Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ „EKKERT hefst án draums og við verðum að eiga okkur draum um betri heim og betri nýtingu á end- urnýjanlegum orkugjöfum í sátt við umhverfið,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra við opnun vetnisstöðvar Skeljungs við Vest- urlandsveg í gærmorgun. Vetn- isstöðin er fyrsta stöðin í heiminum sem opnuð er á almennri bens- ínstöð, en næsta sambærilega vetn- isstöð verður opnuð hjá Shell í Washington í haust. Fyrirtækið hefur lagt sem svarar um 8 millj- örðum króna í rannsóknir og þróun á vetni síðan 1999 og ennþá meira fé á að verja í verkefnið í framtíð- inni. Vetnisdælan á Skeljungsstöðinni er sérhönnuð fyrir strætisvagna og vetnið framleitt á staðnum. Von er á þremur vetnisvögnum til landsins í ágúst, sem verða í tilraunaakstri næstu tvö árin. Eru það þrír vagnar af 77 bíla flota Strætó bs. og verða því 4% af flotanum vetnisknúin frá og með haustinu. Mikill fjöldi fólks var samankom- inn við opnun vetnisstöðvarinnar í gær, m.a. tugir erlendra blaða- manna, ráðherrar úr íslensku rík- isstjórninni, borgarstjóri og fulltrú- ar erlendra sem innlendra fyrirtækja sem hafa unnið að verk- efninu. Það kom í hlut iðnaðarráðherra að annast fyrstu vetnisáfyllinguna. Sett var vetni á bíl frá Daimler Chrysler sem fluttur var sér- staklega til landsins í þessu skyni. Jón Björn Skúlason, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku, aðstoðaði við áfyllinguna og hefði við fyrstu sýn mátt ætla að verið væri að dæla bensíni á bíl. En nú var tími vetnisins runninn upp. Vetni á bíla er mælt í kílóum og tók nokkrar sekúndur að setja 1 kg af vetni á bílinn. Til fróðleiks má nefna að mest tekur bíll af þessari stærð 3 kg af vetni. Ráðherra opnaði fyrir vetnið með þar til gerðum hnapp og vetnið byrjaði að streyma í bílinn. Að þessu loknu klippti ráðherra á borða og bílnum var ekið burt. Varla heyrðist vélarhljóð í honum, aðeins lágvært suð og undan honum kom vatnsgufa, í stað hins venju- lega útblásturs úr púströri. Á „fullum tanki“ eða 3 kg af vetni fer bíllinn tæpa 200 km, en hvað kostaði að fyll’ann? „Það er mjög erfitt að áætla verðið, því vetnisstöðvar og -bílar eru ekki fjöldaframleidd,“ sagði Jón Björn Skúlason. „Hins vegar gerum ráð fyrir að vetnið verði eitthvað dýrara en bensín til að byrja með en þegar fjöldaframleiðsla hefst á bílum og vetnisstöðvum, teljum við að hægt sé að reka framtíðarbílinn með svipuðum kostnaði og við rek- um bensínbíla í dag.“ Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið að opnun stöðvarinnar myndi styrkja stöðu Íslendinga sem forystuþjóðar í heiminum á sviði endurnýjanlegrar orku. „Við höfum á síðustu árum verið að útskýra þetta atriði mjög skipulega fyrir al- þjóðasamfélaginu, sérstaklega í sambandi við Kyoto-bókunina og þessi atburður undirstrikar sér- stöðu okkar enn frekar,“ sagði hún. Mikilvægt að þróa grunn- gerðina við innleiðingu vetnis Í samtali við Morgunblaðið sagði Jeroen van der Veer, sem er vara- stjórnarformaður Shell-samsteyp- unnar, að opnun vetnisstöðvarinnar væri til vitnis um sjálfstraust Ís- lendinga og þá sýn sem þjóðin hefði gagnvart sjálfbærri framtíð. „Þetta er fordæmi, sem hefur miklu betri áhrif en alls konar kynningar og ræður. Hér getur fólk séð hvað er um að ræða og spurt sig hvort það vilji annað eins í sín- um heimahögum,“ sagði hann. Að- spurður sagði hann að í framhald- inu væri mikilvægt að þróa grunngerðina við innleiðingu vetnis fyrir almenna notkun, nú þegar ekki þyrfti lengur að velkjast í vafa um að bílar gætu gengið fyrir vetni. „Spurningin snýst um það hvernig fólk getur fyllt á bílinn með vetni á öruggan og þægilegan hátt, sem jafnframt er eitthvert vit í út frá efnahagslegu sjónarmiði bæði fyrir almenning og yfirvöld.“ Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs sagði vetnisstöðina marka upphaf að löngu tímabili á sviði vetnismála, en sérstök ánægja væri með að upphafið skyldi eiga sér stað á Íslandi. „Málið er afar áhugavert og við horfum til þess að vetni verði orðið alvöruhlutur í elds- neytismálum, þó örugglega ekki fyrr en eftir nokkra áratugi,“ sagði hann. „Talsmenn Shell segja það í fullri alvöru að þetta sé vegferð sem taki 20–25 ár og við ákváðum að taka þátt í þessu verkefni með þeim, vegna fordæmisins fyrir Skeljung og ekki síst fyrir þjóðina. Auðvitað verður þetta ekki arðbært til að byrja með, en það mun verða arðbært fyrir komandi kynslóðir.“ Vetnisstöðin er í eigu fyrirtækj- anna Íslenskrar NýOrku og Skelj- ungs og mun hið síðarnefnda reka stöðina. Íslensk NýOrka er sam- starfsfyrirtæki Vistorku, Shell Hydrogen, DaimlerChrysler og Norsk Hydro. Rekstur stöðvarinnar og stræt- isvagnaverkefnið eru hluti af EC- TOS verkefninu (Ecological City Transport System) sem Íslensk Ný- Orka stendur að og styrkt er af Evrópusambandinu. Fyrsta vetnisstöð heimsins á almenningsbensínstöð var opnuð hjá Skeljungi í gær Setti eitt kíló af vetni á tankinn Opnunar vetnisstöðvar Skeljungs við Vesturlandsveg var beðið með eftirvænt- ingu í gær og vakti atburðurinn heims- athygli. Örlygur Steinn Sigurjónsson fylgdist með gangi vetnismála í gær. Stjarnan á vetnis-Benzinum skein vitaskuld skært í gær. Engin mengun er af útblæstrinum og hann fer á Vík í Mýrdal á fullum tanki. Vetni á bíla er mælt í kílóum og mest tekur bíll af þessari stærð 3 kg af vetni. Morgunblaðið/Sverrir Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra klippti á borða við athöfnina í gær. Til hægri við hana er Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Skelj- ungs, og vinstra megin við hana er Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku. Tugir erlendra blaða- og fréttamanna fylgjast með. DR. Bragi Árnason prófessor í efnafræði við raunvísindadeild Há- skóla Íslands var sæmdur fyrstu heiðursverðlaunum Íslenskrar Ný- Orku á vetnisráðstefnu sem hófst á Nordica hóteli í gær. Verðlauna- gripinn smíðaði Marínó Stein- dórsson og afhenti Þorsteinn I. Sig- fússon stjórnarformaður Íslenskrar NýOrku Braga verðlaunin. Ráð- stefnan hófst að lokinni opnun vetn- isstöðvarinnar á Vesturlandsvegi og lýkur í dag, föstudag, kl. 17. Um aldarfjórðungur er síðan Bragi Árnason setti fram hug- myndir um að nýta vetni sem orku- miðil í stað bensíns og olíu. Hefur hann unnið að rannsóknum á þessu sviði og vakið heimsathygli fyrir störf sín. Hefur Bragi m.a. kynnt þann möguleika að Íslendingar gætu á næstu áratugum hætt í áföngum að flytja inn olíu og bensín og þess í stað tekið að knýja bíla- flota og fiskiskip landsmanna á inn- lendu vetni. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Dr. Bragi Árnason heiðursverðlaunahafi með Valgerði Sverrisdóttur. Bragi Árnason sæmdur heiðursverðlaunum VETNI mun ekki leysa hefðbundið eldsneyti af hólmi í einni sviphendingu, en af hálfu Shell-sam- steypunnar er því spáð að vetnisknúin ökutæki verði orðin algeng eftir 50 ár. Þetta kom fram í máli Jeroen van der Veer, vara- formanns stjórnar Shell- samsteypunnar, á vetnis- ráðstefnu Íslenskrar Ný- Orku í gær. Hann sagði opnun vetn- isstöðvarinnar hjá Skelj- ungi marka meiriháttar áfanga á þeirri leið að skapa vetnissamfélag en jafnframt væri að ýmsu að hyggja í framtíðinni. Meðal úrlausnarefna væri gríð- arlegur kostnaður við orkuframleiðsluna, ýmsir tæknilegir örðugleikar og tímaóvissa. Veer sagði að með stuðningi stjórnvalda, neytenda og fyrirtækja í orkugeiranum mætti samt taka áskoruninni um að skapa vetnissamfélag, sem væri bæði raunhæft út frá pólitísku og viðskiptalegu sjónarmiði. Kostnaðarþátturinn er vissulega mikill, enda kom fram í máli Veers, að í Bandaríkjunum einum saman þyrfti 20 milljarða dala fjárfestingu á næstu 25 árum til að breyta 2% bílaflotans í vetnisbíla. Augljóst væri því hve mikilvæg aðkoma yfirvalda yrði í þessu sam- bandi. Um atburði gærdagsins sagði Veer að þeir bæru merki um hvorki meira né minna en upphaf nýs meng- unarlauss tímabils á Íslandi og handan þess. Nú fylgdist heimsbyggðin öll með því sem væri að gerast í vetn- ismálum hér á landi eftir að sýnt hefði verið fram á það hverju mætti áorka með samstilltu átaki stjórnmála- aflanna og viðskiptalífsins. Hann varpaði einnig fram raunhæfum spurning- um sem beinst hafa að Shell undir vetnisumræðunni. „Fólk hefur spurt hvort við óttumst ekki minnkandi bensínsölu? Ég óttast það alls ekki vegna þess að ég á mér þann draum að markaðshlutdeild okkar í vetn- issölu á heimsvísu verði sú sama og í bensíninu nú,“ sagði Veer. Hann sagði ennfremur að svara þyrfti spurningum sem vöknuðu hjá neytendum þegar vetnið væri annars vegar. Sannfæra þyrfti þá um öryggi og almenn þægindi við vetnisnotkunina. „Er í lagi að leggja vetnisbíl inni í bílskúr? Er í lagi að búa við hlið- ina á vetnisstöð? Hvernig gengur að starta vetnisbíl í köldu veðri eins og hér á Íslandi? Eða í heitu veðri? Er hægt að fá áfyllingu hvar sem er?“ spurði Veer. Sagði hann að í þessu tilliti væri ljós þörfin á því að stunda vetnisvísindin í umhverfis- og félagslegu samhengi. Vetnisknúin ökutæki orðin almenn 2050? Jeroen van der Veer, varaformaður stjórnar Shell- samsteypunnar: „…ég á mér þann draum að mark- aðshlutdeild okkar í vetnissölu á heimsvísu verði sú sama og í bensíninu nú.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.