Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 15 heimastjórnarinnar, hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu í bænum Kfar Saba, skammt frá Vesturbakkan- um. Sjónarvottar segja að árás- armaðurinn hafi sprengt sprengju- belti sem hann hafði utan um sig þegar öryggisvörður við inngang lestarstöðvarinnar hugðist leita á honum. Árásin þykir til marks um þá erfiðleika sem Mahmoud Abbas, forsætisráðherraefni heimastjórn- arinnar, mun standa frammi fyrir PALESTÍNUMAÐUR drap ör- yggisvörð og særði tíu manns þeg- ar hann sprengdi sig í loft upp á lestarstöð í Ísrael í gærmorgun, degi eftir að verðandi forsætisráð- herra heimastjórnar Palestínu lauk við myndun nýrrar heima- stjórnar en stjórnarmyndunin greiðir götu friðarferlisins í Mið- Austurlöndum. Klofningshópur úr hópi víga- manna sem hafa tengsl við Fatah- hreyfingu Yassers Arafats, forseta við að kveða niður vígahópa en slíkt er meginskilyrði skv. „vegvísi til friðar“, þ.e. friðartillögum Bandaríkjamanna, Rússa, Evrópu- sambandsins og Sameinuðu þjóð- anna. Sjálfsmorðs- árás í Ísrael Kfar Saba. AP. Reuters Björgunarmenn með eitt af fórnarlömbum sjálfsmorðingjans sem sprengdi sig við inngang brautarstöðvar í bænum Kfar Saba í Ísrael í gærmorgun. WINNIE Mad- ikizela-Mandela, fyrrverandi eigin- kona suður-afr- ísku frelsishetj- unnar Nelsons Mandela, var í gær dæmd sek um svik og þjófn- að á allt að 131.000 Banda- ríkjadölum eða um 10 milljónum króna. Kaupsýslu- maðurinn Addy Moolman, sem var ákærður með Winnie, var einnig fundinn sekur. Þau höfðu bæði lýst yfir sakleysi sínu. Ákæran var í 85 lið- um, 60 vegna svika og 25 vegna þjófn- aðar. Þau höfðu verið sökuð um að nota bréfsefni Þjóðþings afrískra kvenna (ANCWL), en Winnie er formaður samtakanna, til að svíkja út lán hjá Saambou-bankanum í nafni uppdikt- aðra starfsmanna ANCWL. Refsing hefur ekki verið ákveðin en hún gæti verið allt að 15 ára fangelsi. Winnie Mandela er 66 ára gömul. Hún var áberandi í frelsisbaráttu blökkumanna gegn aðskilnaðar- stjórn hvíta minnihlutans í Suður- Afríku. Var hún gjarnan nefnd „móð- ir þjóðarinnar“. Hún skildi við eig- inmann sinn, Nelson Mandela, skömmu eftir að honum var sleppt úr fangelsi þar sem hann sat í 27 ár. Nelson Mandela varð síðan fyrsti lýð- ræðislega kjörni forseti Suður-Afr- íku. Halla tók hratt undan fæti hjá Winnie Mandela og hefur síðasti ára- tugurinn í lífi hennar að mestu snúist um dómsmál og ásakanir um svik, spillingu og aðild að ofbeldisverkum. Winnie Mandela sek um svik og þjófnað Winnie Madik- izela-Mandela ENN hefur ekki verið staðfest með óyggjandi hætti að Ali Hassan al- Majid, betur þekktur sem „Efna- vopna-Ali“, hafi fallið í loftárás í Basra í Suður-Írak 5. þessa mánað- ar. Nú liggur hins vegar fyrir að 17 óbreyttir borgarar féllu í árásinni. Þetta kom fram í fréttaþætti í breska ríkisútvarpinu, BBC, í gær. Sagði fréttakonan, Kylie Morris, að enn hefði hvorki fundist tangur né tetur af „Efnavopna-Ali“ í húsi því sem varð fyrir loftárásinni. Banda- rískar flugvélar vörpuðu sprengjun- um og hafa talsmenn herstjórnar Breta haldið því fram að fullvíst megi telja að „Efnavopna-Ali“ hafi týnt lífi í árásinni. Ali Hassan al-Majid var sérstakur trúnaðarmaður Saddams Hussein, fyrrum Íraksforseta, og herstjóri hans í suðurhluta landsins. Hann fór með efnavopnahernaði gegn Kúrd- um á níunda áratug liðinnar aldar og fékk þá viðurnefnið. Bretar hafa það til sannindamerk- is um að „Efnavopna-Ali“ hafi fallið í umræddri loftárás að eftir hana hrundu varnir Basra og breskar her- sveitir tóku borgina. Kylie Morris ræddi við óbreytta borgara sem bjuggu í næsta ná- grenni hússins þar sem „Efnavopna- Ali“ var talinn halda til. Sagði í þess- ari frétt BBC að alls hefðu 17 óbreyttir borgarar í tveimur húsum týnt lífi í loftárásinni, 14 börn, tvær konur og einn karlmaður. Einn við- mælenda BBC fullyrti að Ali Hassan al-Majid hefði ekki verið í húsinu þegar sprengjurnar hæfðu það. Herforingjar þeir sem Kylie Morris ræddi við hörmuðu mannfall- ið en sögðu að sú herfræði Íraka að verjast í íbúðahverfum hefði verið orsök þessa harmleiks. Fjöldi óbreyttra borgara féll Árásin á „Efnavopna-Ali“ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.