Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 B 3 bílar B&L frumsýnir helgina 26. og 27. apríl nk. Getz, nýja smábílinn frá Hyundai. Steinar Örn Ingimund- arson, sölustjóri Hyundai, segir fjöruga frumsýningu í undirbún- ingi, þar sem litagleði og lífsgleði verður í fyrirrúmi. Stór smábíll Að sögn Steinars er Getz stór smábíll. „Bæði er hann með eitt mesta innanrýmið í þessum flokki og sérlega vel útbúinn að auki. Sem dæmi um staðalbúnað má nefna ABS-hemla, fjarstýrðar samlæsingar og 4 loftpúða. Þá eru sætin hástæð þannig að þú færð það ekki á tilfinninguna að þú sitjir í litlum bíl. Eins og Morg- unblaðið greindi frá stóð til að frumsýna Getz um miðjan febrúar, en þar sem bíllinn seldist upp var ákveðið að slá því á frest. Það hefur aldrei gerst áður hjá okkur að bíll hafi spurst svo vel út að hann seldist upp áður en við sett- um hann formlega á markað,“ segir Steinar. „Við töldum því fara best á því að bíða aðeins með að frumsýna hann eða þar til fleiri bílar kæmu til landsins.“ Ungfrú Ísland.is á Getz „Vegna þessarar frestunar var hins vegar ljóst að annar stór við- burður hjá B&L yrði um líkt leyti og Getz yrði frumsýndur. „Keppn- in Ungfrú Ísland.is fer fram í sýn- ingarsal okkar föstudaginn 25. apríl nk. Þar sem mikil stemmning hefur jafnan fylgt þessari keppni, fannst okkur það bara skemmtileg tilviljun að frumsýningin skyldi koma í kjölfar keppninnar,“ segir Steinar. „Að sjálfsögðu fer sigurvegarinn síðan heim að keppni lokinni á nýj- um Getz, sem hún fær frítt til ráðstöfunar í eitt ár.“ Grunnverðið á Getz er að sögn Steinars veru- lega hagstætt eða frá 1.150.000 kr. „Við teljum Getz því vera mjög góðan kost sem fyrsta bíl ungs fólks eða viðbótarbíl fyrir heimilið. Með hliðsjón af útliti, aksturseig- inleikum og staðalbúnaði er þetta bíll sem er hannaður fyrir þá sem gera kröfur. Þetta lága grunnverð auðveldar fólki jafnframt að fá sér sinn óskabíl, þar sem svigrúm er verulegt fyrir ýmiss konar auka- búnað á borð við sóllúgu, filmur eða stærri felgur.“ Hyundai Getz verður frumsýndur um helgina. Ungfrú Ísland.is á Hyundai Getz INGÓLFUR Arnarson, formaður Kvartmíluklúbbsins, segir að klúbb- urinn stefni að því leynt og ljóst að loka kvartmílubrautinni við Straums- vík á næstu dögum. Um leið er stefnt að því að hafa hana opna á föstu- dagskvöldum í sumar og veita ungum mönnum aðgang að henni. „Við vilj- um kenna þeim á brautina og leyfa þeim að fá útrás. Eins og sakir standa geta allir farið inn á brautina en við erum að vinna í því þessa dagana að setja upp hlið og höfum fengið leyfi frá Hafnarfjarðarbæ til þess. Ég hef heyrt að það sé mikill spenningur fyr- ir því að hafa aðstöðu sem þessa fyrir unga áhugamenn um akstursíþróttir opna. Við erum búnir að panta nýjan ljósabúnað og tölvubúnað og verðum því vel í stakk búnir að taka á móti mönnum. Ég veit að þetta mun spyrj- ast hratt út en við ætlum líka að láta heyra í okkur til þess að koma þessu á framfæri,“ segir Ingólfur. Vilja nýliðun Hann segir að tilgangurinn sé sá að hraðakstur sé eingöngu stundaður undir eftirliti en ekki á götum úti. Menn geti þarna fengið útrás fyrir hraðakstursþörf sína. Ingólfur bendir á að menn hafi verið að fara inn á brautina án eftirlits og það hafi stundum endað með ósköpum. Skemmst er að minnast þess þegar tveir bílar fóru fram af brautinni og kviknaði í þeim báðum. „Við erum á fullu í því að bæta að- stöðuna og höfum mikinn meðvind í málinu. Þetta er ekki hugsað sem tekjulind fyrir Kvartmíluklúbbinn. Við munum leita að kostendum og um leið innheimta vægt gjald þannig að þeir sem annast eftirlit beri ekki skarðan hlut frá borði. Þetta er hugs- að sem aukin þjónusta við unga öku- menn og vonandi ganga þeir um leið í Kvartmíluklúbbinn,“ segir Ingólfur. Á milli 100 og 200 virkir félagar eru í klúbbnum. Ný stjórn Kvartmílu- klúbbsins vill reyna að opna klúbbinn og fá nýliðun í íþróttina. Morgunblaðið/Sverrir Frá keppni á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni. Hraðaksturinn inn á kvartmílubrautina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.