Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 23 Fyrir dömur Fyrir herra Hefur þú prófað nýja DIESEL ilminn? — Hann er kominn í verslanir DIESEL GREEN SPECIAL EDITION 1,6 ltr - 2.2 ltr. og 3 ltr. Má setja í uppþvottavél POTTÞÉTT Þrír frábærir POLARISPOTTAR TI LB OÐ 20 ára ábyrgð 3 pottar verð aðeins: 11.990.- 18/10 gæðastál URSULA Nistrup kom til Ís-lands með ýmsar vænting-ar en aðeins einn draum.Hann var að hljóðrita drunurnar í íslenskum skriðjökli. Ekki endilega hávaðann sem mynd- ast þegar sneið fellur úr jökultungu í djúpt lón, heldur hversdagslegt snörl í djúpum sprungum. Til þess að ná draumnum á segulband lagði hún á sig tveggja daga ferðalag til og frá Skaftafelli úr Reykjavík, og sex tíma göngu inn að Morsárjökli og til baka með nesti og minidisc-upptöku- tæki í bakpokanum. En þegar að jöklinum kom brast á slíkt hvass- viðri að ekkert var að heyra nema hvininn í vindinum, auk þess sem leysingavatn hafði hrifið með sér göngubrú yfir Morsá, sem að öðrum kosti hefði gefið kost á meira návígi við jökulinn en raun bar vitni. Ursula reyndi að bíða þar til veðrinu slotaði, en allt kom fyrir ekki og hún hélt tómhent til byggða á ný. Áður en hún flaug aftur til Skot- lands, þar sem hún býr, hrinti hún þó í framkvæmd varaáætlun; bað land- verðina í Skaftafelli að hafa með sér upptökutækið þegar farið yrði inn að Morsá til þess að gera við brúna góðu. Landverðir tóku vel í beiðnina, en þegar á leið sumarið varð hins vegar flest til þess að hefta viðleitni þeirra – óheppilegt veður þar efst á blaði. Á sýningu Ursulu í Glasgow var þess vegna ekkert hljóðverk sem byggðist á jökulsprungum frá Ís- landi, en sjálf segir hún að ferðin í Skaftafell hafi verið afar eftirminni- leg og að margir litlir draumar hafi ræst í eltingarleiknum við stóra drauminn. Langaði að hitta náttúruöflin Af sýningu Ursulu er það annars að segja að Ísland kom þar mjög við sögu. Meðal verka voru línur, teikn- aðar á blöð sem lögð voru á brýr í ýmsum landshornum, svo sem í Frakklandi og Englandi, en einnig Skaftafelli og Mýrdalssandi. Línurn- ar voru teiknaðar um leið og farar- tæki fóru yfir brúna, og hafði titring- urinn því bein áhrif á línurnar. Þá var verk unnið á pappír með marg- litum jarðvegssýnum úr Eyjafirði og einnig má nefna uppdrátt af stöðugu dagsljósi á 65. breiddargráðu. Eitt stærsta verkið samanstóð af hvítum og gráum renningum úr lofti, sem voru eins konar umbreyting hljóðs. „Þetta er hljóðið sem heyrist þegar viðurinn í þaki gamallar byggingar á Íslandi byltir sér við ítrekaðar hita- breytingar. Ég tók smellina upp og þjappaði hljóðskránni saman í tölvu þannig að ákveðið mynstur myndað- ist. Svo reyndi ég að endurgera þetta mynstur með litum, hvítum og gráum,“ útskýrði Ursula við opnun sýningar sinnar í Intermedia-gall- eríinu í Glasgow í vetur. Hún var spurð nánar út í eðli verka sinna og tengslin við Ísland. „Ég hef lengi verið heilluð af hreyfingum og upp á síðkastið hafa hreyfingar yfirborðs heillað mig sér- staklega. Með ýmsum aðferðum hef ég notað þær í sköpunina, bæði með beinni notkun og óbeint sem upp- sprettu hugmynda. Þegar ég heyrði af gestavinnu- stofu Gilfélagsins á Akureyri, kveikti það strax áhuga minn. Ég vissi að breytingar á árstíðum, birtu- brigðum og hitastigi eru mjög áþreifanlegar og skýrar á Íslandi og mér fannst að það hlyti að vera spennandi að upplifa slíkt. Svo hafði mig líka lengi langað að rannsaka hvernig fólk fer að því að búa með og bregðast við sterkum náttúruöflum eins og hinum íslensku,“ sagði Ursula og benti á að sjálf hefði hún alls ekki alist upp við fjöll, eldvirkni, úfið haf og óveður – Danmörk væri öðruvísi. Elti sólina um vinnustofuna Ursulu var úthlutað gestavinnu- stofu Gilfélagsins um mánaðarskeið þegar næturnar voru hvað bjartast- ar í fyrrasumar. „Vinna mín í stúdíóinu tengdist öll staðnum, árstímanum og þeim að- stæðum sem voru á Akureyri á með- an ég vann. Ég nýtti mér sólar- hringsbirtuna, setti til dæmis út negatífur til þess að skrásetja ljós- brigðin sem verða þegar sólin rétt sest á sjóndeildarhringinn og rís á ný. Ég málaði breytilegan lit himins- ins með vatnslitum, merkti lækkandi snjólínu Vaðlaheiðarinnar á ljósa- staura og kortlagði hvernig sólar- geislar færðust um stúdíóið mitt. Einnig vann ég nokkur verk sem beinlínis tengdust lífsstíl Íslendinga, eitt þeirra hét Vinsælasta húsamáln- ingin á Íslandi 2002.“ Í lok dvalarinnar hélt Ursula svo dálitla sýningu í stúdíóinu þar sem hún skýrði hugmyndir sínar fyrir áhugasömum. En þar með var Ís- landsdvölinni þó ekki alveg lokið. „Eftir að ég skilaði af mér gesta- íbúðinni greip ég tækifærið og ferð- aðist aðeins um Ísland og það varð ein magnaðasta upplifun lífs míns. Í ferðinni safnaði ég efni og upplýs- ingum fyrir sýninguna í Glasgow, en reyndar kom veðrið í veg fyrir að ég gæti gert þær hljóðupptökur sem ég ætlaði. Hins vegar hafði mér þá þeg- ar lærst að virða einræði veðursins á Íslandi, þannig að ég sætti mig við að missa af jöklahljóðunum – sennilega hefði þetta ekki getað farið á annan veg.“ Allt í lagi þótt lógík skorti Heiti sýningarinnar „not revers- ible and too high“ segir Ursula tekið úr bæklingi um húsagerð og glugga- þvott, og vísi jafnt í rými, birtu og efni. „Reyndar er ekki mikil lógík í þessum titli og það þykir mér alltaf skemmtilegt. Í verkum mínum vinn ég annars vegar með rökvísi og hins vegar með óhlutbundna leit að merkingu, eins og til dæmis í hljóð- verkunum sem eiga hug minn allan um þessar mundir. Ég hef heillast af áþreifanleika hljóðs og er upptekin af því að elta, magna upp og hlutgera hljóðmerki, oftast hljóð sem fara í gegnum yfirborð. Þannig sameinast ástríða mín gagnvart yfirborði og hljóðum.“ Sýningu Ursulu og kollega henn- ar, Elizabeth Robertson, í Inter- media-galleríinu er nú lokið, en Ursula heldur af kappi áfram meist- aranámi sínu við Listaháskólann í Glasgow. Þegar komið var að kveðjustund þakkaði hún fyrir spjallið og spurði hvort hún mætti eiga lokaorð. Það var auðfengið. „Já, mig langar þá að votta ís- lenska listamanninum Finnboga Péturssyni virðingu mína, en hann er að mínu áliti í röð bestu og áhuga- verðustu samtímalistamanna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þiggja leiðbeiningar hans, meðan ég dvaldi á Íslandi, og það var mikils- vert fyrir mig. Svo vil ég auðvitað þakka öllu frábæra fólkinu í Lista- gilinu á Akureyri fyrir að gefa mér hlutdeild í galdri sínum,“ sagði Ursula Nistrup brosandi að endingu. Glímt við jökla og sól Íslensk náttúra, menning og mannvirki heilluðu unga danska listakonu sem dvaldi á Akureyri í fyrrasumar. Sigurbjörg Þrastardóttir sótti sýningu hennar í Glas- gow þar sem Ísland birtist í breyttri mynd. Horft inn að Morsárjökli og dimmir hratt. Náttúruöflin stríddu listakonunni ungu svo engar hljóðupptökur voru gerðar. Eftir á að hyggja hefði málinu í raun ekki getað lyktað á annan veg, að mati Ursulu sjálfrar. „Ferðalagið um Ísland var ein af mögnuðustu upplifunum lífs míns,“ segir Ursula, hér stödd í skaftfellsku kjarri á leiðinni inn með Morsá. sith@mbl.is Ursula á sýningaropnun við verkið sem túlkar hljóð í húsþaki á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.