Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 B 5 bílar Ingvar Helgason Verið velkomin í nýja og fullkomna smurstöð, nánari upplýsingar í síma 525 8000 Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík Ingvar Helgason hefur opnað fullkomna smurstöð í húsakynnum sínum að Sævarhöfða. Þú getur rennt við hjá okkur og fengið alla almenna smurþjónustu fyrir Nissan, Subaru, Saab, GM, Opel og Isuzu án þess að panta tíma. Móttaka smurstöðvar er í afgreiðslu Bílheima í norðurenda hússins. Nýsmurstöð Núgetur þú látið smyrja bílinn hjá Ingvari Helgasyni SAMRÁS ehf. á Seltjarnarnesi hefur hannað og framleitt tölvukubba fyrir dísilvélar í jeppa um árabil. Fyrirtækið er núna að þróa nýja kynslóð af kubbum sem væntanlega koma á markað á næstu vikum. „Við erum að þróa nýja gerð kubba í Toyota og Nissan sem mæla mun fleiri atriði en aðrir kubbar. Hingað til hafa kubbar eingöngu mælt snúningshraðann og gefið inn olíu eftir honum. Það kemur stökk í snúnings- hraðann og kubbarnir gefa aflaukningu í skref- um en ekki línulega eins og nýju kubbarnir. Þar með geta gömlu kubbarnir tekið völdin af ökumanni. Bílar hafa t.d. tilhneigingu þess vegna til að fara að spóla sem er ekki eftirsókn- arvert þegar ekið er í snjó,“ segir Guðlaugur Jónasson, framkvæmdastjóri Samrásar. Hann segir að nýju kubbarnir gefi aukið afl jafnt og þétt án þess að ökumaður upplifi það sem „stökk“ í olíugjöf. Aflaukningin ræðst af olíugjöf, túrbínuþrýstingi og fleiri atriðum. Eldri kubbar Samrásar hafa einnig verið þannig gerðir að þeir eru með rofa og hægt að slökkva á þeim. Nýju kubbarnir verða sumir einnig með rofum. Ein útgáfa af nýju kubbunum mun einn- ig geta stjórnað inngjöf fyrir gas, sem bætir brunann og lækkar hitann á vélinni. „Eyðslan eykst alltaf með meira afli og orð- rómur um að eyðslan minnki með tölvukubbum stenst ekki. En með nýju kubbunum eykst eyðslan ekki nema ökumaðurinn vilji ná fram meira afli og það er meðal annars háð stöðu olíu- gjafar og túrbínuþrýstingi.“ Guðlaugur segir að nýja gerðin verði á samkeppnishæfu verði. Eldri kubbarnir gerðu gömlu 2,8 lítra dísilvélina í Nissan Patrol aflmeiri en nýja 3ja lítra dísilvélin er. Samrás hannaði einnig TruSpeed-tölvu- kubbinn sem leiðréttir hraðamæla og markaðs- setti hann m.a. í Bandaríkjunum þar sem hann hefur selst mjög vel. Samrás tók þátt í SEMA- sýningunni í Las Vegas árið 2000. Þar voru 650 nýjar vörur kynntar og allar kepptu þær um tit- ilinn besta nýjungin. Samrás hreppti annað sæt- ið með TruSpeed-kubbinn. Ný kynslóð tölvukubba frá Samrás Morgunblaðið/Árni Sæberg Samrás hefur prófað nýju kubbana fyrir Nissan Patrol. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðlaugur með nýja kubbinn. Túrbína Túrbína hefur reynst mörgum vélum mjög vel, sérstaklega dísilvélum. Túrbínan blæs meira lofti inn í vélina sem gefur möguleika á meiri eldsneytisbrennslu og öflugri sprengingu í brunahólfi. Sé á hinn bóginn sett túrbína á vél sem ekki er gerð fyrir túrbínu sýnir reynslan að þá borgar sig að setja millikæli með henni sem lækkar brunahitann og eykur endingu vél- arinnar. Millikælir Millikælir hefur nánast eingöngu kosti í för með sér fyrir jeppa en þeir eru einungis nothæfir þegar túrbína er til staðar við vél- ina. Túrbínan hitar loftið, jafnvel yfir 100° C þegar hún þjappar því saman á leið sinni inn á vélina. Með því að kæla það í millikælinum áður en það fer inn á vélina er unnt að koma 12-20% meira lofti inn og auka þar með aflið enn meira en ef einungis væri túrbína. Bónusinn er að kælt loft fer betur með vélina en heitt. Tölvukubbar Núorðið eru margar vélar tölvustýrðar. Hlut- verk tölvustýringarinnar er að ná hámarksnýt- ingu og hámarksafli og á sama tíma uppfylla stranga mengunarstaðla. Við fyrstu sýn mætti ætla að viðbótartölvukubbur sé einföld leið að því marki að auka afl vélarinnar. Það er þó ekki svo því jafnhliða þeirri breytingu er nauðsynlegt að gera fleira og er aukið loftflæði dæmi um það. Margir tölvukubbar sem auka afl standast ekki mengunarstaðla. Algengt er að bílarnir eyði meira eldsneyti (í fáum tilfelllum minna), auk þess sem hætta er á að ending vélarinnar minnki. Aðrir tölvukubbar eru til þess gerðir að leiðrétta tölvustýrð eldsneytiskerfi eftir að vél- unum hefur verið breytt, til dæmis með milli- kæli, pústflækjum, sverara pústi eða túrbínu. Í þeim tilvikum er aðeins verið að leiðrétta elds- neytistölvuna miðað við breyttar forsendur og er oft hægt að ná góðum árangri vegna þess að hann byggist á réttri eldsneytisblöndu á réttum tíma á öllum snúnings- og álagssviðum. Pústflækjur Pústflækjur eða flækjur er ódýr og góð leið til að auka afl vélarinnar lítillega, sérstaklega bensínvéla. Flækjur eru uppbyggðar með þeim hætti að þegar pústið streymir frá einum strokki inn í safnarann, þar sem pústið safnast saman í eitt rör eftir að það kemur út úr brunahólfinu, dregur það pústið úr næsta strokki með sér (Jector-áhrif). Við það minnkar mótstaða frá hverjum strokki og pústið flæðir betur úr brunahólfinu sem hefur í för með sér betri bruna. Flækjur geta aukið afl bensínvélar um u.þ.b. 10%. Við það minnkar eyðsla í flestum til- fellum. Ókostur flækna er venjulega meiri há- vaði. Opið pústkerfi Oft er talað um opið púst sem einn af mögu- leikum þess að ná meira afli út úr vélinni. Sú að- gerð er ein- föld. Sett er sverara púst- rör og jafnvel opnir hljóð- kútar til að minnka loft- mótstöðu í pústkerfinu. Þar með eykst pústflæðið frá brunahólfunum og við það batnar bruninn. Þetta hentar bæði bensín- og dísilvélum. Fyrir túrbínuvélar hefur þetta þau áhrif að túrbínan fer að blása við lægri snúning vélar. Þetta hentar jeppum einkar vel vegna þess að aflið eykst við lægri snúning. Oft er erfitt að setja sverara púst undir bílinn og leggja það þannig að það rekist hvergi í botn hans. Þetta er þó ekki vandamál á bílum þar sem yfirbyggingunni hefur verið lyft. JEPPAHORNIÐ Meira afl Pústflækja er einföld leið til að auka afl. Millikælir eykur afköst túrbínuvéla. Úr Jeppabók Arctic Trucks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.