Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 B 9 NÚR VERINU Þar sem þjónusta og þekking mætast. Hvaleyrarbraut 39, 220 Hafnarfjörður. Sími 544 2245. Fax 544 2246. Netfang: tben@tben.is Oliveira SA' í Portúgal er framleiðandi á trollvírum, snurpuvírum, vinnsluvírum og kranavírum. Oliveira SA' er þekkt fyrir gæðavír enda eingöngu notast við hágæða hráefni við framleiðslu vírsins. Oliveira SA' hefur yfir að ráða góðum tækjabúnaði við framleiðslu vírsins. Oliveira SA' hefur mjög öflugt gæðaeftirlit sem tryggir ávallt gæði vírsins. Oliveira SA' framleiðir "dæforma" vír sem og hefðbundinn vír. Oliveira SA' hefur hafið framleiðslu á nýrri tegund "dæforma" trollvíra sem henta sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Þessi nýi vír hefur fengið nafnið "SUPER ATLANTIC" Tben ehf., hefur tekið við umboði fyrir: Getum útvegað framrúður í gömlu góðu Færeyingana sem Mótun í Hafnarfirði framleiddi. Bátaeigendur Tekið á móti pöntunum í síma 552 5755. Bílrúðan ehf. EYJÓLFUR Eyjólfsson fisk- tæknir hefur undanfarin ár kennt Rússum að auka vinnsluvirði afurða sinna um borð í frystitogurum. Hann hefur stundað sjóinn með þeim við Afríku, á Reykjaneshrygg og í Bar- entshafi. Hann ber þeim vel söguna og segir að fiskurinn frá þeim sé orð- inn jafngóður og af íslenzku skipun- um, enda leggi þeir sig fram um að bæta sig. Eyjólfur stofnaði eigið fyrirtæki um þessa starfsemi, Arctic Agent, um síðustu áramót, hefur sett upp heimasíðu á slóðinni arcticagent- .com, og er hann enn eini starfsmað- ur fyrirtækisins. Eftirlit, ráðgjöf og kennsla Markmiðið með fyrirtækinu er eft- irlit og ráðgjöf, kennsla og ýmis verkefni sem tengjast sjávarútvegi. „Stærsti þátturinn í þessu er vinna með erlendum frystitogurum, vinnsluskipum, aðallega rússnesk- um. Það hefur verið helzta viðfangs- efni mitt síðustu misserin,“ segir Eyjólfur. „Það er farið að auka núna að ég starfi innan lands, þá helzt að fínpússa vinnslu hjá mönnum og samræma vinnslu fyrir pökkunar- stöðvar og að taka út fiskafurðir fyr- ir erlenda kaupendur. Það er fjöldinn allur af Íslending- um í störfum eins og þessum, eink- um hjá Rússum enda hafa þeir mjög mikinn metnað til þess að auka vinnslustigið um borð. Það eru margir menn bæði til sjós og lands úti um allan heim til að vinna að slík- um verkefnum.“ Tryggja gæðin Af hverju ættum við að vera að hjálpa öðrum þjóðum sem eru í sam- keppni við okkur? „Við Íslendingar gerum mikið af því að byggja upp tæknina hjá er- lendum frystiskipum, svo sem sigl- ingatæki, veiðarfæri, fiskvinnslu- tæki og fleira. Þannig aukast afköstin og meðferð aflans verður betri og nýting eykst. Við erum svo að hjálpa þeim í fiskinum sjálfum. Við erum ekki bara að hjálpa þeim að auka vinnslustigið, Rússum og fleiri þjóðum, við erum líka að auka heil- næmi sjávarafurða sem seldar eru á alþjóðlegum mörkuðum. Við eigum því stóran þátt í því að neytendur geti gengið að því sem vísu að fisk- urinn sé unninn við þær aðstæður að ýtrasta hreinlæti sé tryggt og farið sé að öllum almennum reglum um framleiðslu matvæla; að fiskurinn sé bæði hollur og góður. Ég hef oft spurt sjálfan mig um það hvort við séum ekki að skjóta okkur í fótinn með því að hjálpa keppinautunum á þennan hátt. Nið- urstaðan er þó sú að svo sé ekki. Við erum með þessu að stuðla að aukinni gæðaframleiðslu, sem ætti að leiða til aukinnar fiskneyzlu í heildina og það kemur okkur líka til góða. Það má líka benda á það að mikið af þess- ari framleiðslu rússnesku skipanna er selt undir merkjum Íslendinga, því við seljum mikið af fiski fyrir þá. Fái neytandinn góðan fisk frá Rúss- um, mun hann væntanlega kaupa fisk aftur. Það gerir hann hins vegar ekki ef fiskurinn er vondur.“ Bæði á sjó og í landi Hvernig stóð á því að þú lentir í þessu starfi? „Ég er menntaður fisktæknir úr Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði, sem því miður hefur verið lagður nið- ur. Ég hef aðallega unnið við verk- stjórn í frystihúsum, gæðastjórnun og við framleiðslustjórnun. Síðustu árin hef ég svo unnið að eftirliti, ráð- gjöf og kennslu um borð í vinnslu- skipum á vegum Sölumiðstöðvarinn- ar og Fiskafurða. Ég hef því verið mikið úti á sjó hin síðari ár á rúss- neskum skipum á svæðinu frá Afríku og norður í Barentshaf. Rússarnir ganga í langflestum til- fellum mjög vel um auðlindina og nýta vel það sem kemur um borð. Ég hef verið á 20 til 25 skipum hjá Rúss- um og langflest þeirra vinna mjöl og lýsi úr fiskúrgangi. Staðan er orðin þannig að um borð í þeim skipum, sem ég þekki til, er verið að framleiða afurðir sem standa afurðum íslenzku skipanna fyllilega á sporði. Rússarnir vita að þeir þurfa að bæta sig og þeir eru því mikið að þreifa sig áfram. Hjá okkur Íslendingum er mjög algengt að þeg- ar fiskurinn er kominn um borð, að við viljum koma vinnslunni frá í ein- um grænum. Rússarnir gefa sér hins vegar meiri tíma til að snyrta flökin betur og vanda merkingar á umbúð- um til að gera þetta aðlaðandi fyrir kaupandann. Þess vegna skila þeir alls ekki síðri vöru, ef ekki betri. Það er til dæmis orðið almælt í Noregi að gæði rússnesku flakanna séu mun meiri en þeirra norsku. Það hefur orðið mikil breyting á þessum 6 til 7 árum, sem ég hef verið um borð í þessum skipum. Aðbún- aður fer hægt og bítandi batnandi, en vinnslubúnaður hefur batnað mun hraðar. Það er af skiljanlegum ástæðum, því frekar er horft til framleiðsluþáttarins til að skila meiri afköstum, nýtingu og betri af- komu. Yfirleitt er aðbúnaður áhafn- arinnar bærilegur, en ekkert í lík- ingu við íslenzku skipin, sem líta út eins og lúxushótel í samanburði við rússensku skipin. Maturinn hefur farið batnandi og ég er hættur að leggja af í þessum ferðum. Þá heyrir drykkjuskapur um borð nánast sög- unni til. Þetta eru langir túrar og því bitn- ar fjarveran óneitanlega á fjölskyld- unni. Það sem skiptir máli í svona útiveru að stilla sig rétt inn. Ég hugsa með mér að útveran geti verið tveir til fjórir mánuðir og set mér engan endapunkt. Það er algengt, þegar útiveran verður lengri en menn hafa gert ráð fyrir, að það fari mjög á sálina á mönnum. Ég passa mig á því að hafa nóg fyrir stafni fyr- ir utan þann tíma sem fer í vinnsl- una. Maður verður að forðast að- gerðarleysið og það geri ég með því að föndra, skera út, mála eða lesa. Svo er tæknin orðin það góð í dag, að það er orðið mjög auðvelt að hafa samband við sína nánustu. Við hjón- in erum til að mynda með samning við Eik í Noregi um standrad-c sam- skipti þannig að við getum verið í tölvupóstsambandi. Svo er þjónust- an hjá Reykjavíkur radíói alveg frá- bær. Þeir leggja allt á sig til þess að maður nái sambandi. Hvernig ganga samskiptin við Rússana? „Ég get talað lítilsháttar rúss- nesku, en annars tala ég bæði ensku og þýzku og norræna dönsku. Yngri Rússar tala orðið ágæta ensku og það eru alltaf fleiri og fleiri sem tala ensku. Elztu karlarnir tala svo gjarnan eitthvað í þýzku. Tungumál- ið er því oft fremur fjölþjóðlegt en það eru engin vandræði að koma því til skila sem maður ætlar sér. Það hjálpar líka þegar þeir finna að mað- ur hefur áhuga á því að bæta rúss- neskukunnáttuna. Rússarnir eru góðir nemendur og það er greinilegt að þeir líta upp til okkar Íslendinga,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson. Á sjónum með Rússum Eyjólfur Eyjólfsson fisktæknir við störf í rússneskum togara. Eyjólfur Eyjólfsson hjálpar Rússum að bæta framleiðsluna um borð í vinnsluskipunum ALLS hefði um 4.400 tonnum af þorskafla dagróðrabáta sem gera út á línu verið landað utan aflamarks á síðasta fiskveiðiári, miðað við þær hugmyndir sem nú eru uppi um sér- staka kvótaívilnun til handa línubát- um. Í línuívilnun felst að bátum sem aðeins veiða á línu og landa daglega verði umbunað fyrir það sérstaklega. Uppi eru hugmyndir um að 80% af þorskafla umræddra línubáta verði reiknuð til aflamarks en 50% afla í öðrum tegundum. Sé þannig tekið dæmi af línubát sem landar einu tonni af þorski, yrðu aðeins tekin 800 kíló af þorskkvóta hans verði þessi hugmynd að veruleika. Alls voru veidd um 44 þúsund tonn af þorski á línu hér við land á síðasta fiskveiðiári. Þar af veiddu bátar sem eru 100 tonn og minni um helming þess afla en ætla má að þeir bátar teljist til dagróðrabáta. Þannig hefðu um 4.400 tonn af þorski ekki verið reiknuð til kvóta á síðasta fisk- veiðiári, hefðu umræddar reglur um línuívilnun þá verið í gildi. Hugmyndir um sérstaka kvóta- ívilnun fyrir línubáta komu fyrst upp á borðið eftir kvótasetningu auka- tegunda hjá krókabátum í maí árið 2001. Þá samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins fyrir skömmu tillögu Guðmundar Halldórssonar formanns Eldingar, félags smábáta- eigenda á norðaverðum Vestfjörð- um, um að tekin yrði upp sérstök línuívilnun fyrir dagróðrabáta og hefur Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagt að línuívilnun gæti komið til framkvæmda í haust. Sérstakar ívilnanir til handa línu- bátum eru ekki nýjar af nálinni. Hin svokallaða línutvöföldun var hér við lýði um margra ára skeið en var felld niður árið 1995. Í línutvöföldun fólst að afli línubáta taldi aðeins til kvóta til helmings. Bátur sem þannig hafði yfir að ráða 10 tonna þorskkvóta gat veitt 20 tonn á tímabilinu frá nóv- ember til loka febrúarmánaðar. Á síðasta fiskveiðiárinu sem línutvö- földunin var í gildi var hlutur línu- veiða í heildarþorskafla 19,4% en ári síðar fór hún í 9,2%. Línuívilnun hefði gefið 4.400 tonn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.