Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ undanförnu hefur legið mjög á mörgum að vita hverjir eigi Frétta- blaðið. Málflutningur margra sjálf- stæðismanna hefur hreinlega staðið og fallið með því hvort Jón Ásgeir Jóhannesson sé meðal eigenda þar. Davíð Oddsson og Hannes Hólm- steinn Gissurarson hafa meðal ann- arra byggt rökstuðning sinn á þeirri forsendu að Jón Ásgeir sé þar hlut- hafi og því sé hægt að álykta sem svo að Fréttablaðið byggi sinn frétta- flutning á persónulegum skoðunum Jóns Ásgeirs. Þar með gefa þeir sér að fjölmiðlafólki sé yfirleitt sama um starfsheiður sinn, í það minnsta hjá einkareknum fjölmiðlum, og skrifi fréttaefni eftir skoðunum stærsta hluthafa þess fjölmiðils sem það vinnur hjá. Hverjir eiga flokkana? Davíð og Hannes hafa beint og óbeint sagt að virtur blaðamaður sem hefur upplýst mörg þjóðþrifa- mál, þar á meðal Árnamálið og Landssímamálið, sé óvandaður leigupenni sem taki þátt í samsæri gegn Sjálfstæðisflokknum og Davíð Oddssyni. En ef blaðamaður er sjálf- krafa leigupenni af því ekki er vitað hverjir eiga blaðið sem hann skrifar í þá hljótum við að spyrja hvort stjórnmálamenn eru þá ekki strengjabrúður þeirra fyrirtækja og efnamanna sem styrkja þá í skjóli nafnleyndar og lokaðs bókhalds stjórnmálaflokkanna. Hvernig má þá vera að þessir sömu menn telji það ekki skipta al- menning nokkru máli að bókhald stjórnmálaflokka sé opið og aðgengi- legt öllum? Skiptir eignarsamsetn- ing í einkafyrirtækjum sem sagt meira máli fyrir almenning í landinu en sjóðsmyndum stjórnmálaflokka? Með sömu rökum og Hannes Hólm- steinn, Davíð Oddsson o.fl. hafa not- að, þá er stjórnmálaflokkum ekki treystandi þar sem við vitum ekki hverjir gefa fé í þá. Af hverju eru sjálfstæðismenn ekki samkvæmir sjálfum sér og berjast fyrir opnun bókhalds stjórnmálaflokka? Við þetta má bæta að fjölmiðlar hafa ákveðnar hlutleysis- og hlut- lægnisskyldur sem stjórnmálaflokk- ar hafa ekki, og þ.a.l. er það líklegra að stjórnmálaflokkar gæti hags- muna þeirra sem veita þeim fjár- magn til reksturs, en fjölmiðlar. Hannes lýsti kannski rökhugsun sinni best þegar hann tilkynnti öllum hver kjarni málsins væri. Jú, kjarni málsins var sá að Davíð er gull af manni. Tvískinnungur sjálfstæðismanna Annað athyglisvert dæmi er til um tvískinnung sjálfstæðismanna. Þeg- ar Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins tapaði meiðyrðamáli gegn Sigurði G. Guðjónssyni árið 2000 þá fannst þeim afar einkennilegt að Sigurður þyrfti ekki að sanna mál sitt. Um þetta sagði Björn Bjarnason: „Með öðrum orðum er það svo samkvæmt dómi meirihluta hæsta- réttar (2:1), að beri menn eitthvað á einhvern, sem gegnir áberandi stöðu innan Sjálfstæðisflokksins, þurfa þeir ekki að sanna, að þeir hafi rétt fyrir sér, ef það er þeim óhæfilega erfitt. Minnir þetta á það, sem George Orwell sagði: Öll dýr eru jöfn. En sum dýr eru jafnari en önn- ur.“ Það er ljóst að þeir félagar eru með allra jöfnustu dýrunum á bæn- um, kannski í heiminum. Þeir þurfa ekki að sanna ærumeiðingar sínar gagnvart Reyni Traustasyni, Jóni Ásgeiri, Jóni Ólafssyni né neinum öðrum sem þeir hafa beint eða óbeint sakað opinberlega um óheiðarleika. Er nema von að Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, spyrji hvort það vanti alla sóma- kennd í þessa menn? Stolið frá höfundi rökleysunnar Eftir Hinrik Má Ásgeirsson „Með sömu rökum og Hannes Hólmsteinn, Davíð Odds- son o.fl. hafa notað, þá er stjórnmálaflokkum ekki treystandi þar sem við vitum ekki hverjir gefa fé í þá.“ Höfundur er tölvunarfræðinemi. STJÓRNARSETA Framsóknar- flokksins síðustliðin átta ár er ár- angursrík fyrir alla þjóðina. Ísland er orðið land tækifæra og framfarir eru miklu meiri en spáð var um. Framsóknarflokkurinn hefur látið verkin tala og staðið við sín loforð. Þeir sem treysta Fram- sóknarflokknum vita hvernig hann er gerður. Á síðustu árum hefur efnahags- líf þjóðarinnar sem og athafnalíf verið öflugt og fjölbreytilegt. Þeg- ar Framsóknarflokkurinn kom til valda 1995 voru árin á undan tíma- bil stöðnunar og mikils atvinnu- leysis. Í dag stenst íslenska þjóðin samburð við það sem best þykir meðal annarra þjóða. Stöðugleikinn hefur verið varð- veittur og var hagvöxtur árið 1999 var 3,6%, árið 2000 var hann 5,5% og árið 2001 var hann 3,0%. Á ár- unum 1995 til 1999 var hagvöxtur á meðaltali tæp 4%. Kaupmáttur ráðstöfunartekna fjölskyldunnar hefur aukist um þriðjung. Það segir hversu vel hef- ur verið staðið að efnahagsstjórn landsins. Kaupmáttur hefur vaxið í átta ár í röð og slíkt þekkist ekki á lýðveldistíma. Skynsamleg efna- hagsstjórn hefur fært þjóðinni þetta. Sagt er um okkur Íslendinga að þó að við séum fá, þá hugsum við eins og milljónaþjóð. Krafturinn og seiglan er mikil í hverju okkar, við stöndum vörð um það sem er næst okkur. Við vitum úr hverju við erum gerð og stígum alltaf skrefið lengra. Þess vegna stönd- um við í þessum sporum í dag. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá stofnun staðið að umbótum og velferð. Hann hefur verið frá upp- hafi á miðju stjórnmála ólíkt öðr- um flokkum sem þeysast um og vita ekki hvar leiðarendi er, eða á hvaða grunni þeir byggja. Þess vegna vil ég Framsóknarflokkinn, því ég treysti honum best fyrir því sem hann lofar. Efnahagsstjórn landsins er dæmi um hverjir eiga að vera við völd. Höfum það hugfast 10. maí X-B. Framsókn er best treystandi Eftir Tómas Meyer Höfundur er formaður Félags ungra framsóknarmanna í Hafnarfirði. „Kaup- máttur ráð- stöfunar- tekna fjölskyld- unnar hefur aukist um þriðjung. Það segir hversu vel hefur verið staðið að efnahags- stjórn landsins.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.