Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 22. apríl 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað B Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fallegt hús með hlutverk 7 Sameign fjöleignarhúsa Snillingur viðurkenndur Ráðstöfunar- réttur eigenda 12 Jörn Utzon hlýtur Pritzker- verðlaunin 38 Sparnaður, öryggi, þægindi LÓÐIR í Ásahverfi í Garðabæ hafa ávallt vakið mikla athygli, þegar þær koma til úthlutunar, en það er án efa eitt eftirsóttasta hverfið á öllu höfuðborgarsvæðinu og hátt verð á eignum þar. Nú auglýsir Garðabær eftir um- sóknum um 19 einbýlishúsalóðir við Brekkuás og Brúnás og er umsókn- arfrestur til 15. maí. Umsækjendur þurfa að skila greiðslumati frá banka eða annarri fjármálastofnun sem staðfestir fjárhagslega getu þeirra til að byggja einbýlishús að kostnaðarverðmæti 25 millj. kr. Lágmarks gatnagerðargjald vegna lóðanna er 3.581.632 kr., sem miðast við 240 ferm. hús, en viðbót- argatnagerðargjald greiðist fyrir hvern fermetra, sem umfram er. Einnig er auglýst eftir kauptil- boði í raðhúsalóðina Borgarás 4–8, en það er lóð fyrir þrjú raðhús. Lág- marksverð lóðarinnar er 6,1 millj. kr. Nýjasta hverfið Ásar á Hraunsholti eru nýjasta íbúðarhverfið í Garðabæ. Þar er blönduð íbúðarbyggð með alls um 420 íbúðum í einbýlishúsum, raðhús- um og fjölbýlishúsum. Uppbygging þessa hverfis er þeg- ar langt komin. Leikskólinn við Bergás tók til starfa sumarið 2001, en nýr 4–6 deilda leikskóli verður einnig reistur á Sjálandi, sem er í næsta nágrenni við Ásahverfið. Grunnskólabörn í Ásahverfi ganga nú í Flataskóla, en nýr grunnskóli fyrir Ásahverfið, Sjáland og Grundir mun rísa á mörkum Sjá- lands og Grunda. Hópur fagfólks og íbúa úr hverfinu vinnur núna að undirbúningi að hönnun skólans. Gert er ráð fyrir að sá hópur ljúki störfum í byrjun maí og þá taki hin eiginlega hönnunarvinna arkitekta og annarra við. Að öllu óbreyttu er fyrirhugað að hægt verði að hefja kennslu í nýjum skóla haustið 2005. Búizt við mikilli ásókn Að sögn Bergljótar S. Einarsdótt- ur, skipulagsfulltrúa í Garðabæ, má gera ráð fyrir mikilli ásókn í þessar lóðir við Brekkuás og Brúnás. „Sú er að minnsta kosti reynslan til þessa, að færri fengu en vildu, þegar nýjar lóðir voru auglýstar í Ása- hverfi,“ sagði Bergljót. Nýjar íbúðarhúsalóðir íÁsahverfi í Garðabæ Morgunblaðið/Árni Sæberg Horft yfir fyrirhugað nýbyggingarsvæði í Ásahverfi. Svæðið stendur nokkuð hátt og þaðan er því gott útsýni. GOTT lóðaframboð á Akranesi ýtir undir mikla uppbyggingu í bænum. Í fyrra voru byggðar þar miklu fleiri íbúðir en árið á undan og ljóst að þessi mikla uppbygging heldur áfram á þessu ári. Í viðtali hér í blaðinu í dag við Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur, arkitekt og skipulagsfulltrúa á Akra- nesi, er fjallað um lóðaframboð og nýbyggingar þar í bæ. Aðalnýbyggingarsvæðið er í svo- nefndu Flatahverfi og nú er fyrir hendi deiliskipulag fyrir um 200 nýj- ar íbúðir og hús. Á Akranesi eru rótgróin og öflug byggingarfyrir- tæki og ennfremur eru byggingarað- ilar af höfuðborgarsvæðinu farnir að leita í auknum mæli þangað. Í Vogahverfi fyrir norðvestan bæ- inn eru í boði 10.000 ferm. lóðir í um 80 metra frá sjó. Þær eru nálægt því að vera sjávarlóðir, þar sem ekki verður byggt fyrir framan þær. Á svokölluðu Skagaverstúni er áformað að byggja verzlunar- og þjónustuhús ásamt tveimur fjölbýlis- húsum. Þar verður um stórfram- kvæmdir að ræða. / 22 Meira byggt áAkranesi Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Vinaminnivið Hverfisgötu                            "# $ % &' # ( )) & # (# & )) & # # " $ % ' " $ '& & # # % # ( &) * ! !  + & !  +   ,-.  /  ,-. /  0   ! ""# "$# %&&' 12+3+ $3 & 4 567 .38 94 -:! $ " ;!+!< & ;!+!< )+2 " ;!+!< & ;!+!<  ! (   . / ( +  &+= / >>>!!   ? 3@ A B !  !  !  ! # # # # $ %  )*  +% 3@ A B  -. % % %/ "& % & ""/ "#0"" "'1$ )7 B  2 ! 3  ! # -# "'# %&&' 9  + , (  !   ! !         ! !  ! ! # #  ; <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.