Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 35 hafði fyrir löngu öðlast sitt sjálfstæða líf, þar sem nemendur lifðu og hrærð- ust í námi og leik innan veggja skól- ans og heimavistarinnar. Skólalífið átti hug okkar allan. Bæjarlífið var eitthvað okkur óskylt á þessum árum og kom okkur lítið við, þannig var þetta. Við höfðum óljósar fregnir af „Landinu“, aðalskemmtistað Akur- eyringa. Jú, það voru hræringar í bæjarmálunum og landsmálapólitík- inni og Hekla gaus. Flugslysið í Héð- insfirði snerti okkur djúpt. Sigurður skólameistari lést og var mörgum harmdauði. Skólagangan var með hefðbundn- um hætti. Við höfðum mætur á mörg- um lærifeðranna, nokkrum gerðum við skráveifur. Málfundir voru vin- sælir þar sem skólabræðurnir töluðu af andagift, það var ekki til siðs á þessum árum að fulltrúar kvenþjóð- arinnar létu mikið til sín taka. Þess í stað vorum við með strákana undir smásjánni. Við sóttum dansæfingar og skólaböll með misjöfnum árangri. Við upplifðum ástarævintýri, stór og smá og -sorgir. Svo voru kaffikvöld og fyrirlestrar á Sal. Útgarðsferðirnar og dvölin þar í skíðaskálanum voru mikið tilhlökkunarefni.Við fórum til funda við bekkjarsysturnar í vistinni þar sem málin voru reifuð og til þess að taka þátt í ritúalinu, gítarleik og söng. Staðurinn sem sóttur var utan veggja skólans var Hótel KEA, þar þótti nauðsynlegt að líta við. Kaffi- húsasetur voru og eru nú einu sinni hluti af lífsstíl menntskælingsins. Skólahátíðirnar voru uppskeruhá- tíðir sem mikið var lagt í. Á einni þeirra kom í ljós það sem okkur hafði þó lengi grunað að bekkjarsystir okk- ar, Sigga, var ekki aðeins gáfuðust hún var líka fallegust. Hún var kosin fegurðardrottning MA og var það þar með skráð á spjöld sögunnar. „Það var nú bara tilviljun“ var seinni tíma söguskýring Siggu. Hún var ekki mikið fyrir að troða upp eða láta á sér bera og hún flíkaði ekki tilfinningum sínum. Það má teljast til afreka að okkur bekkjarsystkinunum tókst að telja Siggu á að halda ræðu, minni Gísla Jónssonar, okkar ágæta ís- lenskukennara, þegar kennararnir voru kvaddir. Eftir nokkra yfirlegu og stílfærslur flutti hún ræðuna sem féll í mjög góðan jarðveg. Eins og fram hefur komið var Sigga góðum gáfum gædd og var kímnigáfan að- alsmerki hennar. Hún naut sín best í góðra vina hópi þar sem hún fór á kostum eins og vinir hennar og fé- lagar þekkja vel. Stundirnar á heimili Siggu á Ak- ureyri eru kafli útaf fyrir sig en eru samofnar minningunum frá skólaár- unum. Foreldrar hennar voru þekktir borgarar bæjarins, Helgi augnlækn- ir, stórbrotinn, ábúðarfullur, virðu- legur en fjarlægur. Kara, hávaxin, fyrirmannleg, tággrönn, léttstíg og glaðleg, hún nánast sveif. Þau voru eins og svart og hvítt, sumar og vetur. Yfir heimilinu hvíldi aristókratískur blær. Vinir Siggu voru aufúsugestir. Við sátum stundum í setustofunni við fína reykborð húsbóndans og reynd- um að ráða lífsgátuna. Á veggnum blasti við stórt málverk, rjúpur í vetr- arlandslagi sem fangaði mann í óend- anlega tærum, hvítum lit. Á góðum degi lét Sigga það eftir okkur að setj- ast við píanóið þar sem andi Ásgríms sveif yfir vötnum í litaglöðu sumar- landslagi málverksins við píanóið. Allt hefur sinn tíma og óbærilegum létt- leika tilverunnar á menntaskólaárun- um var um það bil að ljúka. Komið að kveðjustund árið 1952. Hvort við stóðum undir væntingum Sigurðar skólameistara verður að láta ósvarað. Þórarinn skólameistari kvaddi okkur nýstúdentana með þessum orðum: „Gangið ótrauðir að hvaða verki sem lífið kann að færa ykkur og reynið jafnframt að hefja það í æðra veldi sannrar menningar. Verið minnugir þessara orða Einars Benediktssonar: Hvað vannstu drottins veröld til þarfa, þess verðurðu spurður um sólarlag. Menntaskólinn á Akureyri óskar þess að þið verðið ekki varbúin að svara þessari spurningu þegar þar að kemur.“ Leiðir skildu um stund. Flestar bekkjarsystranna fóru í kennaranám eða uppeldisfræði og tungumálanám í BA-deild HÍ. Sigga valdi sér aðra leið, hélt til Kaup- mannahafnar og nam meinatækni. Hlýtur hún að teljast meðal frum- kvöðla í stéttinni. Starfaði hún sem meinatæknir allar götur síðan og var afar farsæl í starfi sem og í sínu einka- lífi. Sigga giftist Páli Sigurðssyni og eignuðust þau þrjú mannvænleg börn. Hún naut lesturs góðra bóka, tónlistar í ríkum mæli og gerði víð- reist. Hún stundaði gönguferðir í ís- lenskri náttúru sem var hennar orku- lind. Í febrúar varð Sigga sjötug og hélt vinum og vandamönnum stór- veislu í Þingholti. Hún kvaddi með hugrekki, reisn og glæsileika. Það er komið að leiðarlokum. Við hverfum aftur til Akureyrar. Í húsi skáldsins að Sigurhæðum má lesa á veggjum þessar ljóðlínur Kristjáns frá Djúpalæk: Þetta land skamma stund bjó mér stað. Ég er strá í þess mold – ég er það. Við vottum fjölskyldu Siggu inni- lega samúð. F.h. MA-stúdenta 1952 Hrefna Hannesdóttir. Við á rannsókn kveðjum nú Sigríði Helgadóttur, kæran starfsfélaga okk- ar. Árið 1964 hóf hún störf á rann- sóknastofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, sem síðar flutti á Borg- arspítalann í Fossvogi 1967 er hann var stofnaður. Sigga vann við stofn- unina allar götur þar til hún lét af störfum fyrir aldursakir. Að loknu stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri fór hún til náms í meinatækni í Danmörku. Hún var ein af þeim fyrstu hér á landi sem luku prófi í faginu. Menntun hennar var góð og var hún mjög fær í starfi. Leituðum við samstarfsfólkið oft til hennar með úrlausnir erfiðra verkefna. Var þá jafn- an efnafræði- og stærðfræðikunnáttu hennar við brugðið. Yfir Siggu var mikill glæsibragur. Öll verk hennar og heimilið báru þess vitni. Áhugi hennar á menningu og listum var mikill, og naut hún þess að sækja listviðburði. Mikla ánægju hafði hún af ferðalögum og útivist, jafnt inn- anlands sem utan. Ástralía er eina heimsálfan sem hún hafði ekki heim- sótt. Um Ísland ferðaðist hún vítt og breitt, jafnt í bíl sem fótgangandi. Skopskyn hennar var hárfínt, stundum beitt en meiddi engan. Hún kom auga á það skoplega í lífinu og ekki síst hvað varðaði hana sjálfa. Í einkalífi sínu var hún gæfumann- eskja. Sigga og Palli voru samstillt hjón. Það var ánægjulegt að njóta samvista við þau og voru þau hrókar alls fagnaðar á góðum stundum. Voru þau mikið fjölskyldufólk og einkar kært var á milli þeirra og barnanna. Fyrir ári síðan kenndi hún sér meins. Þann tíma sem síðan er liðinn notaði hún vel. Það var okkur dýr- mætt að fá að njóta þess tíma með henni í gönguferðum, ferðalögum og á öðrum gleðistundum. Við kveðjum Siggu okkar með virðingu og söknuði og sendum fjölskyldu hennar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Siggu. Samstarfsfólk Rannsóknadeild LSH Fossvogi. Það var gott að alast upp á Akur- eyri þegar við Sigga vorum að slíta barnsskónum. Bærinn var ekki eins stór og núna og stutt var að bregða sér út í náttúr- una. Hreyfing og útivist var í öndvegi og var það sameiginlegt áhugamál okkar Siggu. Kynni okkar hófust í barnaskólanum og fljótlega þróaðist vinátta með nokkrum stelpum í bekknum sem haldist hefur æ síðan. Sterkir stofnar stóðu að Siggu í báðar ættir og í vöggugjöf hlaut hún allt það besta, góðar gáfur, fallegan líkamsburð, frábært skopskyn og heilsteyptan persónuleika. Það var nokkuð sérstakt að koma til Siggu í Möðruvallastrætið því þar mætti manni parket á gólfum og ilmjurtir í krús. Nokkuð sem var ekki venjulegt annars staðar. Höfðinglegt var heim- ili Köru og Helga og sjálfsagt var að leyfa stelpuormunum að spinna fjöl- breytileg leikrit í svefnherberginu. Góð kynni voru með foreldrum okkar Siggu og miklar jóladagsveislur sát- um við ásamt fleiri fjölskyldum til skiptis. Þá var fjör í púkkspilinu hjá konum og börnum en karlarnir spiluðu bridge. Þegar aldur leyfði gengum við til liðs við skátahreyfinguna. Í útilegum áttum við vinkonurnar ógleymanleg- ar stundir hvort sem farið var í skáta- skálana, á skátamót eða að hjálpa ókunnugum við kartöfluupptöku. Margt var brallað og allt í einu vorum við komnar í MA. Þar sönnuðust lær- dómsgáfur Siggu, sem var jafnvíg á öll fög. Sagt var að kennararnir sæju ekki sólina fyrir Siggu. Útivistin var fylgifiskur, sund, skíði og skautar. Ferðir í Útgarð með allt á bakinu til að æfa sig í skíðaíþróttinni. Það var líka þar sem skíðagöngukeppnin mikla í MA hófst á útmánuðum. Mikil spenna lá í loftinu og auðvitað var það hin léttfætta Sigga sem sigraði í kvennaflokki. Minningabrotin hrannast upp og þótt Sigga héldi áfram til stúdents- prófs og meinatæknináms, en ég í fóstrunám, þá var þráðurinn tekinn upp þegar tækifæri gáfust. Minnisstætt er mér þegar við hitt- umst í Kaupmannahöfn og fórum á baðströnd. Þá var hún leiðbeinandi um hvernig maður bæri sig að á ströndinni og gætti sín við sólbruna. Seinna heima á Akureyri fórum við eftirminnilega gönguferð á Súlur. Þetta var sumarið 1955 en þá dró aldrei ský fyrir sólu norðan heiða. Glaðar og sveittar stóðum við á tind- inum og landið lá fyrir fótum okkar svo langt sem augað eygði í allar áttir. Tíminn leið og nýr kafli hófst. Vinkon- urnar búnar að festa ráð sitt og stofna til barneigna. Stutt var á milli heimila og ósjaldan kallaði Sigga í „gardenparty“ á Hrefnugötuna. Þá var börnum pakkað saman og gott að komast á gras sem ekki var til að dreifa á Njálsgötunni. Stundum var skroppið í berjamó eða reynt að spila bridge við vinkonurnar. Palli og Sigga voru sannir vinir og í ófá skipti fögnuðu þau með okkur nýju ári. Einnig voru veislur frambornar af Siggu engu líkar hvað gæði og yfir- bragð snerti. Þau hjónin voru dugleg að ferðast til annarra landa og Sigga stundaði gönguferðir bæði innanlands og utan. Þegar nokkrir ÍR-ingar fóru sína fyrstu skíðaferð út fyrir landstein- ana var Sigga hvött til að koma með. Það var einstaklega gaman að sjá hve vel hún féll inn í hópinn og skopskynið lét ekki á sér standa frekar en endra- nær. Endalaust er hægt að rifja upp stundirnar með Siggu og ómetanlegt að geta ornað sér við minningar og góða vináttu við fjölskylduna. Við lát Palla sýndi Sigga sinn innri styrk og í ljós kom hve mikil hetja hún var þegar hún greindist með illvígan sjúkdóm. Vinir og fjölskylda glöddust með henni í sjötugsafmælinu í síðastliðnum febr- úar og fengu þar innsýn í lífshlaup hennar. Að leiðarlokum vil ég og fjöl- skylda mín þakka fyrir að hafa haft Siggu í kallfæri, haft tækifæri til að njóta návistar og gleðistunda. Börnum og öllum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Veri hún kært kvödd. Margrét G. Schram. ✝ Kristín Bene-diktsdóttir fædd- ist í Nefsholti í Holta- hreppi í Rangárvalla- sýslu 12. apríl 1925. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum 20. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Bene- dikt Ágúst Guðjóns- son f. í Saurbæ í Holt- um í Rangárvalla- sýslu 5. ágúst 1896, d. 25. maí 1991, og Ingi- björg Guðnadóttir, f. í Holtum í Rangár- vallasýslu 27. júní 1894, d. 2. jan- úar 1980. Systkini Kristínar eru Málfríður, f. 1926, d. 1997, Auður Ása f. 1929, Teitur, f. 1931, Einar, f. 1933, Jóna Veiga, f. 1934, og Guðný Finna, f. 1934. Eiginmaður Kristínar var Jón Guðfinnsson, f. í Akbraut í Holtum 12. maí 1918, d. á Hjúkrunarheim- ilinu Ljósheimum á Selfossi 15. júní 1996. Börn Kristínar og Jóns eru: 1) Sólveig, f. 1947, börn hennar eru a) Kristín Grétarsdóttir, f. 24.12. 1974, maki Baldvin Bjarnason, f. 1971, dætur þeirra eru Steinunn Anna, f. 1991, og Lilja Björt, f. 1997. b) Linda Björk Grétars- dóttir, f. 1980, dætur hennar eru Perla Kristín Brynjarsdótt- ir, f. 1998, og Brynja Sól Daníelsdóttir, f. 2000. 3) Oddbjörg Inga, f. 1955, maki Einar Ársæll Sumar- liðason, f. 1954, dóttir Oddbjargar er Lovísa Guðmundsdóttir, f. 1973, sonur hennar Ágúst Einar Ágústs- son. Lovísa er í sam- búð með Kára Jóns- syni, f. 1979. Börn Einars eru: Hilma, f. 1976, í sambúð með Trausta Baldvini Stefánssyni, f. 1972, sonur þeirra er Stefán Ingv- ar, f. 2001; og Esther, f. 1981, sonur hennar er Patrekur Leó Róberts- son, f. 1999, og fóstursonur Einars Fjalar Jörundsson, f. 1971, maki Helga Elídóttir, synir þeirra eru Fannar Máni, f. 1999, og Elí Logi, f. 2001. 3) Guðfinnur, f. 1965, maki Helga Dagmar Emilsdóttir, f. 1966, börn þeirra eru Lovísa Dagmar, f. 1993 og Jón Ingi, f. 2001. Útför Kristínar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma, nú kallið er komið og þú ert farin á vit ævintýranna. Þú hræddist ekki að fara heldur hlakk- aðir til að fá loks að hitta afa á ný. Amma mín, þegar litið er til baka þá þakka ég guði fyrir hvað þú fékkst að vera hjá okkur lengi. Þú veiktist mikið þegar þú varst ung kona og margir hefðu aldrei trúað því að þú yrðir rétt rúmlega 78 ára. Trúin var þér mikilvæg í lífinu og það var ósjaldan sem þú tókst svo til orða „ef að guð lofar“. Þú fæddist á páska- degi og svo ótrúlegt sem það er, varst þú kölluð til drottins á páska- degi. Þú talaðir oft um það hvað þú varst stolt af því að fá að fæðast á þessum dýrðardegi. Þín mikla trú og allar þínar bænir hjálpuðu okkur mikið í gegnum tíðina því trúin styrkti þig svo mikið í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Elsku amma, ég er svo þakklát fyr- ir að hafa orðið þess aðnjótandi að fá að dvelja mikið hjá þér sem barn. Minningarnar sem ég á um þig mun ég varðveita í hjarta mínu. Þær fá mig til að brosa í gegnum tárin því þú sagðir svo oft að hláturinn lengir lífið. Þú varst svo yndisleg, smávaxin og sæt kona sem allir elskuðu og dáðu. Þú komst öllum til að hlæja með þín- um innilega hlátri og léttri lund. Minnisstæðar eru messurnar sem að ég fór með þér á páskadagsmorgun þar sem þú söngst svo hátt og snjallt, það kom manni til að brosa. Söngur og tónlist voru þér mjög mikilvæg í lífinu. Hús þitt var alltaf opið þar sem allir voru teknir opnum örmum og þú bauðst upp á heimsins bestu flatkök- ur sem þú bakaðir af mestu snilld og ekki voru pönnukökurnar þín heldur af verri endanum. Þú kallaðir mig ávallt endurnýjunina ykkar afa og ég hef reynt mitt besta til að gera ykkur stolt af mér, það verður erfitt að feta í ykkar spor því að yndislegra fólk er erfitt að finna. Þú varst með eindæm- um gjafmild og rausnarleg kona, þar sem margir fengu að njóta þinna frá- bæru vettlinga sem þú prjónaðir af svo mikilli snilld. Allir dáðust að handverki þínu. Ríkidæmi þitt var ekki veraldleg gæði heldur fjölskyld- an og vinir, sem þú elskaðir af öllu hjarta og vildir allt fyrir gera. Mikið varst þú góð við þá sem minna máttu sín, þú varst ávallt reiðubúin til hjálp- ar fyrir þá sem áttu erfitt og sást allt- af það góða í öllum. Ég bið þig, elsku amma, að þú vakir yfir okkur og litlu guðsgjöfinni okkar. Ég veit þú brosir niður til okkar. Því brosið þitt blíða og hláturinn gleymist aldrei. Elsku amma mín, þú verður ávallt varðveitt í hjarta mínu. Nú breiðir jörðin út fannhvítan faðminn, og fegurstu stjörnur skína. Hvít og gljáandi mjöllin minnir á mjúku armana þína. Og himinninn minnir með leiftrandi logum á lokkana þína björtu. Hver blær í lofti er seiðandi söngur, er sameinar tveggja hjörtu. Um slíkar nætur er enginn einn, sem elskar, vakir og biður. Ég heillast af lífsins tign og töfrum. Hver tilfinning mín er friður. Í mjúkum og fannhvítum faðmi jarðar Og fegursta draum minn réði… Ég finn þú ert hjá mér, hrein eins og mjöllin, og himinninn logar af gleði. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Ég bið góðan guð að varðveita mömmu, Oddu og Guffa og alla sem voru þér kærir. Elsku amma ég kveð þig í þeirri vissu að algóði guð sé með þér. Þín nafna Kristín Jóna. Elsku amma, nú ertu farin til afa í húsið sem hann er búinn að gera tilbúið fyrir ykkur. Manstu draum- inn sem þig dreymdi um að afi væri að byggja hús fyrir ykkur? Við vit- um að þar á eftir að vera mikill söngur og gleði þar á bæ. Söngurinn var eitt af því sem þér þótti mjög vænt um. Þú söngst svo vel og hafðir gaman af. Við efumst ekki um að þú sért núna syngjandi fyrir hann afa og hann hlustar stoltur af sinni konu. Það var einnig mikill gesta- gangur í húsinu hjá ykkur því eitt af því sem var ávallt mikið af hjá ykkur var að alltaf voruð þið tilbúin nótt sem dag að taka á móti fólki með öllu tilheyrandi í Smáratúninu hjá ykkur. Sorgin er mikil á svona stundu en við vitum að afi tekur vel á móti þér og er ánægður með að hafa þig hjá loksins hjá sér aftur. Það vantar mikið þegar góð og in- dæl kona er farin frá okkur. En minningin er sterk sem lifir í hjört- um okkar allra og er mjög gott að geta átt hana. Það er mikils að minn- ast og alltaf man maður hláturinn og gleðina sem fylgdi þér amma. Þú varst mjög trúuð kona og lífsglöð og hafðir mjög gaman af því að koma fólki í gott skap. Elsku amma, við biðjum fyrir þér þegar við förum að sofa á kvöldin og hugsum ávallt til þín. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumbláa júlínótt. Við ystu hafsbrún sefur sól, og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þínar Linda Björk, Perla Kristín og Brynja Sól. Elsku langamma, nú ert þú farin til guðs sem þér þótti svo vænt um. Við munum sakna þín. Þú varst okk- ur svo góð. Elsku góði guð, við felum þér langömmu okkar í þeirri vissu að hún sé hjá þér í gleði. Við skulum ekki gráta og ekki tala ljótt, þá verðum við svo stór og vöxum við svo fljótt. Við skulum lesa bæninar, þá sofum við svo rótt guð og allir englarnir þeir vaka hverja nótt. (Karólína Jónsdóttir.) Þínar stelpur Steinunn Anna og Lilja Björt. KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.