét Þórhildur. Önnur börn Eggerts eru Ingvar Helgi, Sigríður og Ólaf- ur Daði. Móðir þeirra er Áslaug Ingvarsdóttir. Afkomendur Berg- ljótar og Ólafs eru nú 32 talsins. Bergljót nam við Samvinnuskól- ann í Reykjavík veturinn 1933– 1934 þaðan sem hún lauk sam- vinnuskólaprófi. Stundaði nám við Statens Studenterkurzus í Kaup- mannahöfn veturinn 1934–1935. Nam við Kennaraskóla Íslands 1937–1938 og lauk þaðan kennara- prófi. Vann við verslunar- og kenn- arastörf 1933–1942 að undanskild- um námsárunum. Kenndi árin 1947–1951 aðallega við Melaskól- ann í Reykjavík, en helgaði sig hús- móðurstarfinu upp frá því. Bergljót var ein af stofnendum Sambands austfirskra kvenna árið 1942 og var ritari í stjórn þess fyrstu árin. Hún starfaði í Félagi framsóknarkvenna í Reykjavík og átti um árabil sæti í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík. Útför Bergljótar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bergljót Guttormsdóttir lifði langa ævi og miklar breytingar mannlífs og þjóðlífs. Hún var fædd á Hallormsstað og alin þar upp. Að henni stóðu sterkir stofnar austfirskra ætta. Hún var elsta barn foreldra sinna, Guttorms Pálssonar og Sigríðar Guttormsdótt- ur. Alla ævi sína var hún nátengd Hallormsstað eins og margir sem þangað eiga rætur sínar að rekja. Kornung stúlka missti hún móður sína og má gera ráð fyrir að það hafi komið nær óbærilegu róti á tilfinning- ar hennar og líf allt. Mér er sagt að Sigríður Guttormsdóttir hafi verið yndisleg kona og góðum gáfum gædd. Halldór Helgason sem var vinnumað- ur þar á bænum um tveggja ára skeið mun hafa dýrkað hana alla tíð. Svo hefur eflaust verið um fleiri. Þórarinn Þórarinsson hefur sagt frá því að á leið frá Eiðum heim til sín að Val- þjófsstað hafi hann jafnan komið við á Hallormsstað hjá frændfólki sínu. Þá settist hún við orgelið og þau sungu. Þetta eru nú þau myndbrot sem ég hef fengið af konunni sem dó svo ung frá fjórum börnum. Hallormsstaðarheimilið var menn- ingarsetur. Mikill bókakostur var þar á ýmsum tungumálum og mikið lesið og rætt. Þegar Bergljót var á sautjánda ári sótti hún skóla þann sem Sigrún föðursystir hennar og Benedikt Blöndal héldu í Mjóanesi á þessum árum og var vísir Húsmæðra- skólans á Hallormsstað sem svo reis 1930. Þá var Bergljót orðin móður- laus og væntanlega hefur það verið styrkur henni og bræðrum hennar að eiga föðursystur sína að í næsta ná- grenni. Bergljót leitaði sér menntunar víða. Hún útskrifaðist úr Samvinnu- skólanum, fór síðan til Kaupmanna- hafnar þar sem hún var við nám einn vetur og lauk síðan kennaraprófi í Reykjavík árið 1938. Hún hóf kennsluferil sinn á Reyð- arfirði og síðar kenndi hún í Reykja- vík og Kópavogi. Nú við lát hennar rifjaði vinkona mín upp minningar um fyrsta kennarann sinn, Bergljótu, sem hún minntist með gleði því hún hefði verið sér einstaklega góð. Hún kynntist á æskuslóðum sínum ungum og fallegum manni sem hún giftist. Þau eignuðust fjögur börn sem öll lifa móður sína. Ólafur féll frá fyrir rúmum þremur árum. Hjónaband þeirra hafði þá staðið í sex áratugi. Ég heyrði í bernsku minni og æsku oft minnst á Bergljótu. Hún var mamma Sirríar, vinkonu minnar, al- systir Páls sem var verkstjóri í Mörk- inni, Sigurðar sem bjó á Sólheimum og Þórhalls sem var menntamaður í Reykjavík og hálfsystir yngri systk- inanna á Hallormsstað, þeirra Mar- grétar, Gunnars, Hjörleifs, Lofts og Elísabetar. Hún var elst þeirra allra og elstu börn hennar voru á svipuðu reki og yngstu hálfsystkini hennar – og öll voru þau vinir og kunningjar okkar Löllu systur minnar – í vinfengi við Þórnýju Friðriksdóttur móður- systur okkar og frændsystkini Sig- urðar Blöndals mágs okkar. Reyndar kynntumst við Sirrí strax átta ára gamlar er hún var sumarlangt hjá Þórnýju og fjölskylda mín kom þang- að í heimsókn. Síðar áttum við eftir að vera sumar eftir sumar samvistum á Hallormsstað. Þegar ég svo kynntist Bergljótu af eigin raun var það á hennar eigin heimili á Lynghaga 8. Við komum þangað auðvitað til að heimsækja Sirrí vinkonu okkar en mamma henn- ar tók okkur jafnan af kátínu og fjöri og spjallaði við okkur eins og jafn- ingja. Hún var um margt ólík öðrum fullorðnum konum og mæðrum sem ég þekkti á þeim tíma. Ætli hún hafi ekki verið nútímalegri. Hún var ófeimin að segja það sem henni datt í hug, var óvenju fjörug viðræðu og lét ýmislegt flakka sem oft var meinfynd- ið. Það kunni ég vel að meta. Umræð- an snerist oft um eitthvað sem snerti Hallormsstað. Hugurinn var þar, hjá fólki, gróðri og fljóti. Þegar fullorðinsárin tóku við og dóttir hennar og vinkona mín var flutt til útlanda þar sem hún bjó í tíu ár tóku kynni og samskipti okkar Berg- ljótar á sig nýja mynd. Við áttum þá mörg samtöl í síma – og þau voru oft löng. Kannski vorum við báðar að bæta okkur upp fjarveru Sirríar. En símtöl okkar voru þess eðlis að ég iðr- ast þess nú að hafa ekki getað tekið þau öll upp á band. Þau voru fullkom- lega óborganleg vegna fyndni og frumleika Bergljótar í orðum, fram- setningu og hugmyndum. Margar einstakar setningar man ég orðréttar þótt ekki verði raktar hér en helst hefði ég viljað muna allt, það var þess virði. Bergljót bar hag síns fólks fyrir brjósti, auðvitað barna sinna sem eðli- legt er – en ekki síður barna- barnanna. Ég kynntist vel einu dæmi um það hversu tilbúin hún var að leggja á sig næstum hvað sem var til að stuðla að velferð, hjálpa þeim til að ná æskilegum árangri, ná sátt við sjálf sig og verða gæfusamar mann- eskjur. Og gleði hennar var mikil þeg- ar allt gekk að óskum. Þegar hugsað er til Bergljótar kemur mynd Ólafs ósjálfrátt upp í hugann. Hann var fámæltur, bros- mildur, hlýr í viðmóti og alveg óvenju- lega fallegur maður bæði að fríðleika og svipgæðum. Þau hafa verið ólík að skapgerð en kannski hefði tölva með tæmandi upplýsingar einmitt valið þau saman. Þau voru virkilega eins og tveir andstæðir pólar sem mynduðu eina góða heild. Þau giftust ung og áttu líf sitt saman uppfrá því. Þau voru samhent í því að koma börnum sínum til manndóms og styðja þau til góðra verka. Þótt aðferðirnar væru kannski ólíkar held ég að markmiðin hafi einatt verið hin sömu. Enda sýna afkomendur þeirra það bæði í orði og verki að hlúð hefur ver- ið vel að þeim. Sem dæmi má nefna það af hve mikilli óeigingirni þau studdu foreldra sína í ellinni, ekki síst móður sína eftir að Ólafur var allur. Ég býst ekki við að á nokkurn sé hall- að þótt ég nefni þann óvenjulega dótt- urkærleik sem Sirrí hefur sýnt móður sinni undanfarin ár. Bræður hennar hafa vissulega líka lagt sitt af mörk- um. Mér kemur í hug snögg haustferð sem við Sirrí fórum fyrir nokkrum ár- um austur á Fljótsdalshérað, á æsku- slóðir okkar. Við hittum auðvitað Palla sem var kær frændi og vinur og ætlaði auk þess að vísa okkur á berj- astaði. Hann lét þess getið í framhjá- hlaupi að hann hefði komið við á nokkrum góðum stöðum til að tína bláber að senda Bergljótu því hún hefði verið með kvef. Þetta þóttu mér eftirminnileg orð og bera vott um þann hug sem hann bar til systur sinnar auk þess að sýna bjargfasta trú á lækningamátt bláberja. Nú er hún horfin, þessi glaðlynda, hláturmilda, margslungna og eftir- minnilega kona. Mér er ákaflega minnisstæður hlátur hennar sem oft hljómaði í mín eyru, skær og dillandi. Það var hann næstum til hinstu stundar. Í síðustu heimsókn minni til hennar var hún ungmeyjarleg á vang- ann og fjörleg í bragði. Þótt minnið væri farið að dofna var hugurinn óbugaður og hún hafði við orð að í næsta skipti vildi hún bjóða okkur Sirrí á kaffihús niðri í bæ. Það verður að bíða næsta tilverustigs. Börnum Bergljótar, barnabörnum og systkinum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Vilborg Sigurðardóttir. Bergljót merkir hin bjarta og hjálpsama. Það átti svo sannarlega við hana tengdmóður mína. Þessi stórbrotna kona sá alltaf björtu hlið- arnar á lífinu. Vandamál voru ekki til í hennar huga enda var hún eins og þessar ítölsku mömmur, hún stjórn- aði og hlúði að öllum sínum. Hún eignaðist þrjátíu og tvo af- komendur sem þakka henni fyrir allt. Alltaf var tími fyrir barnabörnin og vílaði hún ekki fyrir sér að ferðast innan lands sem utan til þess að passa þau. Í Mývatnssveitina brá hún sér til að gæta barnabarna í veikindum. Jarðskjálftar og Kröflueldar dundu yfir sveitina. Íbúum var ráðlagt að vera í viðbragðsstöðu til að yfirgefa svæðið en Bergljót lét það ekkert á sig fá og fékk sér blund, hin rólegasta. Hún óttaðist ekkert og kveið engu. Húsmóðurhlutverkið tók hún aldrei of alvarlega enda þótt hún væri alltaf til staðar á heimilinu. Hún var mjög félagslynd og naut sín best ef sem flestir litu inn á Lynghaganum og BERGLJÓT GUTTORMSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis í Furugrund 70, Kópavogi, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, andaðist á pálmasunnudag 13. apríl. Útförin fer fram frá litlu kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 23. apríl kl. 10.30. Baldur Sveinsson, Hjálmar Sveinsson, Guðný Ása Sveinsdóttir, Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Heiðvangi 7, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 23. apríl kl. 13.30. Ólafur Maríusson, Jón Magni Ólafsson, Sigríður H. Magnúsdóttir, Gunnar Ólafsson, Rannveig Sturlaugsdóttir, Símon Ólafsson, María Júlía Alfreðsdóttir, Hanna Ólafsdóttir, Einar Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN MARKÚSSON, Sólvangsvegi 3, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 23. apríl. kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Guðrún Guðmundsdóttir, Hrefna Kjartansdóttir, Marteinn Sverrisson, Hallur Kjartansson, Bente Kjartansson, Kolbrún Kjartansdóttir, Auðunn Hjaltason, og barnabörn. Móðir mín, JÓNÍNA GÍSLADÓTTIR, áður til heimilis á Skúlagötu 54, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 10. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 23. apríl kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Jónsdóttir. Okkar kæri, HÁKON EINARSSON, lést á Landspítalanum Landakoti fimmtu- daginn 10. apríl. Jarðað var í kyrrþey. Þökkum læknum og hjúkrunarliði frábæra umönnun, hjálp og hlýju. Þökkum vinum og fjölskyldum mikla samúð sýnda. Guð blessi ykkur öll. Hanna G. Jónsdóttir, Einar Örn Hákonarson, Margrét Björnsdóttir, Jón Haukur Hákonarson, Anna Sigurjónsdóttir, Kolbrún Hákonarsdóttir, Kjartan R. Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.