Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.04.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2003 B 9 bílar E INSTÖKUM kafla í sögu Ferrari-liðsins lauk í Imola- brautinni á Ítalíu í fyrradag er Michael Schumacher ók F2002-bílnum til öruggs sigurs á eig- in sorgarstundu. Var þetta lokamót keppnisfáksins sigursæla sem vann 14 af 17 mótum Formúlu-1 í fyrra og segir liðsstjórinn, Jean Todt, sigur í lokamóti bílsins, sem hefði reynst framar villtustu vonum, ekki geta hafa verið betri kveðjustund. Hyggst Ferrari tefla 2003-bílnum fram í Spánarkappakstrinum 4. maí nk. Michael og Ralf Schumacher af- réðu að axla faglega ábyrgð og þung- bærar persónulegar byrðar með því að keppa en báðum var boðið af hálfu liða sinna að keppa ekki vegna móð- urmissisins að morgni keppnisdags. Framkoma þeirra einkenndist af mikilli reisn og unnu þeir aðdáun keppinauta sinna. Michael hóf keppni fremstur en vék fyrir sókn yngri bróður síns á fyrstu metrunum og gaf honum fyrstu beygjuna eftir. Fylgdi honum síðan sem skuggi í 16 hringi og tók síðan við forystunni og hélt henni alla leið í mark. Það þurfti ekki að segja það hverj- um 65. sigur heimsmeistarans yrði tileinkaður. Hann segist hafa gert það sem móðir sín hefði viljað með því að keppa og aka til sigurs í San Marínó- kappakstrinum, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún lést á spítala í Köln í Þýskalandi. „Móðir mín naut þess að dvelja við körtu- brautina í Kerpen er við vorum yngri og horfa á okkur keppa. Foreldrar okkar studdu okkur alla tíð. Þau gerðu okkur kleift að gera það sem við fáumst við í dag. Og hún hefði viljað að við kepptum í dag, það er ég viss um,“ hefur talskona Michaels, Sabine Kehm, eftir heimsmeistaran- um sem hvarf til Þýskalands strax eftir verðlaunaafhendinguna til að vera með fjölskyldu og ættingjum. Var þetta fyrsti sigur Schumach- ers og Ferrari á árinu en liðinu farn- aðist illa í þremur fyrstu mótum árs- ins vegna herfræðilegra mistaka og akstursmistaka. Vettvangurinn var Enzo e Dino Ferrari-brautin, sem kennd er við upphafsmann Ferrari, Enzo, og son hans. Staðfesti Todt að arftaki 2002-bílsins, F2003-GA-bíll- inn, tæki við í næsta móti en þátt- töku hans í mótum hefur verið frest- að vegna bilana við bílprófanir. „Það er stefnan,“ sagði Todt. „Að vinna á ný í Imola, frammi fyrir stuðningsmönnum okkar og öllu starfsfólki er unaðsleg tilfinnning,“ bætti hann við. Todt sat fyrir svörum blaðamanna í stað Schumachers að keppni lok- inni því heimsmeistarinn var undan- þeginn því vegna móðurmissisins. „Því hefur verið haldið fram að við værum í kreppu. Þeirri gagnrýni höfum við svarað með verkum okk- ar, sagði Todt. Úrslit kappaksturs- ins eru kraftbirtingarform styrk- leika Ferrari innan vallar sem utan.“ San Marínó-kappaksturinn var ekki eins tíðindasamur og fyrstu mótin þrjú en staðfestir að Ferrari- liðið hefur fyrst og fremst reynst óheppið í fyrstu þremur mótunum. Var 2002-bíllinn eiginlega í nokkrum sérflokki í Imola. En gamli McLar- en-bíllinn og ný og betrumbætt út- gáfa af 2003-bíl Williams hafa þó sótt verulega á hann. Bílar toppliðanna þriggja reyndust og afar endingar- traustir að þessu sinni og hefðu fyrstu sex sætin orðið þeirra hefði Juan Pablo Montoya hjá Williams ekki þurft að stoppa aukalega vegna bilunar í bensínáfyllingarbúnaði. Mismunandi herfræði beitt Athyglisvert var að bæði Ferrari og Williams gengu til keppni með sömu herfræðinni, þ.e. stoppa þrisv- ar til dekkjaskipta og eldsneytis- áfyllingar. Stuttar að- og fráreinar bílskúrasvæðanna gera það kleift, en tveggja stoppa keppnisáætlun McLaren gekk einnig afar vel upp og færði Kimi Räikkönen úr 6. sæti á rásmarki í annað sætið á endamarki og David Coulthard úr 12. sæti í það fimmta. Endurbætur sem Williams-liðið gerði á keppnisbílnum fyrir Imola- mótið eru greinilega í rétta átt. Og McLaren gat ekki staðið sig betur í kappakstri sem liðið gat ekki unnið. Vel útfærð keppnisáætlun bætti fyr- ir gagnsleysi dekkjanna sem liðið valdi að nota í tímatökum og keppni. Öflug frammistaða Räikkönens ger- ir að verkum að hann er áfram efstur í stigakeppninni um heimsmeistara- titil ökuþóra, með 32 stig gegn 19 stigum Coulthards og 18 stigum Schumachers. Alonso undirstrikar ágæti sitt Renault-liðið beitti einnig tveggja stoppa herfræði með snilld og færði yngsta ökuþórnum, Fernando Alonso, enn einu sinni gott stigasæti. Er hann í fjórða sæti í stigakeppni ökuþóra, aðeins einu stigi á eftir Schumacher. BAR-liðið var þakklátt fyrir stigið eina sem Jenson Button vann eftir að kviknaði í keppnisbíl Jacques Villeneuve rétt eftir fyrsta þjónustustopp hans. Vonbrigði voru hins vegar mikil í herbúðum Jagúar er liðið fór tómhent heim eftir góða frammistöðu Marks Webber í tíma- tökum. Drapst á bíl Antonio Pizzonia á rásmarki og Webber komst hægt af stað vegna ótilgreindra vanda- mála í bílnum. Sótti Webber síðan hart en brotið drifskaft batt enda á þátttöku hans. Með sigri Michaels Schumacher og ágætu þriðja sæti Rubens Barrichello styrkti Ferrari stöðu sína í keppninni um heims- meistaratitil bílsmiða, hlaut 16 stig gegn 12 stigum McLaren sem hefur áfram væna forystu eða 51 stig gegn 31. Schumacher kveður sigurfák sorgbitinn Reuters Michael Schumacher á leið til sigurs á Imola-brautinni. Michael Schumacher með sorgar- borða við verðlaunaafhendinguna. agas@mbl.is Michael Schumacher ók F2002-bílnum til öruggs sigurs á eigin sorgarstundu en móðir hans lést að morgni keppnisdags eftir að hafa legið í dauðadái í viku af völdum falls á heimili sínu. Bílskúrs og Iðnaðarhurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir í öllum stærðum og gerðum. Fjölbreytt litaúrval. Stuttur afgreiðslufrestur Gluggasmiðjan hf Viðarhöfða 3 Sími 577-5050 Bílastæðahús/Bílskýli Nú verða naglarnir ekkert vandamál. Með gegndreypiefninu okkar gerum við gólfin sterkari en stál. Skoðaðu heimasíðuna okkar adall.is eða hafðu samband í síma 562 0770 Íslenskur aðall ehf. Rauðagerði 64 • sími 553 1244 • 128 Reykjavík P.O. BOX 8804 • FAX 568 1299 Umboðsaðili fyrir TRANSPO INC. USA, sem framleiðir DIODUR og spennustilla í flestar gerðir alternatora LAGERVARA Seljum einnig ALTERNATORA og STARTARA GOTT VERÐ G.T. ÓSKARSSON Vörubílavarahlutir Vesturvör 23, 200 Kópavogi sími 554 6000. Vagnhöfða 6 - 110 Reykjavík Sími 577 6090 - Fax 577 6095 Eigum til vatnskassa/bensíntanka og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvélum. Einnig intercoolera í vörubíla og vinnuvélar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.