Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ● ÚTLIT er fyrir að Alcoa muni draga úr álframleiðslu um 6% vegna hás orkuverðs í Bandaríkjunum. Í júní munu 125 starfsmenn í ál- verksmiðju Alcoa í Ferndale í Banda- ríkjunum missa vinnuna og ef orku- verð heldur áfram að hækka verður verksmiðju Alcoa í Ferndale lokað 30. september næstkomandi, að því er fram kemur í frétt frá AP- fréttastofunni. Alcoa hefur jafnframt tilkynnt um frekari uppsagnir víðar í Bandaríkj- unum á næstunni. Samdráttur hjá Alcoa ● VERÐBRÉFASVIÐ hollenska bankans ABN Amro í Bretlandi hef- ur verið sektað um 900 þúsund pund, sem svarar til 108 milljóna íslenskra króna, fyrir að hafa mis- notað markaðsstöðu sína og látið undan óeðlilegum óskum í starfi. Er þetta ein hæsta sekt sem fjár- málaeftirlit Bretlands, Financial Services Authority, hefur veitt. Í niðurstöðu FSA kemur fram að verðbréfamiðlarar ABN Amro í Bret- landi hafi beitt óeðlilegum aðferð- um til að hækka lokaverð á hluta- bréfum. Var þetta gert að undirlagi verðbréfamiðlara ABN Amro í Bandaríkjunum fyrir hönd banda- rísks viðskiptavinar. Samkvæmt fréttavef BBC á þetta að hafa gerst þrisvar sinnum á tímabilinu apríl til október árið 1998. Um hlutabréf í Volkswagen, Carlton Communications, British Biotech og þýsku verslunarkeðj- unni Metro var að ræða. Segir í niðurstöðu FSA að það að eiga hlutabréfaviðskipti í þeim eina tilgangi að hafa áhrif á markaðs- verð sé alvarleg misnotkun. Talsmaður ABN Amro, Steven Blaney, segir í samtali við BBC að bankinn hafi tekið fullan þátt í rannsókn FSA auk þess að rann- saka málið innan fyrirtækisins. Fyr- irtækið hafi gert breytingar innan- húss sem eigi að koma í veg fyrir að atburðir sem þessir endurtaki sig. ABN Amro-bankinn sektaður ● HELGA Jónsdóttir, formaður starfsmannafélags Landsbankans, segir að starfsmannafélagið hafi ekki ályktað beint um ráðningar nýrra starfsmanna að bankanum skömmu eftir að um 20 manns hafi verið sagt upp hjá Landsbank- anum. Hún segist telja að um tvær aðskildar ákvarðanir sé að ræða og félagið fagni því að bankinn blási til sóknar en á sama tíma sjái þau eftir félögum sem hafi starfað með þeim í mörg ár. Í lok mars ákvað bankaráð Landsbanka Íslands að fækka í yf- irstjórn bankans um tuttugu manns. Í tilkynningu frá bankanum 28. mars sl. kom fram að tilgangur breytinganna sé að einfalda skipu- lag bankans, hagræðing í rekstri og að leggja grunn að frekari breyt- ingum. „Með breytingunum næst fram sparnaður í yfirstjórn og sam- tals nemur fækkun stöðugilda nú um 20,“ að því er segir í tilkynn- ingu til Kauphallar Íslands. Síðastliðinn þriðjudag var til- kynnt um ráðningu fjögurra nýrra starfsmanna, eins bankastjóra og þriggja framkvæmdastjóra. Fjór- menningarnir störfuðu áður allir hjá Búnaðarbankanum. Aðspurð um skoðun starfs- mannafélagsins á því að leitað sé út fyrir bankann í stað þess að þeir sem fyrir eru hjá Landsbank- anum hljóti upphefð í starfi segir Helga að með nýjum mönnum komi nýir siðir. Nýir eigendur sem hafa tekið við bankanum hafi greinilega aðrar áherslur. Helga segist telja að leitað hafi verið inn- an bankans að fólki sem gæti tek- ið þessi störf að sér áður en leitað var út fyrir hann. „Við bankamenn höfum alltaf litið á okkur sem einn hóp og öll réttindi færast með þeg- ar fólk færir sig á milli banka. Þetta er því aðeins öðruvísi en ef viðkomandi aðilar kæmu úr annarri starfsstétt,“ segir Helga. Nýir siðir með nýjum mönnum ● STJÓRN bresku verslunarkeðj- unnar Somerfield hefur hafnað yf- irtökutilboði athafnamannanna Johns Loverings og Bobs McKenz- ies í keðjuna. Í yfirlýsingu frá stjórninni kom fram að tilboðið, sem hljóðaði upp á 103 pens á hlut, væri verulega of lágt. Miðað við það verð voru tvímenningarnir tilbúnir að greiða 509 milljónir punda, sem svarar til rúmlega 61 milljarðs íslenskra króna, fyrir félagið. Lokaverð Somerfield í Kauphöll- inni í London í gær var 91,5 og nam lækkun dagsins 1,34%. John Lovering og Bob McKenzie eru að íhuga næstu skref, sam- kvæmt fréttavefnum Times Online, en heimildir vefjarins telja að ekki sé líklegt að þeir komi með nýtt yf- irtökutilboð. Í Times Online er haft eftir Mark Hughes, sem sérhæfir sig í grein- ingu á smásölufyrirtækjum hjá Numis Securities, að ef þeir myndu bjóða 115–120 pens á hlut þá yrði því tilboði væntanlega tek- ið. Baugur-ID á um 3% hlut í Somer- field en sá hlutur var keyptur í lok síðasta árs. Somerfield rekur matvöruversl- anir undir nöfnunum Somerfield og Kwik Save. Stjórn Somerfield hafnar tilboði GREININGARFYRIRTÆKIÐ IDC hefur tilkynnt að Dell-tölvur séu á nýjan leik orðnar mest seldu tölv- ur í heimi. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var Dell með 17,3% markaðshlutdeild sem er aukning frá síðasta ári. Dell hefur einnig aukið markaðshlutdeild sína í Bandaríkjunum og er með 31,8% markaðshlutdeild og til sam- anburðar er það jafnmikil mark- aðshlutdeild og fjórir helstu sam- keppnisaðilarnir, HP, IBM, Fujitsu-Siemens og Toshiba, eru með samanlagt, að því er segir í fréttatilkynningu. Hagnaður Dell var 2,12 millj- arðar Bandaríkjadala á síðasta ári, eða um 180 milljarðar íslenskra króna. Á fjórða ársfjórðungi var hagnaðurinn 603 milljónir dala, en var 456 milljónir dala á árinu 2001. Heildartekjur Dell á síðasta ári voru 35,4 milljarðar dala. Reuters Aukning í sölu hjá Dell HAGNAÐUR flugfélagsins Cargo- lux Airlines International S.A. í Lúx- emborg var meiri á síðasta ári en nokkru sinni áður. Hagnaðurinn nam 49,3 milljónum Bandaríkjadala, sem jafngildir rúmum 3,7 millj- örðum íslenskra króna, og jókst um 220% frá fyrra ári. Rekstrartekjur Cargolux voru um 807 milljónir Bandaríkjadala í fyrra, um 61 milljarður íslenskra króna, og jukust þær um rúm 10% milli ára. Rekstrarkostnaður jókst hins vegar ekki eins mikið milli ára, eða um 8%, en hann var um 706 milljónir dala í fyrra. Stærsti kostnaðarliður félags- ins var eins og verið hefur kaup á eldsneyti en meðalverð á því elds- neyti sem félagið keypti lækkaði um 4% frá fyrra ári. Góðar horfur framundan Eyjólfur Hauksson, fram- kvæmdastjóri flugrekstrardeildar Cargolux, segist afar ánægður með afkomu félagsins á síðasta ári. Hann segir að þrátt fyrir ýmsa óvissu í al- þjóðamálum hafi hagnaðurinn og veltan verið meiri en nokkru sinni áður. Að auki hafi reksturinn það sem af eru þessu ári einnig gengið mjög vel, þrátt fyrir stríð og lungna- bólgufaraldur. Horfur fyrir Cargo- lux séu því mjög góðar. Að sögn Eyjólfs hefur velta Cargoloux stöðugt aukist á umliðn- um árum, að árinu 2001 und- anskildu. Veltan var um 580 millj- ónir Bandaríkjadala á árinu 1998, um 645 milljónir dala árið 1999, um 744 milljónir á árinu 2000 en 731 milljón á árinu 2001. Hann segir að hryðjuverkin í Bandaríkjunum í september 2001 hafi haft sín áhrif á veltu félagsins, en einungis á því ári, því veltan hafi aftur aukist árið eftir. Í fyrra festi Cargolux kaup á tólftu flugvél félagsins af gerðinni Boeing 747-400. Félagið flýgur til um 90 áfangastaða en þar af eru um 50 fastir áfangastaðir. Cargolux er með um 85 skrifstofur í yfir 50 lönd- um. Hjá félaginu starfa rúmlega 1.300 manns. Hagnaður Cargolux var meiri á síðasta ári en nokkru sinni áður. Methagnaður hjá Cargolux á síðasta ári FRÉTTIR ÞRIÐJI áfangi í faraldsfræðilegri rannsókn á sýklalyfjaónæmi meðal barna á Íslandi og þróun sýklalyfja- ónæmis meðal helstu sýkingarvalda í loftvegum er hafin. Að rannsókninni standa heimilislæknisfræði Háskóla Íslands og sýklafræðideild LSH. Um þúsund börnum af fjórum stöðum á landinu hefur verið boðin þátttaka í rannsókninni að þessu sinni, en að sögn Vilhjálms Ara Arasonar, lækn- is, er verið að rannsaka tengsl milli sýklalyfjanotkunar meðal barna og aukinnar áhættu á að bera í nefkoki svokallaða sýklalyfjaónæma lungna- bólgubakteríu (pneumókokka) sem er ónæm fyrir penicillíni og fleiri sýklalyfjum en bakterían er einn helsti orsakavaldur eyrnabólgu og lungnabólgu. Vilhjálmur segir að valdi bakteríur, sem ónæmar eru fyrir sýklalyfjum, sýkingum fylgi sú hætta að ekki sé hægt að meðhöndla sýkingarnar á jafn áhrifaríkan hátt með lyfjum þegar mikið liggur við. Rannsóknin hefur þegar farið fram í Vestmannaeyjum þar sem yfir 80% allra barna á aldrinum 1 til 6 ára tóku þátt og fór rannsóknin aðallega fram í leikskólum bæjarins. Í næstu viku verða börn á Egilsstöðum rann- sökuð og stuttu síðar í Bolungarvík og í Hafnarfirði. Rannsóknin hefur verið gerð tvisvar áður á þessum stöðum, fyrir 5 árum og fyrir 10 ár- um, og kom þá í ljós mikil fylgni milli sýklalyfjanotkunar og hættu á að bera í nefkoki sýklalyfjaónæma lungnabólgubakteríu. Sýklalyfjagjöf við eyrnabólgu oft óþörf Vilhjálmur segir að Íslendingar hafi notað mun meira af sýklalyfjum en hinar Norðurlandaþjóðirnar en verulega hafi dregið úr notkuninni eftir að niðurstöður úr fyrsta áfanga rannsóknarinnar voru kynntar. „Sýklalyfjanotkun minnkaði hér um þriðjung. Aðallega vegna þess að mikið dró úr notkun á sýklalyfjum vegna eyrnabólgu sem oft á tíðum er óþörf,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að margt bendi til þess að eyrna- bólga og eyrnaverkir hafi verið of- meðhöndluð hér. „Fyrst við gátum minnkað notkun á sýklalyfjum um þriðjung án þess að nokkuð hafi komið að sök, þá getum við eflaust minnkað sýklalyfjanotkun enn meira og minnkað þannig enn frekar afleið- ingar oflækninga. Meta verður hugs- anlegan ávinning af sýklalyfjanotk- un gegn óheillavænlegri þróun sýklalyfjaónæmis sem er víða orðið alvarlegt heilbrigðisvandamál í heiminum í dag,“ segir Vilhjálmur. Þriðja hvert barn með hljóðhimnurör Vilhjálmur segir að farið sé að vinna að bóluefnum til að mæta þeim vanda sem steðji að, en sú lausn sé ef til vill ekki raunhæf hér á landi. „Það koma þá líklega nýir ónæmir stofnar í staðinn. Ef vandinn er sá að við er- um að nota of mikið af sýklalyfjum þá er náttúrulega skynsamlegast að ráðast að þeirri orsök frekar en að vera alltaf að finna nýjar skyndi- lausnir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að í þessum áfanga rannsóknarinnar verði einnig kann- að hvernig hljóðhimnurör eru notuð. „ Þriðja hvert barn á Íslandi hefur notað rör í hljóðhimnu. Þetta er mik- ið meira en í öðrum löndum. Ef við tökum Bandaríkin sem dæmi eru um 4% barna þar með rör en hér á landi um 30%. Þessi börn eru þó engu að síður að fá sýklalyf einsog börn sem ekki eru með rör. Þetta veltir upp þeirri spurningu hvort aðstæður hér séu að einhverju leyti öðruvísi en annars staðar og það ætlum við með- al annars að kanna,“ segir Vilhjálm- ur. Hann segist vonast eftir góðri þátttöku nú næst á Egilsstöðum þar sem öllum börnum á aldrinum 1 til 6 ára sé boðin þátttaka. Þriðji áfangi rannsóknar á sýklalyfjaónæmi meðal barna Eykur hættu á ónæmri bakt- eríusýkingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.