Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 20
LISTIR 20 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                    !"   ##$%   &  & #'#(   &  #'#)  **# #++,!  **# #+-!  &. &        !  /// &         0 &   1 23 4  %%     ,,5,,'  &       2  6   5+   %    2     &2 & 7   3   #(    #,'      &        8  %   5##2 ,,5 9    &         %    &   &    3  &!#,5,5!&   !    :          SEX í sveit er algerlega hefð- bundinn framhjáhaldsfarsi þar sem næstum allir hafa eitthvað að fela og smám saman verða aðferð- irnar til að fela það enn pínlegri en það sem upphaflega átti að halda leyndu. Úr verður fyndin flækja sem leysist í raun ekki, lausnin minnir meira á vopnahlé en frið- arsáttmála. Sýning Hólmvíkinga verður að teljast í höfuðatriðum vel heppnuð. Sviðssetning Skúla er prýðilega af hendi leyst og umgjörð er til fyrirmyndar í dálítið erfiðum að- stæðum braggans. Oft náðist ágætur örvæntingarfullur hraði í framvinduna, sem er nauðsynlegt til að farsið komist á flug. Leikhópurinn er blanda af karl- kyns reynsluboltum og kvenkyns nýgræðingum og má kalla það djarflega teflt að velja svo tækni- lega krefjandi verk sem jómfrúr- verkefni stúlknanna. En það geng- ur upp, allar standast þær raunina, kannski var þeim ekki sagt að þetta ætti ekki að vera hægt. Mest þótti mér koma til frammistöðu Einars Indriðasonar í hlutverki Ragnars og Kristínar Sigurrósar Einarsdóttur, sem hinnar ofurnorðlensku Sólveigar. Helsti gallinn var sá að nokkrir leikaranna voru of langt frá því að hafa textann sinn fyllilega á valdi sínu. Þó gera megi ráð fyrir að það standi til bóta þegar frumsýning- arstress og frekari þjálfun er að baki þá er það auðvitað alls ekki ásættanlegt að treysta jafn mikið á hvíslarann og hér var gert. En í þeim atriðum þar sem þetta var í lagi sást vel hversu skemmtileg sýning Sex í sveit hjá Leikfélagi Hólmavíkur hefur burði til að vera. Að vanda til viðhaldsins LEIKLIST Leikfélag Hólmavíkur Höfundur: Marc Camoletti, þýðandi: Gísli Rúnar Jónsson, leikstjóri: Skúli Gauta- son, leikmynd: Hafþór Þórhallsson. Í Bragganum á Hólmavík fimmtudag- inn17. apríl 2003. SEX Í SVEIT Þorgeir Tryggvason ÍSLENSKA óperan leggur land und- ir fót um helgina og sýnir „Tvær óp- erur á einu kvöldi“ í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 26. apríl kl. 20.00 og Miðgarði í Skagafirði sunnudaginn 27. apríl kl. 17.00. „Tvær óperur á einu kvöldi“ eru út- drættir úr óperunum Madama Butt- erfly eftir Puccini og Ítölsku stúlk- unni í Alsír eftir Rossini. Flytjendur eru fimm fastráðnir söngvarar Ís- lensku óperunnar; þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Krist- jánsdóttir mezzósópran, Davíð Ólafs- son bassi, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón, og píanóleikar- inn Clive Pollard, sem segja má að gegni hlutverki heillar hljómsveitar. Höfundur útdráttanna er Ingólfur Níels Árnason, sem jafnframt er leik- stjóri. Hönnuðir búninga eru þau Anna Björg Björnsdóttir og Mo- hammed Zahawi, leikmyndina hann- ar Geir Óttarr Geirsson og Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu. Þetta er fyrsta óperuuppfærslan sem allir fimm fastráðnir söngvarar Óp- erunnar taka þátt í saman. Sýningin í Laugarborg er haldin í samstarfi við Tónvinafélag Laugar- borgar. Forsala aðgöngumiða er í Pennanum Bókvali á Akureyri og Blómabúðinni Ílex á Dalvík 16.–25. apríl. Einnig eru seldir miðar við inn- ganginn. Sýningin í Miðgarði er liður í Sælu- viku Skagfirðinga og er haldin í sam- vinnu við Tónlistarfélag Skagafjarð- ar. Þar er forsala aðgöngumiða í Skagfirðingabúð föstudaginn 25. apríl kl. 15–19. Í tengslum við heimsókn Íslensku óperunnar í Eyjafjarðarsveit 26. apríl nk., sem undirbúin var af sveitarfé- laginu og Óperunni í sameiningu, hafa Íslenska óperan og Eyjafjarðarsveit lýst yfir eindregnum vilja sínum til að halda áfram samstarfinu og festa það jafnframt með gerð samstarfssamn- ings. Stefnt er að því að samningurinn verði tilbúinn til undirritunar í byrjun október 2003, í tengslum við kynn- ingu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í Laugarborg. Samningurinn mun fela í sér heim- sóknir Íslensku óperunnar í Eyja- fjarðarsveit til að kynna starfsemi sína og/eða til að setja á svið óperu- sýningar eftir því sem því verður við komið hverju sinni. Stefnt verði að því að allar nýjar uppfærslur Óperunnar verði kynntar í tali og tónum í Tónlist- arhúsinu Laugarborg, auk þess sem Óperan kynni þar aðra óperutónlist eftir atvikum. Kynningin verður að öllu leyti í höndum Íslensku óperunn- ar. Eyjafjarðarsveit mun sinna um- sýslu fyrir Óperuna á Eyjafjarðar- svæðinu í tengslum við heimsóknir Óperunnar, skipuleggja hópferðir á sýningar í Óperunni og sinna al- mennu kynningarstarfi fyrir Íslensku óperuna á svæðinu. Viljayfirlýsinguna undirrita þeir Bjarni Daníelsson óperustjóri og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sesselja Kristjánsdóttir og Ólafur Kjartan Sigurðarson í Ítölsku stúlkunni frá Alsír eftir Rossini sem er annar hluti sýningarinnar Óperutvenna. Íslenska óperan á Norðurlandi BÓKAÞING 2003 verður haldið í Iðnó í dag undir kjörorðinu „sækj- um fram“. Þingið hefst kl. 13.30 með því Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, formaður Rithöfundasambands Ís- lands, setur þingið. Þingforsetar eru Sigríður Harðardóttir og Hlín Agnarsdóttir, sem jafnframt stýrir pallborðsumræðum. Dagskrá þingsins er að öðru leyti þannig að kl. 13.35 hefjast umræður undir titlinum Ölmusa eða menningarstefna. Staða bóka- útgáfu um þessar mundir. Þorberg- ur Þórsson hagfræðingur hefur framsögu en síðan verða umræður á pallborði með þátttöku Þorbergs Þórssonar, Aðalsteins Ásbergs Sig- urðssonar, Þorgeirs Ólafssonar, deildarstjóra í menntamálaráðu- neytinu, Halldórs Guðmundssonar, útgefanda Eddu, og Þórólfs M. Matthíassonar hagfræðings. Meðal spurninga sem reifaðar verða eru: Er íslensk bókaútgáfa ómagi á ríkinu eða tekjulind? Eiga bókaforlög að keppa við opinbera aðila? Á ríkið að styrkja bókaút- gáfu? Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur síðan framsögu kl. 14.45 um efnið Stríð og friður á jólamarkaði. Hvers á bókin að gjalda? Hugleið- ing um hringavitleysuna á íslensk- um bókamarkaði. Á pallborði verða Pétur Gunnarsson, Halldór Birg- isson, lögmaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Gunnar Dungal, framkvæmdastjóri Pennans/ Eymundssonar, Guðmundur Sig- urðsson, forstöðumaður samkeppn- issviðs Samkeppnisstofnunar, og Sigríður Gröndal frá Hagkaupum. Spurt verður hvort verðstríð fyr- ir jól sé óumflýjanlegt? Er það bölvun eða blessun? Á að selja bækur í stórmörkuðum? Er hægt að snúa þróuninni við? Sigurður G. Valgeirsson bókmenntafræðingur reifar síðan í framsögu efnið Sókn- arfæri erlendis. Hvernig nýtist fé til útflutnings á bókmenntum best? Þurfum við bókmenntamiðstöð? Ásamt Sigurði á pallborði verða Pétur Már Ólafsson útgefandi hjá Eddu, Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá JPV, Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur og Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins. Þeir munu ræða spurningarnar hvernig nýtist fé til útflutnings á bókmenntum best og hvort leysa eigi Bókmenntakynningarsjóð upp? Klukkan 16.30 ræða fulltrúar stjórnmálaflokkanna stefnu sína varðandi lækkun virðisauka á bæk- ur og stuðning við íslenskar bók- menntir og bókaútgáfu. Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, mun síðan slíta þinginu um kl. 17.30. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Bókaþing 2003 í Iðnó í viku bókarinnar Hvers á bókin að gjalda? Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Pétur Gunnarsson Ólafur Haukur Símonarson JÓNA Þorvaldsdóttir sýnir ljósmyndir á Mokka. Á sýningunni eru átta svarthvítar ljósmyndir frá ár- unum 2001–2002. Þetta er fyrsta einkasýning Jónu á Íslandi. Viðfangsefnið í þessari verkaröð er einskonar draumkenndur raunveruleiki en myndirnar eru flestar teknar á Kodak innrauðar filmur. Jóna vinn- ur myndirnar allar í höndum, framköllun og stækk- un. Myndirnar eru teknar í Slóveníu, Bandaríkj- unum, Portúgal og á Kúbu á árunum 2000 til 2002. Jóna lærði ljósmyndun í Póllandi og Slóveníu á árunum 1997 til 2001. Hún hefur tekið þátt í sam- sýningu og samkeppni í Póllandi á vegum „Warsaw Voice“ og vann þar til fyrstu verðlauna. Hún tók einnig þátt í samsýningu Fókus-félaga „Ljóðið í Fókus“ á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar í mars 2003. Sýningin á Mokka stendur yfir til 23. maí. Ljósmynda- sýning á Mokka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.