Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                           !  #  #  $  % &%   #    '    " !        (#  #))       "         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEGAR fulltrúi Frakka, studdur af Þjóðverjum og Rússum, reis upp í Öryggisráðinu og tilkynnti, að neit- unarvaldi yrði beitt ef Bretar og Bandaríkjamenn bæru þar upp ályktunartillögu um Írak, sem var í mótun, þá varð mér hugsað til þess, að í tvígang á fyrri öld komu hersveitir þess- ara enskumæl- andi þjóða upp á meginlandið með ærnum mannfórn- um til að frelsa Frakka o.fl. þjóðir undan járnhæl Þjóðverja. Ekkert hefur heyrst um það, að Frökkum hafi þótt Bretar og Bandaríkjamenn fara rangt að við björgunarstörfin á fyrri öld. En nú þegar sömu þjóðir telja rétt að hjálpa hinni fornu þjóð í Mesapótamíu, landinu milli fljót- anna Tigris og Efrat, þá telja Frakkar sig vita betur, hóta vald- beitingu í heimsráðinu, sem tryggja á öryggi þjóðanna og virðast búnir að gleyma öllu, sem var þeim gert til bjargar á öldinni sem leið, rétt eins og hreint ekki renni af þeim áhrifin af víninu rauða, sem hjá þeim er í mikilli, daglegri notkun. Það er því gott að einhverjir eru „edrú“ og reiðubúnir til að gera fleira en að tala, þegar á reynir og þörf krefur og þekkja hin vísu orð: „Hagsýnin er fólgin í því að lifa sig inn í og láta sér skiljast, hvað það er, sem ástand hvers tíma krefst að gert sé“. Við hin eldri munum þann atburð, er forsætisráðherra Breta, Chamb- erlain, nýkominn af fundi Hitlers, veifaði skjali í flugstöð í heimalandi sínu og hrópaði: „Friður á vorum tímum“. Til er góð ljósmynd af þessum at- burði. En friðurinn entist ekki í marga daga, því harðstjórinn Hitler var af sömu gerð og Stjórinn í Bagdad undanfarin 35 ár: Virti enga samninga. En þá var gott, haustið 3́9, að í breska þinginu var maður að nafni Churchill, sem þorði að taka í taumana og láta verkin tala þótt það kostaði bæði blóð og tár. Honum eigum við Íslendingar einn- ig frelsi okkar og farsæld að þakka. Minnumst þess og þökkum þeim, sem þakka ber, mönnum sem þora að gera rétta hluti á réttum tíma. HERMANN ÞORSTEINSSON, Þórsgötu 9, Reykjavík. Frakkar þakka á sinn hátt Frá Hermanni Þorsteinssyni Hermann Þorsteinsson SAMKEPPNI er orðin almennt við- urkennd leið í hinum vestrænu lönd- um til að bæta lífskjör. Hérlendis hefur þó borið á því upp á síðkast- ið að menn vilja færa samkeppn- ina inn á fleiri svið. Sumir hægri- menn vilja nú inn- leiða samkeppni um að verða ekki sjúkur og sam- keppni um að fá að mennta sig, en þessir þættir hafa hingað til þótt vera sjálfsagður hluti velferðarkerf- is. Rökin hafa verið þau sömu, að innleiðing samkeppni á þessum svið- um muni auka velmegun með betri menntun og heilsugæslu. Einfalt er að leggja mat á þessar fullyrðingar og líta á reynslu þjóða sem leggja mismunandi mikið í sitt velferðarkerfi. Þar kemur í ljós að það eru ekkert verri lífskjör og minni hagvöxtur í löndum með stór velferðarkerfi. Norðurlöndin eru besta sönnunin fyrir því. Reynsla annarra þjóða af sam- keppni í atvinnulífinu er þó alveg skýr. Þar verður að ríkja frelsi og samkeppni til að löndin geti bætt lífskjör. Samkeppni sem byggist á því að allir hafi jöfn tækifæri og að þeir hæfustu komist áfram. Þannig munu þær takmarkanir á samkeppni sem ríkja í landbúnaði og sjávarútvegi minnka lífskjör á Ís- landi til lengdar. Þetta hafa forsvars- menn stæstu sjávarútvegsfyrir- tækjanna staðfest. Hver á fætur öðrum hafa þeir lýst því yfir að fyr- irtækin þeirra muni ekki standast af- nám þeirra forréttinda sem þau búa nú við. Ef það gerist muni önnur hagkvæmari fyrirtæki ryðja þeim til hliðar. Frjálslyndi flokkurinn vill velferð- arkerfi sem gefur öllum landsmönn- um jöfn tækifæri á heilsugæslu og menntun. Í atvinnulífinu vill flokk- urinn þó ekki velferðarkerfi. Þar á að ríkja samkeppni. GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON, verkfræðingur MBA, 3. sæti F-lista, Suðvesturkjördæmi. Samkeppni Frá Guðmundi Erni Jónssyni Guðmundur Örn Jónsson Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.