Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 9
Glæsilegir sumarkjólar og buxnadress Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Bankastræti 14, sími 552 1555 Yfirhafnir léttir jakkar og kápur FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 9 Laugavegi 46, sími 561 4465 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, laug. frá kl. 10-16. Ýmis tilboð í gangi Laugavegi 63, sími 551 4422 Fallegar sumarkápur Maura Gleðilegt sumar! 20% sumarafsláttur af völdum vörum næstu daga www.islandia.is/~heilsuhorn Ein með öllu SENDUM Í PÓSTKRÖFU Multi-vítamin og steinefnablanda ásamt spirulínu, lecithini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Laugardagskaffi í Valhöll Fylgist með næstu fundum á xd.is Allir velkomnir Upplýsinga- og fræðslunefnd Sjálfstæðisflokksins heldur opna spjallfundi í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardags- morgnum fram að kosningum. Annar fundurinn verður á morgun, laugardaginn 8. mars, kl. 11.00. Gestur fundarins verður Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Sími 515 1700 Upplýsinga- og fræðslunefnd Þriðji fundur verður á morgun, laugardaginn 15. mars, kl. 11 00. Gestur fundarins verður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður. Gestir á morgun kl. 11 verða Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður, Katrín Fjeldsted, læknir og alþingismaður, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi. Mále ni eldri borgara Guðmundur Katrín Vilhjálmur Lögregludagurinn 26. apríl 2003 Kynning á lögreglunni - opið hús Laugardagurinn 26. apríl 2003 verður haldinn hátíðlegur hjá lögreglu um allt land. Verða lögreglustöðvar opnar almenningi og störf lög- reglu kynnt og ýmiss búnaður hennar. Sérstöku afmælismerki lögreglunnar verður dreift til barna Lögregludagurinn hefst kl. 11 með ávarpi dómsmálaráð- herra, frú Sólveigar Pétursdóttur, í húsakynnum Sögusýningar lögreglunnar á Skúlagötu 21, Reykjavík. Að loknu ávarpi ráðherrans mun sérsveit Ríkislögreglustjórans vera með sýningu í samvinnu við lögregluna í Reykjavík og Landhelgisgæsluna. ÞORKELL Erlingsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen og fulltrúi ís- lenska orkufyrirtækisins Enex, hef- ur frestað för sinni til Peking sem ráðgerð var í næstu viku, um óákveð- inn tíma vegna lungnabólgufarald- ursins sem geisað hefur þar að und- anförnu. Förin þangað var fyrirhuguð í tengslum við hönnun hitaveitu sem íslenskir aðilar hafa unnið að í Pek- ing. Borarnir eru hafnar fyrir þó nokkru og framkvæmdir við lögn á hitaveitunni hefjast á sumarmánuð- um. Fyrirtækið Enex, sem kemur að framkvæmdunum, var stofnað fyrir rúmum tveimur árum með það að markmiði að flytja út íslenska tækni- og verkfræðiþekkingu á sviði orku- mála. Aðaleigendur þess eru Orku- veita Reykjavíkur, Landsvirkjun, Hitaveita Suðurnesja og Jarðboran- ir. Þorkell segir að sú ákvörðun að fresta ferðinni tefji á engan hátt framkvæmdir ytra. „Við vinnum áfram í gegnum tölvupóst og fax.“ Hann segir hugmyndina með ferð- inni hafa einnig verið að afla fleiri verkefna á sviði jarðhita en segir of snemmt að greina nánar frá því hvaða verkefni þar er um að ræða. Fyrr í mánuðinum var tveimur hópferðum til Kína frestað vegna ótta við lungnabólguna. Fulltrúi Enex frestar för til Peking NÝR endurvarpi fyrir Slysavarna- félagið Landsbjörg hefur verið sett- ur upp í mastrið á Gufuskálum. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, flaug með búnaðinn og lét hann síga niður til félaga úr Björg- unarsveitinni Björg, Hellissandi. Þeir höfðu klifrað upp í mastrið skömmu áður. Endurvarpinn kemur til með að bæta verulega fjarskiptasamband um norðan- og vestanvert Snæfells- nesið. Þegar báturinn Svanborg fórst undir Svörtuloftum í desember 2001 reyndist fjarskiptasamband mjög slæmt á þessum slóðum. Endurvarpi sem er uppi á jöklinum nær illa und- ir bjargið. Var ákveðið að bæta þetta samband með nýjum end- urvarpa. Þessi endurvarpi er sá 48. í röðinni og gengur eingöngu fyrir sólarorku og rafgeymum eins og flestir endurvarpar björgunarsveit- anna. Endurvarpar þessir eru inn- lend framleiðsla sem hefur verið að- löguð íslenskum aðstæðum. Mastrið er 400 m hátt og tók það björgunarsveitarmennina um tvo klukkutíma að klifra upp í topp þess. Veður var mjög hagstætt og gekk hífingin fljótt og vel fyrir sig. Und- irbúningur verksins hefur staðið í um eitt ár. Endurvarpi settur í mastrið á Gufuskálum Ljósmynd/Sigurður Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.