Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 B 7 bílar MMC Pajero 3500 GLS, F.skr.d. 18.05. 2000, ek. 37 þús. km, sjálfskiptur, 5 dyra, leðurinnrétting, sóllúga o.fl. Verð 3.750.000 Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Land Rover Freelander 2.0 TCIE 06/00, ek. 80.000, toppl., álfelgur o.fl. Verð 1.750.000. Mercedes Benz C 200 Kompressor 05/00, ek. 50.000, 17" ál CARLSON pakki, toppl., leður o.fl. Verð 3.490.000. Toyota Corolla T-Sport 08/02, ek. 7.000, toppl. o.fl. 192 hestöfl. Verð 2.350.000. Toyota Land Cruiser 01/00, ek. 64.000, 38" breyttur, intercooler o.fl. 1 eigandi, topp eintak. Verð 3.300.000. arnafn bræðranna Renault sem stofnuðu fyrirtækið árið 1898. Ódysseifur mætir pandabirni Hjá Fiat er einfaldleikinn jafnan í fyrirrúmi. Vörumerkið sjálft er til dæmis skammstöfun og stendur fyrir Fabbrica Ital- iana Automobili Torino, eða Ítalska bílaverksmiðjan í Torino. Svo eru það tegundirnar; Uno þýðir ‚einn‘, Punto merkir bæði ‚staður‘ og ‚punktur‘ og Panda er bókstaflega ‚pandabjörn‘. Nokkuð skemmtileg þykja tegundarnöfnin Bravo og Brava sem merkja ‚dug- legur‘ og ‚dugleg‘ á ítölsku, en með upphrópunarmerki eykst þungi merkingarinnar og fer nær því að merkja ‚frábær‘, samanber fagn- aðaróp áhorfenda á óperusýning- um. Fiat-verksmiðjurnar hafa einnig framleitt tegundirnar Strada (‚gata‘) og Marea (‚sjáv- arföll‘) að ógleymdum Fiat Ulysse, sem er forngríski farmaðurinn sjálfur, Ódysseifur. Þess má geta í framhjáhlaupi að á Ítalíu er ævinlega talað um bif- reiðar í kvenkyni, þannig að teg- undir fá allar á sig kvenkyns- greini í daglegu tali, óháð uppruna orðanna, s.s. la Fiat, la Nissan. En sum tegundarheiti bifreiða þýða alls ekki neitt. Mörg orðanna eru tilbúningur, sér- hönnuð í auglýsingaskyni. Þeirra á meðal má nefna Clio, sem hljómar vel sem nafn á einkabíl – kannski vegna þess að orðið hefur sama hljóm og ítalska orðið ‚io‘ sem merkir ‚ég‘? Getur verið. Sama gildir um Twingo, sem minnir í senn á skemmtiorðin ‚twist‘ og ‚bingo‘ en þýðir kannski ekkert í sjálfu sér. Báðar þessar tegundir eru litríkar og liprar og höfða til nýrrar kyn- slóðar bíleigenda. Þá er Getz nýr smábíll frá Hyundai, en nafn hans er myndað út frá ensku sögninni ‚to get‘ sem merkir ‚að fá‘ eða ‚að ná‘. Þá liggur beint við að auglýsa „get a Getz“, fáðu þér Getz, eins og framleiðandinn hefur einmitt gert. Önnur hug- mynd að slagorði gæti verið „Getz there“ sem merkir þá að bíllinn komist ævinlega á áfanga- stað. Þeir hjá Hyundai reyna í öllu falli að vera með á nótunum, ef marka má vörumerkið sjálft; Hyundai er af kínverskum upp- runa og merkir ‚nútímalegur‘. Bílar sem ganga ekki … Hið gamalgróna fyrirtæki Ford velur gjarnan nöfn sem hafa víða skírskotun. Focus er ‚brennipunkt- ur‘ eða ‚fókus‘ og Fiesta er ‚veisla‘ á spænsku. Þá er kominn á mark- að Ford Galaxy, sem ætlar sér greinilega að fara víða, enda merk- ir heitið ‚stjörnuþoka‘ eða ‚vetrar- braut‘. Yfirmenn Honda gerðust tón- elskir um skeið á árum áður og sóttu nokkur nöfn í músíkheiminn. Þeirra á meðal voru Accord (‚sam- hljómur‘) og Prelude (‚prelúdía‘) og nýjasta útspilið er Jazz (‚djass‘). Keppinautarnir hjá Hyundai virðast hafa leitað á sömu mið og fundið m.a. Sonata (‚són- ata‘) og Accent (‚áhersla‘). Hið fyrrnefnda vísar til innri fágunar og samræmis í hönnun og aksturs- eiginleikum, að sögn fróðra manna. Annars eru nöfn nýrra tegunda hjá Hyundai gjarnan valin þannig, svo vitnað sé í sölumenn B&L, að tillögur eru sendar til umboðs- manna víða um heim og þeir beðn- ir að velja þau nöfn sem þeim líst best á. Má telja það lýðræðislega og snjalla aðferð til þess að sigta úr þau nöfn sem líkleg eru til vin- sælda út um lönd. Fleiri mættu taka sér aðferðina til fyrirmyndar, enda eru dæmi um óheppilegar nafngiftir í þessum bransa sem öðrum. Chevrolet sótti á sínum tíma tegundarheitið Nova í latínu, en það er kvenkyns lýs- ingarorðið ‚ný‘. Hins vegar merkir ‚no va‘ á spænsku ‚gengur ekki‘ og er hermt að þetta hafi komið niður á sölu tegundarinnar í spænsku- mælandi löndum. Þá kemur Dai- hatsu-heitið Charade sumum mörgum spánskt fyrir sjónir, enda er orðið ekki aðeins haft um ákveðna tegund látbragðsgátu heldur getur það ennfremur þýtt ‚látalæti‘ eða ‚marklaus hegðun‘. Bíllinn mun þrátt fyrir þetta hafa reynst flestum vel og ekki end- urspeglað dýpri merkingu orðsins. Gúrkutíð á Indlandi Vitanlega höfðu hugmyndasmið- ir VW heldur ekki hugmynd um heldur óheppilega merkingu orðs- ins Bora á íslensku, svo enn eitt dæmi sé nefnt, en ekki er þó vitað um staðfest dæmi þess að kaup- endur hafi runnið á rassinn með kaup á þeirri tegund vegna nafns- ins. Það skal hins vegar áréttað að ‚bora‘ er ítalskt orð yfir sterkan, kaldan vindstreng sem leggst stundum inn á meginlandið frá Adríahafinu. Heitið er rökrétt framhald af öðrum fólksbílaheitum VW sem mörg hver tengjast nátt- úruöflum. Golf er til dæmis Golf- straumurinn góðkunni, sem kemur úr Mexíkóflóa, og hermt er að Polo vísi í vindana sem leika um póla jarðarinnar. Toyota hefur hins vegar, til þess að forðast mismunandi merkingu eftir málsvæðum, tekið þann pól í hæðina að gefa tegundum sínum heimasmíðuð nöfn, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá um- boðinu hér á landi. Þannig hafa nöfn á borð við Avensis, Corolla, Celica og Previa ekki fyrirséða merkingu og geta því gengið á ólíkum markaðssvæðum án óvæntra tungumálaárekstra. Und- antekningin er hins vegar Yaris sem mun þýða ‚sá fyrsti‘, að sögn markaðsdeildar P. Samúelssonar. Í þessu samhengi má geta þess að til þess að auka sölumöguleika bifreiða sinna nefna sumir fram- leiðendur tegundir sínar fleiri en einu nafni, eftir markaðssvæðum. Þannig eiga kaupendur í Brasilíu kost á tegundunum Volkswagen Santana, Parati, Quantum og Gol, sem ekki fást annars staðar, en síðastnefnda tegundin spilar inn á landlægan knattspyrnuáhuga Brasilíumanna og merkir ‚mark!‘ Hins vegar er ekki víst að teg- undin Gurkha, sem Tempo fram- leiðir fyrir indverskan markað, myndi ná teljandi vinsældum í Norður-Evrópu þar sem ‚gúrka‘ er ekkert annað en grænmeti. Orðið ‚gurkha‘ vísar hins vegar í nep- alska stríðsmenn sem nafntogaðir eru fyrir að hafa innlimað smærri konungdæmi í nepalska ríkið á öldum áður en gúrkarnir eru nú minnihlutahópur innan indverska hersins. Ameríku. Bjallan er ein fárra bíltegunda sem túlka nafnið sitt með útlitinu einu saman. Morgunblað ið/Sverrir ðust tónelskir um skeið á árum áður og sóttu heiminn. Nýjasta útspilið er Jazz (‚djass‘). Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ngjaþjóðflokki N-Afríku. á bláan Renault Laguna getur í raun stært sig ð aka um á ‚bláa lóninu‘! Morgunblaðið /Árni Sæberg Morgunblaðið/Árni Sæberg ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.