Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 14
14 B ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Reykjavík — Hjá fasteignasölunni Höfða er nú í sölu einbýlishús á Framnesvegi 66 í Reykjavík. Þetta er timburhús og er það 121 ferm. „Um er að ræða glæsilegt og einkar „sjarmerandi“ einbýli sem að mestu var endurbyggt árið 1982. Húsið er hæð og ris og því fylgir fallegur garður með stórri timbur- verönd,“ sagði Ásmundur Skeggja- son hjá Höfða. „Komið er inn í forstofu með hengi. Inn af er hol með viðargólf- borðum. Gestasnyrting er á neðri og lagt er fyrir þvottavél. Eldhúsið er með fallegri sprautulakkaðri inn- réttingu og er opið við borðstofu. Stofan er með viðargólfborðum, dyr eru út í garð þar sem er stór timburverönd með háum skjól- veggjum. Þá er sólstofa með við- argólfborðum. Á neðri hæð er og rúmgott herbergi með viðargólf- borðum. Timburstigi er upp á efri hæð, þar er sjónvarpsstofa, baðherbergi flísalagt með baðkari og innrétt- ingu. Þá eru tvö rúmgóð herbergi í risi. Ásett verð á eignina er 24,9 millj. kr.“ Framnes- vegur 66 Framnesvegur 66 er til sölu hjá Höfða. Þetta er timburhús, byggt 1982 og er það 121 fermetri. Ásett verð er 24,9 millj. kr.FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.