Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.04.2003, Blaðsíða 39
opnuð árið 1973 og er nú árlega sótt af 2 milljónum manna á 3000 listviðburði. Hún er opin allan sól- arhringinn 7 daga í viku, aðeins lokuð á jóladag og föstudaginn langa. Óperuhúsið stendur sem hvítur skúlptúr í höfninni og endurvarpar birtunni af sjónum. Utzon útfærði hugmynd sem hann hafði heillast af á ferðalagi í Mexíkó árið 1949, um plötuna. Í óperuhúsinu sneiðir plat- an þvert í gegnum húsið eins og hnífur og gerir skýr greinarskil milli aðal- og aukahlutverks þess. Ofan á plötunni/pallinum njóta áhorfendurnir listviðburða en undir honum fer fram allur undirbún- ingur. En pallurinn verður að fá að njóta sín. Þök óperuhússins eru mjög áber- andi, bogin form svífa í mismunandi hæð yfir grunnfletinum sem verður til þess að kröftug rými myndast, byggingargerð sem aðeins var möguleg með nútíma bygging- araðferðum úr steypu sem fór fram úr sínum tíma. Túlkun pallsins kom síðar fram í húsum Utzons á Mallorca, þau virð- ast sitja í náttúrunni og virða fyrir sér stórbrotið útsýnið. Eftir að hafa sagt skilið við óperuhúsið í Sidney árið 1966, sem enn var í byggingu, ákvað Utzon að hafa stutta viðkomu á eyjunni Mallorca á Spáni. Eyjan heillaði hann svo mikið að hann byggði þar síðar sumarhús fyrir fjölskylduna. Það var staðsett við Miðjarð- arhafið ofan á klettahömrum í grennd við Porto Pietro og nefndi hann húsið eftir konu sinni, Lis. Ár- ið 1994, fann Utzon sig tilneyddan til þess að flytjast burtu, raki og brim hafsins var orðið áreitið og húsið var orðið að pílagrímsstað fyrir arkitekta. Hann byggði sér því annað hús, Can Feliz, einnig á Mallorca en í þetta sinn uppi í fjöll- um. Hversu mjög sem Utzon hefur ítrekað ánægju sína að fá til sín gesti, þá er ákveðin mótsögn í því fólgin hve erfitt er að finna húsið og styður það tilurð goðsagnarinnar um illa leikinn arkitekt sem ein- angraði sig í eigin skjóli. Can Feliz birtist í bókum sem staður gæddur töfrum og sem auð- vitað inniheldur hinn ómissandi þátt hverrar útópíu: auk stórkost- legra eiginleika verður líka að vera óyfirstíganlegt tómarúm sem skilur að umheiminn. Á sama hátt og ævintýrasögur byrja á frásögn um töfrandi lönd, hefjast allar á minnistapi þess sem lendir á eyðieyju og veit ekki hvernig hann lenti þar, eða hinu óhjákvæmilega hóstakasti þjón- ustustúlkunnar einmitt á því augnabliki þegar sögumaðurinn er að leysa gátuna, þá eru birtar greinar um Can Lis af greinarhöf- undum sem segjast ómögulega get- að munað leiðina sem liggur að hús- inu. Þrátt fyrir það hefur heimurinn horft til Utzons úr fjarlægð og með því að veita honum Pritzker- verðlaunin, er viðurkennd snilld hans, arkitekts sem hafði það að markmiði að vera á mörkum þess mögulega. Módel af hnetti, lausn sem notuð var í þaki Sidney-óperuhússins. Forsíða dagblaðsins Sidney Morning Herald, 1. 3. 1966, fjallaði um uppsögn Jörns Utzons við óperuhúsið. Ástralskir arkitektanemar fara í mótmælagöngu og vilja fá Utzon aftur til starfa. Halldóra Arnardóttir listfræð- ingur og Javier Sánchez Merina arkitekt. Netfang: jsm@coamu.es MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL 2003 B 39HeimiliFasteignir Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. ÞÓRÐUR JÓNSSON SÖLUM., SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. EINAR SIGURJÓNSSON SÖLUM. ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR RITARI asbyrgi@asbyrgi.is • www.asbyrgi.is STÆRRI EIGNIR VÆTTABORGIR - PARHÚS 140 fm parhús á tveimur hæðum auk 22,5 fm bílskúrs. Húsið skiptist m.a. í 3 góð svefn- herb., stórt sjónvarpshol sem má breyta í herbergi, eldhús með borðkrók, stofu, baðherbergi og snyrtingu. Húsið er fullbú- ið ef frá eru talin gólfefni og hluti lóðar. Innangengt í bílskúr. Skipti möguleg á 3- 4ra herb. íbúð í nágrenninu. Verð 21,5 millj. HÁALEITISBRAUT - RAÐ- HÚS Skemmtilegt vel skipulagt 6 herb. ca 150 fm raðhús á einni hæð auk 28 fm bílskúr. Stór og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Stór suður-verönd. Verð 23 millj. tilv. 31523 ASPARFELL - STÓR ÍBÚÐ Góð 7 herb. 154,7 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Fimm svefnherbergi og tvær stofur. Baðherbergi með baðkari og gestasnyrting með sturtu. Stórar suður- svalir og aðrar í norður með frábæru út- sýni. Þvottahús á hæðinni. Húsvörður. Gervihnattardiskur. Áhv. 11,5 millj. Verð 14,3 millj. tilv. 31248 4RA - 5 HERB. LJÓSHEIMAR - LYFTUHÚS 4ra herb ca 92 fm íbúð á 2. hæð í góðu lyftu- húsi. Rúmgott hol m. opið inn í stofu 3 svefnherb. eldhús og bað. Áhv. 9,4 millj. Verð 11,4 millj. tilv. 31402 3JA HERBERGJA FROSTAFOLD - BÍLSKÚR Falleg 3ja til 4ra herb. ca 117 fm íbúð á tveimur hæðum, auk 25,3 fm bílskúr. Eld- hús með vönduðum innréttingum. Mjög stórar suðursvalir með fallegu útsýni. Hringstigi á milli hæða. Parket á gólfum. Flísalagt baðherb. Verð 12,9 m. tilv. 30467 FLYÐRUGRANDI Mjög góð 5 herb. 131,5 fm íbúð á 2. hæð á frábærum stað við KR-völlinn. Íbúðin skiptist m.a. í 3 góð svefnherb., 2 samliggjandi stofur eldhús og baðherb. Gengt úr svefnherb. út í garð og úr stofu út á mjög stórar svalir á móti suð-vestur. Íbúðin er laus fljótlega. Staðsetn. alveg við þjónustu- miðstöðina á Aflagranda. Verð 17,5 m. FRAMNESVEGUR 3ja herb. 75 fm mjög góð íbúð á tveimur hæðum í stein- húsi. Á hæðinni er eldhús með borðkrók, snyrting, hjónaherb. og stofa, en í kjallara er stórt herbergi og baðherbergi. Verð 9,8 millj. tilv. 31566 BREIÐAVÍK - SÉRINNGANGUR 3ja herb. 90 fm falleg íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í tvö stór her- bergi, stórt hol, baðherbergi með baðkari og sturtuklefa, þvottaherbergi og geym- slu, stóra stofu og eldhús með borðkrók. Vandaðar innréttingar, parket. Stórar suðursvalir. Upptekin loft í stofu og eld- húsi. Geymsluloft yfir íbúðinni. Laus strax. Verð 13,5 millj. tilv. 31658 BAKKASTAÐIR- SÉRINNG. - BÍLSKÚR Mjög falleg, vel skipulögð 3ja herb. 98 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sérlóð í litlu fjölbýli. Stór herbergi, stór stofa og sjónvarpshol, þvottaherb. og geymsla í íbúð. Verð 16,5 millj. 2JA HERBERGJA ARAHÓLAR - FRÁBÆRT ÚT- SÝNI 2ja herb. falleg íbúð á 2. hæð í klæddu lyftuhúsi. Góðar innréttingar. Stórar vestursvalir, frábært útsýni yfir borgina. Verð 8,9 millj. tilv. 31570 ASPARFELL - LYFTUHÚS Góð 52,4 fm 2ja herbergja íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi. Eldhús með ágætri innréttingu, nýrri eldavélahellu, ofni, viftu og nýjum borðplötum. Sameiginlegt þvottahús á sömu hæð. Suð-vestursvalir fallegt útsýni. Áhv. 4,2 millj. Verð 7,3 millj. tilv. 31489 STÚDÍÓ-ÍBÚÐ - STRANDASEL 36 fm stúdíó-íbúð í góðu fjölbýlishúsi. Suðursvalir, Stór og góð sérgeymsla í kjallara. Stutt í vörur og þjónustu. Laus strax. Verð 6,3 millj. tilv. 31663 LAUGARNESVEGUR Falleg 70,7 fm, 2ja herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Björt og stór stofa m. parketi á gólfi. Stórt svefnherbergi með miklu skápaplássi. Góðar vestursvalir. Frábært útsýni. Verð 9,3 millj. tilv. 31358 SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR HLÍÐARSMÁRI - VIÐ SMÁRALIND Til leigu 100 til 400 fm mjög bjart og gott verslunarhúsnæði á jarðhæð í sama húsi og Sparisjóður Kópavogs. Húsnæðið leigist í einingum frá um 100 fm. Mikið auglýsingagildi. Til afhendingar strax. tilv. 4022 SMIÐJUVEGUR - VERSLUN - LAGER Mjög gott um 500 fm verslunar- og lag- erhúsnæði á besta stað í nýlegu húsi við Smiðjuveg. Góð lofthæð, góðar inn- keyrsludyr og verslunargluggar. Hús- næðið býður upp á mikla möguleika. Verð 46,0 millj. Tilv. 2273 MIÐBÆRINN - LÚXUSÍBÚÐ Til sölu lúxusíbúð í nýju glæsilegu fjölbýl- ishúsi með lyftu. Íbúðin er að stærð 185 fm og skiptist m.a. í 2 stórar samliggjandi stofur, fallegt eldhús, tvö baðherbegi og 4 góð svefnherbergi. Tvennar svalir. Inn- réttingar í sérflokki. Íbúðinni fylgja 2 stæði í bílageymslu. Upphafl. var íbúðin hönnuð og samþykkt sem 2 íbúðir og auðvelt að breyta þannig. Lánshæf fyrir 2 húsbréfalán. Einkasala. Verð 42 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.