Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNENDUR helstu fjármála- fyrirtækja hér á landi telja ekki lík- legt að ráðningar Landsbankans á starfsmönnum Búnaðarbankans að undanförnu marki upphafið að nýj- um vinnubrögðum í bankakerfinu, þar sem boðið verði í starfsfólk fyr- irtækja með ákveðnari hætti en áður hefur verið gert. Þó er bent á að slíkt ástand skapist gjarnan í kjölfar upp- stokkunar á fjármálamarkaði. Menn greinir á um hversu mikil áhrif þess- ar aðferðir muni hafa á launakjör starfsfólksins. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segist ekki telja að út- spil Landsbankans muni hafa áhrif á starfsmannaleit annarra fjármála- fyrirtækja. „Ég á ekki von á því að þetta dragi dilk á eftir sér, hvorki með þeim hætti að við förum að beita þessum aðferðum eða að þetta muni hafa áhrif á launakjör eða annað því um líkt,“ segir hann. Ekki viss um að þetta sé búið Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, var inntur eftir því hvort aðgerðir Landsbankans marki upphafið að frekari leit fjármálafyr- irtækja eftir starfsmönnum hjá sam- keppnisaðilum. „Ég er ekki viss um að þetta áhlaup sé búið og það er ljóst að þetta hefur haft í för með sér hækkun í launum hjá mörgum og lík- lega öllum þeim sem eru að færa sig,“ sagði hann. „Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort þetta muni hafa einhver varanleg áhrif.“ Hann segist ekki hafa trú á því að önnur fjármálafyrirtæki muni snúa sér á svipaðan hátt og Landsbankinn gerði varðandi starfsmenn Búnaðar- bankans. „Ég held að það sé ekki komið að því en þó veit maður aldr- ei.“ Meira rót á stöðu starfsmanna nú en áður Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, telur færslu starfsmanna frá Búnaðarbankanum til Landsbankans vera afleiðingu þess að samkeppnin sé að aukast milli fjármálafyrirtækja. „Einkum og sér í lagi kemur þessi staða upp þegar verið er að breyta grunnfor- sendum í rekstri með samruna fyr- irtækja og uppstokkun hjá fyrir- tækjunum sjálfum,“ segir hann. „Það er ljóst að við þær aðstæður sem eru núna á markaði er komið meira rót á stöðu starfsmanna en verið hefur þannig að ég hygg að þetta hljóti að teljast nokkuð eðlileg afleiðing þeirrar þróunar sem er á markaðnum.“ Hann telur þó ólíklegt að þetta muni valda einhverri byltingu í starfsmannaleit fyrirtækjanna. „Ég hygg að þetta muni þýða meiri breytingar en áður áttu sér stað ein- faldlega vegna þess að það er gjarn- an byrjað á því að ráða nýja yfir- menn með þessum hætti sem síðan kallar á einhverjar frekari breyting- ar innan þeirra deilda sem þeir koma til með að stjórna. Maður gæti þess vegna séð fyrir sér einhverja meiri uppstokkun í kjölfar slíks en ég held að hún verði varla neitt byltingar- kennd.“ Hvað varðar laun starfsmannanna telur Guðmundur ekki líklegt að þau komi til með að hækka verulega. „Það er rétt að fyrirtækin eru e.t.v. að leita eftir starfsmönnum og til að fá þá til að hreyfa sig þurfa þau e.t.v. að borga þeim hærri laun en þeir hafa haft. Hins vegar kemur á móti að þetta starfsumhverfi er ekki alveg eins öruggt og það hefur verið og það leiðir til þess að menn eru kannski heldur hógværari í að setja fram kröfur en þeir hefðu ella verið.“ Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, telur að það, að bank- arnir sæki starfsmenn til samkeppn- isaðila sinna, geti orðið til þess að laun hækki hjá tilteknum hópum innan fjármálafyrirtækja því það sýni að fyrirtækin geri sér grein fyr- ir því að það þurfi að borga þeim hærri laun en hingað til hefur tíðk- ast. Þannig geti það aukið launamun- inn innan bankakerfisins. Hann segir að útspil Landsbank- ans hafi ekki verið óvænt í kjölfar þeirra breytinga sem hafa verið að gerast í rekstri fjármálafyrirtækj- anna að undanförnu. Hann á ekki von á því að þetta muni valda því að aðrir bankar fylgi í kjölfarið. „Af augljósum ástæðum vil ég ekki tjá mig um þetta mál sem nú er í umræðu, a.m.k. að sinni,“ sagði Hall- dór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans. „Hins vegar er það vel þekkt að það er mjög mikil hreyf- ing á starfsfólki á fjármálamarkaði, bæði hér innanlands og alþjóðlega, kannski heldur meiri en í mörgum öðrum atvinnugreinum.“ Stjórnendur fjármálafyrirtækja um ráðningar Landsbankans á starfsfólki Búnaðarbankans Ekki líklegt að fleiri bankar fylgi í kjölfarið DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að þær fregnir að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hyggist fresta þjóðaratkvæða- greiðslu um upptöku evru í stað punds, þýði að atkvæðagreiðsla meðal Breta muni vart fara fram á yfirstandandi kjörtímabili bresku rík- isstjórnarinnar. „Og ef þeir vinna næstu kosn- ingar þá yrði það væntanlega ekki fyrr en á miðju næsta kjörtímabili ef þessi fimm efna- hagslegu skilyrði [um upptöku evrunnar] verða uppfyllt,“ segir hann. Davíð segist gera ráð fyrir að frestun þjóð- aratkvæðagreiðslu um evruna í Bretlandi muni hafa einhver áhrif á Evrópuumræðurnar hér á landi og þá í þá átt að draga úr röksemdum þeirra sem vilja að Ísland taki upp evruna. Davíð segir að stefnt hafi að þessari niður- stöðu í Bretlandi að undanförnu og vísar í því sambandi til ummæla Gordons Brown fjár- málaráðherra um að því fari fjarri að flest eða öll skilyrðin fyrir upptöku evrunnar væru upp- fyllt. „Það lítur ekki vel út í augnablikinu um að Svíar samþykki að taka upp evru og virðist vera mikil andstaða við það þar. Þegar við skoðuðum þetta mál hjá okkur á sínum tíma varð það nið- urstaða stórrar nefndar, sem margir aðilar áttu sæti í, að það væri hvorki ástæða né efni til þess fyrir okkur að taka þessi mál til sérstakrar at- hugunar, nema sú breyting yrði að Svíar, Danir og Bretar tækju upp evruna. Danir hafa ekki enn tekið neina ákvörðun um að fara í þjóð- aratkvæðagreiðslu,“ segir hann. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir frestun þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi ekki koma á óvart. „Það er greinilegt að Bretar telja að þeir þurfi lengri tíma til að undirbúa hugs- anlega aðild að evrunni. Ég er hins vegar þeirr- ar skoðunar að það muni enda með því að Bret- ar verði aðilar að evrunni,“ segir Halldór. Hann segir skipta miklu máli hvert gengi sterlingspundsins sé þegar tímasetningar séu ákveðnar. „Ég hef alltaf reiknað með því að Sví- ar og Danir yrðu á undan Bretum í þessu ferli,“ segir hann. Halldór telur ekki að frestun at- kvæðagreiðslunar í Bretlandi muni hafa ein- hver sérstök áhrif hér á landi. „Umræðan um þessi mál mun að sjálfsögðu halda áfram. Evr- an er staðreynd og hún hefur meiri áhrif gagn- vart litlum gjaldmiðlum en stórum. Breska pundið hefur verið áhrifamikill gjaldmiðill með sama hætti og svissneski frankinn er mjög mik- ilvægur gjaldmiðill. Þessir stóru gjaldmiðlar hafa mikið vægi í heimsviðskiptum. Ég er þeirrar skoðunar að evran muni smátt og smátt vinna þar á og hér er um langtímaþróun að ræða en ekki skammtímaþróun,“ segir Halldór. Þrýstingur út úr myndinni Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að með frestun atkvæðagreiðslu um evruna í Bret- landi hrynji sú röksemd Evrópusambandssinna hér að að upptaka evrunnar í Bretlandi setji þrýsting á Íslendinga um að taka hana upp. Kveðst Steingrímur einnig vera bjartsýnn á að Svíar muni fella upptöku evrunnar í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem halda á í september. „Það mun þýða að Danir munu enn síður flýta sér og er líklegt að þeir slái því á frest um ókominn tíma ef hvorugt gerist að Bretar fari af stað og Svíar samþykki. Þá er þessi þrýstingur alveg út úr myndinni að við verðum að rjúka til,“ segir hann. „En þetta hafa aldrei verið neinar sérstakar röksemdir að mínu mati. Ég hef aldrei séð að það breytti öllu í okkar viðskiptum þótt evru- svæðið stækkaði eitthvað. Það eru ekki rök fyr- ir því að við tökum upp evru. Aðildarsinnar eru á bullandi undanhaldi eins og sjá má best af því að sá flokkur, sem helst hafði ætlað að gera þetta að kosningamáli, er í þriðja bakkgír og minnir á það sem sagt var um ítölsku skriðdrekana að þeir hefðu einn gír áfram og þrjá afturábak,“ segir Steingrímur. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, tekur í sama streng og Stein- grímur og Davíð að ákvörðun bresku ríkis- stjórnarinnar muni draga úr þeim röksemdum að Íslendingar þurfi að skoða aðild að ESB vegna upptöku evrunnar. „Ef Evrópulöndin sjálf eru að fresta því að taka upp evruna bendir það ekki til þess að við ættum að taka upp við- miðun við evruna, þótt menn hafi vissulega bent á að gengissveiflur hér á landi geti verið mjög óþægilegar,“ segir hann. Guðjón segir það af- stöðu Frjálslynda flokksins að framlenging EES-samningsins væri nokkuð góður kostur fyrir Íslendinga. Mikilvægt sé að sjá hvernig hann muni reynast áfram og eins hvernig nýj- um ríkjum muni reiða af innan ESB. „Við vilj- um vera í biðstöðu í einhver ár gagnvart Evr- ópusambandinu,“ segir Guðjón. Breytir engu um pólitískt markmið bresku ríkisstjórnarinnar „Þessi ákvörðun Blair breytir engu um hið pólitíska markmið bresku ríkisstjórnarinnar, sem er að um síðir muni Bretar verða hluti af hinum sameiginlega gjaldmiðli,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. „Enn síður hefur þetta áhrif á þá staðreynd að Íslendingar hafa að mínu viti töluverða þörf á því að ná þeim ávinningum sem fylgja upp- töku evrunnar hér á landi. Krónan er orðin æði lítill og erfiður gjaldmiðill, eins og reynsla síð- ustu ára sýnir. Við þurfum stöðugleikann sem fylgir evrunni, við þurfum hið miklu hagstæð- ara vaxtastig sem fylgir evrunni og við þurfum annarskonar samkeppnisforskot, sem birtist ekki síst í auknu gagnsæi í verðlagi og harðari samkeppni, sem fylgir því þegar um sama gjaldmiðil er að ræða. Þetta er allt nauðsynlegt fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir Össur. Hann tekur fram að engar brýnar nauðir reki Íslendinga til að taka upp evruna í dag, „en sá tími færist óðfluga nær. Við erum lítið hag- kerfi í alþjóðlegum heimi, þar sem landamæri eru að hverfa og eru horfin í viðskiptalegu tilliti. Ég vil hugsa um framtíðina og að Ísland haldi blóma sinna kynslóða sem staðnæmist ekki er- lendis eftir nám. Til að við stöndumst hina al- þjóðlegu samkeppni þarf að byggja upp marg- breytilegt atvinnulíf og ég held að okkur takist það ekki í nægilega ríkum mæli nema við tökum upp evruna og verðum hluti af evrópska hag- kerfinu. Þess vegna tel ég að það kunni að vera að þessi niðurstaða bresku ríkisstjórnarinnar dragi eilítið úr þrýstingnum á að við könnum í mikilli alvöru inngöngu í Evrópusambandið. En þar er einungis um frest að ræða,“ segir Össur. Formenn stjórnmálaflokkanna um ákvörðun Breta að fresta atkvæðagreiðslu um evru Skiptar skoðanir um áhrif á Evrópu- umræðu hér TEKINN er til starfa sjóðurinn Vildarbörn sem starfræktur er á vegum Flugleiða og viðskiptavina félagsins. Sjóðurinn hefur það að markmiði að gefa langveikum börn- um og börnum, sem búa við sér- stakar aðstæður hérlendis og í ná- grannalöndunum, tækifæri til ferðalaga. Stofnfundur Vildarbarna var haldinn í gær, sumardaginn fyrsta, þar sem þriggja milljóna króna stofnframlag Flugleiða var afhent Vigdísi Finnbogadóttur, verndara sjóðsins. Sjóðurinn verður fjármagnaður með þrennum hætti, en auk fyrr- nefnds stofnframlags koma til fram- lög félaga í Vildarklúbbi Flugleiða, sem geta gefið ákveðinn fjölda ferðapunkta sinna árlega. Í þriðja lagi verður sjóðurinn fjármagnaður með afgangsmynt sem farþegum býðst að setja í umslög í sætisvösum flugvéla Flugleiða og munu flug- freyjur og -þjónar félagsins taka á móti umslögunum. Formaður sjóðsins er Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum. Að sögn hennar átti Vildarklúbbur Flugleiða hugmynd- ina að stofnun sjóðsins en að auki hafa Flugleiðir stutt langveik börn og fjölskyldur þeirra í gegnum tíð- ina. „Markmiðið er að gefa lang- veikum börnum tækifæri til ferða- laga og er reiknað með að kosta ferðalög tuttugu barna og fjöl- skyldna þeirra árlega.“ Umsóknir um ferðir sem greiddar verða af sjóðnum verða auglýstar. Greiðir ferðakostn- að 20 barna árlega Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Vigdís Finnbogadóttir, verndari Vildarbarna, tekur við stofnframlagi Flugleiða úr hendi Sigurðar Helgasonar, forstjóra félagsins. Við hlið Sigurðar er eiginkona hans, Peggy Helgason, sem hefur unnið mikið að málefnum langveikra barna. Lengst til hægri á myndinni er Kári Kárason, hótelstjóri Hótels Nordica. Nýstofnaður sjóður, Vildarbörn, styður langveik börn og fjölskyldur þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.