Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 27 Vinnuskólinn býður fjölbreytt útistörf í sumar fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk grunnskólum Reykjavíkur. Upplýsingar og skráning til 30. apríl: www.vinnuskoli.is VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Umhverfis- og heilbrigðisstofa Skúlagata 19 • 101 Reykjavík Upplýsingasími: 563 2750 Ríkisstjórnarflokkarnir sjá sitt óvænna og rámar allt í einu í almenn- ing. Á síðustu stundu er komið að al- menningi að fá bita af kökunni. Hvaða köku? Hefur þú séð hana – ekki ég? Þetta skyldi þó ekki vera loftkaka? Grátbroslegt! Þessi ríkis- stjórn á met í braskbakstri. Auðlind- ir, sameiginlegir sjóðir, láð, lögur og lausafé hafa verið gefin örfáum með tilheyrandi fursta- og forstjóravæð- ingu. Hin þjóðin tekur sér milljónir í laun og tugmilljónir í starfslok. Laun verkafólks eru á sama tíma fyrir neð- an allt velsæmi. Íslenskir og erlendir auðhringar fá glýju í augun. Hér er gott að reisa og reka eimyrjuverk- smiðjur sem enginn vill hafa á sínu hlaði nema við. Almenningur hefur verið afétinn í tíð ríkisstjórnarinnar. Það er engin kaka, hún er löngu uppurin. Milljarð- ar hafa verið fluttir frá almenningi í hendur fárra útvalinna. Forríka stéttin fitnar eins og púkinn á kirkju- bitanum meðan fátækt eykst meðal fullvinnandi kvenna, barnafólks, fótfúinna og farlama. Skattpíning er að kreista líftóruna úr öreigum og al- mennu launafólki sem er að sligast. Á sama tíma og við greiðum um helm- ing alls sem við öflum til hins opin- bera, og kvörtum ekki undan því, bera peningamenn og fyrirtæki sára- litla skatta og ábyrgð á velferð okkar. Auðmenn Íslands hafa sameinast undir þessari ríkisstjórn. Fjárfestar, fína orðið yfir braskara, braska hér heima og heiman – geyma gullið „sitt“ á öruggum stað og bera „vinnu- konuútsvar“. Auðmenn Íslands bera ekki uppi félags-, mennta- og heil- brigðiskerfið en notfæra sér það í eigin þágu ef hentar. Svei því! Rétt- lætiskennd minni er endanlega mis- boðið. Ég hvet því alla til að hrinda þessari ríkisstjórn og styðja kjara- baráttu- og kvenfrelsiskonur eins og Ingibjörgu Sólrúnu og hennar líka til valda. Þjóðarkakan skyldi þó ekki vera loftkaka? Eftir Elínu G. Ólafsdóttur „Milljarðar hafa verið fluttir frá al- menningi í hendur fárra útvalinna.“ Höfundur er fyrrverandi borgar- fulltrúi Kvennalista og í 19. sæti á framboðslista Samfylkingar. MJÖG ánægjulegt er, að umræð- ur um hvort leyfa beri fíkniefni skuli hafa aukist á undanförnum ár- um. Afnám fíkniefnabannsins á Ís- landi er þó trúlega hvergi nærri, að svo stöddu. Engu að síður eru um- ræðurnar hollar. „Lögleiðing lögbrota“ Fyrir nokkru ritaði Egill Ólafs- son, blaðamaður á Morgunblaðinu, grein í blaðið, þar sem hann mælti gegn afnámi bannsins og fjallaði um rök mín í þessum umræðum. Í sem allra stystu máli hef ég bent á að fíkniefnabannið fjölgi glæpum, geri fíkniefnin hættulegri og skapi fé- lagsleg vandamál með útskúfun neytenda þessara efna. Egill kallaði afnám bannsins „lög- leiðingu lögbrota“ og talaði um að t.d. ætti ekki að afnema reglur um hámarkshraða, þótt þær væru brotnar. Alveg eins ætti ekki að af- nema reglur um fíkniefnabann, þrátt fyrir brot. Það er rétt hjá Agli að sú stað- reynd að regla sé brotin er ekki nægjanleg til að rökstyðja afnám hennar. En fleira kemur til í tilviki fíkniefnabannreglunnar. Fíkniefna- bannið veldur gífurlegum hörmung- um. Bann við hraðakstri gerir það ekki. Afnám bannsins mun hafa þýðingu Egill sagði að afnám bannsins hefði litla þýðingu fyrir þá sem mis- nota fíkniefni. Því er ég ósammála. Ef fíkniefnaneytandi þarf ekki að fremja afbrot til að fjármagna neyslu sína beitir hann aðra síður ofbeldi og lendir síður í fangelsi. Það tel ég mjög þýðingarmikið. Einnig hefur það mikla þýðingu að neytendur losni við spillt efni, blönduð með meiri óþverra en þeim sem fyrir var. Það hefur líka þýð- ingu ef neytendur komast hjá því að taka of stóra skammta, vegna nákvæmari upplýsinga um skammtastærð. Þá hefur það þýð- ingu að neytendur losni úr heimi glæpa og ofbeldis, njóti umburð- arlyndis samborgara sinna og fái svigrúm til að vinna sig úr vanda sínum. Frelsi fylgir ábyrgð – og ábyrgðartilfinning Sum lögbrot ber að lögleiða. Þá hætta þau að vera lögbrot. Með því að leyfa fíkniefnaneyslu er ekki ver- ið að leggja blessun sína yfir hana. Margt er heimilt, sem ekki er hollt. Sem betur fer búum við í samfélagi sem leyfir okkur að taka eigin ákvarðanir að mestu leyti, þótt margar séu rangar. Margt bendir meira að segja til þess að slíkt fyr- irkomulag, frelsi, sé til þess fallið að auka ábyrgðartilfinningu fólks. Bönn slæva dómgreind, fólk lítur síður á það sem hlutverk sitt að skapa sér heilbrigt líf ef það fær ekki svigrúm til að taka ákvarðanir um það sjálft. Um fíkni- efnabann Eftir Gunnlaug Jónsson Höfundur er fjármálaráðgjafi. „Fíkniefna- bannið veld- ur gífurleg- um hörm- ungum.“ Nýjar vörur Hallveigarstíg 1 588 4848
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.