Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í TENGSLUM við aðalfund Kaup- félags Skagfirðinga afhenti Stefán Guðmundsson, formaður stjórnar Menningarsjóðs kaupfélagsins, við- urkenninguna Skagfirskt framtak 2003. Að þessu sinni hlaut hana Hólaskóli, Háskólinn á Hólum og Skúli Skúlason, skólameistari, sem veitti viðtöku, auk viðurkenningar- skjals, listaverki úr silfri sem smíðað er af Jens Guðjónssyni. Viðurkenningin Skagfirskt fram- tak er árlega veitt af Menningarsjóði kaupfélagsins einstaklingum, fyrir- tækjum eða stofnunum, sem sýnt hafa frumkvæði og áræði í verkefn- um til eflingar atvinnu- og menning- arlífi í Skagafirði. Á aðalfundinum áttu rétt til fund- arsetu fimmtíu fulltrúar auk deild- arstjóra og stjórnar félagsins. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri greindi frá rekstri félagsins á liðnu ári og í máli hans kom fram að rekstraraðstæður félagsins hefðu verið nokkuð góðar á liðnu ári, en gengissveiflur hefðu verið miklar og sterk staða krónunnar síðari hluta árs hefðu haft veruleg áhrif á af- komu útflutningsgreina. Á hinn bóg- inn var verðbólga lág, og lækkandi, sem hafði eitt og sér góð áhrif á reksturinn. Langtímasýn nauðsynleg Þá ræddi Þórólfur um þátt kaup- félagsins í uppbyggingu atvinnulífs og þjónustu í héraði og drap á þátt félagsins í eflingu Hólaskóla og möguleikum þess að þar rísi öflugur háskóli. Í framhaldi af þessu ræddi kaupfélagsstjóri fiskveiðistjórnunar- kerfið og framleiðslustýringu í land- búnaði og þær umræður sem fram hafa farið um þessi mál að undan- förnu og sagði: „Við höfum keypt framleiðsluheimildir í mjólkurfram- leiðslu og fiskveiðirétt. Það er ekki viðunandi að refsa okkur fyrir að hafa byggt á þeim grunni sem stjórnvöld og Alþingi hafa sett. Ef innleiða á hér óöryggi og óvissu um stjórnun í sjávarútvegi og landbún- aði, verður engin fjárfesting og eng- in þróun, aðeins stöðnun og upp- lausn. Langtímagrundvöllur um stjórnkerfi, hvort sem það er til lands eða sjávar, er forsenda framþróunar og framfara.“ Að lokinni ræðu kaupfélagsstjóra tóku margir til máls og fóru fram ít- arlegar umræður um ýmis mál þau sem hæst ber. Þá flutti Skúli Skúla- son, skólameistari á Hólum, erindi um starfsemi skólans og þá framtíð- arsýn sem við blasti. Að venju komu margar tillögur til afgreiðslu á fundinum bæði frá stjórn og einstökum félagsmönnum, en að fundi loknum þágu fundar- menn boð um skoðun á hinni nýend- urbyggðu kjötafurðastöð félagsins og þágu léttar veitingar. Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga sitja nú Stefán Guðmundsson, stjórnarformaður, Árni Sigurðsson, Bjarni P. Maronsson, Ásta B. Pálmadóttir, Pétur Pétursson, Rögnvaldur Ólafsson og Örn Þórar- insson. Viðurkenning Menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirðinga „Skagfirskt fram- tak“ veitt Hólaskóla Morgunblaðið/Björn Björnsson Stefán Guðmundsson, stjórnarformaður KS (lengst til vinstri), veitti Skúla Skúlasyni, og eiginkonu hans, Sólrúnu Harðardóttur, viðurkenninguna. Sauðárkrókur UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Knattspyrnufélags Rangæinga og Kaupáss hf. fyrir hönd 11–11-verslana. Í honum felst m.a. að 11–11-verslanir styrkja knattspyrnufélagið með fjár- framlagi á hverju ári í þrjú ár til búningakaupa auk þess að bera kostnað af gerð auglýsingaskiltis á íþróttavöll og gerð auglýsingar á bak æfingabúninga félagsins. Bún- ingarnir verða teknir í notkun í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá Þor- bergi Albertssyni, stjórnarmanni í Knattspyrnufélagi Rangæinga, hef- ur starfsemi þess aukist ár frá ári allt frá stofnun þess 1997 og eru knattspyrnuiðkendur á aldrinum 6 til 16 ára nú á annað hundrað. Fé- lagið hefur frá fyrstu tíð tekið þátt í Íslandsmótum bæði utan- og innan- húss með góðum árangri auk þess að hafa annast framkvæmd móta á vegum Knattspyrnusambands Ís- lands og HSK, ýmist á Hellu eða Hvolsvelli. Knattspyrnufélagið hefur ekki áður gert samning sem þennan en fjármögnun starfseminnar hefur falist í sjálfboðavinnu foreldra fé- lagsmanna sem sveitarfélög í Rang- árvallasýslu hafa greitt fyrir. Einn- ig hafa fyrirtæki á svæðinu styrkt félagið eftir mætti og iðkendur greitt æfingagjöld. Styður Knattspyrnu- félag Rangæinga Hella Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Verslunarstjórarnir Drífa Nikulásdóttir og Sólveig Ottósdóttir ásamt Björgvini Guðmundssyni, varaformanni KFR, við undirritun samnings milli Knattspyrnufélags Rangæinga og 11–11-verslana. Fyrir aftan þau standa Björgvin Daníelsson, stjórnarmaður í KFR, Viktor Steingrímsson, einn af stofnendum félagsins, og Þorbergur Albertsson, stjórnarmaður í KFR. Á DÖGUNUM opnaði Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, nýja heimasíðu sveitarfélagsins að viðstöddu fjölmenni. Á síðunni er að finna helstu upplýsingar um upp- byggingu stjórnkerfis sveitarfé- lagsins ásamt samþykktum, reglu- gerðum, gjaldskrám og öðru sem að starfsemi sveitarfélagsins lýtur. Fundargerðir birtast á henni jafn- óðum ásamt tilkynningum og frétt- um af starfsemi sveitarfélagsins. Þá eru upplýsingar um kjörna fulltrúa í bæjarstjórn og nefndum og einnig um starfsmenn sveitarfélagsins. Allt er þetta hugsað til að auðvelda aðgengi íbúa og annarra að þeim aðilum sem þeir þurfa að eiga sam- skipti við að sögn Reinhards. Á síðunni er einnig að finna ýms- ar almennar upplýsingar um sveit- arfélagið, s.s. atvinnulíf, mannlíf, sögu og tengsl Húsavíkur við vina- bæi erlendis. Af Gónhóli má síðan gá til veðurs, skoða götukort og ým- islegt fleira sem til þess er fallið að auka mönnum skilning á umhverfi sveitarfélagsins. Að sögn Rein- hards er markmiðið að síðan verði lifandi vettvangur stjórnsýslunnar og íbúa til samskipta en uppbygg- ing hennar er þannig að auðvelt er að þróa hana og bæta eftir því sem efni og ástæður eru til. Síðan sem hefur veffangið www.husavik.is er unnin af Arn- grími Arnarsyni hjá fyrirtækinu Örk – vefgerð ehf. á Húsavík í sam- starfi við upplýsingafulltrúa og aðra starfsmenn bæjarins. Vefur- inn er byggður á Outcome vefstjór- anum en uppfærsla og þróun hans verður að mestu í höndum starfs- manna stjórnsýsluhúss. Samstarfs- fyrirtæki Arkar – vefgerðar ehf., Vefur-samskiptalausnir ehf., hefur þróað Outcome vefstjórann sem mun vera eitt af útbreiddari vef- kerfum á landinu að sögn Arn- gríms. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Á myndinni eru Reinhard Reynisson bæjarstjóri (l.t.v.), Guðrún Kristín Jó- hannsdóttir og Arngrímur Arnarson að skoða nýju heimasíðuna. Ný heimasíða Húsa- víkurkaupstaðar Húsavík Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir MENNINGARRÁÐ Austurlands og safnafólk á Austurlandi hefur hafið þróunarvinnu í safnamálum fyrir Austurland. Að þessari þróunar- vinnu koma öll söfn, setur, stofur og sýningar á svæðinu. Á Austurlandi eru mörg söfn og setur og fjölbreytileiki þeirra mikill. Söfnin eru um 25 talsins. Fyrir u.þ.b. 20 árum var Austurland í farar- broddi í uppbyggingu og samstarfi í safnamálum, þegar Safnastofnun Austurlands var sett á fót. Fjórðung- urinn býr enn að þessu brautryðj- endastarfi og nú er ætlunin að Menn- ingarráð Austurlands blási nýju lífi í þessa vinnu með því að kalla fólk saman til markvissrar þróunarvinnu. Menningarráðið telur að margir möguleikar safna séu lítt eða ekki nýttir og má þar nefna safnakennslu og aðkomu safnafólks að akadem- ískri samræðu á háskólastigi. Í sumar verður farið í sameigin- legt markaðsátak á vegum safnanna, Markaðsstofu Austurlands og Menn- ingarráðs Austurlands. Í sveitarfélaginu Hornafirði var nýlega ákveðið að ókeypis verði inn á þau söfn sem það rekur og er slíkt líklega einsdæmi í landinu. Mikil gróska í safnamálum á Austurlandi Egilsstaðir FYRIRTÆKIÐ Intrum á Íslandi og Lögheimtan hafa opnað starfsstöð á Egilsstöðum. Hjá Intrum á Íslandi starfa nú 80 starfsmenn og starfs- stöðvar eru einnig í Reykjavík og á Akureyri. Auk innheimtuþjónustu verður boðið upp á alla almenna lögfræði- þjónustu. Starfsmenn Intrum og Lögheimtunnar á Egilsstöðum eru Haraldur Örn Ólafsson hdl., Bjarni G. Björgvinsson hdl., Helgi Teitur Helgason hdl., Susan Ellendersen þjónustufulltrúi, Grétar Eggertsson ráðgjafi og Óli Rúnar Jónsson og Hildigunnur Guðfinnsdóttir mark- aðsfulltrúar. Stutt er síðan kynnt var að Lög- heimtan tæki yfir Lögfræðiþjónustu Austurlands, sem starfrækt hefur verið um árabil á Egilsstöðum. Þetta er ekki eina dæmið um breyttan rekstur lögfræðistofa á Egilsstöðum, því að Lögmenn Austurlandi og Fasteigna- og skipasala Austur- lands, sem rekið var af sama aðila, hefur nú verið tekið inn í rekstur Regula lögmannsstofu, sem opnaði 3. mars sl. Undir hatti Regula eru einnig Hraun lögmannsstofa á Höfn og Lögmannsstofa Berglindar á Húsavík. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Intrum á Íslandi og Lögheimtan hafa opnað nýja starfsstöð á Egilsstöðum. F.v. Haraldur Örn Ólafsson, Bjarni G. Björgvinsson, Susan Ellendersen, Sigurður Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri Intrum á Íslandi, og Óli Rúnar Jónsson. Myndin er tekin í veislu sem haldin var í tilefni opnunarinnar. Yfirtökur á lög- fræðistofum eystra Egilsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.