Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s s í m i 4 4 0 4 4 0 0 VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F VIÐSKIPTI KRÓNAN ÞORSKELDI Líklegt er að Ísland verði meðal tilrauna- samfélaga um rafræn viðskipti. Íslenska krónan kemur til með að haldast sterk næstu sex árin sem er slæmt fyrir útflutning. Með arðbæru eldi á villtum þorski næst mun betri nýting afla- hlutdeildanna. ÍSLAND/3 STYRKUR/6 200 TONNA/11 GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sagði á fundinum að sam- ræmdar reglur um reikningsskil sem ESB hefur samþykkt og teknar verða upp hér á landi mundu hafa mikil áhrif. „ESB hefur nú ákveðið að innleiða al- þjóðlega reiknings- skilastaðla frá og með árinu 2005 og Ísland mun væntanlega inn- leiða þá frá sama tíma vegna skuldbind- inga sinna samkvæmt EES samningum. Þessar samræmdu reglur munu hafa mik- il áhrif hér á landi og þá einkum fyrir skráð félög í Kauphöll Íslands,“ sagði Geir. Hann sagðist fagna umræðu um árs- reikninga og það hvað betur mætti fara á því sviði. Hann sagði að á síðustu vikum hefði komið fram gagnrýni á íslensku árs- reikningalögin, en gagnrýnt hefði verið meðal annars að lögin væru ekki í nægi- legu samræmi við alþjóðlega reiknings- skilastaðla og að íslensku lögin héldu ekki í við þá þróun sem ætti sér stað erlendis. „Það er nauðsynlegt að stjórnvöld skapi traust umhverfi fyrir fyrirtæki til að starfa í. Hluti af því er að til séu skýrar og sanngjarnar reglur um rétt reiknings- skil fyrirtækja. Vegna þeirrar þróunar sem verið hefur erlendis er aukin krafa gerð til gagnsæis og samanburðarhæfni ársreikna fyrirtækja,“ sagði Geir H. Haarde á morgunverðarfundi Láns- trausts. V I Ð S K I P T I Samræmdar reglur munu hafa mikil áhrif Geir H. Haarde fjármálaráðherra. REYNIR Grétarsson, fram- kvæmdastjóri Lánstrausts hf., sagði á morgunverðarfundi Láns- trausts á Grand hóteli í gær þar sem fjallað var um ársreikninga, birtingu þeirra og uppgjörsað- ferðir, að af þeim 16–17.000 fyr- irtækjum sem skila eiga árs- reikningum til ríkisskattstjóra hafi aðeins 1.800 fyrirtæki skilað á réttum tíma á síðasta ári, eða um 10%. Alls eiga 90–92% fyrirtækja hér á landi að skila ársreikning- um til ríkisskattstjóra að hans sögn og skal þeim skilað í síðasta lagi 8 mánuðum eftir lok reikn- ingsárs. Reynir sagði að reglur varð- andi ársreikninga væru brotnar í einhverjum tilvikum og sagði t.d. að upplýsa skyldi í ársreikningi um þá sem ættu yfir 10% hlut í félagi en eftir því væri farið í inn- an við 50% tilvika. Ábyrgð endurskoðenda Um það hver beri ábyrgð á því að skila inn ársreikningi sagði Reynir að skilaskylda hvíldi á stjórn og framkvæmdastjóra. „Ég tel hins vegar eðlilegt að endurskoðunarskrifstofur taki þetta að sér eins og annað er lýt- ur að gerð og frágangi ársreikn- ings. Er ástæðan sú að ég held að stjórnum fyrirtækja og fram- kvæmdastjórum sé oft ekki kunnugt um skyldu sína til að skila ársreikningi. Endurskoðun- arskrifstour eru eftir sem áður að skila alltof seint. Eru vinnubrögð endurskoðenda hér gagnrýnd og talin ein ástæða þess að ákvæði laga um ársreikninga varðandi skilaskyldu eru brotin með þeim hætti sem hér hafa verið nefnd dæmi um.“ Reynir taldi upp nokkur úr- ræði til úrbóta og sagði m.a. að Ríkisskattstjóri þyrfti að auka eftirlit og reyna að beita þeim viðurlögum sem fyrir hendi væru. Í fjórða lagi sagði hann að setja þyrfti skýrari heimildir í lög um viðurlög við því að skila ekki ársreikning með réttum hætti. „Að mínu mati rétt að taka upp dagsektir t.d. 20 þúsund krónur á dag og setja í lög heimild til að slíta félögum sem ekki hafa skil- að með fullnægjandi hætti innan árs frá því að frestur rann út,“ sagði Grétar í erindi sínu. Stefán Svavarsson, endurskoð- andi og dósent við Háskóla Ís- lands, sagði að misræmi væri of mikið í afkomu- og efnahagsmæl- ingum fyrirtækja á markaði. Hann sagði að til að minnka mis- ræmið væri besta lausnin í stöð- unni að fyrirtæki á markaði beittu reglum alþjóðareiknings- skilaráðsins strax frá og með árinu 2003 og Kauphöll Íslands fyrirskipaði að þeim reglum skyldi beitt. Jafnframt sagði hann að óskráð fyrirtæki ættu að beita sömu reglum og fyrirtæki á markaði og benti á að í Banda- ríkjunum væri enginn greinar- munur gerður á stórum og litlum fyrirtækjum að þessu leyti. Vantar meiri sundurliðun Almar Guðmundsson, forstöðu- maður greiningardeildar Íslands- banka, sagði að enn vantaði mikið upp á að fyrirtæki sundurliðuðu rekstrarupplýsingar í ársreikn- ingi nægilega vel og sagði að mik- ilvægt væri fyrir fjárfesta að geta áttað sig á tekjum, framlegð, sjóðstreymi og fjárbindingu í rekstri einstakra rekstrarein- inga. Sagði hann að erlend fyr- irtæki stæðu mun framar í þess- um efnum. Karl Þorsteins, forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá Búnaðar- banka Íslands, sagði að ársreikn- ingar veittu lykilupplýsingar þegar metin væri útlánaáhætta en mat á henni er mikilvægasta atriðið þegar tekin er ákvörðun um útlán að hans sögn. Um 10% fyrirtækja skila á réttum tíma Framkvæmdastjóri Lánstrausts telur að auka þurfi eftirlit og beita viðurlögum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Karl Þorsteins, framkvæmdastjóri fyrirtækjaviðskipta í Búnaðarbankanum, í pontu. Við háborðið sitja Árni Tómasson, fundarstjóri og bankastjóri í Bún- aðarbankanum, Reynir Grétarsson, framkvæmdastjóri Lánstrausts, og Almar Guðmundsson, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka.  Miðopna: Styrkur krónunnar veikir atvinnuvegina SAMTALS hafa fjórtán starfsmenn sagt upp hjá Búnaðarbanka Íslands frá því á mánudagskvöld. Fjórir þeirra hófu störf hjá Landsbankanum í gær, líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu fleiri ný- ir starfsmenn koma þar til starfa í júní. Uppsögnum fjölgar hjá Búnaðarbanka ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.