Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 33
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 33 Eiður Smári var í byrjunarliðiChelsea á nýjan leik og hann þakkaði traustið með því að opna markareikning Lundúnarliðsins þegar hann nýtti sér mistök í vörn Everton og skoraði 10. mark sitt í úrvalsdeildinni á leiktíðinni. „Sigurinn var geysilega mikil- vægur þar sem við töpuðum dýr- mætum stigum á móti Aston Villa. Við stefnum leynt og ljóst að meistaradeildarsæti en þrátt fyrir að við séum í þriðja sætinu í dag er mikið verk óunnið,“ sagði Hass- elbaink, eftir leikinn. Chelsea hef- ur 63 stig í þriðja sæti, Newcastle 62 og Liverpool 61 en tvö þessara liða komast í Meistaradeildina að ári. Newcastle varð að gera sér jafntefli að góðu á móti Aston Villa á St.James Park, 1:1 Liverpool komst í hann krappan á heimavelli gegn Charlton en tvö mörk á síðustu 5 mínútum leiksins tryggðu Liverpool sigurinn. Sami Hyypia að jafnaði leikinn og á lokamínútunni skoraði Steven Gerrard. „Þetta var ekki góð frammistaða af okkar hálfu en við náðum að knýja fram sigur undir lokin og þar með eigum við enn möguleika á að ná sæti í meist- aradeildinni sem er okkar mark- mið,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool. Góðir sigrar toppliðanna Í baráttunni um meistaratitilinn hafði United betur á móti Black- burn á Old Trafford, 3:1, og Arsen- al vann Middlesbrough, 2:0. „Ég var ánægður með úrslitin en heldur óhress með að við skyldum ekki skora fleiri mörk. Við misnot- uðum mörg upplögð færi auk þess sem markvörður þeirra var vel á verði,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United, eftir sigur sinna manna á Blackburn en United hefur þriggja stiga forskot á Arsenal en hefur leikið einum leik fleira. Paul Schol- es skoraði tvö marka United eftir að Ruud Van Nistelrooy hafði skorað fyrsta markið. Spænski markvörðurinn Ricardo leysti Fab- ien Barthez af hólmi í hálfleik en Frakkinn varð fyrir minniháttar meiðslum. Ricardo var ekki lengi að láta að sér kveða. Hann braut á Andy Cole innan teigs en tókst að bjarga sé fyrir horn með því að verja vítaspyrnu Davids Dunn. „Það átti að reka markvörðinn útaf og ég er handviss um að okkar markvörður hefði fengið að fjúka útaf fyrir sams konar brot,“ sagði Graeme Souness, stjóri Blackburn. Frakkarnir Sylvain Wiltord og Thierry Henry tryggðu meisturum Arsenal sigurinn á Middlesbrough með mörkum í síðari hálfleik. „Þetta verður barátta allt til loka og ég held að bæði við og Man- chester United líti þannig á að liðin þurfi að vinna þá leiki sem þau eiga eftir,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Guðni Bergsson lék að vanda í vörn Bolton sem nældi sér í dýr- mætt stig gegn Blackburn. Eiður kom Chelsea á bragðið EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Chelsea þegar liðið vann öruggan sigur á Everton, 4:1, í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær og með sigrinum skaust Chelsea upp fyrir Newcastle í þriðja sæti deildarinnar. Toppliðin, Manchester United og Arsenal, áttu bæði frí í gær en bæði unnu góða sigra á laugardaginn og fram undan er harður slagur þessara risa um enska meistaratitilinn. Reuters John Terry tekur hér utan um Eið Smára Guðjohnsen og fagnar honum eftir að Eiður Smári hafði komið Chelsea yfir á móti Everton á Stamford Bridge í gær. KEFLAVÍK og ÍBV tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum deildarbik- arkeppni KSÍ um páskahelgina. Keflvíkingar höfðu betur á móti Ís- landsmeisturum KR og ÍBV vann stórsigur á FH-ingum. Eskfirðingurinn Stefán Gíslason skoraði eina mark leiksins í 1:0 sigri Keflavíkur á KR. Stefán, sem lék með KR sumarið 1998, skoraði markið á 27. mínútu og Keflvík- ingar komust með sigrinum á topp A-riðilsins og eiga sæti víst í 8 liða úrslitunum en KR-ingar þurfa að stóla á að ÍA og Þór tapi stigum til að eygja möguleika á komast áfram. Sigurvin Ólafsson, KR, fékk að líta rauða spjaldið stundarfjórð- ungi fyrir leikslok og þegar skammt var til leiksloka fékk Zoran Daníel Ljubicic, Keflavík, reisu- passann. ÍBV bustaði FH, 7:0, þar sem FH- ingar tefldu fram ungum og óreyndum leikmönnum, flestum úr 2. flokki, á meðan Eyjamann voru með nokkuð sterkt lið og sterkara en þjálfarar liðanna höfðu gert samkomulag um tefla fram fyrir leikinn. Félögunum var synjað um frestun á leiknum hjá KSÍ en ein- hver misskilningur virðist hafa ver- ið í boðun leikmanna hjá ÍBV því Eyjamenn mættu vel mannaðir til leiks en FH-ingar með 2. flokks leikmenn eins og áður segir og voru forráðamenn Hafnarfjarðarliðsins ekki sáttir við framkomu Eyja- manna. „Þetta eru óheilindi af hálfu þjálfara ÍBV. Þetta var ekki sem um var samið,“ sagði Ólafur Jó- hannesson, þjálfari FH, við Morg- unblaðið. „Það varð einhver mis- skilningur varðandi boðun og því þurfti ég að kalla á menn úr aðallið- inu sem ég hafði áður gefið frí,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV. Mörk Eyjamanna skoruðu Stein- grímur Jóhannesson, Unnar Hólm Ólafsson og Einar Hlöðver Sigurðs- son tvö mörk hver og Bjarni Geir Viðarsson skoraði eitt. Keflavík og ÍBV í 8 liða úrslit  RÓBERT Gunnarsson hefur fram- lengt samning sinn við danska úr- valsdeildarliðið Århus GF, en með liðinu leikur einnig Þorvarður Tjörvi Ólafsson.  PATREKUR Jóhannesson skoraði 6 mörk og var markahæstur í liði Essen sem gerði jafntefli við Ham- burg, 26:26, í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 3 mörk.  RÓBERT Julian Duranona skor- aði 6 mörk fyrir Wetzlar og Róbert Sighvatsson 4 þegar liðið vann góð- an útisigur á Eisenach, 33:29.  ÓLAFUR Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg og Sigfús Sigurðsson 1 í sigri liðsins á Gumm- ersbach á útivelli, 34:31.  JÓHANN B. Guðmundsson og Helgi Sigurðsson skoruðu mörk Lyn sem tapaði 3:2 á útivelli gegn Bodö/ Glimt í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Jóhann kom Lyn yfir í fyrri hálfleik en heimamenn skoruðu næstu þrjú mörk leiksins áður en Helgi skoraði fyrir Lyn.  TRYGGVI Guðmundsson skoraði eitt mark fyrir Stabæk sem vann Odd/Grenland á heimavelli, 4:1. Tryggvi misnotaði vítaspyrnu og átti þátt í einu marka liðsins.  ÓLAFUR Stígsson og Bjarni Þor- steinsson voru bakverðir í vörn Molde sem lagði Lilleström að velli í Molde, 4:0, en staðan í hálfleik var 3:0. Indriði Sigurðsson og Gylfi Ein- arsson voru í liði Lilleström.  HARALDUR Ingólfsson skoraði í sigurleik Raufoss, 2:1, úr vítaspyrnu í norsku 1. d. gegn Fredrikstad,  GUÐNI Bergsson stóð vaktina vel í vörn Bolton sem vann sigur á West Ham, 1:0, á laugardaginn.  JÓHANNES Karl Guðjónsson varð að yfirgefa völlinn eftir 14 mín- útur í leik Aston Villa og Chelsea á Villa Park þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi, 2:0. Jóhannes varð fyrir meiðslum en hann kom engu að síður töluvert við sögu í leiknum en aukaspyrna hans á 11. mínútu varð að marki þegar Svíinn Markus Allbäck kom Villa í 1:0. Eið- ur Smári Guðjohnsen lék síðustu 25 mínúturnar fyrir Chelsea. Jóhannes gat ekki leikið með Villa á móti New- castle vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum við Chelsea.  LÁRUS Orri Sigurðsson lék allan leikinn fyrir WBA í sigurleik liðsins á móti Sunderland. WBA féll í 1. deild- ina þar sem Bolton bar sigurorð af West Ham. Lárus lék einnig allan leikinn í gær þegar WBA tapaði fyrir Tottenham, 3:2.  BRYNJAR Björn Gunnarsson skoraði fyrra mark Stoke með skalla þegar liðið sigraði Wimbledon á laugardaginn, 2:1. Brynjar lék allan leikinn, Bjarni Guðjónsson síðustu 20 mínúturnar en Pétur Marteins- son kom ekkert við sögu í leiknum. Brynjar var eini Íslendingurinn sem lék með Stoke í gær í 1:0 sigrinum á móti Coventry.  HEIÐAR Helguson skoraði mark Watford sem tapaði fyrir Bradford, 2:1. Dalvíkingurinn jafnaði metin fyrir Watford undir lok fyrri hálf- leiks en það dugði skammt því Brad- ford skoraði sigurmarkið rétt í þann mund sem leikmenn Watford voru rétt hættir að fagna marki Heiðars. Heiðar var hins vegar ekki í leik- mannahópi Watford í leiknum á móti Derby í gær.  ÍVAR Ingimarsson lék allan leik- inn fyrir Brighton sem gerði 1:1 jafntefli við Sheffield Wednesday.  ÞÓRÐUR Guðjónsson var í leik- mannahóp Bochum sem lagði Stutt- gart að velli 3:1 í þýsku knattspyrn- unni á sunnudag. Þórður kom ekki við sögu í leiknum.  HELGI KOLVIÐSSON var í byrj- unarliði Kärnten sem sigraði Sturm Graz, 3:1, í austurrísku 1. deildinni. Helga var skipt útaf stundarfjórð- ungi fyrir leikslok. Kärnten er í 8. sæti af tíu liðum. FÓLK ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik skipað leikmönnum 20 ára og yngri missti naumlega af sæti í úr- slitakeppni HM sem fram fer í Brasilíu í sumar. Íslendingar og Úkraínumenn urðu efstir og jafnir í 7. riðli undankeppninnar sem leik- inn var í Búlgaríu um páskahelgina en þar sem markamunur Úkraínu- manna var betri sem nam 7 mörk- um komust þeir áfram. Íslendingar og Úkraínumenn unnu bæði Búlg- aríu og Moldavíu og léku því hrein- an úrslitaleik um efsta sætið. Í æsi- spennandi leik var jafntefli niðurstaðan, 30:30, sem dugði Úkr- aínumönnum til að komast áfram. Einar Hólmgeirsson og Ólafur Víðir Ólafsson voru markahæstir í leiknum með 6 mörk hver, Hörður Fannar Sigþórsson skoraði 5 og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason skoruðu 4 hver. Einar valinn bestur Einar Hólmgeirsson, stórskyttan efnilega úr ÍR, var í mótslok út- nefndur besti leikmaður keppninnar en í leikjunum þremur skoraði hann 19 mörk. Íslenska kvennaliðið, skipað leik- mönnum undir 20 ára, lék í und- ankeppni HM í Serbíu og hafnaði þar í neðsta sæti. Íslensku stúlk- urnar töpuðu öllum þremur leikj- unum, 30:19 fyrir Dönum, 31:16 fyr- ir Júgóslövum, og 27:22 fyrir Frökkum. Misstu naumlega af HM í Brasilíu BIKARMEISTARAR HK í handknattleik hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku því stórskyttan Jaliesky Garcia leikur ekki fleiri leiki með Kópavogsliðinu, að minnsta kosti ekki næstu árin. Kúbumað- urinn gekk um helgina frá tveggja ára samningi við þýska hand- knattleiksliðið Göppingen og gengur í raðir þess í sumar en Kiel og Hamburg sýndu einnig áhuga á að fá þessa 28 ára gömlu skyttu til liðs við sig. Garcia fékk íslenskt ríkisfang í vetur og lék sinn fyrsta lands- leik fyrir Íslands hönd þegar Þjóðverjar höfðu betur á móti Ís- lendingum í Berlín í liðnum mánuði. Hann telst því ekki útlend- ingur í þýsku deildinni. Garcia verður sárt saknað úr liði HK enda hefur hann verið besti leikmaður liðsins þau þrjú ár sem hann hefur leikið með liðinu. Göppingen er í tólfta sæti í þýsku 1. deildarkeppninni. Garcia samdi við Göppingen ATLI Hilmarsson, sem gerði KA að Íslandsmeisturum á síðustu leiktíð, hættir þjálfun þýska 2. deildar liðs- ins Friesenheim í sumar. Atli ákvað að segja upp starfi sínu fyrir skömmu en hann samdi við þýska liðið til tveggja ára síðastliðið sumar. Gengi liðsins í vetur hefur verið und- ir væntingum en þegar þremur um- ferðum er ólokið í 2. deild syðri, þar sem Friesenheim leikur, er ljóst að liðið á ekki möguleika á að vinna sér sæti í Bundesligunni. Friesenheim er í þriðja sæti riðilsins en undir stjórn Atla stefndi liðið á sæti í deild þeirra bestu. Atli hættir hjá Friesenheim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.