Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 B 11 NSJÁVARÚTVEGUR  ÁFRAMELDI á þorski ber sig miðað við a.m.k. 200 tonna fram- leiðslu. Þetta er ein af meginniður- stöðum lokaverkefnis Jóns Gunnars Schram frá Sjávarútvegsstofnun Há- skóla Íslands og fjallar um árangur tilraunaeldis á þorski í Tálknafirði sumarið 2001. Til tilraunarinnar voru veiddir um 9.000 fiskar, u.þ.b. 22 tonn, í snurvoð í Patreksfjarðarflóa og settir í fjórar kvíar til fóðrunar. Í upphafi voru gerðar ýmsar mælingar á ástandi fisksins, t.d. var lengd og þyngd fiskanna mæld, sem og holdastuðull þeirra og lifrarhlutfall. Fjórum sinn- um á eldistímanum voru 400 fiskar, valdir af handahófi, þyngdar- og lengdarmældir. Allt fóður var skráð svo og hitastig á mismunandi dýpi. Um miðjan desember, eftir 145 daga frá upphafi fóðrunar, var fiskinum slátrað eftir svelti og skráður árangur eldisins, varðandi vöxt, holdastuðul, gotu, lifur, haus og flök. Meginniður- staða verkefnisins er sú að meðal- þynd eldisfisksins jókst úr rúmu 2,5 kílói í tæpt 4,5 kíló, eða um 75% á þeim 145 dögum sem hann var í kví- unum. Í tilrauninni voru notaðar ein- faldar fóðurgerðir, þar sem fóðrið var ekki meðhöndlað. Fiskurinn var fóðr- aður á annars vegar á loðnu og hins vegar á steinbítsafskurði sem féll til við vinnslu Þórsbergs á Tálknafirði. Þrátt fyrir að fituinnihald loðnu sé marktækt hærra en steinbítsafskurð- ar, var ekki hægt að merkja mark- tækan vaxtarmun eftir þessum tveim- ur fóðurgerðum en hins vegar var lifrarhlutfall þorsks, sem alinn var á loðnu, hærra. Þá sýndu niðurstöður að lifur er stór hluti af þyngd eldis- fiskanna og einnig kom á óvart magn svila í fiskinum. Nýting flaka var góð vegna þykktar þeirra og reyndist hvítur litur þeirra hagkvæmur mark- aðslega séð. Fyrir utan stærð fisksins í upphafi og hitastig sjávar á eldistímanum sýndi tilraunin aðra þætti sem áhrif hafa á árangur eldisins. Þannig skipt- ir máli hvenær ársins undirmálsfisk- urinn er veiddur, meðhöndlun hans við veiðarnar, öldugangur á veiðistað og sjódæling í flutningskerin. Söltuð og fersk flök gefa arð Í tilrauninni var einnig könnuð arð- semi mismunandi afurða og reyndust söltuð flök gefa arð og einnig fersk flök. Í arðsemismatinu kom í ljós að þorskeldið bar sig miðað við 200 tonna massaaukningu, með steinbíts- afskurð sem fóður. Í kostnaði vógu þyngst kvótinn og veiðar á smáfisk- inum. Svo virðist sem minni vöxtur vegna meiri þéttleika í kvíum jafni út áhrif massaaukningar í afurðaverði, þ.e. minni afföll auka ekki endilega framleiðsluna vegna minni vaxtar fisksins við mikinn þéttleika. Því má segja að það borgi sig tæpast að setja of mikið af villtum smáfiski í kvíarnar og hafa mikinn þéttleika því þá minnkar vöxturinn, afföllin verða trú- lega meiri, kostnaður við að ná í smá- fisk í kvíarnar eykst og breytileiki eykst í þyngdardreifingu hjá fiskun- um sem er neikvætt fyrir vinnslu af- urða. Þá minnkar jafnframt holda- stuðull sem aftur hefur áhrif á nýtingu. Í verkefninu er þó bent á að hugsanlega breytist forsendur varð- andi þéttleika þegar farið verður að nota kynbættan eldisstofn sem þoli betur meiri þéttleika. Ennfremur kemur fram að eldisþorskur verði þyngri og holdameiri en villtur fiskur. Auk þess lendi eldisfiskurinn í hærri söluverðflokki, sem enn auki verð- mætasköpunina umfram vaxtaraukn- inguna. Því geti það verið álitamál hve stóran fisk á að taka inn í eldið í upp- hafi, til að ná upp í góðan verðflokk í lok eldisins. Þetta megi reikna út mið- að við vaxtarhraða fisks eftir stærð og kostnað sem kemur á móti, t.d. kvóta- kaupum og veiðikostnaði, því það þurfi hugsanlega meira magn af stórum fiski til að ná 200 tonna massaaukning en hjá minni fiski, því lítill fiskur vaxi hraðar en stór. Viðkvæmur fyrir sjógangi Tilraunin var framkvæmd við eðlileg- ar umhverfisaðstæður. Rannsóknin heppnaðist prýðilega, þrátt fyrir ýmsa ófyrirsjáanlega þætti, s.s. óveð- ur sem kom í veg fyrir að ekki var hægt að fóðra þorskinn í þrjár vikur, auk þess sem vatn í firðinum varð mjög aurmengað í kjölfar skriðufalla. Óveðrið var þó ekki alslæmt, því með því fengust upplýsingar um áhrif ill- viðris, afföll af völdum þess og hve fljótt fiskurinn jafnar sig eftir það. Kom í ljós að þorskur er viðkvæmur fyrir sjógangi í kvíum og þarf þá að komast á meira dýpi. Fiskurinn reyndist fljótur að jafna sig og ná upp vaxtarhraða eftir óveðrið. Vandamál sem þarf að leysa í eldi villts þorsk eru af ýmsum toga. Lág- marka þarf allan kostnað við eldið og ber þar hæst kvótakostnaður og veiði- kostnaður. Vegna þessa kostnaðar er stefnt að því að nota heldur þorskseiði til eldis. Staðsetningu á kvíum þarf að athuga með hliðsjón af veðráttu og hitastigi sjávar en einnig vinnuhag- ræðingu, þ.e. hversu langt þarf að sækja fiskinn á miðin og hversu langt kvíarnar liggja frá þjónustustöð í landi. Markmiðið er að fá fram sem stærst flök meðan stærð lifrar og gotu er haldið í lágmarki með hag- kvæmri samsetningu fóðurs og fóðr- unaraðferðum. Svigrúm til úrbóta með notkun smáþorsks en ekki þorskseiða felst m.a. í hagræðingu við öflun fisksins. Stærð hans í upphafi eldisins hefur töluvert að segja hvað varðar vöxt. Við val á fóðri þarf að hafa í huga kostnað við að afla þess, en hann er breytilegur eftir landshlutum. Einnig mætti athuga hagkvæmni þess að nota meltu úr tilfallandi hráefni frá fiskvinnslu sem hluta af fóðri. Velja má sláturtíma í kvíaeldi eftir hentug- leika með markaðsverð í huga og mis- munandi vinnsluaðferðir eftir kröfum markaðarins. Breyttar forsendur kvíaeldis Áhugi á eldi þorsks fer nú vaxandi, ekki síst vegna þess að villtir þorsk- stofnar eru nú almennt taldir fullnýtt- ir. Forsendur kvíaeldis á þorski hafa breyst talsvert að undanförnu með hækkandi afurðaverði, minnkandi kvóta og lægri meðalþyngd veiddra fiska. Ef eldi á villtum þorski reynist arðbært og hægt er að ná fram með hagkvæmum hætti viðunandi vexti þorsks í eldi, getur náðst mun betri nýting aflahlutdeildanna og þar af leiðandi rekstrarbati fyrir sjávarút- vegsfyrirtæki. )-  .*   /          "        "        "        "        8) 1, ' E 'F 6($ ' 1, '   +1*  ?@A . 81*?A D$1, 'E 'F Ein þeirra fjögurra kvía sem notaðar voru til eldisins í Tálknafirði. Morgunblaðið/Helgi Mar Snurvoðarpokinn hífður um borð í dragnótarbátinn Jón Júlí BA. Þorskurinn var síðan settur í ker og fluttur í þeim í kvíarnar. 200 tonna áframeldi á þorski getur borið sig Meðalþyngd þorsks sem veiddur var til áfram- eldis í Tálknafirði jókst um 75% á 145 dögum Með arðbæru eldi á villtum þorski næst mun betri nýting afla- hlutdeildanna. Helgi Mar Árnason rýndi í nið- urstöður þorskeldis- tilraunar sem gerð var í Tálknafirði árið 2001. hema@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.thorskeldi.is/Skjol/jg.pdf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.