Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 110. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ritlistin kynnt Bókmenntakynningarsjóður vinnur að ýmsum verkefnum Listir 18 Einföld ráð til að auka vellíðan á vinnustaðnum Daglegt líf 24 Viðkvæm sjálfsmynd Bókin Saman í sátt fjallar um leiðir til að fást við einelti Menntun 22 SEX manns hafa reynst smitaðir af svonefndu heilkenni alvarlegar og bráðrar lungnabólgu, HABL, í Bretlandi, fimm í Frakklandi og grunur var um tilfelli í Litháen í gær. Rúm- lega 260 manns hafa nú dáið úr veikinni í heiminum eftir að hún kom upp í Kína í nóv- ember og um 4.500 að auki smitast en ekki er til nein lækning við henni. Veiran er talin vera nýtt afbrigði af venjulegri kvefveiru en ekki er vitað með vissu hvernig hún berst milli manna. Flestir ná sér eftir viku legu en að jafnaði virðast um 4% smitaðra deyja. Liðlega 100 manns hafa nú látið lífið í Kína og nokkuð á þriðja þúsund að auki smitast af völdum nýja sjúkdómsafbrigðisins. Stjórn- völd hafa gripið til róttækra ráðstafana til að hindra útbreiðsluna, skólar eru lokaðir í bili í Peking og fjöldi fólks hefur verið beðinn um að mæta ekki til vinnu. Víða í Kína hafa heilir bæir verið einangraðir. Margir Peking-búar reyna nú að flýja borgina eða safna matar- birgðum en þar búa um 14 milljónir manna. Embættismenn heilbrigðismála í Toronto í Kanada héldu í gær neyðarfund en talið er að allt að 16 manns hafi dáið úr sjúkdómnum í landinu og um 330 manns smitast, flestir í Toronto og grennd. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin, WHO, hefur varað ferðamenn við að ferðast til Peking, Shanxi-héraðs í Kína og Toronto. HABL, sem á ensku nefnist SARS, hefur nú breiðst út til tuga landa. Kínverskur lögreglumaður sést hér af- henda starfsmönnum sjúkrahúss Peking- háskóla nauðsynjar en það var sett í ein- angrun í gær vegna lungnabólgunnar sem hefur stungið sér niður á stofnuninni. Alls eru um 1.200 sjúkrarúm í húsinu. Reuters Lungnabólgusmit í Bretlandi  Gríman/14 VERÐ á olíu lækkaði verulega í gær í framhaldi af fundi olíu- málaráðherra OPEC, samtaka olíusöluríkja, í Vín og hefur ekki verið lægra um fimm mánaða skeið. Lækkaði fatið af Brent-olíu úr Norðursjó um 66 sent í 23,60 dollara. OPEC-ráðherrarnir ákváðu að minnka samanlagða framleiðslu aðildarríkjanna um tvær milljónir fata á dag frá júní til að koma í veg fyrir of mikla birgðasöfnun. Á óvart kom að leyfilegur heildar- framleiðslukvóti skyldi aukinn um 900.000 föt á dag í 25,4 milljónir fata og var bent á að niðurstaðan gæti í reynd orðið framleiðslu- aukning. Sérfræðingar sögðust sumir ekki skilja stefnu OPEC. Kvótareglurnar voru hunsaðar síðustu mánuði af ótta við olíuskort í kjölfar Íraksstríðsins og harðra deilna í Venesúela og var fram- leiðslan að jafnaði um 27,4 milljónir fata á dag í febrúar og mars. Olíuverð lækkar Vín. AFP. DAVÍÐ Oddsson for- sætisráðherra er þeirrar skoðunar að væntanleg ákvörðun bresku ríkis- stjórnarinnar um að fresta þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evru í stað punds muni hafa áhrif á Evrópuumræður hér á landi og draga úr rök- semdum þeirra sem telja að sækja beri um aðild að ESB vegna sameig- inlega gjaldmiðilsins. Davíð bendir einnig á að mikil andstaða virðist vera meðal Svía við að taka upp evru og Danir hafi ekki tekið ákvörðun um þjóðaratkvæða- greiðslu um evruna. „Þegar við skoðuðum þetta mál hjá okkur á sínum tíma varð það niðurstaða stórrar nefndar, sem margir aðilar áttu sæti í, að það væri hvorki ástæða né efni til þess fyrir okk- ur að taka þessi mál til sérstakrar athugunar, nema sú breyting yrði að Svíar, Danir og Bretar tækju upp evruna,“ segir Davíð. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, eru sömu skoðunar og segja að ákvörð- un Breta um frestun atkvæðagreiðslunnar muni draga úr þrýstingi á aðildarumsókn að ESB hér. Segir umræðuna halda áfram Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra er á öðru máli og segir að þótt Bretar telji sig þurfa lengri tíma til að undirbúa upptöku evrunnar muni þeir á endanum taka hana upp. Hann telur ekki að frestun atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi muni hafa áhrif hér á landi. „Umræðan um þessi mál mun að sjálfsögðu halda áfram. Evran er staðreynd og hún hefur meiri áhrif gagnvart litlum gjaldmiðlum en stórum,“ segir hann. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylking- arinnar, segir að niðurstaða bresku ríkisstjórn- arinnar kunni að draga „eilítið úr þrýstingnum á að við könnum í mikilli alvöru inngöngu í Evrópu- sambandið. En þar er einungis um frest að ræða. Ég held að Bretar muni örugglega enda þarna um síðir og Danir og Svíar sömuleiðis. Þá er óhjá- kvæmilegt fyrir okkur að taka upp evru og ganga í Evrópusambandið.“ Ósammála um áhrif ákvörðun- ar Breta  Skiptar skoðanir/4  Blair hyggst fresta/14 Draga mun úr evru- umræðunni að mati forsætisráðherra TARIQ Aziz, einn af þekktustu ráðamönnum í stjórn Saddams Husseins í Írak, er nú í vörslu Bandaríkjamanna og sögðu heim- ildarmenn sjónvarpsstöðvarinnar CNN í gærkvöldi að hann hefði gefið sig sjálfviljugur fram. Aziz var áratugum saman náinn sam- starfsmaður Saddams og lengi ut- anríkisráðherra, síðar aðstoðar- forsætisráðherra. Bandamenn munu nú hafa kló- fest 12 af þeim 55 mönnum úr innsta hring sem þeir eru stað- ráðnir í að handsama en efstir eru Saddam sjálfur og synir hans tveir, Uday og Qusay. Ekki er ljóst hvort þeir eru á lífi en Bretar telja að svo sé og þeir séu enn í felum einhvers stað- ar í Írak. Tariq Aziz er 57 ára gam- all, fæddur í Mosul í norðanverðu Írak og var eini kristni maðurinn í stjórninni. Hann var árum saman kennari og blaðamaður, kemur vel fyrir, talar góða ensku og var að líkindum þekktari á Vestur- löndum en aðrir íraskir ráðamenn að Saddam undanskildum. Segja sérfræðingar að hann hafi verið mikilvægasta málpípa stjórnvalda en haft lítil raunveruleg völd. Valdaleysið hafi hins vegar tryggt honum pólitískt langlífi. Aziz átti mikinn þátt í að stjórn- málatengsl voru aftur tekin upp milli Íraka og Bandaríkjamanna árið 1984. Stórveldin studdu þá öll Íraka í stríði þeirra gegn Írönum sem taldir voru enn hættulegri en Saddam vegna ofstækis klerka- stjórnarinnar í Teheran. Tariq Aziz í haldi Bandaríkjamanna Tariq Aziz TALSMENN Norður-Kóreu- stjórnar gáfu í skyn á öðrum degi viðræðna sinna við Bandaríkja- menn og Kínverja í Peking í gær að þeir réðu nú þegar yfir kjarn- orkuvopnum. Fundinum lauk í gær, einum degi áður en áætlað var, og er ekki ljóst hvort fleiri fundir verða boðaðir. Efnt var til viðræðnanna til að reyna að leysa deilurnar um kjarnorkuvopnatilraunir N-Kór- eumanna sem hafa endurræst til- raunaofn í Yongbyon. Talið er að þeir geti þar framleitt nokkrar frumstæðar sprengjur úr plútóni sem fellur til sem úrgangsefni. Segjast eiga kjarn- orkuvopn Washington, Peking. AFP, AP. Slökun í amstrinu STJÓRNVÖLD í Kanada sögðust í gær ætla að banna allar þorskveiðar við megnið af strandhéruðunum við Atlantshaf vegna þess að veiðistofnarnir væru í sögulegu lágmarki. Aðeins verður leyft að veiða suður af Nýfundnalandi og við frönsku eyjarnar Saint Pierre og Miquelon. Þorskveiðar við austurströndina hafa sætt miklum tak- mörkunum frá 1992. Bannað að veiða þorsk Montreal. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.