Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 31 f é l ag tækn i f ó l k s í r a f i ðnað i S to f nað 1993 Aðalfundur og afmælisfagnaður Aðalfundur FTR verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl. Að honum loknum býður félagið til afmælisfagnaðar í tilefni af 10 ára afmæli félagsins. www.ftr.is Nöfn þeirra sem skrá sig fyrir þann tíma fara í lukkupott og verða nöfn vinningshafa dregin út í afmælisveislunni. Fjöldi spennandi vinninga er í boði. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins. skráið ykkur á þátttökulista á heimasíðu FTR, www.ftr.is, fyrir kl.16:00 föstudaginn 25. apríl. Félagsmenn! SAMTÖK 60 ára og eldri á vegum Samfylkingarinnar verða stofnuð um helgina undir nafninu Samtökin 60 plús. Markmið 60 plús er að gæta hagsmuna fólks 60 ára og eldra inn- an flokksins og í stefnu hans. Innan systurflokka Samfylkingarinnar í Svíþjóð og Þýskalandi eru 60 plús- félögin meðal virkustu samtakanna í flokkunum og munu samtök okkar bera sama nafn og þýsku samtökin. Samtökin í Þýskalandi hafa t.d. gott samstarf við samtök eldri borgara utan flokksins og eru félagarnir hvattir til að láta til sín taka í hags- munabaráttu eldri borgara sem víð- ast í samfélaginu. Allir sem eru orðnir 60 ára geta gengið í Samtökin 60 plús og ekki þarf að ganga í Samfylkinguna til að vera með í samtökunum. Í Þýska- landi eru 250.000 félagar í 60 plús, en það myndi miðað við fólksfjölda þýða um 800 manns hér á landi. Á vegum stjórnmálaflokka starfa ýmis félög og samtök sem hafa áhrif á skoðanamyndun og stefnu flokk- anna. Ungliðahreyfingarnar eru gott dæmi um það. Það er ekki síður mikilvægt að eldra fólk starfi saman og beiti sér fyrir hagsmunum sínum á sama hátt og því hvetjum við fólk á þessum aldri til að gerast félagar í Samtökunum 60 plús. Eldra fólk sat eftir í góðærinu Nú eru liðin þrjú ár frá því að Samfylkingin var formlega stofnuð. Nú þegar starfa innan hennar mörg félög, flest tengd kjördæmum eða svæðum, en einnig miðuð við aldur félaga, eins og ungliðahreyfingin okkar, Ungir jafnaðarmenn. Fé- lagsskapur 60 ára og eldri er því kærkomin viðbót í félagaflóru Sam- fylkingarinnar. Samtök 60 ára og eldri eru mál- svarar sífellt stækkandi þjóðfélags- hóps. Þau munu hafa mótandi áhrif á stefnu flokksins í málefnum eldra fólks. Það eru því eldri borgarar sem koma að mótun stefnunnar í eigin málum. Gert er ráð fyrir að fulltrúar 60 plús hafi seturétt, málfrelsi og til- lögurétt á flokksþingi. Ekki veitir af að eldra fólk taki málin í sínar hend- ur og veri með í 60 plús í ljósi þess hvernig kjör þess hafa rýrnað í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, eins og sést á meðfylgjandi línuriti. Það er ljóst að þetta fólk sat eftir í góðærinu. 60 plús í öðrum löndum Í Þýskalandi halda flokkurinn og samtökin 60+ sameiginlega úti tímariti sem fjallar um hagsmuni eldra fólks, og kemur það út tvisvar á ári. Þar er áhersla lögð á að meðlimir í 60 plús séu virkir sem víðast á öðr- um vettvangi. Samtökin þar standa fyrir ýmsum aðgerðum og uppá- komum sem er ætlað að vinna að bættum aðstæðum eldri borgara. Þau keppa sífellt að auknum áhrif- um í stofnunum flokksins og miðar vel í þeim efnum. Þýsku samtökin eiga aðild að ýmsu erlendu sam- starfi svo sem ESO, Samtökum evr- ópskra eldri borgara. Okkar samtök gætu haft samstarf við þessu sam- tök og samtök systraflokka okkar í Evrópu, en það er stjórnarinnar að ákveða það. Stofnfundur Samtakanna 60 plús verður haldinn á Hótel Sögu, Súlna- sal, sunnudaginn 27. apríl kl. 15. Þar verður boðið upp á kaffiveitingar og fjölbreytta skemmtun. Þangað eru allir velkomnir meðan húsrúm leyf- ir. 60 plús fyrir 60 ára og eldri Eftir Ástu R. Jóhannesdóttur „Ekki veitir af að eldra fólk taki málin í sínar hendur og veri með í 60 plús í ljósi þess hvernig kjör þess hafa rýrnað í tíð ríkis- stjórnar Davíðs Odds- sonar…“ Höfundur er alþingismaður og skip- ar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Kaupmáttur lífeyrisbóta hækkaði markvert minna en kaupmáttur ráð- stöfunartekna á vinnumarkaði eftir 1995, vegna þess að ríkisstjórnin rauf tengsl lífeyrisbóta og lágmarkslauna. Samkomulag stjórnvalda við samtök ellilífeyrisþega skömmu fyrir jól 2002 færir lífeyrisþegum að- eins hluta af því sem áður var af þeim tekið. Grunnlífeyrir og tekju- trygging TR, sá hluti lífeyris sem flestir fá, var um 80% lágmarkslauna um 1991, en var 2001 innan við 60%. Að auki hóf ríkisstjórnin skattlagn- ingu lífeyristekna frá 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.