Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 23
að hámarki 120 ferm. á einni hæð. Á hverri lóð mega vera tvær íbúðir, ein aðalíbúð og önnur minni. Götur verða lagðar að lóðunum og 10 metra inn fyrir lóðarmörk. Í þeim verða tengingar fyrir heitt og kalt vatn, rafmagn og síma, en lóðarhafar skulu sjálfir koma fyrir rotþró. Lóð- arhafar eru jafnframt hvattir til að koma upp 10 metra breiðu trjábelti á lóðarmörkum. „Frá lóðunum út að sjó eru um 80 metrar og lóðirnar eru því nálægt því að vera sjávarlóðir, þar sem ekki verður byggt fyrir framan þær. Út- sýni til vesturs og norðurs yfir Faxa- flóa er einstakt. Snæfellsjökull blasir við,“ segir Ólöf Guðný. Stórframkvæmdir við Stillholt „En það er fleira að gerast hjá okkur,“ segir Ólöf Guðný enn frem- ur. „Á fundi bæjarráðs Akraness í síðustu viku var gengið frá drögum að samningi milli Akranesskaup- staðar og fyrirtækisins Skagatorgs ehf. um væntanlegar framkvæmdir á svæði norðan Stillholts, svokölluðu Skagaverstúni. Þar verður um stór- framkvæmdir að ræða, en áformað er að byggja þar verzlunar- og þjón- ustuhús ásamt tveimur fjölbýlishús- um.“ Að Skagatorgi standa þrír stór- ir byggingaraðilar, en þeir eru Fjarðamót hf., Gissur og Pálmi hf. og Hörður Jónsson, eigandi Gnógs hf. „Með samkomulagi þessu má gera ráð fyrir að vinna við deiliskipu- lag svæðisins fari nú á fulla ferð og að framkvæmdir geti hafizt í haust,“ sagði Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skipulagsfulltrúi að lokum. Tölvuteikning af götumynd í klasa 1 og 2. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð einbýlishúsa, par- húsa og fjölbýlishúsa. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt og skipulagsfulltrúi Akraness. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Séð yfir Vogahverfi, en þar eru til úthlutunar allt að 10.000 ferm. herragarðslóðir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 B 23HeimiliFasteignir Dvergholt - 2ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* 51,2 m2, ósamþykkt íbúð í kjallara í 3-býl- ishúsi með miklu útsýni. Íbúðin skiptist í góða stofu með fallegu útsýni, eldhúskrók, borðkrók, svefnherbergi og baðherbergi með sturtu. Stutt í þjónustu, skóla og hesthúsahverfið. Verð kr. 6,5 m - áhv. 3,4 m. Þverholt - 3ra herb. Rúmgóð 114,4 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjöl- býli í miðbæ Mosfellsbæjar. Barnaherbergi og rúmgott hjónaherbergi m/fataherb. Eldhús með borðkrók, góð stofa. Baðherbergi með kari og sturtu og inn af því er sérþvottahús. Stutt í alla þjónustu Verð kr. 12,1 m. Þverholt - 3ja herb. 94 m2, 3ja her- bergja íbúð í litlu fjórbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, þvottahús/geymslu, tvö svefnherbergi, stóra og bjarta stofu og eldhús með borðkrók. Úr stofu er gengið út á svalir í suðvestur. Stutt í alla þjónustu og leikskóla. Verð kr. 12,9 m - áhv. 6,0 m. LAUS STRAX Arnarfell - Einstök stað- setning. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 292 m2, einbýlishús með tvöföldum bílskúr á einum glæsilegasta stað við Reykjalund í Mosfellsbæ. Íbúðarhúsið er 237 m2 á 2 hæð- um með 6 svefnherb., 3 baðh., stórri stofu og borðstofu ásamt 55 m2 tvöföldum bílskúr. Húsið stendur á 7.481 m2 lóð með gríðar- miklu útsýni yfir nágrennið. Þetta er einstök staðsetning í Mosfellsbæ. Nánari uppl. gefur Einar Páll á Fasteignasölu Mosfellsbæjar. Klapparhlíð - 2ja herb. Mjög góð 2ja herbergja, 63 m2 íbúð á jarðhæð í nýju fjölbýlishúsi með sérinngangi og sér- garði. Gott svefnherbergi með kirsuberja fataskáp, flísalagt baðherbergi með sturtu og fallegt eldhús með kirsuberjainnréttingu. Úr stofu er gengið út í góðan suðurvestur garð. Verð kr. 10,7 m - Áhv. 4,5 m. Arnartangi - raðhús m/bíl- skúr 94 m2 raðhús á 1. hæð ásamt 28 m2 bíl- skúr. Íbúðin skiptist í 3 svefnherb., baðherb. með sturtu, eldhús, og stóra stofu/borðstofu. Úr stofu er gengið út á timburverönd og skjólgóðan garð í suður. Íbúðin er upprunnanleg að mestu og býð- ur upp á mikla möguleika. Verð kr. 13,5 m . Íbúðarhús í Álafosskvos Fallegt og mikið endurnýjað 108 fm einbýlishús ásamt 107 fm kjallara og 117 fm vinnuskála. Húsið, sem er elsta steinhús Mosfellsbæjar, stendur á falleg- um stað í kvosinni, rétt við Varmána. Íbúðin skipt- ist í forstofu, borðstofu, hjónaherbergi, eldhús, baðherbergi og barnaherbergi. Þetta er einstök eign á rómuðum stað. Verð kr. 17,8 m. Ásholt - einbýli m/2f bílskúr Erum með 269 fm einbýlishús á 2. hæðum með aukaíbúð, og tvöföldum bílskúr. Húsið stendur hátt og er fallegt útsýni til austurs að Esjunni. 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, eldhús, borðstofa og stofa með arinn. Í kjallara er þvottahús og lítil aukaíbúð með eldhúsi, salerni, stofu og svefn- herb. Verð kr. 23,9 m - áhv. 9,3 - Skipti á minna sérbýli m/bílskúr í Mos. Stóriteigur - raðhús 262 fm raðhús á 3 hæðum með 22 m2 bílskúr. Á jarðhæð er rúm- gott eldhús m/borðkrók, stór stofa og borðstofa, og gestasalerni. Á 2. hæð eru 4 svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara eru 3 herbergi, auk mikils geymslurýmis. Fallegur suðvestur garður - fallegt hús, miðsvæðis í Mosfellsbæ. Verð kr. 19,2 m Bugðutangi - raðhús m/bíl- skúr Gott 205 m2 endaraðhús á 2. hæð- um með bílskúr. Björt og opin efri hæð með stórri stofu, eldhúsi, baðherbergi, og 2 svefn- herbergjum. Á jarðhæð eru 2-3 svefnher- bergi, hol og þvottahús, ásamt bílskúr. Þetta er íbúð með möguleika á útleigu. Verð kr. 18,9 m - áhv. 11,7 m. Bugðutangi - stórt einbýli. Glæsilegt einbýlishús á 2 hæðum með möguleika á aukaíbúð. Aðalhæð skiptist í stóra stofu, borð- stofu, eldhús, sjónvarpshol og 4-5 svefnherbergi, en á neðri hæð eru m.a. tvö stór unglingaher- bergi, baðherbergi og „billiardherbergi“. Mjög fallegur garður með heitum potti og timburver- önd. Stórt bílaplan og gönguleið að húsi er hellu- steypt m/snjóbræðslu. Verð kr. 31,9 m. Hlíðarás - stórt og fallegt einbýli með tvöf. bílskúr. Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á 2. hæðum með tvöföldum bílskúr. Fallegt endahús í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mosfellsbæ. Íbúðin er 362 fm ásamt 45 fm tvöf. bílskúr. Í íbúðinni er arinn og pottur. Fallegt hús með möguleika á útleiguíbúð á neðri hæð. Krókabyggð - parhús *NÝTT Á SKRÁ* Glæsilegt 186 fm 2 parhús á 2. hæðum ásamt 34 fm bílskúr og fallegum garði. Á jarðhæð er gott eldhús, stór stofa, borðstofa, þvottahús m/sérútgangi og gestawc. Á efri hæð er sjón- varpsstofa með arni, stórt hjónaherbergi, 2 barna- herbergi og baðherbergi m/sturtu og heitum potti. Verð kr. 23,5 m - áhv. 8,3 m. Byggðarholt - einbýlishús 165 m2 einbýlishús með stórum bílskúr. Íbúðin skiptist í 4 svefnherbergi með parketi á gólfi, baðherbergi með kari og sturtu, þvotta- hús, gangur, björt stofa og borðstofa og eld- hús með nýlegri kirsuberjainnréttingu. Góð timburverönd er að sunnanverðu. Við hlið hússins er 49 fm bílskúr. Verð kr. 17,7 m. - áhv. 5,9 m. Urðarholt - íbúð/atvinnuhús- næði 157 m2 atvinnuhúsn. sem innrétt. hefur verið sem íbúðarrými að hluta og vinnust. að hluta. Þetta er tilvalin eign fyrir þá sem vilja hafa heimilið og vinnuna á sama stað. Hentar undir ýmsa þjónustu. Stendur við hliðina á Mosf.bakarí. Klapparhlíð - 2, 3 og 4 herb. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá nýjar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í 3ja hæða fjölbýli með sérinng. við Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Um er að ræða 5 íbúðir á hverri hæð, íbúðir á jarðhæð hafa sérgarð en aðrar íbúðir svalir. Íb. afhendast fullbúnar, án gólfefna, en baðherb. er flísalagt. Verð: 2ja herb - frá kr. 10,4 m, 3ja herb - frá 12,35 m og 4ra herb - frá 13,9 m. Afhending febrúar 2004. Flugumýri - atvinnuhúsnæði m/íbúð. 190 m2 atvinnuhúsn. við Flugumýri sem skipt hefur verið upp í annarsvegar ca 130 m2 iðnaðarhúsnæði með 15x8 m vinnslusal auk kaffistofu og salernis og hinsvegar í ca 60 m2 íbúðarrými sem skiptist í stofu, eldhúskrók, bað- herbergi og 2 svefnherbergi. Verð kr. 11,8 m. Neshamrar - einbýli - RVK Fal- legt 183 m2 einbýlishús með góðum bílskúr á sér- lega fallegri hornlóð. Múrsteinsklætt timburhús á einni hæð með 3 svefnherb. stóru eldhúsi, 2 bað- herb., stofu og sólstofu. Stór timburverönd og fallegur garður umhverfis húsið og bílaplan hellu- lagt m/snjóbræðslu. Verð kr. 24,9 m. Réttarholt - Gnúpverjahreppi Jörðin Réttarholt, við Árnes í Gnúpverjahreppi er 7 ha ræktað land ásamt 200 m2 útihúsum og 300 m2 hlöðu. Á jörðinni er einnig heitt og kalt vatn ásamt rafmagni og steyptri plötu fyrir hús. Tilvalin eign fyrir útivistar- og hestafólk. Verð kr. 7,2 m. 456786 MOSFELLINGAR ATHUGIÐ! VANTAR EIGNIR Í MOSFELLSBÆ • Neðri hæð í Byggung húsunum í Leirutanga.- • Allar íbúðir í Permaform íbúð á efri eða neðri hæð.- • Allt að 200 m2 einbýli á 1. hæð í Holtunum eða Töngunum.- • Einbýlishús í Tanghverfi með aukaíbúð.- • Lítið einbýlishús eða parhús í Höfðahverfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.