Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 12
    ! +?D2DG +??HIG ?D5/JK2+?KJ4J:>J5 8?K3>+?KJ I>>DG                             01   0 (<  "-(- ,"    " ) B" - - $$ 0$1 023 %$3 %## %$4 %$( +LK?M?G+?KJ 56?G:?NO %## %21 $$ >8?K3>+?KJ >?:64GPJ AUKINN þrýstingur er nú á aðild- arlönd ESB að bæta eftirlit með endurskoðendum, en ESB reynir nú að koma í veg fyrir reglusetn- ingu sem stjórnvöld í Bandaríkj- unum ætla að innleiða fyrir endur- skoðendur utan Bandaríkjanna, þ.e. endurskoðendur sem fara með mál erlendra fyrirtækja sem skráð eru á markað í Bandaríkjunum. Hafa bandarísk yfirvöld krafist þess að erlendir endurskoðendur skrái sig hjá hinni nýstofnuðu eftirlitsstofnun Public Company Accounting Over- sight Board, PCAOB, fyrir október nk., en sú stofnun var sett upp í kjölfar hneykslismála vegna bók- haldsbrellna í stórfyrirtækjum eins og Enron og WorldCom. PCAOB getur refsað endurskoðendum starfi þeir ekki samkvæmt lögum og reglum. Framkvæmdastjórn ESB mun birta stefnumótun varðandi endur- skoðun í næsta mánuði þar sem lagt er til að öll aðildarlönd hafi ein- hverskonar opinbert eftirlit með endurskoðendum. Á viðskiptavefn- um FT.com segir að takist með þessu að bæta eftirlitið í löndum ESB vonist framkvæmdastjórnin til þess að bandarísk yfirvöld hætti við fyrrnefnda reglusetningu á evr- ópska endurskoðendur. Fæstir með opinbert eftirlit Í frétt FT.com segir að af 15 aðild- arríkjum ESB sé minnihluti ríkjanna með sjálfstæðan eftirlits- aðila af þessu tagi. Í flestum lönd- unum eru það endurskoðendur sjálfir sem eru með eigið innra eft- irlit eða þá að félög endurskoðenda sjá um eftirlitið. Hér á landi er því þannig farið einnig. Bretland og Belgía eru einu löndin, samkvæmt frétt FT.com, sem eru með eftirlit í líkingu við það bandaríska. Samkvæmt tilmælum frá ESB verða ESB-lönd hvött til að koma á fót eftirliti sem samanstendur að meirihluta til af fólki utan fags end- urskoðenda. Talið er að tekið verði mið af PCAOB í mótun eftirlitsins. Í greininni segir jafnframt að Evrópusambandið vilji taka upp al- þjóðlega reikningsskilastaðla fyrir skráð félög frá og með árinu 2005. Ekki bindandi fyrir Ísland Elva Ósk Wium lögfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu segir að Ísland sem aðili að EES-samningnum þurfi vegna skuldbindinga sinna við EES að innleiða allar gerðir sem koma frá ESB og snerta samning- inn og þar af leiðandi tilmæli eins og þessi sem snerta gæðaeftirlit fyrir endurskoðendur. „Tilmæli eins og þessi eru ekki bindandi og þau þarf ekki að taka upp frá orði til orðs, þannig að það er í raun aðild- arríkjunum í sjálfsvald sett hvort þau innleiða þau eða ekki. Það er hins vegar ætlast til að aðildarríkin taki tillit til svona reglna og það munum við gera.“ Elva segir að ekki sé endilega um það að ræða að hið opinbera sjái um eftirlitið held- ur gætu aðrir aðilar séð um það. Traustið skiptir máli Guðmundur Snorrason formaður Félags löggiltra endurskoðenda segir að það skipti afar miklu máli að það kerfi sem menn búa við njóti það mikils traust að markaðurinn og þeir sem vinna á honum treysti því að menn séu að vinna sam- kvæmt gildandi reglum.Hann segir að tilgangur tilmæla eins og þeirra sem ESB er að leggja til sé einmitt sá að tryggja fyrsta flokks endur- skoðun. Fyrsta flokks endurskoðun felur í sér að trúverðugleiki upplýs- inga sem hafa verið birtar eykst og hluthafar, fjárfestar, lánveitendur og aðrir hagsmunaaðilar fá aukna þjónustu og vernd. Hugsanlega verður þessu ekki náð fram nema með því að setja á stofn sérstaka eftirlitsnefnd. Spurður hvort hann hafi orðið var við að menn beri minna traust til endurskoðenda nú en fyrir Enron-hneykslið í Banda- ríkjunum segir Guðmundur að væntanlega hafi allir aðilar sem vinni á markaðum orðið fyrir ein- hverjum álitshnekki vegna þess máls og annarra skyldra mála, hvort sem það eru stjórnendur fyr- irtækja, opinberir aðilar, endur- skoð- endur, fjármálaráðgjafar o.s.frv. en þó segir hann að erfitt sé að segja til um það hvort traust til þessara aðila hafi minnkað hér á landi. Þrýst á eftirlit með endurskoðendum GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að til þess að fullur ávinningur náist af rafrænum við- skiptum verði að nást full samstaða á markaði um frekari útfærslur og þróun. Þetta kom fram í setn- ingarræðu hans á ráðstefnu fjármálaráðuneytis- ins og Samtaka atvinnulífsins um rafræn viðskipti. Geir sagði að ráðstefnunni væri ætlað að marka upphaf að aukinni samvinnu ríkisins og fyrirtækja á almennum markaði við eflingu rafrænna við- skipta hér á landi. „Það er von mín að samhent átak þessara aðila muni leiða til sóknar í rafræn- um viðskiptum sem muni skila sér í hagræðingu og eflingu viðskipta almennt,“ sagði ráðherra. Samvinna ríkis og einkaaðila Að sögn Geirs var viðfangsefni ráðstefnunnar dæmi um samvinnu ríkis og einkamarkaðar, þar sem styrkur ríkisins væri nýttur til að laða fram frumkvæði og afl einkaaðila. Á henni yrðu kynnt verkefni sem unnin hefðu verið að frumkvæði rík- isins, en myndu jafnframt nýtast á hinum almenna markaði. „Stefnumótun ríkisins í þessum verk- efnum tekur mið af því að reynt hefur verið að leiða saman ríki og atvinnulíf í þeim tilgangi að dreifa jafnt kostnaði og ávinningi af verkefnum sem munu til lengri tíma nýtast öllum. Við höfum talið að ríkið geti í krafti stærðar sinnar skapað tækifæri til uppbyggingar á nýrri þjónustu gegn því að lýsa sig reiðubúið til að leggja til viðskipti sín og tæknilega uppbyggingu,“ sagði fjármála- ráðherra. Með kaupum á nýjum fjárhags- og upplýsinga- kerfum voru að sögn Geirs stigin mikilvæg skref í því að gera ríkisstofnunum kleift að stunda raf- ræn viðskipti. „Með innleiðingu kerfisins skapast möguleikar á umtalsverðri sjálfvirknivæðingu og hagræðingu. Hins vegar er nauðsynlegt að við- skiptavinir ríkisins, þ.e. birgjarnir, taki þátt í þessari þróun af krafti til þess að fullum ávinningi verði náð.“ Ráðherra sagði að sem liður í að auðvelda sam- skipti ríkisstofnana og birgja hefði ríkið gengið fram í að þróa rafrænt markaðstorg, í samvinnu við einkaaðila, með það að markmiði að sú þjón- usta gæti nýst starfandi fyrirtækjum á markaði. „Verkefnið var unnið í samstarfi við fjölmarga að- ila á markaði, m.a. helstu samtök hagsmunaaðila, sem er lykilatriði í því að sátt náist um tilteknar lausnir. Mikilvægt er í þessu sambandi að ríkið hefur tekið þá stefnu að skilgreina þarfir og þjón- ustu í stað þess að byggja sjálft upp viðkomandi þjónustu.“ Geir sagði að ljóst væri að til þess að fullur ávinningur næðist yrði að nást full samstaða á markaði um frekari útfærslur og þróun. „Ríkið hefur sett sér markmið varðandi framgang raf- rænna viðskipta, sem meðal annars voru skil- greind í nýrri innkaupastefnu ríkisins sem sam- þykkt var af ríkisstjórn á síðasta ári. Fyrirtæki á almennum markaði hafa mörg hver sett sér mark- mið og unnið ötullega að verkefnum á sviði raf- rænna viðskipta. Ég tel mikilvægt að ráðstefnan í dag marki upphaf að samhentu átaki helstu hags- munaaðila með það að markmiði að efla framgang rafrænna viðskipta í landinu,“ sagði Geir. Átak í hugsunarhætti „Við teljum að tekist hafi að leiða fram lausnir sem tæknilega geta leitt af sér byltingar en eftir stend- ur að gera þarf átak í hugsunarhætti og taka af skarið varðandi það hvernig við nálgumst við- skipti almennt,“ sagði hann. Ráðherra skoraði á fulltrúa hagsmunaaðila og fyrirtækja á almennum markaði að taka höndum saman og efla veg raf- rænna viðskipta. Rafræn viðskipti efla viðskipti almennt Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Fjölmenni var á ráðstefnu fjármálaráðuneytisins og Samtaka atvinnulífsins um rafræn viðskipti. Í ÍSLENSKUM lögum er ekki að finna ákvæði sem með beinum hætti koma í veg fyrir að lykilstarfsmenn fyrirtækja geti farið til starfa hjá keppinauti að loknum uppsagnarfresti. Einu laga- ákvæðin sem gætu hugsanlega komið í veg fyrir þetta er að finna í samkeppn- islögum nr. 8/1993 með síðari breyt- ingum, þar sem kveðið er á um að starfsmenn megi ekki nýta sér atvinnu- leyndarmál. Í 27. grein samkeppnislaganna segir að sá sem fengið hefur vitneskju um eða umráð yfir atvinnuleyndarmálum á réttmætan hátt í starfi sínu fyrir annan eða í félagi við annan, megi ekki án heimildar veita upplýsingar um eða hag- nýta sér slík leyndarmál. Bann þetta gildir í þrjú ár frá því að starfi er lokið eða samningi slitið. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræð- ingur í vinnumarkaðsfræði og stjórnun, segir að ef atvinnurekendur vilji hindra að starfsmenn ráði sig til starfa hjá keppinauti í kjölfar þess að hætta störf- um hjá viðkomandi fyrirtæki, þá verði að vera kveðið á um slíkt í ráðningarsamn- ingi. Dæmi séu um að þetta hafi verið gert. Hún segir að vinnulöggjöfin hér á landi sé sveigjanlegri í þessum efnum en gengur og gerist í mörgum þeim löndum sem Ísland ber sig saman við. Uppsagnir og starfslok séu því almennt auðveldari í framkvæmd hér. Óleyfilegt að nýta samkeppn- isleyndar- mál BAUGUR Group hf. hyggst fjárfesta fyrir um 10 milljónir punda, eða sem svarar um 1.200 milljónum króna í nýstofnuðu fasteignaþróunarfélagi í Bret- landi, LXB Group Limited. Auk Baugs standa Halifax Bank of Scotland (HBOS) og TBH Invest- ment Limited, sem er í eigu skoska kaupsýslumannsins Tom Hunter, að félaginu. Baugur hefur áður unnið með Tom Hunter þeg- ar félagið keypti hlut í fatakeðj- unni House of Fraser fyrir nokkru. Að sögn Jóns Scheving Thor- steinssonar, framkvæmdastjóra Baugss-ID, er tilgangur félagsins að kaupa verslunarhúsnæði, bæta nýtingu þess og selja síðan hefð- bundnum fasteignafyrirtækjum. „Það eru tiltölulega fá leyfi gefin til bygginga á verslunarrými í Bretlandi og því hefur verið erfitt að útvega húsnæði. Á 6. og 7. ára- tugnum var byggt töluvert af hús- næði fyrir smásölu. Það húsnæði þarf nú að endurgera og breyta í samræmi við nútímaþarfir.“ Hann segir HBOS-bankann vera umsvifamikinn í fjármögnun smásöluhúsnæðis í Bretlandi. „Við höfum áður verið í samstarfi við Tom Hunter í tengslum við HoF á sínum tíma og þekkjum hann orð- ið ágætlega. Báðir þessir aðilar hafa reynslu á fasteignamarkaðin- um í Bretlandi, vildu stofna nýtt félag og leituðu til Baugs.“ Jón segir fasteignamarkaðinn vera mun þróaðri í Bretlandi en á Íslandi, sérstaklega hvað varðar fjármögnun. „Með þessu sam- starfi getum við öðlast reynslu og lært um verkaskiptingu og skipu- lag á fasteignamarkaði í Bretlandi sem nýtist okkur á heimamark- aði.“ Þegar LXB verður að fullu fjár- magnað er gert ráð fyrir að heild- areignir þess nemi um 350 millj- ónum sterlingspunda eða sem nemur 42 milljörðum íslenskra króna, segir í tilkynningu frá Baugi Group. Baugur festir fé í bresku fast- eignafélagi Morgunblaðið/Kristinn Baugur hefur keypt hlut í bresku fasteignafélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.